Morgunblaðið - 11.08.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.08.1988, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C 180. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovéskt dagblað: Skæruliðar munu kljúfa Afganistan Moskvu. Reuter. MÁLGAGN sovéskra kommúnista, PRA VDA, skýrði i gær frá því að afganskir skæruliðar hefðu fellt hermenn fyrir Sovétmönnum sem nú flytja lið sitt á brott frá Afgan- istan. Einnig sagði blaðið að skæruliðar hygðust setja á lagg- irnar „bráðabirgðastjórn" í Kandahar i suðurhluta Afganist- ans og kljúfa þannig rikið. í ítarlegri frétt á forsíðu blaðsins sagði að þrir sovéskir hermenn hefðu fallið og sex særst í árásum skæru- liða um síðustu helgi er sovéska liðið hélt á brott frá Kandahar-héraði ( suðurhluta Afganistans. Þar væru u.þ.b. 200 skæruliðahópar sem sam- anlagt teldu um 11.000 virka stríðsmenn. „Erfíðir tímar eru framundan en við munum ekki gefast upp,“ hafði blaðið eftir ofursta í Kabúl-hemum er viðurkenndi að sumir liðsmanna hans hefðu gengið í lið með skærulið- um. TASS skýrði frá því að skæruliðar hefðu í gær skotið 13 flugskeytum á Kabúl. Einn óbreyttur borgari hefði fallið og þrír særst. Burma: Enn götu- bardagar í Rangoon Andófsmenn ræna vopnabúr Bangkok ( Thailandi. Reuter. MIKLIR götubardagar urðu í Rangoon, höfuðborg Burma, (gær milli öryggissveita og andófs- manna sem höfðu uppi mótmæli gegn ríkisstjórninni, þriðja daginn í röð. Rangoon-útvarpið sagði að óeirðalögreglumenn hefðu skotið fimmtán sinnum á andófshópa í borginni. Að sögn útvarpsins féllu 33 menn i óeirðunum i gær og 59 særðust. Útvarpið bætti því við að að þrír af liðsmönnum lögreglunnar hefðu verið hálshöggnir af mótmælendum í verkamannahverfínu Okkalapa þar sem harðir götubardagar geisuðu. Tveir lögreglumenn að auki hefðu týnt þar lifí. Æstur múgur ryddist nú um götur Rangoon, ryfi upp járn- brautarteina, brenndi lögreglustöðv- ar, bensínstöðvar og farartæki og gerði annan óskunda af sér. Erlendir stjómarerindrekar segja að andófsmennimir, sem mótmæla 26 ára langri harðstjóm í landinu og fæðuskorti undanfama mánuði, hafí lagt undir sig nokkrar lögreglu- stöðvar og ráði nú yfir vopnum. Rangoon-útvarpið skýrði frá óeirð- um í mörgum öðrum borgum þ. á m. Mandalay, næst-stærstu borg landsins og Moulmein. Laun ýmissa hópa opinberra starfsmanna, m.a. hermanna, voru hækkuð á þriðjudag og lofað að sveltandi fólki yrði séð fyrir neyðarhjálp. Staða Sein Lwins, hins nýja leiðtoga landsins, er nú talin ótrygg. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra íslands, og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ganga út úr Hvíta húsinu að loknum fundi þeirra. Heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Washington: Reagan segir fríverslun milli ríkjanna mögulega Forsætisráðherra segir að ekki sé verið að ræða um fríverslunarsamning Washington. Frá óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „SAMSKIPTIN við ísland eru mjög góð núna og þetta [fríverslunar- samningur] mundi líklega gera þau enn betri,“ sagði Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseti, þegar fréttaritari Morgunblaðsins spurði hann, stuttu fyrir fund hans með Þorsteini Pálssyni, forsætisráðherra, hvort til greina kæmi að gerður yrði fríverslunarsamningur milli Bandarikjanna og íslands, líkur þeim sem Bandaríkin hafa gert við Kanada. Og Bandaríkjaforseti svaraði þegar hann var spurður að því hvort hann væri sjálfur fylgjandi slíkum samningi: „Já, hug- myndafræði mín gerir ráð fyrir frjálsri og sanngjarnri verslun um allan heim.“ Þorsteinn Páísson, forsætisráð- herra átti fund með Ronald Reagan og snæddi síðar hádegisverð í Hvíta húsinu í gær. Þorsteinn sagði í sam- tali við Morgunblaðið að drjúgur tími hefði farið í að ræða alþjóða- mál og hefði Bandaríkjaforseti gert grein fyrir þeim viðræðum sem fram hafa farið milli stórveldanna. Þá ræddu þeir einnig um menning- ar- og viðskiptamál ríkjanna. „Við væntum þess að það verði hægt að skoða nánar einstök atriði varðandi tollamál og viðskipti landanna," sagði Þorsteinn. Hann tók hins veg- ar fram að ekki væri verið að ræða um fríverslunarsamning eins og þann sem Bandaríkin og Kanada hafa gert. Hann afhenti John C. Whitehead, sem gegnir starfí ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna í fjarveru George Shultz, minnisblað um viðskipti landanna og ósk um að frekari viðræður færu fram. Málið er nú til meðferðar hjá Bandaríkjastjórn. Á blaðamannafundi eftir að fundi Þorsteins og Reagans lauk sagði Rozanne Ridgway, aðstoðar ut- anríkisráðherra og yfirmaður Evr- ópuskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, að ekki yæru uppi hugmyndir um að gera fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir og að stefna Banda- ríkjanna væri fremur að stuðla að frjálsum utanríkisviðskiptum á vettvangi GATT-viðræðnanna. „Báðir aðilar gera sér grein fýrir gagnkvæmum hagsmunum í við- skiptum milli Bandaríkjanna og ís- lands. Við viljum fylgja heimsókn og viðræðum forsætisráðherra eftir með ítarlegri viðræðum sérfræð- inga landanna," sagði Ridgway. Ronald Reagan sagði að Banda- ríkin hefðu ágætt samkomulag við Islendinga um hvalveiðar, sem Bandaríkjastjórn kynni mjög vel að meta, en hann var spurður að því hvort Bandaríkjastjóm ætlaði að koma í veg fyrir hvalveiðar íslend- inga. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, átti einnig fund með utanrík- ismálanefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings. í samtali við fréttamenn eftir fundinn lýsti Clai- bome Pell, formaður nefndarinnar, yfír sérstakri ánægju með að hafa fengið tækifæri til að hitta ráð- herra. Sjá ennfremur fréttir á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.