Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 3 Menntaskólinn í Reykjavík: Útskrift stúd- enta í 142. sinn Flestir stúdentar í náttúrufræðideild MENNTASKÓLINN í Reykjavík brautskráði í gær 195 ný- stúdenta, 55 úr máladeild, 56 úr eðlisfræðideild og 84 úr náttúrufræðideild, við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Þetta var í 142. skipti sem skólinn brautskráir stúdenta frá þvi að hann fluttist til Reykjavíkur frá Skálholti. Hæstu einkunn á stúdents- prófí, 9,29, hlaut Jóhanna María Siguijónsdóttir, nemandi í nátt- úrufræðideild. Næsthæstu ein- kunn hlaut Halldóra Kristín Þór- arinsdóttir, einnig úr náttúru- fræðideild, 9,19. Alls hlutu sjö stúdentar ágætiseinkunn. Hæstu einkunn á vetrarprófi, 9,41, hlaut Kristín Friðgeirsdóttir, nemandi í 3. bekk. 769 nemend- ur þreyttu próf við skólann í vor. I ávarpi sínu sagði Guðni Guð- mundsson rektor að eins og vera ber hefði skólastarfíð í vetur verið stórtíðindalaust, áfallalaust og rólegt. Auk aðalbyggingar hafði Menntaskólinn í vetur kennslustofur í fjórum húsum á skólalóðinni og í nágrenni henn- ar. Hann sagði að það væri lán að nemendur og kennarar Menntaskólans væru dagfars- prútt og geðgott fólk sem ekki léti þröngan og dreifðan húsa- kost skólans spilla starfi sínu. Guðni skýrði jafnframt frá því að á næstu vikum sé þess vænst að fjármálaráðuneytið taki hús í nágrenninu á leigu fyrir skólann og því hilli nú undir að skólinn verði einsetinn næsta vetur, í fyrsta skipti í 40 ár. Við skólaslitin voru þeim nem- endum, sem náð höfðu framúr- skarandi árangri í einstökum greinum, veitt verðlaun, kór skólans söng nokkur lög undir stjóm Karls Sighvatssonar og eldri stúdentar færðu skólanum gjafír og kveðjur. Morgunblaðið/KGA Stefán Hjörleifsson úr eðlisfræðideild, Jóhanna María Sigurjónsdóttir og Halldóra Kristín Þórarins- dóttir úr náttúrufræðideild hlutu hæstu einkunnirnar á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik. Manaðarlöng prófatöm að bakí JOHANNA María Siguijónsdótt- ir, Halldóra Kristin Þórarins- dóttir og Stefán Hjörleifsson, sem hlutu hæstu aðaleinkunnir á stúdentsprófi frá Menntaskól- anum f Reykjavík, voru ekki á einu máli um hvað hefði verið erfiðast í hinni mánaðarlöngu prófatörn sem nú er að baki. í mörgum greinum þurftu þau að rifja upp námsefni þriggja-fjög- urra ára fyrir próf. Jóhanna, sem dúxaði með 9,29 í aðaleinkunn, var á því að öll töm- in hefði verið erfið. „Þetta var erfitt til að byija með en vandist þegar á leið,“ sagði Halldóra, sem hlaut næsthæstu aðaleinkunnina, 9,19. „Þetta var farið að taka á undir það síðasta en það var ekk- ert mál að byija," sagði Stefán. Hann varð þriðji í röðinni með 9,18. Að lokinni vinnu í sumar stefna þau öll á nám í Háskóla íslands. Halldóra ætlar í tannlækningar, Stefán er að hugsa um að fara í heimspeki að lokinni þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði, en Jóhanna er enn óráðin í hvaða deild verður fyrir valinu. Hátt álverð hefur engin áhrif á stefnu Alusuisse ZUrich, frá önnu Bjaraadíttur, fréttantara Morgunblaðsins. AUKIN eftirspurn og hátt verð á áli hefur ekki haft áhrif á ákvörðun Alusuisse um að kaupa hluta af hrááli sem það þarf fyrir álframleiðslu sína af öðrum framleiðendum í framtið- inni. Svissneska álfyrirtækið, sem var einn af stærstu hrááls- framleiðendum heims fyrir nokkrum árum, hefur dregið veru- lega úr hráálsframleiðslu og ætlar ekki að auka hana aftur. Það hefur hins vegar hug á að ná langtíma samningum um álkaup við aðra álframleiðendur. Léstaf slysförum MAÐURINN, sem lést í bilslysi á Dagverðardal í Skutulsfirði á miðvikudag, hét .Ión Guðjónsson, frá Veðrará f Onundarfirði, 54 ára, búsettur á Flateyri. Jón var hafnarvörður á Flateyri og formaður verkalýðsfélagsins Skjaldar auk þess sem hann var með eigin atvinnurekstur. Hann var for- ystumaður í Ungmennafélagshreyf- ingunni og formaður Héraðssam- bands Vestur-ísfirðinga. Jón lætur eftir sig eiginkonu og 6 böm. „Álverksmiðjur alls staðar í heiminum njóta nú góðs af verðinu sem fæst fyrir hráál,“ sagði Hans- peter Held, blaðafulltrúi Alusuisse. „En það breytir engu um þá stefnu Álusuisse að verða álkaupandi í framtíðinni. Við vitum að þetta jákvæða ástand varir ekki til eilífð- ar. Álver sem nota dýra orku eins og á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum eru núna rekin með hagnaði en þau verða aftur óhagstæð um leið og álverðið lækkar." Alusuisse ákvað fýrir þó nokkru að loka Chippis-álverinu í Sviss en rekur það enn. „Því verður lok- að um leið og álverðið lækkar og það borgar sig ekki lengur að reka það,“ sagði Held. Chippis framleið- ir 12.000 tonn á ári. Held sagði að Alusuisse fylgdist vel með áformum annarra fyrir- tækja um hráálsframleiðslu og vonaðist til að ná góðum langtíma samningum við þau um kaup í framtíðinni svo að sveiflukennt markaðsverð myndi ekki hafa áhrif á rekstur Alusuisse og fyrir- tækið gæti verið öruggt um ákveð- ið magn og gæði fyrir eigin ál- framleiðslu. Hann tók því líklega að Alusuisse myndi hafa áhuga á að versla við hugsanlega álverk- smiðju í nágrenni við Straumsvík KJÓSENDUM hefur fjölgað um 21% frá því síðustu forsetakosn- ingar voru haldnar árið 1980, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands um kjörskrár- stofn fyrir forsetakjör 1988. Á kjörskrárstofni i ár eru samtals 176.527 menn og eru karlar og en gaf lítið út á að fyrirtækið tæki að hluta þátt í aukinni ál- framleiðslu á íslandi. konur svo til jafnmörg. Karlar eru 88.259 og konur 88.268. Á kjörskrárstofn eru teknir þeir, sem eru fæddir árið 1970 og fyrr, hafa íslenskan ríkisborgararétt og eiga eða hafa átt lögheimili á ís- landi á síðastliðnum fjórum árum miðað við 1. desember 1987. Þeir hafa kosningarétt, sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag 25. júní. Þeir sem verða 18 ára síðar á árinu dragast því frá kjörskrárstofni, sem og þeir sem deyja fram að kjördegi og áætlar Hagstofan að endanleg tala þeirra sem geti neytt atkvæðis- réttar síns í forsetakosningunum verði um 173.800. Þá eiga enn eft- ir að verða breytingar á kjörskrám, þar sem sveitarstjómir leiðrétta vill- ur í kjörskrárstofni áður en kjör- skrár eru lagðar fram. Með breytingum á lögum um kosningar til Alþingis 1984 var lág- marksaldur kjósenda lækkaður úr 20 í 18. Kosningaréttur var einnig rýmkaður með því að lögræðissvipt- ing eða flekkað mannorð veldur ekki missi kosningaréttar og ekki heldur lögheimilisflutningur til út- landa síðustu fjögur árin. Komu ákvæði þessi fyrst til framkvæmda í alþingiskosningunum 25. apríl 1987. Þeir sem fæddir eru á tímabil- inu 26. apríl 1969 til 25. júní 1970 og geta nú neytt kosningaréttar í fyrsta sinn em um 4.700. TTcnsR 1 m mmm m ... m yv:- im. , r 4 *• in| T'T B hi i í I í * \ .1 □□□! jfaai S r . T-‘-“ i N B iT:jSfí~f r-3 ■ —; '■"4 li'** ': ; i'u rn p H n a íd íd H idi tví 4 zh ^ p gn yj(j| á T k 1 Í■' 4 • - ' I'"7! U ! 1 'J 2 r-j ;]:JÍ iil 111 mtatBsligsSmji :i. ■ •p®NB-L Tillaga að húsbyggingn á lóðiraii Lækjargötu 4 TILLAGA arkitektanna Knúts Jeppesens og Kristjáns Ólason- ar um húsbyggingu fyrir Hið íslenska bókmenntafélag, bókaforlagið Lögberg og Eig- namiðlunina sf. á lóðinni Lækj- argötu 4 var talin álitlegust af þar til skipaðri dómnefnd. Efnt var til lokaðrar samkeppni um nýbygginguna og tóku fimm aðilar þátt í henni. í áliti dómnefndar segir um til- lögu þeirra að hún sé álitlegust til úrvinnslu vegna „yfírburða í uppbyggingu innra fyrirkomulags og samgöngukerfis." Ytra útlit hússins þarfnaðist hins vegar nán- ari skoðunar. Lagði dómnefnndin til að gengið yrði til samninga við þá um gerð uppdrátta. í dómnefnd áttu sæti: Þorvarð- ur Elíasson, skólastjóri, Ingi- mundur Sveinsson, arkitekt, Sig- urður Líndal, prófessor, Guð- mundur Gunnarsson, arkitekt, og dr. Maggi Jónsson, arkitekt. Til- lögumar eru til sýnis í húsakynn- um Byggingaþjónustunnar, Hall- veigarstíg 1. Kjósendum fjölgað um 21% frá forseta- kosningunum 1980 4.700 fá að kjósa í fyrsta sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.