Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 118. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Svíþjóð: Farsímar innkallaðir SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið L.M. Ericsson innkallaði i gær 30.000 farsíma af gerðinni „Hot- Line“ en komið hefur í ljós, að þeir geta sprungið f höndum not- endanna. Eru þessir farsfmar meðal annars seldir hér á landi. „Ákveðið var að innkalla símana strax og við fengum fréttir um, að þrír þeirra hefðu sprungið en þó sem betur fer án þess að skaða fólk,“ sagði Anna Maj Bjömeberg, talsmað- ur L.M. Ericsson. Gallinn í símunum er rakinn til þess, að liþín-rafhlaðan er ekki rétt tengd en það getur valdið skamm- hlaupi. Er um að ræða farsíma með vöruheitinu „Hotline Combi". Erling Ágústsson, framkvæmda- stjóri Gísla J. Johnsens hf., sem hef- ur umboð fyrir símana hér á landi, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að fyrirtækið bæði þá 200 íslendinga, sem keypt hefðu þessa síma, að snúa sér til verkstæðisins við Nýbýlaveg 8 í Kópavogi þar sem búnaðurinn yrði yfirfarinn. Þangað til væri skyn- samlegast að hafa þá ekki í sam- bandi. Danmörk: Ekkert ból- ar á sljórn Kaupmannahöfn. Reuter. Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson SOL OG SUMAR OG HVÍTIR KOLLAR Menntaskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 195 nýstúdenta og var þetta 142. brautskráningin frá því skólinn var fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur. Myndin var tekin í blíðviðrinu í gær þegar stúdentamir biðu eftir hefðbundinni hópmyndatöku á túninu sunnan Háskólans. Sjá ennfremur „Stúdentar brautskráðir ...“ á bls. 3. Noregnr: Þöningamir skilja eftir sig dauðan sjó Ottast, aö þeir hafi drepiö allan þorsk og rækju á stóru svæði Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA þjóðþingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningun- um 10. maí sl. en ekki sjást þess nein merki, að stjórnarkrepp- unni sé að ljúka. Er ekki búist við nýrri stjórn fyrr en einhvern tima í júni. Poul Schliiter, starfandi forsætis- ráðherra, fer enn með stjómar- myndunarumboðið en það er tak- markað við myndun meirihluta- stjómar á breiðum grundvelli. Niels Helveg Petersen og Radikale venstre fengu því framgengt en á þessum flokki, sem hefur aðeins 10 þingmenn, virðist nú allt velta í dönskum stjómmálum. Radikalar vita þó ekki í hvom fótinn þeir eiga að stíga, þann hægri eða vinstri. Þörungaflekkirnir, sem rekur norður með vesturströnd Nor- egs, náðu í gær eynni Körmt í Rygjafylki og var búist við, að þeir yrðu í dag úti fyrir Harðang- ursfirði en þar eru miklar laxeld- isstöðvar. Hefur verið brugðist við með því að draga kvíarnar innar í firðina. Óttast er, að þör- ungarnir hafi þurrkað út allan þorsk og rækju á svæðinu frá Fredrikstad til Kristiansands. Nýir þörungaflekkir hafa sést í sjónum vestur af Jótlandi. Norskir sjávarlíffræðingar og aðrir vísindamenn leggja nú nótt við dag í glímunni við þetta „Tsjemobyl sjávarins" eins og ham- farimar em kallaðar í norskum blöðum en talið er, að þörungablóm- ann megi rekja til efnamengunar. í gær var þörungabeltið 10 km breitt og það nær um það bil niður á 30 metra dýpi. Bendir flest til, að laxinn í þeim kvíum, sem var sökkt á þetta sama dýpi, sé allur dauður. Kafarar sögðu í gær, að sjórinn undan suðurströndinni og inn með Óslóarfirði væri fullur af dauðum og uppblásnum fiski. Eru sömu sög- ur sagðar frá Svíþjóð en sagt er, að öll vesturströndin sé dauð, virð- ast aðeins krabbar, áll og fiskur, sem heldur sig á miklu dýpi, hafa lifað af. „Það eí ástæða-til að óttast, að * Dráttarbátar með laxakvíar í togi lengra inn I firðina. allur þorsk- og rækjustofninn frá Fredrikstad til Kristiansands sé dauður,“ sagði Dagfinn Iversen, frammámaður í samtökum norskra fískseljenda. „Við megum búast við, að á þessu svæði verði alger ör- deyða næstu árin.“ í gær varð vart við þörunga- flekki vestur af Jótlandi og er ótt- ast, að þeir eigi eftir að berast fyr- ir straumum norður til Noregs. Ekki er vitað hvort um er að ræða sömu þörungana en danskir vís- indamenn eru nú að kanna það. Sjá „Spjöll af völdum ..." á bls. 25. Útvegaðu þá peningana, þú sem ert ráðherrann! Moskvu, Reuter. ÞESSA dagana hefur fundur Æðsta ráðs Sovétríkjanna verið iíflegri en menn eiga að venjast. Það sem hristi svo rækilega upp í þingheimi var frumvarp ríkisstjórnarinnar um samvinnufélög. Æðsta ráðið frestaði atkvæða- greiðslu um frumvarpið á miðviku- dag vegna óánægju með skatta sem ríkisstjómin hafði lagt á sam- vinnufélög. Þingnefnd fundaði í fyrrakvöld um frumvarpið og hugs- anlegar breytingar á því með full- trúum úr stjómmálaráðinu og fjár- málaráðherra landsins. Hluta fund- arins var sjónvarpað um Sovétríkin og er slíkt einsdæmi þegar svo við- kvæmt mál er tekið fyrir. Boris Gostev fjármálaráðherra var tekinn á beinið á fundinum með þingnefndinni en hann er höf- undur skattareglugerðarinnar sem Qaðrafokinu olli. Hann var m.a. spurður hvað það kostaði ríkið mik- ið að hækka eftirlaun til bænda á samyrkjubúum nægilega mikið til að menn brygðu ekki búi og gengju samvinnufélögunum á hönd. Þegar ráðherrann svaraði því til að það myndi sennilega kosta 1,5 milljarða rúblna sögðu þingmennimir að bragði: „Útvegaðu þá peningana, þú sem ert ráðherrann!" Sendimaður vestræns ríkis sem fylgdist með fundinum sagði að . honum loknum að það sem gerst hefði í Sovétríkjunum undanfama daga væri ótrúlegt. „Maður gæti haldið að Æðsta ráðið væri að breytast í alvöru þjóðþing," bætti hann við. Þá var frá því skýrt í gær, að miðstjómin hefði lagt til, að emb- ættismenn flokks og ríkis mættu aðeins gegna sama starfinu í tvö fímm ára kjörtímabil en þó er gert ráð fyrir, að menn geti setið það þriðrja ef viðkomandi flokksnefnd samþykkir það með þremur fjórðu atkvæða. Æðstu ráðamenn ríkisins munu því trúlega verða undan- þegnir þessari reglu. Sjá „Æðsta ráðið . . .“ á bls.27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.