Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 39 Hneykslanir eftir Sigurð Þór Guðjónsson Aprílgabb útvarps Rótar um það, að fornleifafræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu, að Jesús hafi ekki verið krossfestur heldur hengdur og stæði nú til að láta krossa í kirkjum víkja fyrir gálga, hefur hneyksíað bæði Morgunblaðið og biskupinn. Hann sagði í viðtali við blaðið 9. apríl að gabbið væri „mikið óhæfuverk". Morgunblaðið leggur út af þessu í leiðara daginn eftir og er óvenju harðort. Segir blaðið að útvarp Rót gangi þvert á hugmyndir þorra íslendinga og særi tilfínningar tugþúsunda manna, er líti á krossfestinguna sem sorgar- og alvörustund, sem ekki eigi að draga niður í svaðið. Morgunblaðið bætir því við að hinir ábyrgu hljóti að vera „firrtir allri almennri dómgreind og án þeirra tilfínninga sem bærast í bijósti kristinna manna á þessum degi. Minnir þetta athæfí helst á verk þeirra sem taka sig til að næturlagi og ráðast á grafreiti og eyðileggja legstæði". Trú- og skoðanafrelsi er líka fyrir trúlausa Mig langar til að leggja út af þessu, enda sagði Þóroddur Bjama- son útvarpsstjóri Rótar að þessi uppákoma veki upp „áleitnar spum- ingar varðandi þjóðkirkjuna og ríkistrú almennt". Skoðanir ein- staklinganna í þjóðfélaginu em margar og sundurleitar. Hjá slíkum ágreiningi verður ekki komist. Og það er hluti eðlilegra mannlegra samskipta að láta þann skoðana- mun ekki koma sér alltof mikið úr jafnvægi. AUir hafa rétt til að opin- bera hugsanir sínar, þó þær stang- ist á við viðhorf margra eða fárra annarra einstaklinga. Líka í trúmál- um. Auðvitað em ýmis trúarleg við- horf ginnheilög í augum þeirra sem trúa. En þau geta verið auðvirðileg fjarstæða eða beinlínis skaðvænleg í augum þeirra sem ekki trúa. Eins og trúmenn mega iðka trú sína og boða hana (sem þeir gera iðulega af mikilli ófyrirleitni), hljóta vantrú- armenn og trúleysingjar einnig að hafa rétt til að koma sínum skoðun- um á framfæri. Margir trúleysingj- ar telja einokun kristinna manna til að boða sína trú í fjölmiðlum ógnun við hugsana- og trúfrelsi. í útvarpi og sjónvarpi ríkisins em t.d. guðþjónustur alla helgidaga ársins og stundum predika þar ofstækis- fullir fulltrúar sértrúarsafnaða. En aldrei fá trúleysingjar að boða trú- leysi. Þeir sem trúa hugsa aldrei út í rétt þeirra sem ekki trúa. Af ósjálfráðri þröngsýni ætlast þeir hiklaust til að vantrúaðir gangi út frá viðhorfum trúhneigðra um það hvað sé „heilagt", hvað „særi“ og hvað sé „viðeigandi" í þessum efn- um. En það er ekki gert ráð fyrir því að trúboðið og allt sem því fylg- ir, geti „sært“ t.d. heilbrigða skyn- semi þeirra sem ekki trúa eða gangi fram af þeim með bamaskap. Að ekki sé nú talað um tillitsleysið þegar prestur fer að úthúða trúleys- ingjum í útvarpsmessum fyrir al- þjóð. En ég hef margoft heyrt slíkar árásir t.d. í jólamessunni síðustu í Hallgrímskirkju. Á sama hátt og vantrúarseggimir verða að gera sér að góðu boðskap trúmannanna verða hinir trúuðu að láta sér lynda áróðursbrögð trúleysingjanna. Er það blátt áfram ekki sanngjamt? Og menn nota að sjálfsögðu allar aðferðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, vandlætingu, skop, háð og hvað eina. Sumir fyr- irlíta blátt áfram alla trú og þeir eiga fullan rétt á að láta það í ljós á almannafæri. Og þó trúmönnum fínnist kannski orð þeirra svívirði- legt „guðlast" og „óhæfa" er það þeirra eigin túlkun. Þeir geta ekki heimtað að skilningur þeirra sé endilega hinn eini rétti. Það er að sjálfsögðu ekki til neitt „guðlast" fyrir þá sem alls ekki trúa á guð. Frelsið sem hinir trúhneigðu heimta fyrir sjálfa sig verður líka að vera fyrir hina vantrúuðu. Auðvitað ber að gera þá almennu kröfu að menn haldi sig innan þeirra marka sem kurteisi og tillitssemi við náungann heimtar. Þær reglur eru hins vegar býsna óræðar og verður við hvem einstakan mann að etja í þeim efn- um. En eiga það ávallt að vera trú- mennimir sem skera úr um hvenær of langt er gengið? í umræddu gabbi gekk „gamanið" út á það að leika með trúarlegar „hugmyndir“ eða „kennisetningar“, sem menn hafa fullan rétt til að hafna eða jafnvel skopast að, ef þeim fínnst þær heimskulegar. í þessu tilviki var ekki verið að ráðast á „helgi- dóm“ eða vanvirða „musteri" trú- aðra manna. Þetta verða menn að gera sér vel Ijóst, en það virðast Morgunblaðið og biskupinn ekki gera. Samlíking blaðsins við spell- virki í kirkjugörðum er þess vegna út í hött. Reyndar gengur fátt jafn fram af fólki og þess konar at- hæfí. En sú andstyggð er ekki fyrst og fremst sprottin af trúarlegum ástæðum þó vissulega sé það árás á eins konar „helgidóm". Slík skemmdarverk eru þó framar öllu óvirðing við hinn látna, eins konar líkamsárás á hinn framliðna, ef ég má komast svo draugalega að orði. Þess vegna sárnar fólki aðallega. Meðan allir verða ekki á eitt sáttir og einstaklingamir eru svona feikna ólíkir koma endalaust upp „móðganir" og „særindi" f hug- myndalegum efnum. Slíkir árekstr- ar eru óhjákvæmilegir í þjóðfelagi sem á að heita ftjálst. Algjört um- burðarlyndi á báða bóga í trúmálum er eina ráðið til að tryggja sæmileg- an frið milli þessara ósættanlegu afla. En það skapar stríð að sumir telji sig hafa rétt til að hugsa fyrir aðra, t.d. kristinn biskup fyrir yfir- lýsta trúleysingja. Útvarp Rót er ekki ríkisfjólmiðill og þess vegna er ekki sanngjamt að krefjast þess að hinn viður- kenndi skilningur kirkjunnar sé þar hafður að leiðarljósi. Ekki einu sinni í aprílgabbi. Biskupinn hefur varla efni á að hneykslast á svo sjálfsögð- um hlutum. Einokun á útvarpi var einmitt aflétt til þess að hvers kyns minnihlutahópar geti einnig komið sinni hugsun á framfæri. Það stóð aldrei. til að þessir fjölmiðlar yrðu málpípur kirkjunnar. Skilur biskup- inn yfír íslandi það? Ósamkvæmni Morgunblaðsins Morgunblaðið aftur á móti ætti að líta sér nær. Það óskapast yfír því að aprílgabbið særi dýpstu til- fínningar almennings. En blaðið hefur birt fjölda greina um sjúk- dóminn eyðni, þar sem höfundamir í nafni heilagrar ritningar boða skoðanir um homma og lesbur sem fjöldi fólks telur að sé hreinar meið- ingar. Þessir krossriddarar ráðast á fólk, sem ekkert hefur gert á hluta þeirra, með þvílíkum fítonsanda að það er engu líkara en fjandinn sjálf- ur hafí hlaupið í rassinn á þeim. Þeir útmála það sem sauruga synd- ara, andstyggilega guði og mönn- um, sem muni brenna í logum helvítis um aldir alda. Þeir sem verða fyrir þessum árásum skipta sennilega þúsundum á íslandi, ef tala homma er hlutfallslega hin sama hér og í öðmm löndum. Al- kunna er að ungt fólk sem upp- “götvar að það er samkynhneigt á oft við alvarleg sálræn vandamál að etja og gengur mjög erfíðlega að fínna sig sjálft og ákvarða stöðu sína í mannlegu samfélagi. Má nærri geta hvemig þessum ung- mennum líður að lesa þessi hræði- legu áköst. Og hvemig verður sam- kynhneigðu fólki við, sem er t.d. ástfangið og sér heiminn í dýrlegum ljóma eins og ástföngnum er gjamt, að sjá það helgasta sem það á til, sig sjálft og ástvin sinn, svívirt þannig af grimmd og mannvonsku? Er mannhelgi Morgunblaðinu minna virði en „tilfínningar kris- tinna manna“? Birtingar þessara dæmalausu ritsmíða í víðlesnasta dagblaði landsins valda áreiðanlega ekki minni sársauka en aprílgabb Rótar. Auðvitað dettur engum í hug að greinamar túlki viðhorf Morgun- blaðsins. Og líklega réttlætir blaðið prentun þeirra með þeim rökum, að það vilji veita sem flestum tæki- færi til að kynna skoðanir sínar. En það mega þeir vita að mörgum fínnst þar of langt gengið. Hér sé um meiðingar að ræða sem eigi ekkert skylt við skoðanaskipti né Sigurður Þór Guðjónsson „ A sama hátt og vantrú- arseggirnir verða að gera sér að góðu boð- skap trúmannanna verða hinir trúuðu að láta sér lynda áróðurs- brögð trúleysingjanna. Er það blátt áfram ekki sanngjarnt?“ ritfrelsi. Og þeir sem verða fyrir þessu geta allt eins verið vinir okk- ar og kunningjar, ættingjar, börnin okkar og við sjálf. Ekki hefur bisk- upinn séð ástæðu til að áminna einn né neinn, þó orð heilagrar ritningar séu á þennan hátt dregin niður í svaðið til að ofsækja saklaust fólk. Er það kannski vegna þess að hommamir em hinir „óhreinu" í samfélaginu, sem kristið og skikk- anlegt fólk getur ekki verið þekkt fyrir að víkja að neinu góðu? Vill Morgunblaðið taka upp ritskoðun? Lokaorð þessa leiðara Morgun- blaðsins 10. apríl er sannarlega grátt gaman: „Morgunblaðið var því fylgjandi á sínum tíma, að ein- okun ríkisins á útvarpsrekstri yrði afnumin. Því frelsi sem þá kom til sögunnar fylgir mikil ábyrgð og ríkar skyldur. En það er auðvelt að koma óorði á frelsið eins og annað. Þeir sem hafa því hlutverki að gegna af opinberri hálfu að sjá til þess að menn rísi undir því að njóta frelsis hljóta að líta þetta for- kastanlega uppátæki í útvarpi Rót alvarlegum augum og huga að þeim mörkum, sem eðlilegt er að virða í útvarpssendingum eigi þær ekki að særa dýpstu tilfínningar almenn- ings og vera óvirðing við kristna trú“. Þessi furðulegu orð kunngera þá hugsun að Morgunblaðið eigi að vera þess umkomið að skera úr um það, hvað er „gott“ frelsi og hvað er „vont“ frelsi fyrir samfélagið. Klausan sem virðist þó svo hógvær og virðuleg er hvatning til stjóm- valda að grípa í taumana og tryggja „gott“ frelsi í landinu. Það er að segja frelsi aðeins fyrir þá sem eru á sömu skoðun og Morgunblaðið og þau öfl sem það er málsvari fyrir í þjóðfélaginu. Aprflgabb Rót- ar er saklaust gaman hjá grimmi- legri . alvöru þessarar óskhyggju áhrifamesta dagblaðs í landinu. Eru íslendingar kristnir? Biskupinn yfír íslandi verður aft- ur á móti að sætta sig við það, að sínum eigin skilningi um trúarlegt siðgæði getur hann ekki neytt upp á aðra. Hver maður hefur leyfí til að vera trúlaus og jafnvel vinna opinberlega gegn trúarbrögðunum. Það mælir ekkert siðferðislega eða jafnréttislega á móti því t.d. að hann geri gys að hugmyndalegum grundvelli trúarinnar, bæði almennt og kenningum einstakra trúflokka svo sem eingetnaði og krossfestingu Jesú Krists. Ýmsir mjög virtir hugs- uðir hafa komist að þeirri rökstuddu niðurstöðu að trúarbrögðin standi þroska mannkynsins fyrir þrifum. Karl Marx og Freud eru þar fræg dæmi. Og hefur ekki Páll Skúlason Íirófessor í heimspeki ályktað að slendingar séu í rauninni ekki kristnir, þ.e. taki mið af fordæmi Jesú Krists og skoði tilveruna sífellt í ljósi helgisögunnar um hann með virkri þátttöku í lífi og starfi kirkj- unnar. 1 þeim skilningi séu íslend- ingar í heild ekki kristnir. (Sjá Pælingar Páls bls. 255—263). En mönnum ber auðvitað að virða „kirkjur" og „musteri" trúaðra og rétt annarra til að iðka sína trú, enda fari þeir þá sjálfír eftir sömu reglum. Kirkjan ætti því að láta einkafjölmiðlana í friði að þessu leyti, þó ekki sé óeðlilegt að hún telji sig mega skipta sér af ríkis- fjölmiðlunum, þar sem kristin trú er ríkistrú í landinu. Þess í stað 'ætti hún að horfa svolítið í kringum sig. Ekki segir hún aukatekið orð um hrikalegt og vaxandi misrétti í þjóðfélaginu. Er það samboðið kristnu samfélagi að einn maður raki saman 90 milljónum á sex árum meðan aðrir eru 180 ár að vinna sér inn þá upphæð? Hvemig væri að herra Pétur Sigurgeirsson léti þau boð út ganga til presta að þeir leggi útaf þessum ummælum Krists af stólnum í næstu sunnu- dagsprédikun: „Auðveldara er fyrir úlfalda að ganga gegnum nálar- auga en fyrir ríkan mann að ganga inn í himnaríki". Þá myndi biskup- inn vinna þjóðinni meira gagn, en standa í þessu stríði við einkafjöl- miðlana. Það væri full ástæða til að íjalla um trú og frelsi miklu dýpra þó hér sé ekki rúm til þess. í öllu tilliti áreksturinn út af aprflgabbinu meira en venjulegt „hneykslismál". Ég vil að lokum taka það fram, til að fyrirbyggja misskilning, að ég tek hér enga persónulega afstöðu til þessa atburðar. Greinin segir ekki heldur neitt um mitt eigið trú- arlíf. Og ég er á engan hátt tengd- ur útvarpsstöðinni Rót og á þar ekki hagsmuna að gæta. Mínir hagsmunir eru aðeins heiðarleg og einlæg mannleg samskipti, óskor- aður réttur allra til að iðka þá trú eða það trúleysi sem þeir vilja og fullkomið jafnrétti allra manna til að boða skoðanir sínar. Selfoss: Góð aðsókn að sýn- ingum Leikfélagsins Selfossi. GÓÐ aðsókn hefur verið að sýn- ingum Leikfélags Seifoss á tveimur einþáttungum eftir Dario Fo, Betri er þjófur i húsi en snurða á þræði og Nakinn maður og annar í kjólfötum. Uppselt hefur verið á sýningar og leikendum vel tekið. Leikfélagið varð 30 ára fyrr á árinu, 9. janúar. Félagið starfrækir eigið leikhús í gamla iðnskólanum og þessar sýningar eru þær fyrstu síðan 1984 þegar sýnt var í gamla Selfossbíói. Félagar hafa endumýj- að húsið og gert það að leikhúsi aftur en í húsinu voru eitt sinn sýnd leikrit. Búið er að koma hlut- um þannig fyrir að unnt er að sýna í húsinu fyrir 80 gesti. Það sem háir áhorfendum er að salurinn er ekki upphækkaður. Það er Erlingur Gíslason sem leikstýrir einþáttungunum og leik- mynd gerði ólafur Th. Ólafsson. Sumir leikaranna í einþáttungunum eru vanir á sviði og hluti af hörðum kjama félagsins á þessu sviði. Þess- um leikurum tekst vel upp og ná að skapa fjör á sviðinu. Erlingur hefði mátt slípa betur.þá óvönu því hjá þeim gætir enn nokkurs hiks í leiknum. Eins og hjá öðram áhugaleik- félögum kemur fjöldi manns nálægt uppsetningu þessari og mikið verk er unnið en margar og áhugasamar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leikendur annars einþáttunganna kallaðir fram i lokin. hendur vinna létt verk. Það sem úsar J. Magnússonar, alvarlega þar leikunnendum þykir markverðast sem hann ávarpar leikhúsgesti í er að Selfossbúar hafa nú eignast leikskrá einþáttunganna og segir leikhús og bæjarbúar mega taka „Leikfélag getur ekki starfað án orð formanns leikfélagsins, Magn- ykkar." Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.