Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Brids Arnór Ragnarsson Sanitas-bikarkeppni Brindssambandsins 34 sveitir eru skráðar til leiks í Sanitas-bikarkeppni Bridssam- bandsins. Enn er hægt að bæta við sveitum og lýkur skráningu næsta þriðjudag, 31. maí. Þá um kvöldið verður svo dregið í 1. og 2. umferð bikarkeppni BSÍ. Þeir sem hug hafa á þátttöku geta haft samband yið skrifstofu BSÍ í s. 689360 eða Ólaf Lárusson heima í s. 16538. Allar nánari uppl. verða veittar. Opna Sparisjóðsmótið í Kópavogi Töluverð afföll hafa verið í skrán- ingu í Sparisjóðsmótið síðustu daga. Er svo komið að tala sveita er um 20 en var mest um 25 sveitir. Enn er hægt að bæta við sveitum í þetta stórmót, sem er opið öllum. Spila- mennskan hefst kl. 13 á laugardeg- inum 28. maí. Spilað er í Fannborg 2 (Félagsheimili Kópavogs v/Hamraborg). Áætlaður spilatími er milli kl. 13—19.30 hvom daginn (alls um 80 spil). Verðlaun nema yfir 200.000 þús. krónum sem er við það mesta sem veitt hefur verið í verðlaun í bridsmóti hér á landi. Þeir spilarar sem enn hafa hug á þátttöku geta haft samband við Hermann Lárusson í s. 41507 fram að móti. Öllum er heimil þátttaka. 44 pör í Sumarbrids sl. þriðjudag. Mjög góð þátttaka var í Sum- arbrids sl. þriðjudag. 44 pör mættu til leiks og var spilað í þremur riðl- um. Úrslit urðu (efstu pör): A-riðill Láras Hermannsson — Gunnar Þorkelsson 264 Hjálmar S. Pálsson - Þórarinn Andrewsson 233 Ámína Guðlaugsdóttir — Bragi Erlendsson 232 Hreinn Magnússon — Sæmundur Bjömsson 223 Amar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 223 Ársæll Vignisson — Trausti Harðarsson 222 B-riðill Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 192 Steingrímur Gautur Pétursson — Sveinn Eiríksson 175 Eyjólfur Magnússon — Siguijón Helgason 164 Albert Þorsteinsson — SteinbergRíkarðsson 164 Magnús olafsson — Jakob Kristinsson 162 Kristín Guðbjömsdóttir — BjömAmórsson 162 Hermann Sigurðsson — Þorbergur Leifsson 162 C-riðilI Anton R. Gunnarsson — Jón Þorvarðarson 194 Baldvin Valdimarsson — Hjálmtýr Baldursson 184 Jacqui McGreal — Hermann Lárusson 178 Hrólfur Hjaltason — Þorfínnur Karlsson 178 Einar Jónsson — Georg Sverrisson 165 Baldur Bjartmarsson — Guðmundur Þórðarsson 161 Og eftir 6 kvöld í Sumarbrids 1988 er staða efstu spilara orðin þessi: Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 76, Gunnar Þorkelsson — Lárus Hermannsson 66, Anton R. Gunnarsson — Jón Þorvarðarson 60, Albert Þorsteins- son 58, Jóhann Jóelsson — Guð- mundur Aronsson 50 og Jakob Kristinsson 48. Greinilegt er að aðsókn að Sum- arbrids er orðin jöfn og góð, þetta 45—50 pör á kvöldi. Spilað er alla þriðjudaga og fimmtudaga í Sigtúni 9 og er húsið opnað kl. 17.30. Hver riðiil hefur spilamennsku um leið og hann fyllist. Spilamennska í síðasta riðli hefst kl. 19.30, í síðasta lagi. Leynast fommmjar í gmnni hins umdeilda ráðhúss? eftir Sturlu Friðriksson Nú þegar verið er að grafa fyrir væntanlegu ráðhúsi Reykjavíkur í norðurenda Tjarnarinnar, sem upp- haflega hefur sennilega verið nefnd Vatnið (samanber Vatnsmýrin), er ekki úr vegi að minna á, að svæði þetta er mjög í næsta nágrenni við þann stað sem ætla má að bær land- námsmannsins Ingólfs Amarsonar hafi staðið. Era þessar framkvæmdir einn áfangi í þróun þeirrar sögu þjóðar- innar sem hófst með landnámi Ing- ólfs fyrir rúmum 1100 áram. For- ráðamenn borgarinnar hafa vænt- anlega valið þennan stað til ráðhús- byggingar með þessa sögulegu staðreynd í huga, til þess enn að staðfesta þá merkilegu framvindu og sennilega að nokkra leyti þá skemmtilegu tilviljun, að höfuðstað- ur þjóðarinnar skuli hafa risið í hlaðvarpa bæjar fyrsta landnáms- mannsins. Ráðhúsbygging á þessum sögu- frægasta stað landsins ætti þess vegna að vera minnisvarði um þessa merkilegu atburðarás. Allt ætti að gera, sem í okkar valdi stendur til þess að minna á þessa sögulegu staðreynd við vinnuframkvæmdir, hönnun og endanlegt útlit þessarar væntanlegu byggingar. Menn getur greint á um fegurð bygginga, hagkvæmni skipulags og staðsetningu húsa, gatna og torga, en þótt bygging sé ekki fullkomin að útliti má fegra og gera hana aðlaðandi og áhugaverðan þjóðar- sóma. Hér skal ekki magna þá deilu sem orðin er um staðsetningu ráð- húss, aðeins benda á það, að fyllstu gát þarf að hafa við uppgröft á athafnasvæði við væntanlega bygg- ingu ef ske kynni, að óhreyfð jörð hins sögufræga og þjóðhelga stað- ar, geymdi einhveijar minjar um hina upprunalegu byggð landsins og þróunarsögu Reykjavíkur allt frá landnámstíma til okkar daga. Hvar stóð bær Ingólfs? Margir ágætir menn hafa reynt að sýna fram á með nokkram rökum hvar landnámsbær Ingólfs hafi staðið, hið foma bæjarhús Reylqavíkur. Haldbest virðast þau rök vera, sem styðja þá skoðun, að Reykjavíkurbær hafí staðið við þá götu, sem við nú nefnum Aðal- stræti, og þar hafí legið sjávargata frá bæjarhúsum, og þar hafí verið vegamót um hlaðið til suðurs eftir stíg að bestu lindinni (eftir Suður- götu) og slóða upp á tún á hæð vestan bæjar (Túngata), en austan Dr. Sturla Friðriksson við bæjarhúsin hafí verið völlur til heyskapar (Austurvöllur). Enda þótt gengið sé út frá því, að ömefn- in bendi eindregið til þess, að hinn fomi Reykjavíkurbær hafi einmitt verið á þessu svæði, getur menn greint nokkuð á um staðsetningu bæjarhúsanna. Margir sögufróðir menn hafa af þekkingu dregið fram ýmsar gaml- ar heimildir um árdaga þorpsins, sem að lokum varð að Reykjavíkur- borg. Einnig era til gamlir upp- drættir er sýna staðsetningu fyrstu húsa þorpsins og ættu að vera hald- góð gögn í leitinni að bæjarstæði Reykjavíkur. Þá hafa einnig farið fram fomleifarannsóknir á þessu svæði, sem leitt hafa í ljós um- merki um foma byggð. Sumt hefur því miður farið forgörðum vegna fljótræðis framkvæmdasamra byggingamanna, svo sem ævafom- ar hlóðir, sem talið er að hafí fund- ist við gröft að húsgranni sunnan við Herkastalann. Um þennan fund skráir Helgi Hjörvar eftirfarandi í ritgerðasafni sínu, Bæjartóftir Ing- ólfs: „Þama fundust hlóðir með ummerkjum, neðst á mölinni. Ekk- ert er því til fyrirstöðu að þama hafí verið fyrstu útihlóðir Hallveig- ar, meðan ekki vora komin hús fyr- ir fólkið, þó að einfaldara sé að ætla að þetta hafí verið þvottahlóð- ir við Vatnsvíkina, og þá frá allra elstu tíð.“ Svo hrapallega vildi til að búið var að fjarlægja hlóðar- helluna, bijóta með sleggju og flytja á hauga áður en fræðimenn gátu skoðað fomleifar þessar. Hugsan- lega gæti hér hafa verið um að ræða hlóðir í hinum foma bæ þeirra Ingólfs og Hallveigar. Skáli þeirra kann að hafa staðið við suðurenda þeirrar götu, sem við nefnum nú Við ströndina. Líkan úr safninu í Jórvík í Englandi. Aðalstræti, og bæjarstétt að hafa legið meðfram skálahúsinu endi- löng^u að austan og slóð verið í fram- haldi af henni niður að Vatni, þessi stígur er nú nyrsti hluti Tjamar- götu. Afhýsi kann að hafa verið til vesturs norðan við miðju skálans sem gæti skýrt hinn sérkennilega bug sem myndast hefur á hominu við Herkastalann, þannig að ekki er bein lína úr Aðalstræti um Suður- götu eða frá Kirkjustræti upp Tún- götu. Á sú fyrirstaða, sem hús Hjálpræðishersins veldur, sennilega rót sína að rekja til gamallar bæjar- skipunar. Þar á lóð stóð áður „Gamli Klúbbur" og vel gæti einmitt þar hafa staðið hinn fomi bær, Reykjavík. Hefur þaðan verið stutt leið í Vatnsvíkina (þar sem nú var síðast bflastæðið við Tjömina á t-r- homi Vonarstrætis og Tjamar- götu). Til stuðnings þessu áliti um staðsetningu bæjarins, era meðal annars þau ummæli Lárasar Sigur- bjömssonar fyrram skjalavarðar Reykjavíkur, að Reykjavíkurbær hafí staðið á svæðinu bak við Her- kastalann þegar Jón Hjaltalín sýslu- maður bjó þar, sem síðasti ábúandi Reykjavíkurbæjar, 1752. Sigurður Guðmundsson málari safnaði munnmælum um hið foma bæjar- stæði og hefur þessa sömu sögu að segja eftir vinnukonu, sem hafði átt heima í Effersey, þegar verslun- arhúsin vora þar (fyrir 1780). Hún sagði bæinn hafa staðið sunnan við þar sem nú er Herkastalinn. Elstu uppdrættir af Reykjavík sem gerðir era af dönskum sjóliðsforingja 1715 (Hoffgaard) og 1776 (Erik Minor) skýra þetta að vísu ekki svo óyggj- andi sé, að á báðum kortunum er byggð suðvestan við kirkjuna, en hún stóð í hinum foma kirkjugarði, þar sem nú er tijágarður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Mér finnst ólíklegt að bærinn hafi staðið vestan Aðalstrætis og snúið burst- um beint á móti kirkjudyram, eins og margir aðrir álíta. Hafí hinn gamli Reykjavíkurbær staðið suð- vestan við hinn foma grafreit hefur verið skammt niður að Tjöm með ýmsan úrgang. Eg tel því rökrétt að álykta, að Tjörnin við hinn gamla vatnsbakka geti geymt ýmsa mark- verða muni, sem fallið hafa í vatnið og varðveist í leirnum allt frá upp- hafi vera þjóðarinnar í landinu. Aðgát skal höfð Um svæðið í næsta nágrenni Vatnsvíkurinnar hefur á undan- fömum áram verið farið nærfæm- um höndum og mold úr húsagrann- um numin burt með teskeiðum af fomleifafróðu fólki. Er ekki síður nauðsynlegt að hluti af granni að fyrirhuguðu ráð- húsi verði grafinn upp undir eftir- liti fomleifafræðinga, að minnsta kosti norðvesturhomið, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.