Morgunblaðið - 11.08.1988, Side 5

Morgunblaðið - 11.08.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 5 NU á söluskrifstofa Flugleiða í Kringlunni eins árs afmæli. Á þeim tíma höfum við átt viðskipti við fjöldann alfan af fólki sem lýst hefur sérstakri ánægju sinni með staðsetninguna. Það er markmið okkar að veita ykkur áfram okkar bestu þjónustu. Komið og ræðið við sérfræðingana okkar, þeir finna hagkvæmustu lausnirnar fyrir ykkur. VERIÐ VELKOMIN í KRINGLUNA. FLUGLEIDIR fyrir þíg FLUGLEIÐIR Meitillinn: Reynt verð- ur að halda rekstrin- um áfram Selfossi. ÁKVÖRÐUN um það hvort upp- sagnir starfsfólks Meitilsins hf. i Þorlákshöfn frá 1. ágúst verða að veruleika eða ekki verður tekin i lok þessarar viku eða þeirrar næstu. Ólafur Jónsson stjórnarformað- ur Meitilsins hf. sagði að uppsagn- irnar þýddu ekki endilega að til rekstrarstöðvunar kæmi. Stjórn fyrirtækisins myndi leita leiða til að tryggja reksturinn. Þessi mál og fleiri sagði Ólafur að yrðu rædd á næstu stjómarfundum fyrirtæk- isins. — Sig. Jóns. íslenska loftvarnakerfið: Póstur og sími fékk útboðsgögn EITT þeirra 96 fyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu sem feng- ið hafa send útboðsgögnin um IADS-verkefnið eða Islenska loft- vamakerfið er Póstur og sími. IADS er tölvukerfi sem Mann- virkjasjóður Atlantshafsbandalagsins mun byggja hér á landi og á að taka við upplýsingum um flugumferð frá ratsjárstöðvumun sem verið er að byggja hér. Áætlaður kostnaður við verkið er 13 milljarðar króna. Ólafur Tómasson póst og síma- málastjóri segir að hann hafi gert kröfu um að stofnunin fengi þessi plögg en ljóst er að Póstur og sími getur ekki tekið þátt í útboðinu nema í samráði við önnur fyrir- tæki. „Mál þetta er í athugun og vinnslu innan stofnunarinnar og ég get að svo stöddu ekki tjáð mig frekar um það,“ segir Ólafur. Meðal þekktra fyrirtækja vest- an hafs og austan sem fengið hafa útboðsgögnin í hendur má nefna General Dynamics, Hughes Aircraft Company, ITT, Lockheed, Boeing, Ericson, Norsk Data, Kongsberg, Krupp og Messersch- mitt-Boelkow-Blohm. '... * m V fi;- '*K'. v ■wm A il * MS' ’ . - Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Listasafnið í Selárdal ÞAÐ eru líklega ekki margir sem vita af verkum „lístamannsins með barnshjartað", Samúels Jónssonar, sem standa í mynni Selárdals við Arnarfjörð. Samú- el, sem lést árið 1969, 85 ára gamall, var stórhuga og reisti hús, kirkju og gosbrunn ásamt ýmsum listaverkum öðrum, en byggingarefnið hefur ekki verið sem best því öll þessi verk eru Ula farin. Hér má sjá unga stúlku, Tinnu Sigurðardóttur, fara á bak einu ljóninu í gosbrunninum, sem aldrei gegndi hlutverki sínu. í fangelsi fyrir að draga sér olíustyrk GENGIÐ hefur í Hæstarétti dómur, þar sem maður er dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa sem sveitarstjóri á Stokkseyri, frá 1975 til 1978, dregið sér hluta af olíustyrk ríkisins til hreppsbúa. Maðurinn falsaði, í skiptum við viðskiptáráðuneytið, tölu þeirra íbúa sem áttu rétt á styrkveitingu lögum samkvæmt og hagnýtti styrkinn, sem ofgreiddur var af þeim sökum, tæpar 3 milljónir gamalla króna, til eigin þarfa. Einnig var manninum dæmd refs- ing vegna meðferðar á veðskulda- bréfi sem honum var falið til um- boðssölu í ágúst 1985. Maður þessi var í febrúarmán- uði síðastliðnum dæmdur í Saka- dómi Reykjavíkur til tveggja ára fangelsisvistar og til greiðslu sam- tals 6,6 milljóna skaðabóta til 13 aðila vegna svika í fasteignavið- skiptum. Þeim dómi var ekki áfrýj- að.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.