Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
HANDKNATTLEIKUR
Heimsmeistarakeppnin 1993:'
„Eigum
raunhæfa
££
möguleika
- segirJón Magnússon, formaður HSÍ. „Höf-
um fengið mjög góð svör við kynningu okkar"
GuArföur GuAJónsdóttlr mun ekkl þjélfa Fram nœsta vetur.
1.DEILD KVENNA:
Landsliðið
tekur toll
GunnarOddsson.
Gunnar
Oddsson
f hópinn
ISLENDINGAR leika gegn
ítölum í undankeppni
Ólympíuleikanna í knatt-
spyrnu á Laugardalsvelli á
sunnudagskvöld kl. 20.00.
Gunnar Oddsson er eini ný-
liðin í íslenska landsliðs-
hópnum.
Framaramir Ormarr Orlygs-
son, Viðar Þorkelsson og
Þorsteinn Þorsteinsson gáfu
ekki kost á sér í leikinn gegn
Ítalíu vegna lokaprófa í Háskóla
íslands. Rúnar Kristinsson, KR,
tekur út leikbann. í stað þeirra
koma inn í liðið þeir Gunnar
Oddsson, KR, Kristinn R. Jóns-
son, Fram og Heimir Guð-
mundsson, ÍA.
Sextán manna landsliðshópur-
inn verður þannig skipaðun
Markverðir: Friðrik Friðriksson,
B1909 og Guðmundur Hreiðarsson,
Vfkini.
Aðrir leikmenn: Ágúst Már Jónsson,
KR, Ólafur Þórðarson, ÍA, Heimir Guð-
mundsson, ÍA, Valur Valsson, Val, Pét-
ur Amþórsson, Fram, Ingvar Guð-
mundsson, Val, Halldór Áskelsson, Þór,
Þorvaldur Örlygsson, KA, Guðmundur
Steinsson, Fram, Guðmundur Torfason,
Winterslag, Jón Grétar Jónsson, Val,
Kristinn R. Jónsson, Fram, Þorsteinn
Guðjónsson, KR og Gunnar Oddsson,
KR.
„MIÐAÐ við þau svör sem við
höfum fengið frá þeim þjóðum
sem við höfum leitað til þá
held óg að við eigum raunhœfa
möguleika á að fá að halda
Heimsmeistarakeppnina
1993,“ sagði Jón Hjaltalín
Magnússon, formaður HSÍ f
samtali við Morgunblaðið í
gœr. Svíar gera sér miklar von-
ir um að fá keppnina og Ijóst
er að baráttan fyrir að halda
Heimsmeistarakeppnina verð-
ur hörð.
Við munum gera okkar besta til
að fá að halda keppnina og
höfum þegar fengið góð svör við
kynningu okkar frá Evrópu, Asíu
og Afríku. Ég held að menn treysti
okkur fyllilega til að halda slíka
keppni."
Átt þú von á þriðju umsókninni?
„Ég á ekki von á því héðan af og
það kæmi mér mjög á óvart ef svo
færi.“
Þurfum 36-40 atkvæði
Hvað þarf ísland að fá mörg at-
kvæði?
„Það eru 99 þjóðir í alþjóðlega
handknattleikssambandinu, IHF.
Þó vitum við ekki hve margar þjóð-
ir mæta til Seoul, en þær verða
líklega um 60. Þá þurfum við 35-40
atkvæði.
Ég tel að við eigum raunhæfa
möguleika á að ná því. Við höfum
fengið mjög jákvæð svör frá mörg-
um þjóðum og ég á von á að þær
standi við orð sín.“
Eigum nóg af íþróttahúsum
Hvað með þau rök Svía að á ís-
landi séu ekki nógu mörg íþrótta-
hús?
„Við eigum mörg góð hús og það
er skemmtilegra að spila í litlu húsi
sem er troðfullt, en í stóru húsi sem
er tómt. í Sviss var til dæmis leikið
í stórum húsum sem voru oft hálf-
tóm og á úrslitaleik heimsbikar-
keppninnar í Svíþjóð voru tæplega
5.000 áhorfendur í húsi sem rúm-
aði mun fleiri.
Þar að auki höfum við fengið vil-
yrði fyrir mjög stórri íþróttahöll sem
á að rúma um 7.000 áhorfendur
og ég held því að við séum fullkom-
lega í stakk búnir til að halda
keppnina."
Eigum von & 80.000
áhorfendum?
Hvað er búist við mörgum áhorf-
endum?
„í Sviss voru um 100.000 áhorfend-
ur á 54 leikjum og um 7.000 áhorf-
endur á úrslitaleiknum. Við eigum
hinsvegar von á um 80.000 áhorf-
endum og alls ekki gott að segja
hve stór hluti af því eru útlending-
ar.“
Áttu von á einhverjum brögðum
frá Svíunum sem eru í sljórn
IHF?
„Tækninefnd krafðist þess að í þeim
löndum sem óskuðu eftir að fa
keppnina yrðu að vera hús fyrir
7.000 áhorfendur, þrátt fyrir að
þess sé hvergi getið í reglugerð.
Formaður þessarar nefndar er
Svíinn Kurt Wadmark og þessi
nefnd mun taka umsóknimar fyrir
áður en gengið verður til atkvæða.
En við erum bjartsýnir og teljum
okkur eiga raunhæfa möguleika á
að fá Heimsmeistarakeppnina 1993
til íslands."
GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir og
Margrót Theódórsdóttir sem
báðar hafa þjálfað í 1 .deild
undanfarin ár með góðum
árangri munu aðeins leika
með liðum sínum næsta vet-
ur, en sleppa allri þjálfun.
Guðríður og Margrét leika
báðar stórt hlutverk í lands-
liðinu, en það eru mörg verkefni
fram undan hjá því. Slavko Bam-
bir landsliðsþjálfari er ekki hrifinn
af því að landsliðskonur séu að
þjálfa lið jafnhliða því að leika.
„Álagið verður of mikið og árang-
urinn ekki sem skyldi" segir Bam-
bir.
Guðríður hefur þjálfað Framstúlk-
uraar síðustu tvö ár. Undir henn-
ar stjóm hefur liðið einu sinni
unnið Reykjavfkurmótið, tvisvar
orðið íslandsmeistari og einu sinni
bikarmeistari.
Margrét tók við hinu unga liði
Stjömunnar þegar þær höfðu
unnið sig upp í 1. deild í fyrsta
skipti og náði mjög góðum ár-
angri. Hún þjálfaði liðið í tvö ár.
Fyrra árið lenti Stjaman í 2. sæti
í íslandsmóti og komst í úrslit
bikarkeppninnar. Síðara árið varð
liðið í þriðja sæti. Síðastliðinn
vetur þjálfaði Margrét Hauka-
stúlkumar sem vom nýliðar í
l.deild, og höfnuðu þær um miðja
deild.
Bæði Margrét og Guðríður hafa
leikið með jafnhliða því að þjálfa
og verið lykilmenn í liðum sínum.
Þrátt fyrir að þær leggi þjálfun á
hilluna, a.m.k. næsta vetur, munu
þær spila áfram með sömu liðum.
Margrét sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hún myndi jafnvel
verða til aðstoðar við ráðningu
nýs þjálfara. „Það er góð stjóm
hjá Haukum og ég hef ekki trú á
öðru en það takist að fínna hæfan
þjálfara fyrir liðið."
Guðríður Guðjónsdóttir sagði að
enn væri ekki búið að ráða þjálf-
ara fyrir Framstúlkumar. „Liðið
fer í Evrópukeppni næsta haust
og því er áríðandi að þessi mál
skýrist sem fyrst. Því miður liggja
hæfir þjálfarar ekki á lausu þessa
stundina," sagði Guðríður.
AKSTURSÍÞRÓTTIR / RALL
lfÆtla að leyfa hinum
að hugsa um annað
til fjó rða sætið"
segirJón S. Halldórsson, sem hefurforystu í íslandsmótinu
„ÉG ætla að mala þetta og
Íeyfa hinum að hugsa um ann-
að til fjórða sætið,“ sagði Jón
S. Halldórsson um þátttöku
sina og Guðbergs Guðbergs-
sonar í rallkeppni Eikagrills og
Bylgjunnar, sem hefst í dag kl.
18.001 porti Bylgjunnar við
Snorrabraut. Þeir sigruðu í
fyrstu keppni órsins á Porsche
911 og hafa forystu í íslands-
meistarakeppninni í rallakstri.
Mér líst vel á akstursleiðimar,
sérstaklega ísólfsskálaveg,
„jjji hann verður ekinn á öðru hundr-
'aðinu nokkrum sinnum. Ég er búinn
að ná tökum á nýja
Gunnlaugur keppnisbílnum og
Rögnvaldsson slagurinn verður
skrifar milli fjögurra bíla;
okkar, Escorts Jón-
as Ragnarssonar, Nissans
Steingríms Ingasonar og Nissans
Guðmundar Jónssonar," sagði Jón.
Nafni hans Jón Ragnarsson náði
öðru sæti í fyrsta rallinu og ekur
að venju með Rúnari syni sínum.
„Ég ætla að halda mig við toppinn
í sumar en verð að bíta í súra eplið
ef mér tekst ekki alltaf að vinna.
Ég á von á gífurlegum hraða í þess-
ari keppni og mikilli baráttu, þar
sem öllu verður fómað. Ég ætla þó
ekki að fórna gæðunum á kostnað
hraðans, það getur verið varasamt,
en ég berst samt um sigurinn..."
sagði Jón.
Stlmplar fró Japan og Englandl
Á síðustu stundu voru þeir Guð-
mundur Jónsson og Bjartmar Am-
arson að setja saman vélina í keppn-
isbíl sinn. „Við fengum tvo stimpla
í vélina frá Japan og tvo frá Eng-
landi og þeir voru ekki eins! Við
þurftum að slípa þá til og vigta til
að ná þeim eins, en þetta er allt
að renna saman. Við náum þó ekki
að tilkeyra vélina og það er slæmt,"
sagði Guðmundur, en í fyrstu
keppninni var hann lengi vel í öðru
sæti þar til gírkassi bilaði í Nissan
bilnum.
Annar toppbíll sem var framarlega
í fyrstu keppninni var Nissan
Steingríms Ingasonar, en hann
kastaði frá sér verðlaunasæti á
lokasprettinum. „Það hefur aldrei
verið nauðsynlegra að sanna sig
fyrir sjálfum sér og öðrum en núna.
Árið í fyrra var afleitt vegna bilana
og svo klúðraði ég málunum sjálfur
síðast. Ég gefst ekki upp fyrr en
ég er búinn að ná árangri, annars
væri ég að hegða mér eins og sá
sem flýr af hólmi í einvígi," sagði
Steingrímur, sem ekur með nýjum
aðstoðarökumanni, Pólverjanum
Witek Bogdanski.
Óbreyttlr bflar
í flokki óbreyttra bíla stendur bar-
Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
„Ég klúðraðl verðlaunasæti síðast og ætla að gera betur núna. Sigur er
markmiðið," segir Steingrímur Ingason.
-4..A 1.. K ! %
ísÚMPtSÍMítuwiÉa
áttan milli Óskars Ólafssonar og
Jóhanns Jónssonar á Subaru annars
vegar og Áma Sæmundssonar og
Snorra Gíslasonar á Mazda hins
vegar. Báðir eru bílamir fjórhjóla-
drifnir og henta vel til rallaksturs.
Óskar stóð sig mjög vel í fyrstu
keppni ársins og náði þriðja sæti á
móti mun öflugri keppnisbílum, á
meðan Ámi velti bíl sínum. Þeir
verða örugglega harðskeyttir núna
og aldrei er að vita nema þeir blandi
sér í toppbaráttuna, ef afföll verða
mikil, sem líkur benda til því hrað-
inn verður mikill.
Keppnin hefst við útvarpsstöðina
Bylgjuna og þangað koma bílarnir
í næturhlé kl. 22.00 í kvöld. Þeir
leggja aftur af stað kl. 6.00 í fyrra-
málið og aka keppnisleiðir á Reykja-
nesi, en koma í viðgerðarhlé við
Eikagrill á Langholtsvegi kl. 11.00
og dvelja þar á aðra klukkustund.
Síðan verður akstrinum haldið
áfram á Reykjanesi og bílamir
koma í endamark við Bylgjuna
klukkan 17.00 á morgun.
Staðan f fslandsmeistarakeppninni
Ökumenn taldir fyrst og aðstoðarmaður á eftin
Stig
Jón Halldórsson og Guðbergur Guðbergsson 20
Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson.......15
Óskar Olafsson og Jóhann Jónsson......12
Steingrímur Ingason og Ægir Ármannsson.. 10
Birgir Vagnsson og Gunnar Vagnsson.....8