Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter HAT/FAT á íslandi námskeið og kynningar á HAT/FAT-tækninni í hringferð um landið. Festivagninn Festivagninn er rúmlega 13 metra langur og 2,5 metrar á breidd, eða um 33 fermetrar, sem er jjokkalega stór skólastofa. I lokuðu herbergi fremst í vagn- inum er tölva af gerðinni Computer- vision, ásamt diskadrifi og segul- bandstöð. í miðjum vagninum eru tvær vinnustöðvar sem vísa hvor frá annarri, þannig að sex manns geta auðveldlega fylgst með hvorri þeirra. Með vinnustöð er átt við skjá, lyklaborð og hnitaborð. Aftast í vagninum er tölvustýrð þriggja ása fræsivél af gerðinni Modig 50p0. í vagninum er loftkæling, loft- ræsting og diselrafstöð. HAT/FAT (CAD/CAM)- tæknin Flestir þekkja hefðbundnar að- ferðir við framleiðslu. Hönnuður sest við teikniborð og frá honum koma síðan teikningar. Því næst er það hönnuðurinn eða iðnaðar- menn sem ákveða vinnsluaðferðir og að lokum eru það iðnaðarmenn sem framleiða hlutinn. Þannig má skipta ferlinu upp í þijá hluta; hönn- un, tæknilegan undirbúning og framleiðslu. Þegar farið var að nota tölvur til að flýta fyrir og létta undir við hönnunina, var það kallað á ensku „Computer Aided Design", skamm- stafað CAD, og framleiðsla með aðstoð tölvu var kölluð „Computer Aided Manufacturing“, skammstaf- að á CAM. Oft er þessu tvennu sleg- ið saman undir nafninu CAD/CAM. Enn hefur ekki verið fundið íslenskt nafn á þessa tækni sem samsvarar CAD/CAM-skammstöf- uninni. Til greina kemur að nota skammstöfunina HAT/FAT sem stendur fýrir „hönnun með aðstoð tölvu" og „framleiðsla með aðstoð tölvu". Með HAT/FAT er þá átt við nútíma hönnunar- og fram- leiðslutækni, þar sem tölvur, hug- búnaður og tölvustýrðar vélar eru í aðalhlutverkum. HAT/FAT-tæknin er ekki mikið þekkt hér á landi, þrátt fyrir að nokkur fyrirtæki hafa tekið hana í notkun. Mörg fyrirtæki nota tölvur við teikningu, og nokkur fyrirtæki hafa tekið í notkun tölvustýrðar framleiðsluvélar. Samtenging milli hönnunar og framleiðslu er enn sem komið er ekki til hér á landi, þó svo að nokkur fyrirtæki séu farin að leiða hugann að þeim möguleika. Ennfremur er tölvuhönnun lítið nýtt, nema til teikninga, en ekki til burðarþolsreikninga eða annarra reikninga, sem möguleiki er á með góðu HAT-kerfí. Hönnuður notar skjá, lyklaborð og hnitaborð við vinnu sína. Platan fyrir framan hönnuðinn er hnitaborðið. Á hnitaborðið eru skrifaðar skipanir sem nægir að benda á með sérstökum penna í stað þess að slá þær inn með lyklaborðinu. í baksýn sést f tölvuna fremst f vagnin- um. Vinnustöðvamar eru f miðjum vagninum og visa hvor frá annarri. Sex menn geta auðveldlega fylgst með hverri vinnustöð á námskeið- unum. Hönnun og framleiðsla með aðstoð tölvu Hinn 26. april kemur hingað til lands festivagn, hlaðinn tækjabúnaði til að kynna svo- nefnda HAT/FAT-tækni, en HAT/FAT er skammstöfun er þýðir „hönnun og framleiðsla með aðstoð tölvu“. Iðntækni- stofnun íslands fær þennan vagn hingað, meðal annars í til- efni af Norrænu tækniári 1988. Stofnkostnaður við HAT/FAT- kerfí er töluverður. Hingað til hafa aðeins stærstu fyrirtæki getað nýtt sér alla möguleika þessarar tækni. Nú hefur verð á vélbúnaði lækkað mikið og þá sérstaklega verð á tölvustýrðum framleiðsluvélum. Verð á grunnhugbúnaði eins og teiknikerfum hefur einnig lækkað, og þau eru orðin mun þægilegri í notkun en áður. HAT/FAT og Norrænt tækníár Iðntæknistofnun íslands hefur nú hafíð mjög umfangsmikla kynn- ingu á HAT/FAT-tækninni, og meðal annars í tilefni af Norrænu tækniári var leitað til hinna Norður- landanna eftir aðstoð. Noregur, Svíþjóð og Danmörk eru mjög fram- arlega í þróun og notkun HAT/FAT-tækni, og þangað getum við sótt mjög mikið. Sænska framleiðslutæknistofn- unin (Institutet för Verkstands- teknis Forskning, skammstafað IVF), hefur látið smíða 13 metra langan festivagn, með fúllkomnu HAT/FAT-kerfi innanborðs. í til- efni af Norrænu tækniári hefur IVF notað tækifærið og unnið að því að stuðla að aukinni þekkingu manna á HAT/FAT. Iðntæknistofnun íslands hefur nú samið við IVF um að fá HAT/FAT-festivagninn til íslands í þijár vikur í vor, til þess að halda Hugbúnaður í vagninum Aðalhugbúnaður vagnsins er frá fyrirtækinu Computervision. Hann er fullkominn þrívíddarhugbúnaður sem vinnur með grindarlíkön og yfírborðslíkön (wireframe og surface modeling). Með þrívíddarhugbúnaði er átt við að hægt er að byggja upp líkan í tölvunni með ákveðinni hæð, breidd ogdýpt. Mynd af þessu líkani kemur fram á skjánum, og hönnuð- urinn getur snúið henni á alla kanta og framkvæmt þrívíða reikninga. Mynd af háspennumastri er dæmi um grindarlíkan, en ef mastrið er klætt með plötum, væri komið yfír- borðslíkan. Þessi hugbúnaður er mjög öflug- ur þegar verið er að vinna með flók- in yfirborð, eins og algengt er í mótasmíði og við smíði á steyptum hlutum. Einnig er auðvelt að teikna vélahlutateikningar, samsetninga- myndir og vinna stykkjaiista. Auk þess er í vagninum tvívíður hugbúnaður frá fyrirtækinu CIML- Unnið við fræsivélina. Fræsivélin hefur sína eigin tölvu, sem tekur við forriti frá hönnunarkerfinu. HAT/FAT-festívagninn. Dráttarbíllinn mun ekki koma til landsins en í hans stað mun bíli frá Gunnari Inni i vagninum. Mennimir eru að vinna við aðra vinnustöðina en Guðmundssyni hf. sjá um flutninga á vagninum innanlands. Verðmæti vagnsins er um 30 milljónir, aftar sést i fræsivélina. þannig að það skiptír miklu máli að hafa góðan bilstjóra og vanan islenskum vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.