Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 29 i Hveragerði: Verkfallsverð- ir lokuðu Vöru- markaði OLÍS Selfossi. Verkfallsverðir Verslunarmannafélags Árnessýslu lokuðu Vöru- markaði OLÍS um tvöleytið í gær, en eiginkona og dóttir Óla Kr. Sig- urðssonar, forstjóra, opnuðu verslunina éftir hádegið og hugðust halda henni opinni. Verkfallsverðir voru við verslunina fram til kl. 16.30 þegar samkomulag varð milli verslunarmannafélagsins og eigenda fyrirtækisins um að verslunin yrði lokuð. Hjá Vörumarkaði OLÍS starfa 15 starfsmenn við verslunina og þar er einnig bensínafgreiðsla. Starfsmenn hennar eru ekki í verslunarmannafé- laginu og hún var því opin. Aðgerð- ir verkfallsvarða beindust gegn opn- un verslunarinnar en innangengt er úr bensínafgreiðslunni í verslunina. Valsflug sirniir Ejg- um í verk- fallinu Valsflug í Vestmannaeyjum sem er í eigu Vals Andersen stundar leiguflug með farmiða- verði milli lands og Eyja meðan verkfall verslunarmanna stendur yfir. Valur hefur tvær vélar á sínum snærum, .tveggja hreyfla vél og eins hreyfils vél sem hefur verið talsvert í ferðum milli Eyja og Selfoss, Hellu og Hvolsvallar auk annarra staða á Suðurlandi. Það er Vesturflug h.f. á Reykjavíkurflugvelli sem annast afgreiðslu fyrir Valsflug. Flug milli lands og Eyja með tveggja hreyfla flugvél Vals tekur álíka langan tíma og með Fokker Flugleiða ,eða um 20 mínútur. Val- ur hefur haft flugrekstrarleyfi und- anfarin ár. Gunnar K. Gunnarsson, aðstoðar- forstjóri OLÍS, sagði að eiginkona og dóttir forstjórans væru í fullum rétti til að vinna. Þetta álit byggðist á túlkun lögfræðings vinnuveitenda- sambandsins. „Við höfum engan áhuga á að standa í deilum eða van- virða þann rétt sem fólkið hefur. Það er ljóst að það vantar afdráttar- lausa túlkun á því hveijir mega vinna í verkfalli og hveijir ekki. Það þarf að skera úr um það hver sé réttur eigenda og barna þeirra og verslun- arstjóra í verkföllum," sagði Gunnar K. Gunnarsson. „Við opnuðum klukkan 13.30 á þeirri forsendu að við værum í fullum rétti sem eigendur og ætluðum að veita þjónustu og halda versluninni gangandi," sagði Gunnþóra Jóns- dóttir, eiginkona Óla Kr. Jónssonar, forstjóra OLÍS. „Við teljum að þarna hafi verið framið verkfallsbrot," sagði Hansína Stefánsdóttir, starfsmaður Verslun- armannafélags Árnessýslu. „Sam- kvæmt okkar skilgreiningu á verk- fallsrétti þá má eigandi vinna og eiginkona hans hafi hún unnið þar að staðaldri og böm undir 16 ára aldri. Við teljum óviðeigandi að fólk komi austur fyrir fjall og gangi í störf láglaunafólks. Þessi opnun þeirra virðist byggð á yfirlýsingu vinnuveitendasambandsins sem birt- ist í Morgunblaðinu." Hansína skrifaði undir yfirlýsingu um að verkfallsverðir hefðu lokað versluninni og samkomulag náðist um að verslunin yrði lokuð og að aðilar hefðu samband sín á milli ef eitthvað kæmi upp svo ekki yrðu árekstrar. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Verkfallsverðir við dyr Vörumarkaðar OLIS í Hveragerði. I dyrunum eru Gunnþórunn Jónsdóttir, eigin- kona Óla Kr. Jónssonar, forstjóra OLÍS, og dóttir hans, Gabríela. 62 af 74 verslunum Kringlunnar opnar KRINGLAN bar þess ekki mikil merki í gær að verkfall væri hjá verslunarmönnum. 62 verslanir af 74 voru opnar og fjöldi viðskipta- vina átti þar leið um. Eigendur ásamt fjölskyldum sínum héldu versl- unum opnum og hópur verkfallsvarða frá VR fylgdist með því að allt færi rétt fram. Verkfallsverðir héldu því fram að öryggisverðir fylgdust með ferðum þeirra og gerðu verslunareigendum viðvart. Þessum ásökunum höfnuðu öryggisverðir. Garðar Siggeirsson, eigandi Herragarðsins var ásamt konu sinni, Erlu Ólafsdóttur við af- greiðslu í búð sinni í Kringlunni. Bróðir hans hélt hins vegar opinni versluninni í Aðalstræti. „Venjulega eru hér starfandi fimm manns og er umferð viðskiptavina svipuð og venjulega. Það eru ekki tiltakanleg vandræði við það að halda verslun- inni opinni, enda erum við vön af- greiðslustörfum," sagði Garðar, en hins vegar væri mun meira að gera í versluninni í Aðalstræti og þyrfti Gunnar Snorrason í Hólagarði: Fjölskyldan heldur versluninni gangandi „ÞAÐ kemur mér nokkuð á óvart hvað það er mikið að gera, miðað við hin miklu innkaup í gær,“ sagði Gunnar Snorrason, kaupmaður í Hólagarði í Breið- holti i samtali við Morgunblaðið, en hann og fjölskylda hans ásamt kjötiðnaðarmönnum halda versluninni gangandi. Að jafnaði vinna um 20 manns í senn í versluninni, en samtais 40-50 manns eru á launaskrá. I gær voru hins vegar vinnandi um 7 manns með kjötiðnaðarmönnum. „Þetta gengur bara ágætlega,“ sagði Gunnar, þar sem hann af- greiddi á kassa, „ég er óðum að komast í þjálfun á kassann.“ Gunnar gat þess að verkfalls- verðir hefðu komið þá um morgun- inn og fett fingur út i það að versl- unarstjóri og skrifstofstjóri væru við vinnu í versluninni. „Það eru mismunandi skoðanir uppi með deiluaðilum um það hversu mikið af störfum í versluninni verslunar- Gunnar Snorrason, kaupmaður stjóri megi taka að sér. VSÍ telur að verslunarstjóri megi ganga í öll störf undirmanna sinna, en VR er ekki sammála. En hvað svo sem um það er að segja er óþolandi að menn skuli setja það niður fyrir Morgunblaðið/Júllus í Hólagarði við kassann. sig áður en verkfalls kemur hveij- ir megj vinna og hveijir ekki,“ sagði Gunnar Snorrason, kaup- maður í Hólagarði og fyrrverandi formaður Kaupmannasamtak- að hleypa þar viðskiptavinum inn í fjögurra manna hópum. Garðar sagði starfsmenn sína vera verulega óánægða með það að vera í verkfalli, enda væru þeir hátt yfirborgaðir. „Mér finnst kröf- ur VR um 42.000 króna lágmarks- laun fyllilega réttmætar; menn sem reka fyrirtæki með jafnlágum laun- um og taxtar eru núna eiga einfald- lega ekki rétt á sér.“ Pólitík á bak við deiluna Steinar Waage skókaupmaður í Kringlunni og víðar sagði að sér gengi ágætlega að halda verslun sinni opinni; venjulega væru starf- andi 6 manns, en nú væru þeir 4; fjölskyldan og verslunarstjóri. „Það er alveg á mörkunum að við fáum að vera í friði. Það kom hér hópur verkfallsvarða í morgun og þeir koma aftur á eftir.“ Steinar kvaðst óttast langt verk- fall, enda væri mikil pólitík að baki þessari deilu. „Ef farið verður að kröfum VR væri verið að egna til nýrra vinnudeilna hjá öðrum félög- um. Eg sé ekki að ríkisstjórnin gæti þá setið áfram.“ Steinari fannst kröfur verlunarmanría ekki óeðlilegar sem slíkar, þó væru þær nokkuð hraðstígar. Kurteisir verslunareigendur Helgi Guðbrandsson var í fyrir- svari fyrir hóp verkfallsvarða í Kringlunni. „Þetta gengur prýði- lega og í raun betur en við bjugg- umst við, enda eru verslunareigend- ur almennt mjög kurteisir við okk- ur.“ Helgi sagði ágreining vera um það hvort verslunarstjórar mættu afgreiða. Kvað Helgi ekki nokkurn vafa vera um það að væru þeir fé- lagar í VR mættu þeir það ekki. Til '.eilna kom við eigendur verslun- arinna Centrum, en dóttir eigan- dans var þar við störf, eldri en 18 ára og ekki í VR. „Þessari verslun verður líklega lokað,“ sagði Helgi en tók fram að fyrst yrði haft sam- ráð við verkfallsstjórn. Njósnandi öryggisverðir Verkfallsverðir í Kringlunni héldu því fram að öryggisverðir á vegum Öryggismiðstöðvarinnar fylgdust með sér og gerðu verslun- areigendum viðvart um hvar þeir væru hveiju sinni. „Þetta er að sjálfsögðu tóm vit- leysa,“ sögðu þær Anna Grétars- dóttir vaktstjóri og Linda Þórhalls- dóttir öryggisvörður í samtali við Morgunblaðið. „Við erum augu og eyru þessa húss, en gætum ekki hagsmuna einstakra verslunareig- enda,“ sögðu þær og gátu þess að þær hefðu heyrt að verkfallsverðir hefðu kvartað í Dagsbrún yfir þeim. „Þeir vildu fá að hafa einn mann í stjórnstöðinni, en að sjálfsögðu kom það ekki til rnála." Verkfallsverðir í Alba Mode: -------------------•---- Lokuðu og sendu versl- unarstj órann heim „ÞETTA gengur bara vel eins og er, en fyrr í dag var versl- unni lokað og verslunarstjórinn sendur heim,“ sagði Svava Gísla- dóttir hjá versluninni Alba Mode á Laugaveginum. „Venjulega erum við tvær í búð- inni, en ég verð að vera hér ein og má segja að þetta gangi bara ágæt- lega, þó að umferðin sé meiri en við var að búast." Svava sagði að um morguninn hefði komið herskár hópur verk- fallsvarða sem lokað hefðu verslun- inni og við hefði legið að viðskipta- vinur hefði verið rekinn út. „Versl- unarstjórinn minn sem nýlega er tekin við og hefur enn ekki skráð sig í VR var send heim og var versl- unin lokuð í einn og hálfan tíma, þar til ég kom.“ Svava kvaðst eiga von á því að verkfallið leystist fljótt, það gæti í mesta lagi varað í nokkra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.