Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
55
Kveðjuorð:
Jóhann B. Jóns-
son - Dalvík
Fæddur 13. júlí 1914
Dáinn 29. febrúar 1988
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinimir gömlu heima.
Þó leið þín sem áður þar liggi hjá,
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá,
hún kveður þig ekki’ í sumar.
(Þ. Vald.)
Mánudaginn 29. febrúar síðast-
liðinn andaðist Jóhann Björgvin
Jónsson á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyn. Jóhann var fæddur á
Selá á Árskógsströnd, sonur hjón-
anna Þuríðar Sigfúsdóttur frá
Grund í Svarfaðardal og Jóns Jóns-
sonar frá Göngustöðum í sömu
sveit. Barn að aldri flutti hann með
foreldrum sínum til Dalvíkur og bjó
þar alla tíð sfðan.
Ungur hóf hann störf við sjóinn
og réri nokkum tíma á bátum frá
Dalvík og var um tíma formaður á
mótorbátnum Nóa frá Dalvík. Þeg-
ar Jóhann hætti sjómennsku hóf
hann störf við mjólkurflutninga
milli Svarfaðardals og Akureyrar
og var um Iangan tíma bílstjóri á
mjólkurbflum og vörubílum.
Það Iék mikill ævintýrablær um
bílstjóra á þessum tíma enda kom-
ust þeir oft f krappan dans er þeir
máttu bijótast um í vondum veðmm
með mjólkina í kaupstaðinn. Það
voru oft miklar þrekraunir sem
bílstjórar máttu ganga í gegnum í
þann tíð en þá voru vegasamgöngur
með heldur öðrum hætti en nú.
Milli Akureyrar og Dalvíkur eru
ekki nema 45 km en það gat tekið
allt upp í 18 tfma að bijótast um í
kafaldshríð og ófærð þessa leið.
Skyldan bauð og þvf var ekki snúið
við eða gefist upp við að ná áfanga-
stað.
Ekki nóg með það að hlutverk
bflstjóranna væri að koma mjólkinni
á áfangastað heldur fluttu þeir
einnig nauðsynjar heim og sinntu
margs konar snúningum og útrétt-
ingum fyrir sveitungana. Allt þetta
rækti Jóhann af einstakri alúð og
samviskusemi svo að hans mun
lengi verða minnst fyrir.
Oft á tíðum tók fólk sér far í
sveitina með mjólkurbílunum.
Ferðalagið frá Akureyri í Svarfað-
ardal tók þá gjaman tvo daga.
Minnast þess margir sem tóku sér
far með Jóhanni að þegar til Dalvík-
ur kom þurftu þeir ekki að leita sér
að gistingu heldur þótti það eðlilegt
að mjólkurbílstjórinn bæri ábyrgð á
farþega sínum í áfangastað og
mátti því skjóta skjólshúsi yfir hann
þar til lagt var í síðasta áfanga
ferðarinnar. Ekkert af þessu var
gert af nauðung hjá Jóhanni heldur
sem sjálfsögð skylda við þann starfa
sem hann hafði ráðið sig til. Það
var líka ekki í kot vísað að gista f
Amarhóli fyrst hjá foreldrum Jó-
hanns og sfðar á hans eigin heimili.
Jóhann var annálaður fyrir ein$
stakt atfylgi við þau verkeftii sem
hann tók að sér. Þar stóð allt eins
og stafúr á bók og þau störf sem
hann tók að sér vom unnin undan-
bragðalaust. Trúmennska hans var
einstök og var hann lítt gefinn fyr-
ir vol né víl. Þegar ég kom til
Dalvíkur urðum við samstarfsmenn
í Dalvíkurskóla en hann var þá orð-
inn húsvörður við skólann. Tókust
strax með okkur góð kynni. Störf
sín við skólann rækti Jóhann af
stakri prýði og fór fátt úrskeiðis
hjá honum í þvf starfí. Oft var
vinnutíminn langur því Jóhann
mætti ætíð fyrstur manna að
morgni og fór síðastur heim að
kvöldi. Er Jóhann varð sjötugur að
aldri tilkynnti hann að hann hygð-
ist segja starfi sínu lausu. Þá var
hann búinn að starfa við skóíann í
17 ár. Það sýnir hve mikils kennar-
ar við skólann mátu störf hans að
allir skrifuðu þeir undir áskomn til
Jóhanns að vegna breyttra að-
stæðna gegndi hann starfinu áfram.
Varð Jóhann við þeim tilmælum,
gegndi húsvarðarstarfinu í eitt ár
til viðbótar en lét af störfum við
skólann vorið 1985 og hafði þá
gegnt því í 18 ár.
Jóhann var vel greindur og kunni
frá mörgu skemmtilegu að segja.
Eins og margur jafnaldri hans
svarfdælskur talaði hann kjamgott
og fjölskrúðugt mál. Hann var einn-
ig ófeiminn við að láta í ljós skoðan-
ir sínar og þá var tungutak hans
skýrt og skorinort. Hann hafði góða
söngrödd og starfaði lengi í kirkju-
kómum á Dalvik. Þar, eins og víðar,
kom fram trúmennska hans við það
er hann tók að sér. Hann ætlaði
að hætta í kómum þegar hann varð
sjötugur en þar sem svo fáir tenór-
ar vora til staðar fannst honum
hann ekki geta yfirgefið kórinn og
ævinlega var hann mættur ef mikið
lá við.
Árið 1952 gekk Jóhann að eiga
Friðrikku Óskarsdóttur frá Kóngs-
stöðum í Skiðadal. Bjuggu þau alla
tíð í Amarhóli á Dalvík og var Jó-
hann tíðast kenndur við hús sitt.
Eignuðust þau þijár dætur, Mar-
gréti Vallý, Þuríði og Valgerði
Maríu. Jóhann lét sér mjög annt
um fjölskyldu sína og eftir að bama-
bömin fóm að koma í heimsókn var
oft glatt á hjalla í Amarhóli.
Andlát Jóhanns B. Jónssonar bar
snöggt að. Hann var heilsuhraustur
alla tfð en þurfti á sjúkrahús til
lftillar rannsóknar. Eftir stutta dvöl
þar átti hann að útskrifast þegar
kallið kom. Hann var jarðsettur frá
Dalvíkurkirkju laugardaginn 5.
mars sl. Þegar sveitin kvaddi hann
skartaði hún sínu fegursta. Sveitin
sem Jóhann hafði unnið svo vel alla
tíð með störfum sínum hvort sem
var í skóla, við samgöngur eða hvar
sem hann kom við.
Ég bið þann sem öllu ræður að
styðja og styrkja Friðrikku konu
Jóhanns, dætur og baraaböm hans
á þessum erfiðu tímamótum og
þakka Jóhanni samstarf og vináttu
á liðnum ámm.
Minning um sæmdarmanninn
mætust við hjartarætur
lýsir með leifturblysum
leið yfir skapaheiði.
(Erla)
Trausti Þorsteinsson
Minning:
Ruth Heiden Jóns-
son — Hraunhólum
Þegar ég frétti lát Ruth Heiden
Jónsson, sem andaðist á elliheimil-
inu á Selfossi 16. þ.m., fóm minn-
ingamar um þá merku konu að
streyma fram og hið óvepjulega
lífshlaup hennar.
Ruth fæddist í Austur-Þýska-
landi 27. júlí 1925. Fjölskylda henn-
ar, sem Iifði stríðið af, flúði til Vest-
ur-Þýskalands undan Rússum og
mun hún eiga þar þijá eftirlifandi
bræður. Ruth kom að Hæli frá
Þýskalandi vorið 1949, þá 23ja ára
gömul, sem vinnukona tíl Steinþórs
föðurbróður mfns. Nýbúin að þola
hörmungar stríðsins í Þýskalandi.
Ruth var mjög sérstök mann-
eskja fyrir margra hluta sakir. Hún
var frábær fþróttakona, hafði m.a.
orðið Þýskalandsmeistari f kringlu-
kasti áður en hún kom til íslands. •
Músfkölsk var Ruth einnig með af-
brigðum og spilaði að ég held á
hvaða hljóðfæri sem var. Mér er
þó efet í huga hve góð og umburðar-
lynd hún var okkur frændunum á
Hæli.
Á þessum tíma var vinnumaður
hjá föður mínum Gestur Jónsson
að nafni. Hann og Ruth felldu hugi
saman og giftu sig árið 1950 við
mikinn fögnuð okkar smáfólksins.
reyndar fullorðna fólksins líka.
Ruth og Gestur, sem var íþrótta-
maður góður, mótuðu okkur frænd-
uma mjög og skópu hið mikla
íþróttalíf, sem varð á Hæli og hefur
reynst okkur peyjunum heilladijúgt
veganesti á lffeleiðinni.
Eftir giftinguna gerðust Ruth og
Gestur bústjórar á Sámsstöðum í
Fljótshlíð. Seinna lá leiðin að Öxna-
læk í Ölfusi en árið 1955 urðum
við Gnúpveijar þeirrar gæfu aðnjót-
andi að þau hjón keyptu Skaptholt-
ið og hófu þar búskap.
Fljótlega eftir að Ruth kom til
íslands fór að bera á vanheilsu hjá
henni og segja má að það hafi
meira og minna fylgt henni sfðan.
Aðdáunarvert er hve Gestur hefur
stutt dyggilega við bak konu sinnar
í þessum veikindum. Ruth og Gest-
ur eignuðust 4 mannvænleg böm.
Kristjönu, Halldóm, Soffíu-Rósu og
Jón-Gest, sem öll hafa veitt foreldr-
um sínum mikla gleði. Bamabömin
munu vera orðin 6 talsins.
Við leiðarlok verður sú spuming
áleitin hvere vegna svo miklar byrð-
ar em lagðar á sumt fólk. Fyret
að þola allar hörmungar strfðsins,
sem fáir komust jafngóðir frá, og
síðan að búa við slfkt heilsuleysi.
Að lokum vil ég þakka þá ágætu
viðkynningu er ég hafði af Ruth.
Af henni var margt gott hægt að
læra. Eftirlifandi eiginmanni, Gesti
Jónssyni, bömum og bamabömum
óska ég alls hins besta.
Gestur Einarsson
t
tnnilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
EYRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Suðurgötu 12, Keflavik.
Sigtryggur Árnason,
Gauja Guðrún Magnúsdóttir, Kjartan Finnbogason,
Magnús Þór Sigtryggsson,
Eiríkur Árni Sigtryggsson,
Guðlaug Jónina Sigtryggsdóttir, Gottskálk Ólafsson,
Gunnar Sigtryggsson, Kristín Friðriksdóttir,
Rúnar Sigtryggsson, Margrét Sigurðardóttir,
Ingvi Steinn Sigtryggsson,
Bragi Sigtryggsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sent hafa okkur samúðarkveðjur
vegna fráfalls sonar okkar,
GUNNLAUGS ÞORGILSSONAR,
og sonar hans,
ÁRNA KRISTINS GUNNLAUGSSONAR,
sem fórust með mb. Knarrarnesi 12. mars.
Guð blessi ykkur öll.
Lára Magnúsdóttir,
Þorgils Árnason,
ísafirði.
t
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát
og útför
KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR,
fyrrum húsfreyju, Bergi, Keflavik.
Guð blessi ykkur öll.
Kristin Nikolaidóttir, Ólafur H. Kjartansson,
Jón Nikolaison, Erla Delberts,
Elfas Nikolaison, Þórunn Torfadóttir,
Axel Nikolaison, Ása Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður
okkar,
KRISTINS R. FRIÐFINNSSONAR
múrarameistara,
Hringbraut 29, Hafnarfirði.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki á deild 27, Hátúni 10.
Ámi Fríðfinnsson,
Sigurður J. Friðfinnsson,
Helga S. Friðfinnsdóttir,
Sólveíg Friðfinnsdóttir,
Lfney Friðfinnsdóttir.
t
Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug
við andlát og útför mannsins míns og föður okkar,
GUÐMUNDAR EIRÍKSSONAR
frá Lýtingsstöðum.
Sérstaklega viljum við þakka laeknum, hjúkrunar- og starfsfólki á
Sjúkrahúsi Sauðárkróks fyrir mjög góöa umönnun og alla þá miklu
hlýju sem þið sýnduð honum.
Ingibjörg Hrólfsdóttir, böm og vandamenn.
t
Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og hluttekningu viö andlát
og útför sonar okkar,
JÓNS ÞÓRS JÓNSSONAR,
Löngubrekku 21,
Kópavogi.
Guö biessi ykkur öll.
Þórdís Karlsdóttir,
Jón Bergmann Ingimagnsson.
t
Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför föður
okkar,
HARALDAR ERLENDSSONAR,
Hamrahlíð 35.
Fyrir okkar hönd og annarra aöstandenda,
Erlendur Haraldsson,
Elfn Haraldsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð viö andlót og jaröarför
ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR SNÆHÓLM.
Aðstandendur.