Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Aron Kjartansson, Ólafur Arni Traustagón, Jon Traustason, Eyþór Víðsson og Kristbjöm Bjama- son bjuggust við að malbika 600-700 fermetra af gangstéftum í Grafarvoginum í gær. Snorri Lámsson, Ingibjörg Ingimundardóttir og Margrét Jóns- dóttir sóluðu sig i skjóli við Hrafnistu. Þessar ungu stúlkur höfðu komið sér þægilega fyrir í sólinni. Morgunbiaðið/BAR Blíða íborginni BLÍÐVIÐRIÐ undanfarna daga hef- ur óneitanlega sett svip sinn á mannlífið. Þeir sem geta, taka sér fri frá vinnu til að njóta sólarinnar, og hinir reyna að vinna utanhúss, í sólskini og skjóli frá veðri og vind- um. Nokkrir vistmenn á Hrafnistu í Laugarási sátu undir vegg og sól- uðu sig er blaðamenn bar að garði. Snorri Lárusson, Margrét Jónsdóttir og Ingibjörg Ingimundardóttir, sögðust nota hvert tækifæri til að njóta sólarinnar. Sagðist Margrét reyna að fara út á hverj- um degi og þá væri ekki verra ef sólin skini. En þó mætti hitinn ekki verða of mikill. Snorri taldi hins vegar litla hættu á slíku og sagði fátt betra en hitabylgju. „Ég og kötturinn, við vitum alltaf hvar hitann er að fínna og sólum okkur gjam- an saman," sagði Snorri. IJti á Granda höfðu nokkrir karlar kom- ið sér fyrir út í sólinni og voru að skera af netum. Einn þeirra sagðist þó halda sig nær dyrunum þar sem gæti brugðið til beggja vona með veðrið. Á hafnarbakk- anum virti stór hópur ferðalanga frá Þýskalandi fyrir sér sjómenn að búa báta í róður og myndaði í gríð og erg. Sögðust þeir hingað komnir til að njóta hreina vatnsins og loftsins í stað þess að flat- maga á sólarströnd. Voru Þjóðveijamir hæstánægðir með það sem þeir höfðu séð af landi og þjóð en þótti heldur kalt í veðri. Hvarvetna um bæinn gat að líta sólar- dýrkendur og voru piltamir sem unnu að malbikunarframkvæmdum í Grafarvogin- um þar engin undantekning. Þeir sögðust flestir vera í skóla á vetuma og vildu því ekki fyrir nokkum mun vinna inni á sumr- in. Og þykir sjálfsagt fáum furða í veðurbl- íðunni. Morgunblaðið/KGA Hann hafði brugðið sér út í sólina og var að skera af netum úti á Granda í gær. murgunuiaoio/Ul.Ik.M Þegar gott er veður fá börnin á dagheimilum og af gæsluvöllum borgarinnar að fara niður í miðbæ og fá sér ís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.