Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
Minning:
Hallur Garibalda-
son - Siglufirði
Fæddur 24. júní 1893
Dáinn 15. apríl 1988
Það er nú ætíð svo þegar dauðs-
fall dynur yfir að okkur setur hljóð
og látum hugann reika til liðinna
samverustunda. Hugsum um það
helst og fremst, „höfum við gengið
til góðs götuna fram eftir veg“. Og
nú er horfinn yfir móðuna miklu
einn af þessum einstæðu öðlingum
aldamótakynslóðarinnar, saddur
lífdaga, næstum því 95 ára gamall.
Svo sannarlega hefur hann gengið
til góðs götuna fram eftir veg.
Hallur var föðurbróðir minn og
nánast afi minn líka, eins og mer
fínnst og man fyrst eftir mér. Ég
fæddist í hans húsi, Hallshúsi, eða
„suðrí húsi“ og naut þess að alast
upp hið næsta honum öll mín
bemskuár og var heldur ekki sá
eini sem fann fyrir þeirri nálægð
sem ljúfmennska hans, kyrrláta
hógværð og einstaka mannelska
lýsti, hvar sem hann fór. Og ekki
spillti hin einlæga trú hans og
hvatning hans til okkar hinna yngri
að hugleiða kirkjunnar mál og ófáar
ferðimar leiddi hann okkur þangað.
Hallur var fæddur á Mannskaða-
hóli 24. júní árið 1893 og var þriðji
sonur hjónanna Garibalda Einars-
sonar og Margrétar Petrínu Péturs-
dóttur en þau hjón eignuðust alls 9
böm: Einar Kristbjöm f. 1888, Pét-
ur f. 1891, Hall f. 1893, Guðmund
Jóhann f. 1895, Sigríði Pálínu f.
1897, Málfríði Önnu f. 1899,
Ásgrím f. 1901, Guðbjörgu Indíönu
f. 1904 og Óskar f. 1908. Öll eru
þau nú látin og Hallur þeirra síðast-
ur af þessari stóru fjölskyldu.
Á liðinni ævi hefur hann mikið
reynt og áföll hafa dunið yfir. Þá
fyist er faðir hans Garibaldi deyr
aðeins 54 ára gamall og svo ári
síðar er móðir hans og 3 systkini
þau Pétur, Sigríður Pálína og
Málfríður Anna farast öll í snjóflóð-
inu mikla á Engidal við Siglufjörð
vorið 1919. Þetta hafa verið dimm-
ir dagar og áreiðanlega aldrei fymst
úr minni hans.
Árið 1918 giftist Hallur Sigríði
Jónsdóttur, Þorsteinssonar, fyrr-
verandi hreppstjóra í Haganesvík
og konu hans Guðnýjar_ Jóhanns-
dóttur ættaðri frá Úlfsdölum.
Sigríður lést í hárri elli árið 1983.
Þau Sigríður og Hallur hófu búskap
á Siglufirði og byggðu sér glæsi-
heimili á þeirra tíma mælikvarða
að Hvanneyrarbraut 23. Alla sína
ævi bjuggu þau á Siglufirði og tóku
ástfóstri við þá byggð. Böm þeirra
urðu 8, tveir drengir sem báðir voru
skírðir Garibaldi fæddust 1918 og
1921 en dóu ungir að árum úr
bamaveiki sem þá hetjaði, annar
tæpra þriggja ára en hinn nokkurra
mánaða gamall. Eftirlifandi böm
Halls og Siggu eru: Pétur, fæddur
1920, skipstjóri og nú búsettur í
Danmörku, Margrét, fædd 1922,
kennari, búsett í Reykjavík, Magda-
lena, fædd 1928, símavarðstjóri á
Siglufírði, Helgi, fæddur 1931,
byggingameistari og býr á Akur-
eyri, Jón, fæddur 1932, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík og Guð-
jón Hallur, fæddur 1939, húsgagn-
asmíðameistari í Reykjavík. Auk
þess ól Hallur upp yngsta bróður
sinn, Óskar, frá 10 ára aldri en
hann dvaldi hjá þeim haustið 1918
og veturinn 1919 þegar hinir voveif-
legu atburðir áttu sér stað í Engi-
dal og varð því hjá þeim Siggu og
Halli eftir það allt fram á fullorðins-
ár. Ekki er þó öll sagan sögð því
nokkru síðar sest upp hjá þeim
Halli aldraður maður sem hét Jós-
ep, blindur og nánast kominn í kör.
Þennan gamla mann tóku þau að
sér og önnuðust hann allt þar til
hann lést. Einnig ala þau önn fyrir
syni hans, Jóhannesi, þá 10 ára
gömlum dreng og fóstra upp. Og
enn má bæta því við að síðar taka
þau svo að sér dóttur Jóhannesar,
Lillu, síðar skírð Magdalena, og ala
upp. Og margan munnbitann eiga
þau þessi elskulegu hjón í mínum
maga og systkina minna allt frá
fyrstu tíð. Það hefur því oft verið
mannmargt á heimilinu því og lang-
ur vinnudagur bæði hjá húsfreyju
og bónda hennar, Halli. Alltaf virt-
ist vera pláss fyrir einn í viðbót,
þó fullt útúr dyrum sýndist vera.
Það er því ekki ofsögum sagt,
að þó alt léki ekki alltaf í lyndi, þá
var það hjálpsemin og manngæskan
sem var sett ofar öllu og samheldn-
in leyndi sér heldur aldrei.
Á sínum yngri árum stundaði
Hallur eins og aðrir ungir menn á
þessum slóðum sjóinn, við oft óblíð
kjör. Fyrst á hákarlaskipum gerðum
út frá Siglunesi, hjá Oddi Jóhannes-
syni á Nesi, og þegar hákarlinn gaf
sig ekki þá á trilum og stærri bát-
um. Þá var heldur ekki vflað fyrir
sér að sækja föng suður á land.
Nokkrar vertíðir voru famar bæði
til Vestmannaeyja og Njarðvíkur
og þangað fóru með Halli fóstur-
bræðumir Óskar, bróðir hans, og
Jóhannes Jósefsson, fóstursonur
hans, en þeir vom á sama aldri.
Ekki var þá spurt um tíma né erf-
iði við að sækja björg í bú og leiðin
til ástvina býsna löng, til þeirra er
heima biðu eftir fyrirvinnu, föður
og bræðmm.
En árið 1935 réðst Hallur til
Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu-
fírði og þar starfar hann allan sinn
aldur meðan heilsan endist eða fram
undir nírætt. Bara það segir meir
en nokkur orð um þá samvisku-
semi, elju og dugnað sem hann
sýndi með sínu lífi. Enda var það
svo að á efri ámm hans í ríkinu,
þegar verksmiðjumar vom nefndar
á nafn, þá kom alltaf nafn Halls
upp í hugann svo nátengdur var
hann orðinn Sfldarverksmiðjum
ríkisins eftir nærri 50 ára samfelld-
an starfsaldur.
Er ég nú læt hugann reika til
fyrri ára, mér liggur við að segja
sæludaga á Sigló, því við krakkam-
ir fundum lítið fyrir því basli og
þeirri vinnuþrælkun sem viðgekkst
á þeim ámm til að afla matar og
klæðis, minnist ég þess þegar þeir
fósturbræður og Hallur komu eitt
sinn af sjónum með hlaðinn bát af
fiski. Þá var róið á litlum árabáti.
Þetta var að vetri til og snjór yfir
öllu. Aflinn var borinn heim í pokum
og gert að honum á freðinni mjöll-
inni. Þar var hann slægður, spyrt-
ur, gellur hirtar og sumt lagt í salt.
Allt var þetta unnið við luktarljós
og olíutýmr því rafmagn var óvíða
t
Eiginmaöur minn,
ANDRÉS MAGNÚSSON
bóndi,
Vatnsdal,
Fljótshlíö,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 20. apríl.
Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
FRIÐRIK GUÐMUNDSSON
fyrrum bifreiðarstjóri,
Nesvegi 64,
Reykjavfk,
lést af slysförum þann 20. apríl.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
VILHJÁLMUR KR. INGIBERGSSON,
lést í Borgarspítalanum 20. april.
Ragnheiður Þ. Jónsdóttir.
Eiginmaöur minn, t
LEIFUR INGÓLFSSON,
forstjóri,
Skildinganesi 62,
lést á heimili sínu þann 20. þ.m.
Anna Dam.
t
Móðir okkar,
SOFFfA ÁSGEIRSDÓTTIR
frá Fróðá,
lést í hjúkrunardeild Vífilsstaöaspítala miövikudaginn 20. apríl.
Börn hinnar látnu.
t
Bróðir okkar,
ARNÞÓRINGVARSSON,
Bjalla, Landsveit,
lést í Vífilsstaöaspítala 20. apríl.
Systur hins látna.
t
ARNÞÓRJAKOBSSON,
Droplaugarstöðum,
Snorrabraut,
er lést mánudaginn 18. apríl verður jarösunginn frá Fossvogskap-
ellu miðvikudaginn 27. april kl. 10.30.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Óskar Jónsson.
t
Faöir okkar og fóstri,
HALLUR GARIBALDASON,
Hvanneyrarbraut 23,
Síglufirði,
verður jarösunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag, laugardaginn 23.
apríl, kl. 14.00.
Pótur Hallsson,
Magðalena Hallsdóttir,
Jón Hallsson,
Jóhannes Jósefsson,
Margrét Hallsdóttir,
Helgi Hallsson,
Guðjón Hallsson,
Magdalena Jóhannesdóttir.
t
Móöir mín og tengdamóöir,
GUNNHILDUR ODDSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
til heimilis Vallartúni 1,
Kefiavfk,
veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 23. april
kl. 14.00.
Guðrún Ármannsdóttir, Ásgeir Sigurðsson.
komið í heimahús þá. Tunglsljós var
yfír öllu og afar rómantískt að mér
fannst. Þá sagði Hallur: „Jæja
strákar, í háttinn með ykkur, það
er vinnudagur á morgun, ég læt
krakkana hjálpa mér með restina."
Krakkamir voru þá ég, Jonni Halls,
Helgi, Madda, Magga og Pétur.
Að afla sjávarfang í matinn var
víst ekki vinna í þá daga, aðeins
nauðsynjastörf, frekar en í dag að
það er ekki talin vinna að vaska
upp og skúra gólf í heimahúsum,
það eru bara skyldustörf.
Hallur flíkaði ekki skoðunum
sínum, en hafði þó fastmótað álit á
heimsmálunum og studdi af ein-
drægni lítilmagnann í þjóðfélaginu.
Þegar svo yngsti bróðir hans,
Óskar, hellti sér út í verkalýðs-
baráttuna, með öllu sem því fylgdi
á þeim árum, ávítaði hann drenginn
góðlátlega en var þó stoltur undir
niðri yfír því að sjá hvemig hann
barðist ódeigur fyrir þeim málstað
sem hann trúði á. Oll mín upp-
vaxtarár heyrði ég þá aldrei deila
um nokkum hlut, en deildar mein-
ingar um baráttuaðferðir vom
greinilegar. Hallur var þessi einlægi
friðsemdar- og sáttamaður, en það
blundaði að vísu í Óskari líka, en
honum fannst lítið ganga með slíku
hjali og vildi láta verkin tala.
Nú em þeir báðir gengnir og á
efri ámm urðu þeir óumræðilega
tengdir. Óskar unni Halli eins og
föður sínum og á sama hátt unni
Hallur honum og kallaði hann yfir-
leitt aldrei annað en „blessaðan
drenginn“, þó hann væri kominn
yfir sjötugt drengurinn. Og þegar
Óskar féll frá var sem slokknað
hafði á Halli og eitthvað slitnaði
burt um tíma, en hann hafði lifað
föður- og móðurmissi löngu fyrir
tímann, séð á bak allra systkina
sinna og sona sinna tveggja rétt
nýfæddra og horft á eftir sinni
elskulegu konu, Sigríði Jóns, hann
þraukaði og fól þeim sem öllu ræð-
ur, að líkna sér í sorg og þraut.
Gleði og ánægju átti hann líka
eftir að upplifa þegar hann hitti
næstum því alla ættingja sína, yfir
140 talsins, á ættarmóti á Siglu-
firði árið 1986 og vom það ógleym-
anlegar stundir bæði fyrir okkur
sem viðstödd vomm og það að sjá
andlitið á þessum fallega öldungi,
sagði meir en nokkur orð, hvemig
honum var innanbrjósts þegar hann
leit yfír þennan föngulega hóp Gari-
balda. Hann var svo sannarlega
ættarhöfðinginn, þá 93 ára gamall.
Nú þegar við systkinin „úti í
húsi“, Erla, Hlynur, Hallvarður,
Hólmgeir og undirritaður, kveðjum
Hall Garibalda, þennan dásamlega
frænda okkar og afa, eins og yngri
bræður mínir segja alltaf, þá biðjum
við fyrir alúðarkveðjur til nánustu
ástvina hans og þökkum þeim
þeirra ógleymanlegu viðbrögð, sem
þau sýndu þegar við gengum í
gegnum það sama á sínum tíma.
Sérstaklega fæmm við kveðjur til
Möddu sem á ómetanlegan hátt er
alltaf nálæg, þrátt fyrir veikindi
sín, og hjúkraði föður sínum af sér-
stakri natni öll þessi seinustu ár
og er alls staðar nærri þegar ein-
hver þarf liðsinnis við. Svo sannar-
lega hefur eplið það ekki fallið langt
frá eikinni. Það fínna engir betur
en við, að við emm, verðum og
munum alltaf verða ein fjölskylda.
Guð blessi minningu Halls Gari-
balda og allra þeirra sem á undan
honum hafa gengið.
Hörður S. Óskarsson
Blóma- og
w skreytingaþjónusía f/
™ hvert sem tilefnió er.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Állheimum 74. sími 84200