Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 33 Leiðakort sem aðstandendur hjólreiðadagsins hafa látið gera. Hjólað í þágu fatlaðra KVENNADEILD styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra, íþróttafélag fatlaðra ásamt fyrirtækjun í Kringlunni standa fyrir hjólreiðadegi sunnudaginn 29. mai undir kjörorðunum „Hjólað í þágu fatlaðra". Hjólað verður frá 7 stöðum í Reykjavík og úr Kópa- vogi að Kringlunni. Útvarps- stöðin Bylgjan sér um að ræsa þátttakendur. Fyrirtæki í Kringlunni heita 76 krónum á hvern þátttakenda og rennur fé sem safnast til bygging- ar sundlaugar í Reykjadal í Mos- fellssveit. Þátttaka er hjólreiða- mönnum að kostnaðarlausu og verður boðið upp á hressingu að leiðarlokum. Þátttakendum verð- ur veitt. viðurkenning sem jafn- framt gildir sem happdrættismiði. Dregið verður um 10 vinninga á efra bílastæði Kringlunnar, sem eru vöruúttektir í Kringlunni. Að hjólreiðunum loknum heldur Bind- indisfélag ökumanna keppni í ökuleikni á bflum og reiðhjólum á efra bflastæði Kringlunnar. Út- varpsstöðin Bylgjan mun lýsa þessum atburðum af þaki Húss verslunarinnar. Þeir sem treysta sér ekki til að hjóla til baka, geta tekið sér far með „Kringlurútum" sem aka fólki til þeirra staða sem það lagði upp frá. Lagt verður upp frá eftirtöldum stöðum: Árbæjarskóla, Austur- bæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Hólabrekkuskóla, Langholtsskóla, Melaskóla og Seljaskóla í Reykjavík. Einnig verður lagt upp frá versluninni Byko í Kópavogi. Að sögn Ómars Smára Ar- mannssonar lögregluvarðstjóra má búast við mikilli þátttöku ef veður leyfir. Hann beinir þeim til- mælum til þátttakenda að þeir nýti gangstéttir og göngustíga. Lögreglan mun liðsinna hjólreiða- fólkinu eftir getu. Þess má geta að lögreglan verður með hjólreiða- skoðun að eftir keppni. IBM PS/2 tölvur og RAÐ/2 hugbúnaður á kynningu NÚ STENDUR yfir kynning fyr- irtækjanna Magnus sf og Víkur- hugbúnaður sf á IBM PS/2 tölv- um og RÁÐ/2 viðskiptahug- búnaði. Kynntar verða IBM PS/2 tölv- umar, sem eru ný kynslóð tölva frá IBM. Ennfremur verður kynnt við- skiptaforritið RÁÐ/2, sem Víkur- hugbúnaður sf hefur þróað. Forritið er sérhæft fyrir fjárhagsbókhald og er mikið endurbætt útgáfa af RÁÐ forritinu, sem sömu aðilar gerðu. RÁÐ/2 fjárhagsbókhaldið notast við svipaðar vinnsluaðferðir og not- aðar eru í GEM og MACINTOSH stýrikerfum. Bókhaldskerfið var hannað frá grunni hér á landi og miðað við íslenskar aðstæður. Við endurbætur þess var haft samráð við Endurskoðunarmiðstöðina N. Manscher. Kynningin á IBM PS/2 tölvunum og RAÐ/2 viðskiptahugbúnaðinum fer fram í húsnæði Magnuss sf að Bolholti 6 í Reykjavík og lýkur á morgun, laugardag. Laugarásbíó sýn- ir „ Aftur til LA“ Laugarásbíó hefur tekið til sýninga gamanmyndina „Aftur til LA.“ sem skrifuð er og leik- stýrt af Cheech Marin, sem einn- ig leikur aðalhlutverkið. „Aftur til LA“ fjallar um ungan Mexíkana sem býr í Los Angeles. Fyrir misskilning er hann sendur sem ólöglegur innflytjandi yfir til Mexíkó. Þó Cheech tali ekki spænsku halda samt allir að hann sé frá Mexíkó og á hann í miklum erfiðleikum með að komast úr vand- ræðum sínum. Myndin lýsir þessum erfiðleikum hans og hvernig hann kemst að lokum aftur til LA. (Úr fréttatilkynningu.) Atriði úr kvikmyndinni „Aftur til L.A.“ sem sýnd er í Laugarásbíói. P" 'h' Sýningá tölvubúnaði ÖRTÖLVUTÆKNI - Tölvu- dag. kaup hf. gengst fyrir sýningu Sýningin er opin á venjulegum á ýmsum tölvubúnaði i húsa- verslunartíma, þ.e. frá kl. 9 til 18. kynnum sínum að Armúla 38 í Morgunblaðið/Emilía Frá blómasölu Systrafélags Víðistaðasóknar við Viðistaðakirkju í blíðviðrinu í gær. Blómasala í Systrafélag V íðistaðasóknar gengst fyrir blómasölu við Víði- staðakirkju í dag, á morgun og á sunnudag frá klukkan 11 fyrir hádegi til klukkan 9 alla dagana. Til sölu eru allar gerðir sumar- plantna, skrautjurtir og Qölærar Hafnarfirði plöntur. AUur ágóði af sölunni renn- ur til kaupa á innanstokksmunum og búsáhöldum í eldhús safnaðar- heimilis Víðistaðasóknar. Hafnfírðingar og aðrir eru hvatt- ir til að styrkja þetta málefni. (Fréttatilkynning) Broadway breytir um svip: Gestir virkir þátttakendur Morgunblaðið/Júlíus Nýju skemmtanastjóramir í Broadway, f.v.: Jóhannes Bachmann, Ingólfur Stefánsson og Arnór Diego. MIKLAR breytingar eru fyrir- hugaðar á rekstri veitingahúss- ins Broadway í sumar og sam- fara þeim hefur að undanförnu verið unnið að útlitsbreytingum í salarkynnum hússins. „Það má segja að gerð verði uppstokkun á öllu hér innanhúss, sem aðal- lega felst i því að í stað hinna hefðbundnu borða og stóla koma sófar og sófaborð,“ sagði Sigþór Siguijónsson, framkvæmdastjóri Broadway, í samtali við Morgun- blaðið. Sigþór sagði að ennfrem- ur yrði salurinn hægra megin við sviðið hólfaður af til hálfs og skilrúm sett á milli fatahengis og salarins auk þess sem skipt yrði um veggskreytingar. Þrír nýir skemmtanastjórar hafa verið ráðnir við húsið, þeir Amór Diego, Ingólfur Stefánsson og Jó- hannes Bachmann. Þeir sögðu að tónlistinni yrði aðallega stjómað úr diskótekinu, en lögðu áherslu á að ekki yrði um að ræða hina stöðluðu „diskótónlist" heldur væri ætlunin að bjóða upp á hressilega rokktón- list í bland við þá danstónlist sem vinsæiust er hveiju sinni. „Ætlunin er að fólkið fái sjálft að ráða tónlist- inni að verulegu leyti og eins verð- ur lögð áhersla á að virkja gestina sjálfa til þáttöku í skemmtiatriðum og uppákomum af ýmsu tagi,“ sögðu þeir. Sigþór bætti við að ekki væri ætlunin að leggja lifandi tón- list alveg af heldur myndu ýmsir gestir koma og leika af fingmm fram. Þá verður boðið upp á skemmtiatriði á hverju kvöldi, sem ekki verða auglýst fyrirfram, enda verður í mörgum tilfellum um að ræða uppákomur með þáttöku gesta. „Við ætlum að reyna að skapa hér eins konar partýstemmn- ingu, þannig að fólk þurfi ekki endi- lega að setja sig í ballstellingar til að koma hingað. Það verður sumar- stemmning hér í sumar og starfs- fólkið verður í nýjum sumarlegum einkennisfötum," sagði Sigþór. Eitt helsta trompið í innrétting- unum verður „Hatturinn" svokall- aði, en það er 20 manna sófi sem staðsettur verður vinstra megin við sviðið, undir risastórum hatti. Hægt verður að panta „Hattinn" sérstak- lega fyrirfram, til dæmis ef einhver vill halda upp á afmælið sitt eða að hópar óska eftir að vera dálítið út af fyrir sig. Verið er að smíða „Hattinn" og verður hann væntan- lega kominn í gagnið í byijun júní. Annað sérkennilegt sem nefna má er að komið verður fyrir sér- stöku glerbúri í loftinu með dans- andi fólki, en slík fyrirbrigði hafa stundum verið kölluð „go go búr“ erlendis. Hér er ekki um að ræða sérstakt skemmtiatriði heldur virk- ar þetta fremur eins og „augna- yndi" fyrir aðra gesti á sama hátt og sjónvarpsskermar í sumum veit- ingahúsum og gefst gestum kostur á að dansa í búrinu ef svo ber undir. Boðið verður upp á létta rétti á sérstökum „samloku og sallatbar“ auk þess sem þjónað verður til borðs í húsinu með veitingar. Skemmt- anastjóramir sögðu að lögð yrði áhersla á sérstaklega góða þjónustu við gesti, ekki aðeins innanhúss heldur einnig fyrir utan, ef langar biðraðir myndast þar. Þeir sögðu að ætlunin væri að höfða til yngra fólks en áður, en þó ekki allra yngsta hópsins. „Við reiknum við að meðalaldurinn verði á bilinu 20 ára til 32 ára.“ Aðspurður um hvers vegna þess- ar breytingar væru gerðar á rekstri Broadway nú sagði Sigþór að þörf- in fyrir nýjungum í skemmtana- lífinu væri fyrir hendi einmitt nú. „Þessi staður verður öðruvísi en allir hinir. Þetta verður skemmti- staður í „toppklassa“ og með „topp- þjónustu", en þó fijálslegur, þægi- legur og aðlaðandi. Aðalatriðið er þó að í stað þess að gestir komi og láti mata sig á skemmtiatriðum af sviðinu verða þeir sjálfir virkir þáttakendur í því sem fram fer, eins og í stóru og góðu samkvæmi.“ •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.