Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Aron Kjartansson, Ólafur Arni Traustagón, Jon Traustason, Eyþór Víðsson og Kristbjöm Bjama- son bjuggust við að malbika 600-700 fermetra af gangstéftum í Grafarvoginum í gær. Snorri Lámsson, Ingibjörg Ingimundardóttir og Margrét Jóns- dóttir sóluðu sig i skjóli við Hrafnistu. Þessar ungu stúlkur höfðu komið sér þægilega fyrir í sólinni. Morgunbiaðið/BAR Blíða íborginni BLÍÐVIÐRIÐ undanfarna daga hef- ur óneitanlega sett svip sinn á mannlífið. Þeir sem geta, taka sér fri frá vinnu til að njóta sólarinnar, og hinir reyna að vinna utanhúss, í sólskini og skjóli frá veðri og vind- um. Nokkrir vistmenn á Hrafnistu í Laugarási sátu undir vegg og sól- uðu sig er blaðamenn bar að garði. Snorri Lárusson, Margrét Jónsdóttir og Ingibjörg Ingimundardóttir, sögðust nota hvert tækifæri til að njóta sólarinnar. Sagðist Margrét reyna að fara út á hverj- um degi og þá væri ekki verra ef sólin skini. En þó mætti hitinn ekki verða of mikill. Snorri taldi hins vegar litla hættu á slíku og sagði fátt betra en hitabylgju. „Ég og kötturinn, við vitum alltaf hvar hitann er að fínna og sólum okkur gjam- an saman," sagði Snorri. IJti á Granda höfðu nokkrir karlar kom- ið sér fyrir út í sólinni og voru að skera af netum. Einn þeirra sagðist þó halda sig nær dyrunum þar sem gæti brugðið til beggja vona með veðrið. Á hafnarbakk- anum virti stór hópur ferðalanga frá Þýskalandi fyrir sér sjómenn að búa báta í róður og myndaði í gríð og erg. Sögðust þeir hingað komnir til að njóta hreina vatnsins og loftsins í stað þess að flat- maga á sólarströnd. Voru Þjóðveijamir hæstánægðir með það sem þeir höfðu séð af landi og þjóð en þótti heldur kalt í veðri. Hvarvetna um bæinn gat að líta sólar- dýrkendur og voru piltamir sem unnu að malbikunarframkvæmdum í Grafarvogin- um þar engin undantekning. Þeir sögðust flestir vera í skóla á vetuma og vildu því ekki fyrir nokkum mun vinna inni á sumr- in. Og þykir sjálfsagt fáum furða í veðurbl- íðunni. Morgunblaðið/KGA Hann hafði brugðið sér út í sólina og var að skera af netum úti á Granda í gær. murgunuiaoio/Ul.Ik.M Þegar gott er veður fá börnin á dagheimilum og af gæsluvöllum borgarinnar að fara niður í miðbæ og fá sér ís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.