Morgunblaðið - 14.05.1988, Page 31

Morgunblaðið - 14.05.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Fundi utanríkisráðherra risaveldanna lokið í Genf: 31 Samkpmulag mn túlkun Washington-sáttmálans Genf, Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR risaveldanna þeír Eduard Shevardnadze og George Shultz tílkynntu á fimxntudag að ágreiningur varðandi eftírlit með ákvæðum afvopnunarsáttmálans, sem undirritaður var i Wash- ington á síðasta ári, væri úr sögunni. Bandariskir embættísmenn kváðu sovésku fulltrúanna hafa viðurkennt túlkun Bandarikjamanna á eftir- litsákvæðunum og sögðust te\ja að samningurinn hlytí nú formlega staðfestingu Bandaríkjaþings. Tveggja daga fundi utanrfldsráðher- ranna lauk i Genf á fimmtudag en viðræður þeirra voru liður i undir- búningi fyrir fund þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjovs Sovétleiðtoga i Moskvu í lok þessa mánaðar. Ónefndir bandarískir embættis- menn sögðu að Sovétmenn hefðu fallist á að heimila bandariskum eft- irlitsmönnum að skoða einstaka eld- flaugahluta og smærri eldflaugahylki við hlið samsetningarverksmiðju Sovétmanna I Votinsk, við rætur Úral-flalla, og munu þeir þannig geta gengið úr skugga um að þar séu ekki framleiddar meðaldrægar eldflaugar af gerðinni SS-20. Þá féll- ust Bandaríkjamenn á þá kröfu Sov- étmanna að eyðileggja bæri með öllu skammdrægar eldflaugar af gerðinni Pershing 1-A í Vestur-Þýskalandi. Eldflaugar þessar heyra undir Vest- ur-Þjóðveija en kjarnaoddamir sem þær bera eru í eigu Bandaríkja- manna. Sérfræðingar beggja risa- veldanna önnuðust samningaviðræð- umar í Genf en þeir Shultz og She- vardnadze ræddu deilu risaveldanna stuttlega á lokuðum fundi. Æði rennur á stuðnings- menn Ajax Amsterdam, Reuter. TVÖ hundruð æstir og örvita áhangendur hollenzka knatt- spyrnuliðsins Ajax, gengu ber- serksgang í miðborg Amsterdam, eftír að lið þeirra beið ósigur fyr- ir belgiska liðinu Mechelen í úrslit- um um Evrópubikarinn. Lögreglan segir að Ajax-stuðn- ingsmenn hafl farið með ópum og óhljóðum um miðborg Amsterdam, brotið rúður og grýtt lögreglu, þegar hún var send á vettvang að reyna að lægja reiðiöldur Ajaxmanna. Fjórtán a.m.k. voru handteknir og vitað er að tveir slösuðust nokkuð. Vegfarendur, sem uggðu ekki að sér og voru á ferli, þegar Ajaxmenn tóku að láta að sér kveða, forðuðu sér inn á bari og kaffíhús og létu fyrirberast þar í góðu yfírlæti, unz löirreirla hafði komið reirlu á. Öllum spurningum svarað Ágreiningur um framkvæmd eftir- lits var gerður opinber fyrr í þessari viku er öldungadeild Bandaríkja- þings hugðist taka samninginn til umræðu. Var ákveðið að fresta henni þar til ágreiningurinn hefði verið jafnaður. Shultz sagði á blaðamanna- fundi á fímmtudag að „öllum spum- ingum" hefði nú verið svarað og því gætu þingmenn öldungadeildarinnar tekið til starfa. Shevardnadze sagði að ágreiningurinn hefði komið upp fyrir misskilning og væri þar um að kenna „vantrausti" í samskiptum risaveldanna. George Shultz hélt í gær til Brussel til að skýra fulltrúum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins frá viðræðunum í Genf en Shevardn- adze hélt til Austur-Berlínar til fund- ar við ráðamenn ríkja Varsjárbanda- lagsins. Bandarískir embættismenn sögð- ust líta svo á að samningurinn yrði formlega staðfestur fyrir Moskvu- fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs og gætu leiðtogamir við það tæki- færi skipst á skjölum þar að lút- andi. Þannig yrði samningurinn um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjamorkueidflauga á landi í brenni- depli S Moskvu líkt og gerðist á leið- togafundinum S Washington í des- ember á siðasta ári. Langdræg kjarnorkuvopn Vonir höfðu verið bundnar við unnt yrði að undirrita samkomulag um helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna á fundinum f Moskvu. Leiðtogamir urðu sammála um að stefna að þessu marki á fundi sínum í Reykjavík árið 1986 og á Washington-fundinum var afráðið að feia samningamönnum risaveldanna í Genf að ganga frá drögum að slfku samkomulagi, einkum og sér f lagi ákvæðum um eftirlit. Ágreiningurinn um túlkun eftirlitsákvæða Washing- ton-sáttmálans þykir sýna ljóslega hve tæknilegar hliðar afvopnunarvið- ræðna em margar og flóknar. At- hugasemdir öldungadeildarinnar þykja ekki gefa tilefni til bjartsýni um að samkomulag um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna hlyti auð- veldlega staðfestingu þingdeildarinn- ar. Þá hefur og verið bent á að for- setakosningar fara fram í Banda- ríkjunum í nóvember og er sýnt að slíkur sáttmáli hlyti ekki staðfestingu í valdatíð Ronalds Reagans. Ýmsir virtir afvopnunarsérfræðingar hafa gefíð til kynna að hugsanlegt sé að samningur um fækkun langdrægra kjamorkuvopna verði tilbúinn til undirritunar í haust. George Shultz sagði f Genf á fimmtudag að samn- ingur í þessa veru yrði gerður „fyrr eða sfðar" og kvaðst ekki vilja úti- loka að Reagan og Gorbatsjov kæmu einu sinni enn saman til fundar áður en Reagan lætur af störfum. Hins vegar var á Shultz að skilja að hann teldi þetta fjarlægan möguleika. Hugsanlegt er að gefín verði út sam- eiginleg yfirlýsing í lok Moskvu- fundarins þar sem tíundaður verði sá árangur sem náðst hefur í viðræð- um um fækkun langdrægra kjam- orkuvopna á undanfömum tveimur ámm og hann þar með skjalfestur. Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna (t.h), heilsar Erich Honecker, leiðtoga austur-þýska kommúni- staflokksins, á fundi ráða- manna ríkja Varsjár- bandaiagsins í Austur- Berlin í gær. Reuter GEGNUM GLE RIÐ SÍMI— 688081 — S K I P H O L I I ~ 50B OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-17 SUNNDAG FRÁ KL. 13-17 Rýmingarsala Við þurfum að rýma til á lagernum hjá okkur og seljum þess vegna með miklum afslætti ósóttar pantanir og lítillega útlitsgallaðar hurðir. Innihurðir, útihurðir, svalahurðir, parket o.fl.9 o.fl. Komið í Skeifuna 19 og lítið á úrvalið. Opnum kl. 9.00 í dag, laugardag. Sk6lfunni 19. Völundarsmíð hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.