Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 Fundi utanríkisráðherra risaveldanna lokið í Genf: 31 Samkpmulag mn túlkun Washington-sáttmálans Genf, Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR risaveldanna þeír Eduard Shevardnadze og George Shultz tílkynntu á fimxntudag að ágreiningur varðandi eftírlit með ákvæðum afvopnunarsáttmálans, sem undirritaður var i Wash- ington á síðasta ári, væri úr sögunni. Bandariskir embættísmenn kváðu sovésku fulltrúanna hafa viðurkennt túlkun Bandarikjamanna á eftir- litsákvæðunum og sögðust te\ja að samningurinn hlytí nú formlega staðfestingu Bandaríkjaþings. Tveggja daga fundi utanrfldsráðher- ranna lauk i Genf á fimmtudag en viðræður þeirra voru liður i undir- búningi fyrir fund þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjovs Sovétleiðtoga i Moskvu í lok þessa mánaðar. Ónefndir bandarískir embættis- menn sögðu að Sovétmenn hefðu fallist á að heimila bandariskum eft- irlitsmönnum að skoða einstaka eld- flaugahluta og smærri eldflaugahylki við hlið samsetningarverksmiðju Sovétmanna I Votinsk, við rætur Úral-flalla, og munu þeir þannig geta gengið úr skugga um að þar séu ekki framleiddar meðaldrægar eldflaugar af gerðinni SS-20. Þá féll- ust Bandaríkjamenn á þá kröfu Sov- étmanna að eyðileggja bæri með öllu skammdrægar eldflaugar af gerðinni Pershing 1-A í Vestur-Þýskalandi. Eldflaugar þessar heyra undir Vest- ur-Þjóðveija en kjarnaoddamir sem þær bera eru í eigu Bandaríkja- manna. Sérfræðingar beggja risa- veldanna önnuðust samningaviðræð- umar í Genf en þeir Shultz og She- vardnadze ræddu deilu risaveldanna stuttlega á lokuðum fundi. Æði rennur á stuðnings- menn Ajax Amsterdam, Reuter. TVÖ hundruð æstir og örvita áhangendur hollenzka knatt- spyrnuliðsins Ajax, gengu ber- serksgang í miðborg Amsterdam, eftír að lið þeirra beið ósigur fyr- ir belgiska liðinu Mechelen í úrslit- um um Evrópubikarinn. Lögreglan segir að Ajax-stuðn- ingsmenn hafl farið með ópum og óhljóðum um miðborg Amsterdam, brotið rúður og grýtt lögreglu, þegar hún var send á vettvang að reyna að lægja reiðiöldur Ajaxmanna. Fjórtán a.m.k. voru handteknir og vitað er að tveir slösuðust nokkuð. Vegfarendur, sem uggðu ekki að sér og voru á ferli, þegar Ajaxmenn tóku að láta að sér kveða, forðuðu sér inn á bari og kaffíhús og létu fyrirberast þar í góðu yfírlæti, unz löirreirla hafði komið reirlu á. Öllum spurningum svarað Ágreiningur um framkvæmd eftir- lits var gerður opinber fyrr í þessari viku er öldungadeild Bandaríkja- þings hugðist taka samninginn til umræðu. Var ákveðið að fresta henni þar til ágreiningurinn hefði verið jafnaður. Shultz sagði á blaðamanna- fundi á fímmtudag að „öllum spum- ingum" hefði nú verið svarað og því gætu þingmenn öldungadeildarinnar tekið til starfa. Shevardnadze sagði að ágreiningurinn hefði komið upp fyrir misskilning og væri þar um að kenna „vantrausti" í samskiptum risaveldanna. George Shultz hélt í gær til Brussel til að skýra fulltrúum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins frá viðræðunum í Genf en Shevardn- adze hélt til Austur-Berlínar til fund- ar við ráðamenn ríkja Varsjárbanda- lagsins. Bandarískir embættismenn sögð- ust líta svo á að samningurinn yrði formlega staðfestur fyrir Moskvu- fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs og gætu leiðtogamir við það tæki- færi skipst á skjölum þar að lút- andi. Þannig yrði samningurinn um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjamorkueidflauga á landi í brenni- depli S Moskvu líkt og gerðist á leið- togafundinum S Washington í des- ember á siðasta ári. Langdræg kjarnorkuvopn Vonir höfðu verið bundnar við unnt yrði að undirrita samkomulag um helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna á fundinum f Moskvu. Leiðtogamir urðu sammála um að stefna að þessu marki á fundi sínum í Reykjavík árið 1986 og á Washington-fundinum var afráðið að feia samningamönnum risaveldanna í Genf að ganga frá drögum að slfku samkomulagi, einkum og sér f lagi ákvæðum um eftirlit. Ágreiningurinn um túlkun eftirlitsákvæða Washing- ton-sáttmálans þykir sýna ljóslega hve tæknilegar hliðar afvopnunarvið- ræðna em margar og flóknar. At- hugasemdir öldungadeildarinnar þykja ekki gefa tilefni til bjartsýni um að samkomulag um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna hlyti auð- veldlega staðfestingu þingdeildarinn- ar. Þá hefur og verið bent á að for- setakosningar fara fram í Banda- ríkjunum í nóvember og er sýnt að slíkur sáttmáli hlyti ekki staðfestingu í valdatíð Ronalds Reagans. Ýmsir virtir afvopnunarsérfræðingar hafa gefíð til kynna að hugsanlegt sé að samningur um fækkun langdrægra kjamorkuvopna verði tilbúinn til undirritunar í haust. George Shultz sagði f Genf á fimmtudag að samn- ingur í þessa veru yrði gerður „fyrr eða sfðar" og kvaðst ekki vilja úti- loka að Reagan og Gorbatsjov kæmu einu sinni enn saman til fundar áður en Reagan lætur af störfum. Hins vegar var á Shultz að skilja að hann teldi þetta fjarlægan möguleika. Hugsanlegt er að gefín verði út sam- eiginleg yfirlýsing í lok Moskvu- fundarins þar sem tíundaður verði sá árangur sem náðst hefur í viðræð- um um fækkun langdrægra kjam- orkuvopna á undanfömum tveimur ámm og hann þar með skjalfestur. Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna (t.h), heilsar Erich Honecker, leiðtoga austur-þýska kommúni- staflokksins, á fundi ráða- manna ríkja Varsjár- bandaiagsins í Austur- Berlin í gær. Reuter GEGNUM GLE RIÐ SÍMI— 688081 — S K I P H O L I I ~ 50B OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-17 SUNNDAG FRÁ KL. 13-17 Rýmingarsala Við þurfum að rýma til á lagernum hjá okkur og seljum þess vegna með miklum afslætti ósóttar pantanir og lítillega útlitsgallaðar hurðir. Innihurðir, útihurðir, svalahurðir, parket o.fl.9 o.fl. Komið í Skeifuna 19 og lítið á úrvalið. Opnum kl. 9.00 í dag, laugardag. Sk6lfunni 19. Völundarsmíð hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.