Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 57
KORFUKNATTLEIKUR / NBA MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 57 Isiah Thomas ístuði gegn Boston Fyrsti sigur Detroit í Boston frá 19. desember 1982 LIÐ Detroit Pistons sigraði Boston Celtics í Boston í fyrri- nótt með 104 stigum gegn 96 í fyrsta leik þessara liða í úrslit- um Austurdeildar. Þá vann Los Angeles lið Dallas öðru sinni í úrslitum Vesturdeildar nokkuð örugglega 123:101. Lið Detroit hafði fengið tíu daga hvíld eftir að hafa slegið Chicago út og virtist þessi hvíld hafa góð áhrif á leikmenn liðsins fyrir leikinn gegn Gunnar Boston. Leikmenn Valgeirsson Boston óska þess skrifar eflaust þó að ein- hver hefði tekið raf- magnið af Boston Garden í leikn- um, en á þriðjudagskvöld varð að hætta leik í úslitum NHL ísknatt- leiksdeildarinnar í Boston Garden þegar rafmagnið fór af höllinni. Það var rafmagnslaust svo lengi að hætta varð leiknum. En það var nóg rafmagn fyrir Detroit í leiknum á miðvikudag. Detroit hafði ekki unnið í Boston síðan 19. desember, 1982! Leik- menn liðsins létu þessa staðreynd lítil áhrif hafa á sig í leiknum. Þessi leikur var mjög jafn allan tímann. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 30:28 fyrir Detroit, en Bos- ton leiddi 53:52 í hálfleik. Detroit leiddi síðan 75:73 eftir þrjá leik- hluta, þrátt fyrir að aðal hörkutó- lið, Bill Laimbeer, þyrfti að fara meiddur af leikvelli stax í upphafi síðari hálfleiks. Það var John Salley sem kom inn á fyrir hann og stóð sig mjög vel. Leikurinn hélst mjög jafn þar til þijár mínútur voru eft- ir. Þá var staðan 92:89 fyrir Detro- it, en þá tók Isiah Thomas leikinn í sínar hendur og breytti stöðinni í 100:91 þegar hálf mínúta var eft- ir. Þar með voru úrslitin ráðin og lokatölur urðu 104:96 fyrir Detroit. Maður leiksins var Isiah Thomas hjá Detroit sem skoraði 35 stig og átti 12 stoðsendingar. Hann tók leikinn í sínar hendur þegar mest á reyndi. „Ég varð að taka til minna ráða eftir að Laimbeer fór útaf. Það varð einhver að taka að sér að skora. En það er annar leikur á morgun og við verðum að koma með réttu hugarfari í hann“, sagði Thomas eftir leikinn. Hjá Boston var Kevin McHale best- ur með 30 stig, Bird gerði 22 og Ainge var með 17. Mikil harka var í leiknum, eins og í keppni þessara liða í fyrra. Það voru einkum þeir McHale hjá Boston og Rick Mahom hjá Detroit sem lentu í hörðustu átökunum. Lakers sigraðl Dallas Los Angeles eru nú komið með gott forskot á Dallas Mavericks eftir sigur í gær, 123:101. Lakers hefur þar með náð 2:0 forystu í viðureign liðanna. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en strax í upphafi þess síðari tóku stórstjömur Lakers leikinn í sínar hendur og náðu fljotlega 20 stiga forystu. Eftir það sigurinn í höfn, 123:101. Það var Byron Scott, sem staðið hefur sig mjög vel í úrslitakeppn- inni, sem var stigahæstur með 30 stig, en Kareem Abdul Jabbar skor- aði 19 stig. Hjá Dallas var Mark Aguirre stigahæstur með 28 stig. Þjálfari Lakers, Pat Riley, sagði eftir leikinn: „Lið Dallas verður erfítt heim að sækja, en þessir tveir sigrar verða okkur mjög gott vega- nesti." John Salley, kom inn á og lék mjög vel fyrir Detroit Pistons. Jordan kosinn leik- maður ársins MICHAEL Jordan var kosinn „Leikmaður ársins í NBA- deildinni" af íþróttafrétta- mönnum í Bandaríkjunum. Þetta kemur ekki á óvart þvi Jordan hefur leikið ótrúlega vel í vetur með liði sínu, Chicago Bulls. Jordan hlaut rúmlega heiming atkvæða og hafði mikla yfir- burði. Larry Bird frá Boston, sem hlaut þennan titil í þrjú ár ■■■■■■ í röð, 1984- Gunnar 1986, hafnaði í Valgeirsson 2. sæti og skhfar „Magic“ Johnson leikmaður Los Angeles Lakers, sem sigraði í þessari kosningu í fyrra, hafnaði í 3. sæti. Doug Moe, sem þjálfar Denver Nuggets, var kosinn þjálfari árs- ins og Mark Jackson, leikmaður New York, var kosinn nýliði ársins. Einnig var kosið um besta varamanninn og það var Ray Tartley sem hlaut þann titil. Þá þykir mjög líklegt að Danny Manning, sem leiddi Kansas til sigurs í háskóladeildinni, muni leika með Los Angeles Clippers næsta vetur, en hann hefur mik- inn áhuga á að leika á vestur- ströndinni. OLYMPIULEIKARNIR I SEOUL Ellefu þúsund íþróttamenn verða í sviðsljósinu í Seoul 112 dagar þartil mesta íþróttahátíð sögunnar verður sett í Seoul KARFA Jón Arnar Ingvarsson Haukarfá liðsstyrk Íslandsmeistarar Hauka hafa fengið liðsstyrk fyrir titilvörnina næsta keppnistímabil. Bróðir fyrir- liðans, Hennings Henningssonar, Þorvaldur, er á heimleið frá Banda- ríkjunum og mun leika með liðinu næsta vetur. Þorvaldur er aðeins 17 ára og lék með menntaskólaliði Atlanta í fyrra og stóð sig vel. Hann er örlítið stærri en bróðir sinn og mjög efni- legur leikmaður. Þá mun Jón Amar Ingvarsson leika með liðinu næsta vetur. Hann er aðeins 16 ára og kom úr 4. flokki í vor. Hann hefur þó verið lykilmað- ur í liði 2. og 3. flokks. Þess má geta að hann er sonur Ingvars Jóns- sonar, körfuknattleiksþjálfara í Hafnarfírði. ÓLYMPÍULEIKARNIR í Seoul, sem hefjast eftir 112 daga, verða mesta íþróttahátíð sög- unnar. Nú þegar hafa Suður- Kóreumenn gengið frá öllum mannvirkjum, sem keppt verð- ur í. Aðeins er eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Ell- efu þús. íþróttamenn frá 161 landi mæta til leiks, en það er mesti fjöldi sem hefurtekið þátt í Ólympíuleikum. Gamla metið er 7.830 - í Miinchen 1972. að eru nú sextán ár síðan allir bestu íþróttamenn heims mættu á einum stað til að etja keppni — í Munchen. Það gerðist ekki í Montreal í Kanada, Moskvu og Los Angeles. 1976, í Montreal, mættu ekki margar þjóðir frá Afríku til leiks. 1980, í Moskvu, mættu ekki íþróttamenn frá Banda- rílgunum og öðrum vestrænum þjóðum til leiks og 1984, í Los Angeles, mættu íþróttamenn frá Austurjámtjaldslöndunum ekki til leiks. Það eru ekki margar þjóðir sem mæta ekki til leiks í Seoul. N- Kóreumenn mæta ekki. Þá mæta ekki íþróttamenn frá Kúbu, Ólympíu- svædið í Seoul Fremst á mynd- inni t.v. er körfuknatt- leikshöllin, þá kemur aðalleik- vangurinn og í horninu hægra megin er upp- hitunarsvæði. Fyrir ofan má sjá sundhöllina, hnefaleika- höllina og þá hornaboltavöll- inn, en horna- bolti verður sýningagrein í Seoul. Eþíópíu, Albaníu, Nikaragúa og Seychelleyjum. Aðeins sex af 167 þjóðum mæta ekki til Surður- Kóreu. Alls mæta 10.626 íþróttamcnn til Seoul og 4.266 þjálfarar og farar- stjórar. Flestir frá Bandarfkjunum Flestir íþróttamenn koma frá Bandaríkjunum, eða 639. V-Þjóð- vetjar senda 536 og Kína, sem tók ekki þátt í ÓL í Los Angeles, send- ir 322. Sovétríkin senda 625 keppendur, A-Þýskaland 370, Ungveijaland 278, Bulgaría 271, Pólland 270 og Tékkóslóvakía 171, en allar þessar þjóðir vom ekki með í Los Angeles. Keppt um 237 peninga 10.626 íþróttamenn keppa um 23£~ verðlaunapeninga í 23 íþróttagrein- um. Tvær nýjar greinar bætast nú við - borðtennis og tennis. Keppnin um verðlaunapeninga verður geysi- lega hörð, því að nú eru allir bestu íþróttamenn heims sem keppa um þá - í mestu íþróttakeppni sögunn- ar. Ólympíuleikarnir verða settir laugardaginn 17. september. t—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.