Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 19 Ragnar Óskarsson, forseti bæjarstjórnar: Verkfall slæmt en að- gerðir nauðsynlegar „VERKFALL er alltaf slæmt fyr- ir alla aðila, fyrir verkafólk, at- vinnurekendur og þá auðvitað fyrir bæinn og bæjarsjóð líka,“ sagði Ragnar Óskarson, forseti bæjarstjómar Vestmannaeyja. „Verkalýðsfélögin hafa hins veg- ar verið knúin til þessarra að- gerða og það virðast ekki hafa verið aðrar leiðir færar. Skýringin á þessarri hörku sem virðist vera hlaupin í þessa deilu er ekki síst sú að atvinnurekendur virðast ekki vera tilbúnir að ræða við verkalýðsfélögin hér heima í Eyjum, þeir telja sig bundna í tengslum við Vinnuveitendasam- bandið, en menn verða að gera sér grein fyrir því að sú ieið virðist ekki vera fær. Ragnar Óskarsson Verkafólk á íslandi býr við ákaf- lega slök kjör, og ekki síst físk- verkafólk, og verkalýðsfélögin hér eru tilbúin til þess að hætta ekki fyrr en umtalsverðar kjarabætur fást. Þau þora að beijast fyrir bætt- um kjörum og gefast ekki upp fyrr en allar leiðir hafa verið reyndar. Það er hins vegar mín skoðun að það þurfí að vera meiri launajöfnuð- ur en er nú og það er mjög flókin aðferð, ef hún er þá- á annað borð fær, að hafa mikinn mun á launurn á milli landshluta. Það fer ekkí á milli mála að þjón- usta og annað er miklu dýrara á landsbyggðinni og það ýtir undir það að fólk sem héfur lág laun flyst í burtu." Sigurður Georgsson: Tilbúnir í harðar aðgerðir „ÞAÐ ER útilokað að fólk sætti sig við Akureyrarsamninginn, hann er ekki í neinu samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar og aðrar verðlagshækkanir,“ sagði Sigurður Georgsson, vörubílsljóri hjá Fiskiðjunni og trúnaðarmaður þjá Verkalýðsfélagi Vestmanna- eyja. „Við í Verkalýðsfélaginu erum tilbúnir að fara út í harðar aðgerðir, og það má reikna með mjög hörðum aðgerðum ef ekki koma nein viðbrögð frá vinnuveitendum." Sigurður sagði að vinnutímamál fólki borgaðar 17-19 krónur auka- væru eitt af þeim málum sem hvað heitast brynnu á fólki í Vestmanna- eyjum. Hann nefndi sem dæmi að kona í fískvinnslu gæti tapað 70.000 krónum á ársgrundvelli við að missa einn klukkutíma í nætur- vinnu á morgnana. Þá hefði það sitt að segja að menn hefðu heyrt að í mörgum bæjum væru heima- lega á tímann. „Staðan í samningamálunum er ekki góð. A meðan vinnuveitendur hér vísa öllu til Vinnuveitendasam- bandsins þá hvorki gengur né rek- ur. Tekjur okkar hafa minnkað vegna yfírvinnubannsins, en það verður að fóma einhveiju til að fá eitthvað fram. Ég sé fyrir mitt leyti Sigurður Georgsson engan tilgang í því að vera í Verka- mannasambandinu. VMSÍ-samn- ingurinn var ekki gerður fyrir fisk- verkafólk úti á landi.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Guðrún Jóna Reynisdóttir, Helga Magnúsdóttir og Ester Óskars- dóttir. Þurfum sérsamninga fyrir Vestmannaeyj ar segja þrjár Snótarkonur ÞÆR ESTER Óskarsdóttir, Guð- rún Jóna Reynisdóttir og Helga Magnúsdóttir eru allar Snótar- konur og verkakonur lijá ísfélagi Vestmannaeyja. Þær féllust á að svara spurningum blaðamanns sameiginlega og birtast hér spurningar og svör. Hvers vegna voru samningarn- ir felldir og hvað þyrfti að ger- ast til að fólk geti sætt sig þá? Það þyrfti að koma inn 15 ára kaup og desemberuppbót þyrfti að hækka. Hún er nú miðuð við 1700 vinnustundir, sem er alltof hátt mark. Þá þyrfti að koma á skattaív- ilnunum til fiskvinnslufólks eins og til sjómanna. Eruð þið ekki i mjög erfiðri aðstöðu nú þegar öll önnur félög eru búin að samþykkja Akur- eyrarsamningana? Nei, það teljum við ekki, alls ekki. Við höfum mikla sérstöðu hér í Vestmannaeyjum, því hér er mjög mikið af konum sem eru á 15 ára kaupi. Það þekkist varla annars staðar á landinu, en Akureyrar- samningarnir gera ekki ráð fyrir hærra þrepi en 10 ár. Það er engin ástæða til þess að vel rekin fyrir- tæki eigi að borga lág laun aðeins vegna þess að þau semja með illa reknum fyrirtækjum. Eru þessi stóru samflot þá úrelt? Já, það ætti alltaf að semja sér fyrir Vestmannaeyjar. Atvinnurek- endur virðast hins vegar ekki mega semja sér fyrir Vinnuveitendasam- bandinu. Það ætti svo að stofna sérsamband fískvinnslufólks. Það gengur ekki að innan sama félags hækki sumir um 13%, en aðrir um 40%, eins og var hjá Dagsbrún. Því má svo bæta við að það má skipta alveg um gömlu forystuna hjá verkalýðshreyfingunni. Eruð þið tilbúnar í harðar að- gerðir? Við erum ekki tilbúnar í verkfall, það hefur enginn efni á þvi, en það er hægt að grípa til margra ann- arra aðgerða en verkfalls. Það verð- ur bara að koma í ljós hvað það verður. Yfirvinnubann Verkalýðs- félagsins hefur nú þegar mikil áhrif á okkar störf, vinnutíminn styttist og bónusinn minnkar. Það má alveg koma fram að við erum mjög óán- ægðar með að fískvinnslufólk um allt land stóð ekki saman þegar á . reyndi. Af hveiju var verið að fella samningana í fyrra skiptið? Það kom ekkert út úr Akureyrarsamn- ingunum, þetta er ekki spuming um krónur, heldur aura. STÓRSÝNING UM HELGINA Opió laugardag 10 - 17 sunnudag 13 - 17 Alvar Aalto . • #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.