Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 33 Skoðanakönnun í Noregi: Framfaraflokkurinn margfaldar fylgi sitt Mikill taugatitringur í stjórnmálalífi landsins Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. SKOÐANAKONNUN, sem birt var í Noregi á fimmtudag, hefur valdið miklum taugatitringi i stjórnmálalífi landsins. Sam- kvæmt niðurstöðum hennar er Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri í norskum stjórnmálum, næststærsti stjórnmálaflokkur landsins nú um stundir. Gallup-könnun þessi var gerð fyr- ir stjómarmálgagnið Arbeiderbladet. Hún leiðir í ljós, að Framfaraflokkur- inn nýtur nú stuðnings 23,5% kjós- endanna (fékk 3,7% í kosningunum 1985). Aðeins Verkamannaflokkur- inn hefur nú meira fylgi, 27,8% (fékk 41,2% 1985). Hægriflokkurinn, sem verið hefur næststærsti flokkur Nor- egs um árabil og með umtalsvert meira fylgi en þriðji stærsti flokkur- inn, fær nú aðeins stuðning 21,4% kjósendanna (fékk 30,1% 1985). Andófsflokkur verður stjórnmálaafl Fáir stjómmálaskýrendur telja, að Framfaraflokkurinn fái til lengd- ar haldið svo sterkri stöðu í skoðana- könnunum. En ekki fer á milli mála, að fymim andófsflokkur er á góðri leið með að verða afl, sem hinir stjómmálaflokkamir neyðast nú til að taka alvarlega. Það gerðu flokk- arnir ekki áður, heldur vildu ekkert samstarf við hann eiga og héldu honum í pólitískri einangrun allt fram að sveitarstjórnakosningunum síðastliðið haust. Afmælislandsfundur Framfara- flokksins, sem haldinn var í Björg- vin um síðustu helgi og þótti takast sérlega vel, á greinilega stóran þátt í velgengni flokksins í skoðanakönn- uninni. Samkvæmt annarri Gallup- könnun, sem gerð var fyrir lands- fundinn, var fylgi flokksins 15,5%. En tilhaldið vegna 15 ára afmælisins hefur sópað fylginu til flokksins. Sterki maðurinn í flokknum, hinn 43 ára gamli Carl I. Hagen, er svip- mikill foringi og ræðumaður og lað- ar til sín fylgi úr öllum áttum. Eink- um nær boðskapur Hagens þó eyrum ungs fólks, og flykkist það undir merki flokksins — m. a. vegna þeirr- ar gagnrýni, sem flokkurinn hefur beint gegn fijálslyndisstefnu stjórn- valda í innflytjendamálum. Vinstri- flokkarnir hafa þess vegna sakað Framfaraflokkinn um kynþátta- stefnu. 3,7% fylgi 1985 í kosningum til Stórþingsins 1985 fékk Framfaraflokkurinn 3,7% fylgi og aðeins tvo þingmenn. Af úrslitum sveitarstjómakosninganna síðastlið- ið haust mátti ráða, hvert fram- haldið gæti orðið — flokkurinn fékk 12,2% atkvæðanna. Carl I. Hagen og félagar hans komust þar með í fyrsta sinn til áhrifa í mörgum sveit- arfélögum. Meðal annars eru vará- forsetar borgarstjóma stórra bæjar- félaga eins og Óslóar og Drammen úr þeirra röðum. Eftir að Framfaraflokkurinn var stofnaður árið 1973, var hann í mörg ár fyrst og fremst andófs- flokkur. Aðalboðskapur hans var andóf gegn skrifræði, sköttum og ríkisútgjöldum. Vegna hinnar miklu fylgisaukningar hafa forystumenn- imir ákaft leitast við að gefa flokkn- um alvörugefnara yfirbragð. Eftir landsfundinn í Bergen orðaði flokks- leiðtoginn það svo: „Andófstímabil Framfaraflokksins er nú að baki. Við erum ekki lengur andófsmanna- hreyfing, heldur alvörustjómmála- flokkur ekki síður en aðrir flokkar. Þar að auki vitum við betur en aðr- ir flokkar, hvað við viljum gera — við höfum lausnimar, en aðrir vandamálin, sem þeir hafa skapað sjálfir.“ Erf ið staða Hægri- flokksins Carl I. Hagen segir, að Fram- faraflokkurinn sé flokkur, sem vinni að hagsmunamálum hins almenna manns — og þessi staðhæfing hans hefur sýnilega hlotið hljómgrunn. Upp á síðkastið hefur hann gert harða hríð að öðrum stjómmála- mönnum og skriffinnum og kallað þá „hina nýju yfirstétt í Noregi". Viðbrögð annarra norskra stjórn- málaflokka við úrslitum skoðana- könnunarinnar eru á eina lund: Taka verður Framfaraflokkinn og Carl I. Hagen alvarlega. Einna erfiðust er staða þess flokks, sem næstur stend- ur Framfaraflokknum, Hægriflokks- ins. Margir stuðningsmanna hans telja, að flokknum beri að vinna með Framfaraflokknum í stað þess að reyna að einangra þennan keppinaut sinn á hægrivængnum. Svo kann að fara, að Framfaraflokkurinn verði fyllilega talinn koma til greina sem samstarfsaðili í ríkisstjóm, þegar möguleikar á stjómarmyndun verða ræddir fyrir kosningarnar haustið 1989. Fyrir minna en ári hefði marg- ur talið slíkt óhugsandi. Reuter Blóðugt bankarán íMexíkó Ekki er vitað hvar sjö bankaræningjar, sem frömdu bankarán i Mexíkó í fyrradag, eru nú niðurkomnir. Aður en bankaræningjamir komust undan með ránsfeng sinn kom lögreglan á vettvang og umkringdi ban- kann. Ræningjamir drápu fjóra og særðu 11, en alls héldu þeir 42 í gíslingu. Eftir um sólarhrings samningaviðræður fengu ræningjamir brynvarinn bfl tfl umráða og fóm þeir i honum ásamt þremur gíslum. Gíslamir fundust síðar heilir á húfi, en sem fyrr sagði hurfu rænin- gjarair sporlaust með ránsf enginn. Myndin sýnir tvo ræningjanna munda skammbyssur sínar er samningaviðræðumar fóm fram. Birgðaflutningum til skæru- liða í Nicaragua mótmælt Sendiherra Nicaragua í Washington kallaður heim Managua, Tegucigalpa, Reuter. SENDIHERRA Nicaragua í Washington hefur verið kallaður heim til Managua vegna hjálpar- gagnaflutninga Bandaríkja- stjórnar til Kontra-skæruliða í Nicaragua. Banadáríkjaþing samþykkti i siðasta mánuði að 47,9 milljónum dollara yrði varið þessu skyni. Stjórn sandinista í Nicaragua telur birgðaflutninga þessa brjóta gegn skilmálum vopnahléssáttmála hinna stríðandi fylkinga. Talsmaður sendiráðs Nicaragua í Washington sagði í gær að sendi- herrann hefði verið kallaður heim til „skrafs og ráðagerða" vegna birgðaflutninga Bandaríkjamanna. Hjálpargögnum var varpað úr flug- vélum til skæruliða á þriðjudag þar sem þeir hafast við í Hondúras en Bandaríkjaþing samþykkti í síðasta mánuði að 47,9 milljónum dollara yrði varið í þessu skyni. Fjármunina má eingöngu nota til kaupa á hjálp- argögnum. Stjómvöld í Nicaragua segja að brotið hafi verið gegn ákvæðum vopnahléssáttmála stjómarinnar og skæmliða. Skæruliðum beri að hörfa til tiltekinna vopnahléssvæða, sem samið verði um, áður en þeir megi veita hjálpargögnum viðtöku. Þetta var ekki gert á þriðjudag og hafa stjórnvöld í Mangua komið mótmælum á framfæri bæði við fulltrúa Bandaríkjastjómar og stjómvalda í Hondúras. Ríkisstjórn Hondúras birti í gær tilkynningu þar sem sagði að ákveð- ið hefði verið að heimila flutninga á hjálpargögnum til skæruliða í gegnum Hondúras. Vakti yfirlýsing þessi nokkra athygli því hingað til hafa stjómvöld ekki viljað viður- kenna að skæruliðar hafi bæki- stöðvar í landinu. W Eg er með alnæmi! Borgarafundur Fagnað eins og þjóðhöfðingjum - segir Gísli H. Sigurðsson læknir „ÞAÐ er erfitt að lýsa því með orðum hvernig tekið var á móti gíslunum í Kuwait í gær- kvöldi. Það var allt á öðrum endanum. Fólk ók um bæinn í opnum bílum og flautaði. Á flugvellinum var meiri viðhöfn heldur en þegar fjörtíu þjóð- höfðingjar komu til landsins í fyrra vegna fundar ríkja mú- hameðstrúarmanna,“ sagði dr. Gísli H. Sigurðsson læknir í samtali við Morgunblaðið í gær en hann er búsettur í Kuwait- borg. „Rauðir dreglar voru út um all- an flugvöll. Ég hef aldrei séð ann- að eins. Fagnaðarlátunum má helst líkja við það þegar ítalir unnu heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 1982. Fögnuður- inn var mun méiri en daginn áður þegar ljóst var að gíslunum hafði verið sleppt. Það er eins og menn hafí ekki áttað sig á því fyrr en fólkið kom heim að málið var í höfn. Kátínan var að sjálfsögðu mikil þegar gíslunum var sleppt en sprengingin varð ekki fyrr en fólkið kom hingað. Ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt. Það var ekki bara furstinn og forsætisráð- herrann sem tóku á móti fólkinu heldur öll ríkisstjórnin, allir ráð- herrar og ráðuneytisstjórar. Það má segja að allir ráðamenn í Kuwait hafi verið mættir út á flug- völl. Auk þeirra voru þarna þús- undir manna og blómahafið var gífurlegt. Gíslarnir voru við ágæta heilsu líkamlega en maður sér á nokkrum að þeir eru teknir andlega. Þetta hefur verið sálarlegt áfall sem sumir komast aldrei yfír. Þeir eiga eftir að lifa með martraðir alla ævi eftir að hafa búið við stöðugar hótanir um líflát í fímmtán daga. Dr. Gísli H. Sigurðsson. En ljóst er að farið verður með fólkið eins og þjóðhöfðingja og því hjálpað á allan máta,“ sagði Gísli H. Sigurðsson að lokum. Leiðrétting Þau mistök urðu í fimmtudags- blaðinu að röng mynd birtist með viðtali við Gísla H. Sigurðsson. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökun- ar á því. Richard Rector, alnæmissjúklingur, sem staddur er hér- lendis i boði Rauða kross íslands fjallar um það hvernig er að lifa með alnæmi og svarar fyrirspurnum á almennum borgarafundi sem haldinn verður í ráðstefnusal Hótels Loftleiða laugardaginn 23. april. Fundurinn sem hefst kl. 14.00ferfram á ensku og er öllum opinn. Rauói Kross'lslands DAGVIST BARIVA Sálfræðingur Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna, óskar að ráða sálfræðing í fullt starf. Þekking og reynsla í greiningu og meðferð forskólabarna áskilin. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skilist til forstöðumanns sálfrœði- og sérkennsludeildar Dagvistar barna, Hafnarhús- inu v/Tryggvagötu fyrir 1. júní n.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.