Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 Halldór Blöndal: Byggðarlög þar sem íbúðar- byggingar hafa legið niðri hafi forgang í húsnæðiskerfinu HALLDÓR Blöndal (S/Ne) hefur ásamt Agli Jónssyni lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins þar sem lagt er til að umsækj- Bjórfrumvarpið: Umræðu lokið í neðrí deild ÞRIÐJU umræðu i neðri deild Alþingis um hið svokallaða bjór- frumvarp lauk síðdegis í gær. Búist er við lokaafgreiðslu frum- varpsins og breytingartillagna frá deildinni á mánudag eða þriðjudag. Á fúndi neðri deildar ítrekaði Árni Gunnarsson (Afl/Nle) rök- semdir með tillögu sinni um þjóðar- atkvæðagreiðslu, en Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) lagði til að málinu yrði vísað til ríkisstjómar- innar, enda væri maklegt að þing- menn fjölluðu um tillögur stjóm- skipaðrar nefndar að heildarstefnu í áfengismálum áður en afstaða yrði tekin til frumvarpsins. endur úr byggðalagi þar sem íbúðarbyggingar hafa legið niðri eða fólksfækkun orðið skuli sitja fyrir um lánveitingar. Halldór Blöndal er einnig fyrsti flutn- ingsmaður frumvarps um að búsnæðissparnaðarreikningar verði gerðir að fýsilegri kosti. Frumvarpið um breytingar á lög- um um Húsnæðisstofnun ríkisins er tvíþætt. Annars vegar er iagt til að umsækjendur um lán úr Byggingarsjóði ríkisins, sem hyggj- ast byggja eða kaupa íbúð í byggð- arlagi þar sem íbúðabyggingar hafa legið niðri eða fólksfækkun orðið, skuli sitja fyrir um lánveit- ingar. í greinargerð segir að flutn- ingsmenn lfti svo á að þetta sé réttlætismál þar sem fé til lífeyris- sjóðanna falli til úr öllum byggðar- MMnci lögum og því sé eðlilegt að tillit sé til þess tekið ef óeðlilega fáar lánsumsóknir hafa borist frá ein- staka stöðum. Oft væri það svo að það væri komið undir aflabrögðum og atvinnuástandinu á viðkomandi stað hvort fólk hugsaði sér til hreyfings í íbúðarmálum eða ekki. Hins vegar er með frumvarpinu lagt til að horfið verði frá þeirri reglu að lán Byggingarsjóðs ríkis- ins séu jafngreiðslulán. Flutnings- menn segja auðvelt að sýna fram á að sú endurgreiðsluregia sam- ræmist ekki verðtryggingu sé horft til hagsmuna skuldarans. Þvert á móti hljóti hann að keppa að því að eignast fljótt verulegan hluta í húsnæðinu til þess að létta á greiðslubyrðinni, þó ekki væri nema til þess að vera betur í stakk búinn að halda húsnæðinu sæmi- lega við — eða ráðast í að kaupa annað stærra — allt eftir því hvem- ig á stæði. Þynging greiðslubyrðar- innar sé ekki veruleg fyrir hvem einstakan, en hins vegar muni Byggingarsjóð ríkisins mikið um að fá hraðari innborganir til þess að geta veitt öðrum úrlausn. „Það hlýtur að vera öllum keppikefli að unnt sé að stytta biðtímann eftir lánum og um leið draga úr skuld- bindingum ríkissjóðs vegna hús- næðislánakerfisins," segir í grein- argerð. • ) Húsnæðissparnaðar- reikningar Halldór Biöndal hefur einnig lagt fram frumvarp um breytingu á lög- um um húsnæðisspamaðarreikn- inga. Meðflutningsmenn hans em þeir Egill Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Guðmundur H. Garð- arsson. í greinargerð segir að lög- gjöf um húsnæðisspamaðarreikn- inga hafi upphaflega verið sett til að hvetja ungt fólk til spamaðar áður en það festir kaup á íbúð. Það hafi þó síðar komið í ljós að skilmál- ar þeirra væm of harðir til að þykja fýsilegir og því færri stofnað til slíkra reikninga en áætlað var. I fmmvarpinu er lagt til að bindi- tími §árins verði styttur vemlega, auk þess sem foreldri er gefinn kostur á að stofna til húsnæðis- spamaðarreiknings á nafni bams síns og nýtur foreldrið þá skatt- fríðindanna. Hinn almenni bind- itími er bundinn við fimm ár í stað tíu áður og við þijú fyrir þá sem hafa náð 67 ára aldri. Sektará- kvæði laganna em afnumin, en heimilað er að losa innstæðu, enda endurgreiði reikningseigandi þann skattafslátt, sem honum hefur nýst vegna innleggs á reikninginn, ásamt öðmm raunvöxtum af þeirri ijárhæð sem reikningurinn gaf þannig að hann verði jafnsettur eftir eins og hann hefði engra skattfríðinda notið. Loks er gert ráð fyrir missirislegum greiðslum í stað ársfjórðungslegra. Cher og Dennis Quaid í hlutverkum sínum í myndinni Illur grunur sem Stjörnubíó frumsýnir. Sljörnubíó frum- sýnir Illan grun STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á spennumyndinni Illur Bústaðakirkja: Tónleikar þriggja kóra Srthwi. ÞRÍR kórar halda tónleika i Bú- staðakirkju í dag, laugardag, klukkan 17,00. Þetta eru Ámes- tngakórinn, Ámeskórinn og Sam- kór Selfoss. Tónleikar þessara kóra em árlegir og skiptast þeir á um hlutverk gest- gjafa. Efnisskrá kóranna er yfir- gripsmikii. Þeir syngja hver fyrir sig og sfðan allir saman. Stjómandi Ár- nesingakórsins er Hlín Torfadóttir, Ámeskómum stjómar Loftur S. Loftsson og Samkór Selfoss Jón Kristinn Cortes. Sig. Jóns. grunur með Óskarsverðiauna- hafanum Cher, Dennis Quaid og Liam Neeson i aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Peter Yates sem þekktur er fyrir myndirnar „The Dresser“, „Breaking Away“, „Bullitt“ og „The De- ep“. Myndin gerist í Washington og segir frá Kathleen Riley (Cher), veijanda í máli ákæmvaldsins gegn Carl Wayne Anderson, en hann er ákærður fyrir morð að yfírlögðu ráði. Einn kviðdómara, Eddie Sanger (Dennis Quaid), kemst að mikilvægum upplýsing- um í málinu og kemur þeim á framfæri við Kathleen. Hún stofn- ar bæði lífi sínu og starfi í hættu er hún, ásamt Eddie, reynir að komast að sannleikanum í málinu með því að kanna feril háttsettra embættismanna í Washington. Kvenfélafí> Evrarbakka 100 ára Selfoasi. ® *' KVENFÉLAG Eyrarbakka heldur upp á 100 ára afmæli sitt sunnudaginn 24. apríi með afmælisveislu fyrir félagskonur og gesti. Félagið var stofnað 25. apríl 1888 og hefur starfað óslitið síðan. Kvenfélagskonumar áforma að halda síðar almenna veislu fyrir alla sem vilja auk þess sem þær munu standa fyrir ýmis konar til- breytingu í hveijum mánuði það sem eftir er ársins fyrir íbúa Eyr- arbakka ’og aðra sem njóta vilja og áhuga hafa. Má þar nefna kvik- myndasýningar, grillveislu, sán- ingarferðir, útgáfu afmælisblaðs, félagsmálanámskeið og beijaferð- ir. Óll þessi atriði verða liður í því að halda upp á aldarafmælið. Kvenfélagið gaf nýlega 100 þúsund krónur til tölvukaupa við bamaskólann og verða tölvumar afhentar skólanum 1. maí. Gjöf félagsins til tölvukaupanna er í tengslum við almenna fjársöfnun til þessa verkefnis. Það hefur ver- ið fastur liður að gefa heldur veg- legri gjafir þegar félagið heldur upp á afmæli en annars er það árlegu viðburður hjá félaginu að gefa gjafir til líknar og menningar- mála eins og gerist og gengur hjá öðmm kvenfélögum. Hugmyndin að stofnun Kvenfé- lags Eyrarbakka kom fyrst fram á fundi í stúkunni Eyrarrósin nr 7 á Eyrarbakka 7. febrúar 1888. Aðalmarkmiðið skyldi vera aðstoð við fátæka og sjúka. Félagið var svo stofnað 25. apríl sama ár og hefur starfað óslitið síðan. Stofn- endur vom 16 konur á Eyrarbakka og það var Eugenía Nielsen sem veitti félaginu forstöðu fyrstu 25 arin. Samkvæmt fyrstu lögum fé- lagsins er tilgangur þess að hjálpa og hjúkra sjúkum og bágstöddum á Eyrarbakka á hvem þann hátt sem best gegnir og félagið álítur hagkvæmast. Með tímanum hefu starfsemin breyst en gmnntónninn er alltaf að styðja við ýmis fram- faramál á sviði heilbrigðis- og menningarmála. í félaginu em núna 59 konur og elsti félaginn er Ingibjörg Bjamadóttir frá Einarshöfn. Hún gekk í félagið 1. maí 1918. Stjórn félagsins er þannig skipuð að Inga Kristín Guðjónsdóttir er formaður, Ingibjörg Jóhannsdóttir ritari, gjaldkeri er Ragnheiður Þórarins- dóttir og meðstjómendur em Halldóra Haraldsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Sig. Jóns. .Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Konurnar á myndinni voru gerðar að heiðursfélögum í Kvenfélagi Eyararbakka 1986 og eru elstu konurnar í félaginu, allar eldri en 80 ára. Talið frá vinstri: Helga Káradóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Ingibjörg Oddsdóttir, Ágústa Magnúsdóttir, Þurfður Helgadóttir og Ragnheiður Olafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.