Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
GLERGALDUR
Hönnun
Stefán Snæbjörnsson
Árabilið 1950—70 var með viss-
um hætti blómaskeið fyrir skand-
inavíska nytjalist. Skandinavíska
notagildisviðhorfið, sem skar sig
nokkuð frá hinum „stranga" fúnksj-
ónalisma Bauhaus-skólans (1919—
1925), vakti athygli á þess um tíma
og átti sinn þátt í að skapa þá ímynd
að Skandínavar legðu í framleiðslu
sinni, hvaða nafni sem nefnist, allt
kapp á gæði hráefnis og vöruvönd-
un.
Viðhorf til efnis og forms, sem
fram koma hjá norrænum hönnuð-
um, svo sem Carl Halmsten, Kaare
Klint og Alvar Aalot, fyrir 1930
höfðu legið í dróma kringumstæðn-
anna um sinn.
Heimsstytjöldin hafði skorið á
viðskiptatengingar og samgang
milli landa og framleiðsla liggur
niðri.
Það er því ekki að undra að þeg-
ar möguleikar opnast að nýju og
hjól framleiðslunnar fara að snúast
með bjartsýni á betri tíma, þá sé
eins og stífla bresti og flóð steypist
fram.
Það aðdáunarverða er hvemig
tekst að beina þessari orku og sköp-
unarþörf í afmarkaðan farveg góðr-
ar skólunar. Þama var ekki komið
að „tómum kofunum", enda taka
iðnaðarvörur Norðurlandanna á
mörgum sviðum fram flestu því sem
aðrir em að bauka á þessum tíma.
Þetta hefði ekki verið hægt nema
af því að löngu áður var lagður
hugmyndafræðilegur grunnur.
Svíar og Danir höfðu löngu unnið
sér sess fyrir iðnað sinn og handiðn-
að. Handverkshefðir voru í heiðri
hafðar og iðnaðurinn leitaðist við
að mæta viðteknu gæðamati.
Á framangreindu tímabili fara
Norðmenn og Finnar að láta meira
til sín taka en áður. Það em einkum
Finnar sem með eftirtektarverðum
hætti bijótast útúr einangmn og
oftar en ekki stela senunni ef svo
má að orði komast.
Á þessum tíma ögra þeir ekki
hinu háþróaða handverki Dana, eða
iðnhönnun Svía, heldur fylgir þeim
ferskleiki, eitthvað óvenjulegt, áður
óþekkt.
Hér á eftir verður farið örfáum
orðum um fínnska glerhönnun. Það
hefur oft heyrst að afarkostir, sem
Finnum vom settir við lok átakanna
við Rússa 1944, hafí knúið þá til
að leita allra mögulegra úrræða til
að efla framleiðslu sína og útflutn-
ing. Framleiðsla þungaiðnaðarins
fór að heita má á færibandi beint
austur yfír rússnesku landamærin
án endurgjalds. Það var því annars-
konar iðnaðarframleiðsla sem beint
var að markaðssvæðunum í vestri.
Það má með réttu halda því fram
að sú athygli sem fínnsk byggingar-
Iist hafði vakið á fyrri hluta aldar-
innar (Eliel Saarinen-Alvar Aalto)
hafí gert þeim auðveldara fyrir að
vinna listiðnaði sínum markað. Það
er þó fyrst og fremst nýsköpun í
formi sem eftir 1950 beinir athygli
að fínnskum listiðnaði og fínnskri
iðnhönnun.
Á þessum ámm taka fínnskir
hönnuðir við hverri viðurkenning-
unni af annarri á alþjóðlegum sýn-
ingum og iðnaðarstefnum. Finnskur
*
'M 'Jfíi
Oiva Toikka (1931) er i dag einn athyglisverðasti glerhönnuður í Finnlandi. Hann vinnur jöfnum hönd-
um að gerð nytjaglers og frjálsara tjáningarformi. Að ofan, „Kerlaug Helenu“ (frá Tróju), stærð
50x31x31 cm.
fínnskur listiðnaður er vakinn til
lífs sem áhrifavaldur í formsköpun
fyrir iðnaðarframleiðsluna em fyr-
irmyndir ekki síst sóttar í þá menn-
ingararfleifð sem varðveist hafði í
alþýðulist hinna afskekktu héraða
í Austur-Karelíu. Þessi hluti lands-
ins var síðar innlimaður í Rússland
í kjölfar vetrarstríðsins. Þar mætt-
ust mennmgarstraumar, úr austri
og vestri. í samanburði við gleriðn-
að annarra Evrópuþjóða er saga
fínnsks gleriðnaðar ekki löng.
Fyrsta gleriðjan, sem sett var á
stofn í Finnlandi á seinni hluta 17.
aldar, eyddist í eldi 1685, eftir að
hafa starfað í aðeins fjögur ár. Eig-
andi þessarar gleriðju var sonur
Melchiors Jung, en hann var fyrstur
manna til að fá leyfí til starfrækslu
gleriðju í Svíþjóð 1641. Feðgar
þessir urðu að láta undan síga í
Sviþjóð vegna harðnandi samkeppni
og sú var ástæðan fyrir því að son-
urinn setti upp framangreinda gler-
iðju í Finnlandi. Það er fyrst sextíu
ámm eftir bmna fyrirtækis Jungs
að gleriðja er aftur sett á stofn í
Finnlandi. Þessi dráttur var fyrst
og fremst afleiðing sænsk-rússn-
esku stríðanna. Á þessum tíma er
Finnland undir sænsku krúnunni
(1155—1809). Á sama tíma er hins-
vegar mikill vöxtur í glergerð í
Sviþjóð. Svo mikill að hann leiddi
til offramleiðslu og banns á opnun
nýrra fyrirtækja í greininni. Þegar
banni þessu er loks aflétt 1747 með
þeim afleiðingum að sænsku skóg-
unum þótti hætta búin af umsvifum
glergerðarmanna og hinni gífurlegu
eldiviðamotkun við kyndingu ofti-
anna, er bmgðið á það ráð að stað-
setja gleriðjur í Finnlandi og þannig
hafa nytjar af hinu mikla finnska
skóglendi. Meðan Finnland var und-
ir sænskri stjóm var gleriðnaður
eina iðngreinin sem gat keppt við
sambærilega framleiðslu í öðmm
löndum. Sé tíminn hafður í huga
má telja að Finnland standi þá þeg-
ar framarlega sem glergerðarland.
Iðnaðurinn fullnægir helmingsþörf
innlendrar glemotkunar og gler til
heimilisnota og rúðugler er flutt út,
til Rússlands, Svíþjóðar og fleiri
landa.
Uppúr 1810 fara viðskipti Finna
að blómgast vemlega, en á ámnum
þar á undan, 1808—1809, höfðu
Svíar og Rússar enn átt í útistöð-
um, sem enda með því að Svíar
láta Finnland af hendi við Rússa
og keisarinn Alexander I gerir Finn-
iðnaður fjárfestir beinlínis í hönnun.
Hönnuðum er fengin lykilstaða til
áhrifa á útlit og gerð framleiðslunn-
ar. Þeir em virkjaðir við markaðs-
færsluna, em alltaf inní myndinni
ef svo má að orði komast. Þessi
aðferð bar óneitanlega árangur.
Margt hefur breyst, en eftirtektar-
vert er hve ímynd hönnunarinnar,
hins skapandi afls að baki vömnni,
er haldið á loft í allri kynningu á
fínnskum iðnaðarvömm enn í dag.
í fínnskri hönnun og þá ekki síst
glerhönnun er eins og búi einskonar
ögmn við hið hefðbundna, það
ríkjandi, þekkta og viðurkennda.
Vilji til að takast á við óþekktar
aðferðir, óþekkt form. Ögmn við
möguleika efnisins sem oft er þanið
að ystu mörkum.
Forsaga
Til að meta og gera samanburð
er hollt að huga að því baksviði sem
fínnsk glergerð byggir á. Þá ber
fyrst að hafa í huga að þegar
Jorma Vennola (1943). Vasar úr glæru gleri með sandblásnu munstri, stærðir 8, 12, 16 cm. Framleiðslu-
ár 1987.