Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 27.05.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 3 Menntaskólinn í Reykjavík: Útskrift stúd- enta í 142. sinn Flestir stúdentar í náttúrufræðideild MENNTASKÓLINN í Reykjavík brautskráði í gær 195 ný- stúdenta, 55 úr máladeild, 56 úr eðlisfræðideild og 84 úr náttúrufræðideild, við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Þetta var í 142. skipti sem skólinn brautskráir stúdenta frá þvi að hann fluttist til Reykjavíkur frá Skálholti. Hæstu einkunn á stúdents- prófí, 9,29, hlaut Jóhanna María Siguijónsdóttir, nemandi í nátt- úrufræðideild. Næsthæstu ein- kunn hlaut Halldóra Kristín Þór- arinsdóttir, einnig úr náttúru- fræðideild, 9,19. Alls hlutu sjö stúdentar ágætiseinkunn. Hæstu einkunn á vetrarprófi, 9,41, hlaut Kristín Friðgeirsdóttir, nemandi í 3. bekk. 769 nemend- ur þreyttu próf við skólann í vor. I ávarpi sínu sagði Guðni Guð- mundsson rektor að eins og vera ber hefði skólastarfíð í vetur verið stórtíðindalaust, áfallalaust og rólegt. Auk aðalbyggingar hafði Menntaskólinn í vetur kennslustofur í fjórum húsum á skólalóðinni og í nágrenni henn- ar. Hann sagði að það væri lán að nemendur og kennarar Menntaskólans væru dagfars- prútt og geðgott fólk sem ekki léti þröngan og dreifðan húsa- kost skólans spilla starfi sínu. Guðni skýrði jafnframt frá því að á næstu vikum sé þess vænst að fjármálaráðuneytið taki hús í nágrenninu á leigu fyrir skólann og því hilli nú undir að skólinn verði einsetinn næsta vetur, í fyrsta skipti í 40 ár. Við skólaslitin voru þeim nem- endum, sem náð höfðu framúr- skarandi árangri í einstökum greinum, veitt verðlaun, kór skólans söng nokkur lög undir stjóm Karls Sighvatssonar og eldri stúdentar færðu skólanum gjafír og kveðjur. Morgunblaðið/KGA Stefán Hjörleifsson úr eðlisfræðideild, Jóhanna María Sigurjónsdóttir og Halldóra Kristín Þórarins- dóttir úr náttúrufræðideild hlutu hæstu einkunnirnar á stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik. Manaðarlöng prófatöm að bakí JOHANNA María Siguijónsdótt- ir, Halldóra Kristin Þórarins- dóttir og Stefán Hjörleifsson, sem hlutu hæstu aðaleinkunnir á stúdentsprófi frá Menntaskól- anum f Reykjavík, voru ekki á einu máli um hvað hefði verið erfiðast í hinni mánaðarlöngu prófatörn sem nú er að baki. í mörgum greinum þurftu þau að rifja upp námsefni þriggja-fjög- urra ára fyrir próf. Jóhanna, sem dúxaði með 9,29 í aðaleinkunn, var á því að öll töm- in hefði verið erfið. „Þetta var erfitt til að byija með en vandist þegar á leið,“ sagði Halldóra, sem hlaut næsthæstu aðaleinkunnina, 9,19. „Þetta var farið að taka á undir það síðasta en það var ekk- ert mál að byija," sagði Stefán. Hann varð þriðji í röðinni með 9,18. Að lokinni vinnu í sumar stefna þau öll á nám í Háskóla íslands. Halldóra ætlar í tannlækningar, Stefán er að hugsa um að fara í heimspeki að lokinni þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði, en Jóhanna er enn óráðin í hvaða deild verður fyrir valinu. Hátt álverð hefur engin áhrif á stefnu Alusuisse ZUrich, frá önnu Bjaraadíttur, fréttantara Morgunblaðsins. AUKIN eftirspurn og hátt verð á áli hefur ekki haft áhrif á ákvörðun Alusuisse um að kaupa hluta af hrááli sem það þarf fyrir álframleiðslu sína af öðrum framleiðendum í framtið- inni. Svissneska álfyrirtækið, sem var einn af stærstu hrááls- framleiðendum heims fyrir nokkrum árum, hefur dregið veru- lega úr hráálsframleiðslu og ætlar ekki að auka hana aftur. Það hefur hins vegar hug á að ná langtíma samningum um álkaup við aðra álframleiðendur. Léstaf slysförum MAÐURINN, sem lést í bilslysi á Dagverðardal í Skutulsfirði á miðvikudag, hét .Ión Guðjónsson, frá Veðrará f Onundarfirði, 54 ára, búsettur á Flateyri. Jón var hafnarvörður á Flateyri og formaður verkalýðsfélagsins Skjaldar auk þess sem hann var með eigin atvinnurekstur. Hann var for- ystumaður í Ungmennafélagshreyf- ingunni og formaður Héraðssam- bands Vestur-ísfirðinga. Jón lætur eftir sig eiginkonu og 6 böm. „Álverksmiðjur alls staðar í heiminum njóta nú góðs af verðinu sem fæst fyrir hráál,“ sagði Hans- peter Held, blaðafulltrúi Alusuisse. „En það breytir engu um þá stefnu Álusuisse að verða álkaupandi í framtíðinni. Við vitum að þetta jákvæða ástand varir ekki til eilífð- ar. Álver sem nota dýra orku eins og á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum eru núna rekin með hagnaði en þau verða aftur óhagstæð um leið og álverðið lækkar." Alusuisse ákvað fýrir þó nokkru að loka Chippis-álverinu í Sviss en rekur það enn. „Því verður lok- að um leið og álverðið lækkar og það borgar sig ekki lengur að reka það,“ sagði Held. Chippis framleið- ir 12.000 tonn á ári. Held sagði að Alusuisse fylgdist vel með áformum annarra fyrir- tækja um hráálsframleiðslu og vonaðist til að ná góðum langtíma samningum við þau um kaup í framtíðinni svo að sveiflukennt markaðsverð myndi ekki hafa áhrif á rekstur Alusuisse og fyrir- tækið gæti verið öruggt um ákveð- ið magn og gæði fyrir eigin ál- framleiðslu. Hann tók því líklega að Alusuisse myndi hafa áhuga á að versla við hugsanlega álverk- smiðju í nágrenni við Straumsvík KJÓSENDUM hefur fjölgað um 21% frá því síðustu forsetakosn- ingar voru haldnar árið 1980, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands um kjörskrár- stofn fyrir forsetakjör 1988. Á kjörskrárstofni i ár eru samtals 176.527 menn og eru karlar og en gaf lítið út á að fyrirtækið tæki að hluta þátt í aukinni ál- framleiðslu á íslandi. konur svo til jafnmörg. Karlar eru 88.259 og konur 88.268. Á kjörskrárstofn eru teknir þeir, sem eru fæddir árið 1970 og fyrr, hafa íslenskan ríkisborgararétt og eiga eða hafa átt lögheimili á ís- landi á síðastliðnum fjórum árum miðað við 1. desember 1987. Þeir hafa kosningarétt, sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag 25. júní. Þeir sem verða 18 ára síðar á árinu dragast því frá kjörskrárstofni, sem og þeir sem deyja fram að kjördegi og áætlar Hagstofan að endanleg tala þeirra sem geti neytt atkvæðis- réttar síns í forsetakosningunum verði um 173.800. Þá eiga enn eft- ir að verða breytingar á kjörskrám, þar sem sveitarstjómir leiðrétta vill- ur í kjörskrárstofni áður en kjör- skrár eru lagðar fram. Með breytingum á lögum um kosningar til Alþingis 1984 var lág- marksaldur kjósenda lækkaður úr 20 í 18. Kosningaréttur var einnig rýmkaður með því að lögræðissvipt- ing eða flekkað mannorð veldur ekki missi kosningaréttar og ekki heldur lögheimilisflutningur til út- landa síðustu fjögur árin. Komu ákvæði þessi fyrst til framkvæmda í alþingiskosningunum 25. apríl 1987. Þeir sem fæddir eru á tímabil- inu 26. apríl 1969 til 25. júní 1970 og geta nú neytt kosningaréttar í fyrsta sinn em um 4.700. TTcnsR 1 m mmm m ... m yv:- im. , r 4 *• in| T'T B hi i í I í * \ .1 □□□! jfaai S r . T-‘-“ i N B iT:jSfí~f r-3 ■ —; '■"4 li'** ': ; i'u rn p H n a íd íd H idi tví 4 zh ^ p gn yj(j| á T k 1 Í■' 4 • - ' I'"7! U ! 1 'J 2 r-j ;]:JÍ iil 111 mtatBsligsSmji :i. ■ •p®NB-L Tillaga að húsbyggingn á lóðiraii Lækjargötu 4 TILLAGA arkitektanna Knúts Jeppesens og Kristjáns Ólason- ar um húsbyggingu fyrir Hið íslenska bókmenntafélag, bókaforlagið Lögberg og Eig- namiðlunina sf. á lóðinni Lækj- argötu 4 var talin álitlegust af þar til skipaðri dómnefnd. Efnt var til lokaðrar samkeppni um nýbygginguna og tóku fimm aðilar þátt í henni. í áliti dómnefndar segir um til- lögu þeirra að hún sé álitlegust til úrvinnslu vegna „yfírburða í uppbyggingu innra fyrirkomulags og samgöngukerfis." Ytra útlit hússins þarfnaðist hins vegar nán- ari skoðunar. Lagði dómnefnndin til að gengið yrði til samninga við þá um gerð uppdrátta. í dómnefnd áttu sæti: Þorvarð- ur Elíasson, skólastjóri, Ingi- mundur Sveinsson, arkitekt, Sig- urður Líndal, prófessor, Guð- mundur Gunnarsson, arkitekt, og dr. Maggi Jónsson, arkitekt. Til- lögumar eru til sýnis í húsakynn- um Byggingaþjónustunnar, Hall- veigarstíg 1. Kjósendum fjölgað um 21% frá forseta- kosningunum 1980 4.700 fá að kjósa í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.