Morgunblaðið - 12.06.1988, Side 8

Morgunblaðið - 12.06.1988, Side 8
8 B MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR ÝÍ. ÍtjÝÍÍ 1988 JARÐFRÆÐINGAR GERA HÆTTUKORT AF ELDSTÖÐVUM ■ Eitt af fimm hættukortum, sem gerð hafa verið fyrir Tungnaársvæðið. Á kortinu má sjá eins rúmkílómetra hraun, sem kæmi úr sprungu við Veiðivötn. REYNUM AÐLÁTA NÁrrÚRl'NA EKH KOMA OKKUR Á ÓVAKT SEGIR DR. PÁLL IMSLAND JARÐFRÆÐINGUR íslenskir jarðfræðingar hafa nú hafið gerð „hættukorta“ fyrir sprungusvæði og eld- stöðvar, eins og frá hefur verið greint í Morgunblað- inu. Kortin sýna útbreiðslu hrauns er kann að renna í hugsanlegu gosi. Sá maður, sem mest hefur unnið að gerð þessara korta hér á landi, er dr. Páll Imsland, jarðfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni. Hann hef- ur nú þegar gert hættukort afTungnaársprungu- sveimnum. Morgunblaðið hafði tal af Páli og fékk hann til þess að lýsa því hvernig þessi kort væru gerð og hvaða þýðingu slík korta- gerð hefói fyrir íslendinga. Kort sem sýnir eldvjrkni á (slandi 3 W milraituvl 13 fcl ‘ Skýringar Sprungubelti fff Með landrekssprungu- sveimum og stórum gosmyndunum Sprungulaus gosbelti Moö stórum eldstöðvum og samsettum eldfjöllum Helstu iarðskiálftasvæði Eg er nú búinn að vera að brasa í mörg ár við að reyna að finna hentuga aðferð til þess að gera svona kort fyrir íslenskar aðstæður,“ sagði Páll. „Eldvirkni hér á landi er að mörgu leyti svo gjörólík því sem gerist erlendis, að sömu aðferðir eiga ekki við. Hérlendis er stærstur hluti eld- gosa á landrekssvæðum. Landrek verður á mótum jarðskorpuplatna, sem eru á stöðugu reki hver frá annarri, og ísland liggur einmitt á slíkum mótum. Landrekshryggir liggja annars víðast hvar í sjó, og því hafa menn erlendis ekki lagt mikla áherslu á að kanna hvemig gos á landrekssvæðum hegða sér. Atlantshafshryggurinn, sem skilur að Evrópuplötuna og Ameríkuplöt- una, kemur á land á Reykjanesi og liggur síðan á ská í gegn um landið, frá suðvestri til norðausturs, og það stendur því engum nær en íslend- ingum að reyna að öðlast vitneskju um það hvaða áhrif eldvirkni á plötumótum muni hafa.“ Morgunblaðið/Bjami ■ Dr. Páll Imsland jarðfræðingur. Páll sagði að flestar eldstöðvar erlendis væru stór eldfjöll, keilur með vel afmarkaðan toppgíg. Gosin í þessum fjöllum væru oftast sprengigos, sem þeyttu upp mikilli gjósku, sem dreifðist síðan í kring um þau, en hraunkvikan væri seig- fljótandi og hægfara. Þessi eldfjöll eru flest utan landrekssvæða. „Hættukort fyrir eldfjall af þess- ari hefðbundnu gerð er öllu einfald- ara en kortin, sem við erum að gera hér heima,“ sagði Páll. „Mjög einfaldað hættukort af slíkri eldstöð myndi sýna nokkra sammiðja hringi, þar sem gjóskufall yrði mest í innsta hringnum, en minnkaði eft- ir því sem fjær eldfjallinu drægi. Annar þáttur, sem taka verður til- lit til við gerð slíks korts, eru gil og skomingar í hlíðum fjallsins, sem eðja getur runnið eftir. Það verða neínilega oft eðjuhlaup er svona fjöll gjósa, til dæmis ef jökull er á toppnum. Gott dæmi um slíkt er gosið í Nevado del Ruiz í Kólumbíu fyrir tveimur árum.“ Aðferðin gefst vel Páll sagði að þijú eldfjöll erlend- is hefðu gosið eftir að hættukort hefðu verið gerð af þeim. Þetta voru Nevado del Ruiz í Kólumbíu, Sankti Helena í Bandaríkjunum og Sankti Ágústín í Alaska. „Gosin urðu lík því, sem spáð hafði verið, þannig að aðferðin virðist vera skikkanleg,“ sagði Páll. „Hins veg- ar getur hún ekki gert grein fyrir gosum á landrekssvæðum. Hún á við gosstað, sem er þekktur fyrir- fram, oft aðeins einn gíg. Dæmi um eldstöðvar, sem þetta ætti við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.