Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
55
Á fundi með fjármála-
ráðherra í Múlakaffi
i
ÐAGVIST BARNA
EFRA-BREIÐHOLT
Iðuborg — Iðufelli 16
Til Velvakanda.
Laugardaginn 21. maí sl. héltfjár-
málaráðherra fund í Múlakaffi, til
þess að kynna ráðstafanir ríkis-
stjómarinnar. Fjármálaráðherra á
þakkir skildar fyrir hvað hann hefur
verið iðinn við að halda svona fundi,
til þess að kynna fólki málin frá
fyrstu hendi. Þetta eru ný vinnu-
brögð af hendi manns í þessari stöðu,
sem aftur valda því að athygli, fyrir-
spumir og aðfinnslur beinast meira
að honum en samstarfsmönnum
hans í ríkisstjóminni.
Ég hef orðið áþreifanlega var við,
að fólk heldur að mér sé eitthvað
illa við Jón Baldvin sem mann eða
pólitíkus. Það fer víðs fjarri að svo
sé, en hann er, eins og við allir, langt
frá því að vera óskeikull eða alvitur,
og gerir því mistök ekki síður en
aðrir. Mistök hans, eins og flestra
pólitíkusa nútímans, eru blind trú á
útreikninga manna sem hafa komið
sér þægilega fyrir í kerfínu, eða eru
að vinna sér jarðveg til pólitískra
stöðuveitinga. Það, sem ég hef fyrst
og fremst verið að gagnrýna, er
skortur á rannsóknum og athuga-
semdum þingmannanna sjálfra á
afkomuþáttum þjóðfélagsins.
Ég er, eins og Jón Baldvin, alinn
upp við kjamastefnu Alþýðuflokks-
ins. Um svipað leyti og faðir Jóns
var fluttur nauðungarflutningum frá
Bolungarvík, stóð fósturfaðir minn
í fylkingarbijósti verkalýðs á Bíldud-
al og krafðist kjarabóta fyrir verka-
fólkið þar. Þar skilur kannski um
uppeldi okkar Jóns, að 13 ára var
ég farinn að skrifa öll bréf til for-
ystusveitar og þingmanna Alþýðu-
flokksins fyrir fósturföður minn, sem
ekki gat það lengur fyrir handriðu.
Ég er þakklátur fyrir það tækifæri
sem mér var gefíð þama til þess að
öðlast þroska og skilning á upp-
byggingu þjóðfélags þess er við er-
um nú langt komin með að sigla í
gjaldþrot.
Að tala eins og vitið leyf ir
Ástæða þess, að ég vitna hér í
fortíð mína, eru fyrst og fremst
ummæli fundarstjóra fundarins í
Múlakaffi er ég bað um orðið þar.
Hann lagði sig fram um að lítilsvirða
mig persónulega og þann stjórn-
málaflokk er ég starfa fyrir, sem er
Þjóðarflokkurinn.
Þegar ég var unglingur, las ég
oft bréf fyrir fósturföður minn, sem
honum höfðu borist, með álíka niður-
lægingu í, og jafnvel hótunum. Ég
varð svo reiður, að ég vildi skrifa
hart skammarbréf á móti. Þá svar-
aði fósturfaðir minn: Elsku drengur-
inn minn, Guð gefí þér þroska til
þess að skilja, að þessir menn tala
eins og vit þeirra leyfir þeim. Það
er óréttlátt að ætlast til meiri greind-
ar af þeim, en þeir hafa til að bera.
Það er ekki okkar að dæma vits-
muni mannanna, aðeins að umbera
þá.
Þótt fundarstjóra sé ætlað að vera
hlutlaus, og gera ekki upp á milli
fundarmanna, leyfði fundarstjóri
þessa fundar sér 'Sð senda flokki
mínum niðrandi kveðju sem starf*
andi fundarstjóri. Ég var ekki stadd-
ur þarna á fundinum til þess að
karpa um pólitík, þess vegna svaraði
ég þessu ekki. En landsmönnum
svona til fróðleiks vil ég láta það
koma fram, að ef Alþýðuflokkurinn
ætti að vera með sambærilegt fylgi
við Þjóðarflokkinn, miðað við um-
fjöllun fjölmiðla, ætti fylgi hans að
vera 84,7% kjósenda. Þjóðarflokkur-
inn þarf því ekki að kvarta yfír
skorti á athygli kjósenda, miðað við
þá athygli flölmiðla sem við fáum.
Ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar
Þó fundir eins og þessi í Múla-
kaffi séu góðir, hafa þeir þó einn
slæman galla, en hann er sá, að
fundarmenn eru þama eins og í bíó.
Þeir eru ekkert með í atburða-
rásinni. En til þess að forðast upp-
steyt, er þeim leyft að koma með
örstuttar spumingar til frummæl-
anda. Tími sá, sem mönnum er ætl-
aður, er svipaður því að menn séu
að spyija nágranna sinn hvort hann
sé að fara út í búð. Alvara þjóðmála
er of mikil til þess að þorandi sé að
leyfa mönnum að skýra sitt mál, og
um leið öðlast þroska í því að tala
á fundum.
Á fundi þessum lét fjármálaráð-
herra móðan mása og blandaði mál
sitt léttum húmor, er gerir fundi
hans áheyrilegri en flestra annarra.
Ekki fór þó hjá því að ásteytingar-
punktar væru í máli hans eins og
annarra er byggja mál sitt á undir-
búningi annarra, sem þeir treysta
til þess að valda ekki mannorði sínu
hnekki.
Fyrsti punktur, er ég ætla að
benda á í þessari grein, er ákvæði
ríkisstjómarinnar um að fyrirtækj-
um í útflutningi og samkeppni sé
heimilt að taka erlent fjármagn
að láni til endurskipulagningar.
Með þessu er ríkisstjóniin að viður-
kenna, að innlent íjármagn sé dýr-
ara en erlent. M.ö.o. að tilfærsla §ár
til fjármagnseigenda sé meiri hér en
í öðmm löndum, og þá um leið verð-
bólga meiri. Af hveiju em þeir ekki
tilbúnir að taka á þessu vandamáli
er mergsýgur þjóðina og kemur í
veg fyrir eðlilega uppbyggingu
framtíðarinnar?
Flutningsgjöld í vöruverði
Annar punktur, er ég ætla að
stoppa við, var fullyrðing ráðherra
um að flutningsgjald væri einn aðal
valdur að háu vömverði hér á landi.
Þetta hefði hann aldrei sagt ef hann
hefði ekki trúað vinnumönnum
sínum í blindni. Aðalástæða hins háa
vömverðs hér er fyrst og fremst
vextir af fjármagni því, er vömmar
em keyptar fyrir, og milliliðir. Skoð-
um þetta aðeins.
Ef við gefum okkur að við séum
að flytja inn vöm fyrir 10.000 krón-
ur mundi dæmið líta svona út, án
þess að tekið væri mið af flutnings-
kostnaði eða tollum.
Innkaupsverð kr. 10.000, vaxta-
kostnaður heildsala kr. 850, álagn-
Kæri Velvakandi.
Ég sé stundum fyrirspurnir í
Velvakanda um ýmis mál. Éitt slíkt
hefur valdið mér vangaveltum
síðustu daga. Mér skilst að afnám
lánskjaravísitölu á innlánum og út-
lánum hafi falist í aðgerðum stjóm-
valda sem gerðar vomr fyrir
skömmu. Samt halda bankamir
áfram að auglýsa verðtryggða
sérkjarareikninga. Hvernig getur
það staðist?
Á síðustu ámm hafa sparifjáreig-
endur átt þess kost að geyma spari-
fé sitt á sérkjarareikningum og
hefur það ekki bmnnið upp í verð-
bólgu eins og gerðist í áratugi þar
á undan. Þetta virðist hafa hneyksl-
að suma stjómmálamenn og þó
sérstaklega framsóknarmenn.
Þessir sömu menn þögðu hins vegar
þunnu hljóði þegar sparifé brann
upp í verðbólguvitleysunni sem er
ing heildsala kr. 2.604, samtals
heildsala kr. 14.304. Við þetta bæt-
ast svo vextir af lánsfé smásölunnar
kr. 1.216, síðan smásöluálagning kr.
4.656, greiðslukortaálagning kr.
1.009, söluskattur kr. 5.296, þannig
að útsöluverð þessarar vöm án
flutningsgjalda og tolla yrði kr.
26.481. Við þetta bætist svo álagn-
ing vegna afborgunarkjara, sem
ekki er tekin inn í þetta dæmi.
Miðað við það ferii sem tíðkast í
dag á streymi fjármagns um þjóð-
félagið, fínnst mér líklegt að vömr
séu u.þ.b. 200% dýrari út úr búð hér
á landi en þær kosta í innkaupum.
Þetta vita allir stjómendur lands-
ins. A.m.k. trúi ég því ekki að þeir
þykist ekkert vita um þetta, það
væri ótrúlega mikil heimska.
Lánskjör og verðtrygging
Ég hef að undanfömu talsvert
gagnrýnt verðtryggingu lánsfjár hér
á landi. Skömmu fyrir páska átti ég
orðastað við viðskiptaráðherra á
fundi á Loftleiðahótelinu um þessi
mál. Ekki hafði hann þá á 'orði, að
hann væri að skipa nefnd til þess
að grandskoða þessi mál. Hvort sem
það var vegna þeirra gagna er ég
lét honum í té þama á fundinum,
eða einhverra annara ástæðna
vegna, var hann, nokkmm dögum
síðar, búinn að skipa nefnd til þess
að enduskoða þessi mál.
Ákvörðun ríkisstjómarinnar nú,
að afnema bindingu lána innan
tveggja ára við vísitölu, sýnir fyrst
og fremst þekkingarleysi þeirra á
því vandamáli sem þeir em að glíma
við.
Vísitalan er ekki nema hluti þeirr-
ar verðtryggingar sem við er að
glíma, og hefur alvarlegust áhrif á
upphækkun höfuðstóls langtíma-
lána. Annar jafn vitlaus þáttur og
verðbólguaukandi er reikniregla sem
kallast verðbótaþáttur vaxta. Þessi
þáttur mælir nú verðbólguna hærri
en lánskjaravísitalan gerir. Það þýð-
ir með öðmm orðum, að aðgerðin
sem ríkisstjómin er að framkvæma
í vísitölumálum, og að þeirra mati á
að virka til hagsbóta fyrir launafólk,
þyngir greiðslubyrði skammti-
malána þess verulega.
Það er slæmt þegar „bjargvætt-
urinn“ drekkir þeim sem hann ætl-
aði að bjarga. Annaðhvort af þekk-
ingarleysi, hrossakaupum flokks-
hagsmuna, eða af því að hann nennti
ekki að hugsa.
Guðbjörn Jónsson
og var fyrst og fremst vanhæfni
stjórnmálamanna að kenna. Nú
ætla þessir sömu menn að hlaupast
undan ábyrgð með því að afnema
lánskjaravísitöluna, eina haldreipið
í íslenskum peningamálum. Það er
alltaf að koma betur og betur í ljós
að Framsóknarflokkurinn er Akki-
lesarhæll þessarar ríkisstjómar því
engu er líkara en menn þar á bæ
taki hagsmuni Sambandsins fram
yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram-
sóknarmenn tala um spamað og
aðhald en á sama tíma fáum við
fréttir af hvernig peningum er aus-
ið í forstjóralið Sambandsins, ekki
er sparnaðurinn og aðhaldið þar.
Vel má vera að Framsókn takist
að eyðileggja ríkisstjórnina en tæp-
ast hagnast þeir á því sjálfír eins
og haldið hefur verið á spilunum
þar á bæ að undanfömu.
Sparifjáreigandi
Hefur verðtrygging
verið afniimin?
Vantar fðstru eftir hádegi á leikskóladeild.
Einnig vantar starfsmann í sal eftir hádegi.
Vantar yfirfóstru allan daginn á dagheimilis-
deild frá 15. júní.
Upplýsingar gefur forstöðumaður
í símum 76989 og 46409.
STUDENTA-
STJARNAN
14 karata
gull
hálsmen
eða
prjónn
Verð kr.
2400.-
Jón Sigmundsson,
skartgripaverslun, Laugavegi 5, sími 13383.
DREGIÐVAR
í STÓRHAPPDRÆTTI
LANDSSAMBANDS
HJÁLPARSVEITA SKÁTA
20. MAÍ1988.
HRINGTVERÐUR
f ALLA VINNINGSHAFA
_____EFTIRTAUN NflMER KOMU UPP_
BIFREIÐAR MITSUBISHIPAJERO
115235 117878 1.11077 141223
BIFREIÐAR VOLKSWAGEN GOLF
21952 68676 126990 162637
37726 81871 148192 162766
53322 98377 149397 173244
LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKATA ÞAKKAR
LANDSMÖNNUM GÓÐAN STUÐNING.
Æ
LANDSSAMBAND
H JALPARSVEITA SKÁTA