Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 7 Endurgreiðsla söluskatts til ferðamanna: Fríhöfnin sjái um framkvæmdina Hefst væntanlega 1. október FYRIRHIJGAÐ er að Fríhöfnin á Keflavikurflugvelli sjái um að endurgreiða ferðamönnum söluskatt og síðar virðisaukaskatt af vörum, er þeir festa kaup á í landinu og hafa heim með sér. Við- ræður milli fjármálaráðuneytis og Fríhafnarinnar um þessa til- högun eru komnar á skrið og er stefnt að þvi að hefja endur- greiðsluna 1. október næstkomandi. Þessi þjónusta verður væntan- lega veitt á Keflavikurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli, í Reykjavíkurhöfn og á Seyðisfirði. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstjóra Fríhafnarinn- ar, verður fyrirkomulag endur- greiðslunnar, að minnsta kosti á Keflavíkurflugvelli, væntanlega með þeim hætti að ferðamenn framvísi staðgreiðslunótu fyrir vörum þeim er þeir hafa keypt og fái söluskattinn greiddan út í stað- inn. Fríhöfnin mun þó taka um fjórðung upphæðarinnar í kostnað. „Við teljum okkur hafa ákveðinn hag af þessu, við munum greiða söluskattinn út í íslenskum pen- ingum, sem fólk verður að skipta fyrir brottför og því eru líkur á að það eyði þeim í Fríhöfninni,“ sagði Guðmundur Karl. Hann sagði að hugsanlega yrði að haga málum þannig á hinum afgreiðslu- stöðunum að ferðamönnum yrði send ávísun fyrir upphæðinni eft- irá. Guðmundur Karl sagði að ekki væri ljóst um hvað stóra upphæð gæti orðið að ræða í endurgreiðsl- ur. „Það er talað um að hver ferða- maður eyði að meðaltaii 2.000 til 2.500 krónum í svona hluti, en það eru ágiskunartölur," sagði hann. Reglugerðardrög varðandi end- urgreiðslu söluskattsins hafa legið fyrir frá því í maí. Fleiri aðilar en Fríhöfnin hafa sótt um að fá að annast endurgreiðsluna, til dæmis Flugleiðir og Verslunarráð. Laga- breytingu þyrfti hins vegar til að framselja einkaaðilum þetta um- boð. „Fríhöfnin er ríkisfyrirtæki og þarf í raun lítið að semja, við stöndum skil á öllu okkar til fjár- málaráðuneytisins," sagði Guð- mundur Karl. „Þetta er mál, sem lengi hefur verið á dagskrá af hálfu okkar sjálfstæðismanna. Ég held að þetta hafí mikla þýðingu fyrir ferðamenn og verði til þess að auka á ferðamannastraum þegar það fréttist að við munum taka upp þetta endurgreiðslukerfi," sagði Matthías Á. Mathiesen, ráð- herra ferðamála. Friðrik Sophus- son, iðnaðarráðherra tók í sama streng. „Ég fagna þessu að sjálf- sögðu, þetta er gamalt baráttu- mál, sem ég hef margoft tekið upp Drengnr á reiðhjóli slasaðist ÞRETTÁN ára drengur á reið- hjóli slasaðist þegar farþegi í bíl í stæði við söluturninn Barón á Laugavegi opnaði dyr bílsins í veg fyrir hann, rétt eftir há- degi á þriðjudag. Drengurinn var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans, talinn við- beinsbrotinn. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! í ríkisstjóm og milli ráðuneyta," sagði Friðrik. „Þótt sumarvertíðin sé nánast búin er þetta afar mikil- vægt fyrir þann íslenska iðnað sem framleiðir vörur sem ferðamenn kaupa gjama og eru einkennandi fyrir landið, einkum ullariðnað og listiðnað." KRINGWN KKIMeNM ÍÁRS f tilefni ársafmælis okkar fylgir Morgunblaðinu í dag sérstakt Kringlublað. KRINGWN KKIMeNM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.