Morgunblaðið - 11.08.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
E **■ ■
25 pundari úr Vesturá í
Vopnafirði
Ágætlega hefur aflast síðustu
vikumar f Vesturá í Vesturdal í
Vopnafírði og óstaðfest tala sem
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um er upp á hálft annað hundrað
laxa. Rétt fyrir verslunarmanna-
helgina veiddi Ásgeir Heimir Guð-
mundsson 25 punda lax í ánni,
þann stærsta þar í sumar og þann
stærsta enn sem komið er úr
Vopnafjarðaránum öllum og
§órða stærsta laxinn sem Morg-
unblaðið hefur haft spumir af í
sumar. Hoilið hjá Ásgeiri hreppti
afleitt veður með kolmórauðri á
tvo fyrstu daganna, en svo veiddi
hópurinn 16 laxa á síðasta degi.
Mesta veiði eins hóps fram að því
var 36 laxar, en það er fullur
kvóti.
Gljúfurá lífleg
Fyrir skömmu var greint frá
hinni ágætustu veiði í Gljúfurá í
Borgarfírði og þykir mörgum vera.
kominn tími til að hún rétti úr
kútnum eftir nokkur mögur sum-
ur. Nýlegri tölur úr ánni em upp
á um það bil 140 laxa veidda og
það fylgir sögunni að menn sjái
talsvert af laxi víða f ánni, t.d. í
Móhyljunum, Kálgarðinum og við
Kerlinguna, svo og í Fossgilinu
og í Ósnum. Eitthvað er enn hægt
að fá af veiðileyfum í Gljúfurá
hjá SVFR og eru það ekki dýr
leyfi miðað við það sem gengur
og gerist nú til dags.
Ágætt í Víðidalsá og
stórir laxar
Veiði hefur verið all góð í Víði-
dalsá í sumar og komnir rúmlega
1.400 laxar á land. Heldur áin
ævinlega sessi sínum sem ein
mesta stórlaxaá landsins, þannig
var hópur Bandaríkjamanna að
veiðum fyrir skömmu og náðust
á þriðja hundrað laxar á viku-
tfma. Tveir þeirra vógu 24 pund
og sfðan voru þó nokkrir 20 til
23 punda fískar. Síðasta sumar
veiddust 1.540 laxar í Víðidalsá
og Fitjá og stefnir í mun meiri
veiði, því mikill lax er talinn verá
í ánni og enn drjúgt til loka veiði-
tímans.
Miðfjarðará nokkuð góð
Komnir munu rúmiega 1200
laxar á land úr MiðQarðará og
er það meiri veiði en allt síðasta
sumar, er alls veiddust milli 1.100
og 1.200 fiskar. Þó byijaði veiðin
illa f sumar, en hefur ræst úr. Lax
er um allt hið víðfeðma svæði og
enn eru að ganga nýrunnir laxar.
Laxinn er að meðaltali ívið smærri
en gengur og gerist í Miðíjarðará,
en slíkt hið sama á við um geysi-
margar ár í sumar. Þó hafa veiðst
allt að 20 punda laxar í sumar.
8*
Lokahönd lögð á frágang við áhorfendapalla við mótssvæðið á Varmárbökkum, þar sem íslandsmótið
i hestaíþróttum fer fram um helgina.
Mosfellsbær:
Fjölmennasta Islands-
mótið í hestaíþróttum
FJÖLMENNASTA íslandsmót i
hestaíþróttum, sem haldið hefur
verið til þessa, hefst á morgun,
föstudag, á nýjum keppnisvelli við
Mosfellsbæ. Flestir bestu hestar
og knapar landsins munu taka
þátt f mótinu og verða keppendur
um 110 talsins. Keppt verður f
þremur flokkum; um 70 keppend-
ur verða f flokki fullorðinna en í
flokkum bama og unglinga um
20 talsins. Á föstudag og laugar-
dag verður forkeppni, auk þess
sem keppt verður f 250 metra
skeiði, gæðingaskeiði, fjórgangi
og hlýðnikeppni. Mótinu lýkur svo
á sunnudaginn með úrslitakeppni.
Hestamannafélagið Hörður í Kjós-
arsýslu ákvað í vetur að ráðast í að
byggja keppnisvöll og halda íslands-
mótið í hestaíþróttum í Mosfellsbæ.
Að sögn Valdimars Kristinssonar,
mótsstjóra, eru Varmárbakkar, eins
og völlurinn kallast, eitt glæsilegasta
mótssvæði landsins og eitt það besta
fyrir hestaíþróttir. Reistir hafa verið
Samgönguráðherra vígir f lug-
stöðvarbyggingu á Vopnafirði
Seyðisfirði.
NÝ flugstöðvarbygging við flug-
völlinn á Vopnafirði hefur verið
tekin f notkun. Matthías Á. Math-
iesen samgönguráðherra vfgði
bygginguna laugardaginn 6. ágúst
sl. Flugstöðin er 204 fermetrar
og hófust framkvæmdir við hana
haustið 1986. Húsið var gert fok-
helt 1987 og lokið við það á þessu
ári ásamt byggingu nýs flughlaðs.
Ifyrsti farþeginn sem fór í gegnum
nýju flugstöðvarbygginguna var
Guðrún Sveinsdóttir frá Vopnafirði
og flaug hún til Reykjavíkur með
millilendingu á Akureyri í boði Flug-
félags Norðurlands og Flugleiða.
Viðstaddir vígsluathöfnina voru
Bragi Dýrfjörð flugvaliarvörður á
Vopnafirði, Guðmundur Matthíasson
varaflugmálastjóri, Ingólfur Amar-
son umdæmisstjóri Flugmálastjómar
á Austurlandi, Jóhann H. Jónsson
framkvæmdastjóri flugvalladeildar
Flugmálasijómar, Rúnar Pálsson
umdæmisstjóri Flugleiða á Austurl-
andi, þingmenn Austurlands, sveitar-
stjómarmenn á Vopnafirði, flugráðs-
menn og þeir sem unnu við bygging-
una auk annarra gesta.
Ingólfur Amarson umdæmisstjóri
Flugmálastjómar bauð f upphafi
gesti velkomna og séra Sigfús Áma-
son sóknarprestur á Vopnafirði flutti
hugvekju. Jóhann H. Jónsson fram-
kvæmdastjóri flugvalladeildar Flug-
málastjómar rakti byggingarsögu
flugstöðvarinnar og sagði að þetta
væri samskonar hús og Flugmála-
stjóm hefði látið reisa á Patreks-
firði, Þingeyri og í Stykkishólmi.
Benjamfn Magnússon arkitekt teikn-
aði allar þessar byggingar og hefðu
þær sem þegar væm komnar í notk-
un reynst mjög vel, þetta væri heppi-
leg stærð fyrir þann farþegafjölda
sem um þessa flugvelli færi.
Það voru starfsmenn Flugmála-
stjómar sem steyptu undirstöður
hússins, húsið sjálft var smfðað á
trésmíðaverkstæði Flugmálastjómar
og sáu starfsmenn þess um að reisa
Morgunblaðið/Garðar Rúnar
Bragi Dýrfjörð flugvallarvörður
flugvallarins á Vopnafirði.
það og skila því fullfrágengnu að
utan. Verktaki að allri vinnu innan-
húss var Kaupfélag Vopnaijarðar en
við það var samið að undangengnu
útboði. Kostnaður við byggingu flug-
stöðvarinnar var 14,5 milljónir með
öllum innréttingum. Jóhann sagði að
verkið væri í alla staði vel unnið og
heimamenn hefðu lagt sig sérstak-
lega fram við að gera þetta vel úr
garði. Framkvæmdastjóm önnuðust
þeir Ásgeir Magnússon, yfírmaður
byggingarverkstæðis kaupfélagsins,
og Ámi Magnússon yfirmaður raf-
magnsverkstæðis kaupfélagsins.
Matthfas Á. Mathiesen vígði svo
flugstöðina og sagði f upphafi máls
síns að með vígslu þessarar flug-
stöðvar væri fyrstu framkvæmd lok-
ið sem unnin væri samkvæmt fjög-
urra ára flugmálaáætlun sem sam-
þykkt var á síðasta þingi, samkvæmt
lögum frá árinu 1987. Byijað hefði
verið á þessari framkvæmd árið 1986
Matthías Á. Mathiesen sam-
gönguráðherra vfgði hina nýju
flugstöð Vopnfirðinga.
en hún sfðar fjármögnuð með þeirri
flugmálaáætlun sem nú væri í gildi.
Enginn vafi væri á því að þar var
um þýðingarmikið skref að ræða í
flugmálum. Með þessari flugmálaá-
ætlun væri hafið það átak í flugmál-
um sem gerði ráð fyrir því að varan-
legt slitlag verði komið á alla flug-
velli á íslandi innan 10 ára. Ráð-
herra þakkaði sérstaklega öllum
þeim sem unnið hefðu við þessa
framkvæmd og þingmönnum kjör-
dæmisins fyrir gott samstarf.
Guðmundur Matthíasson vara-
flugmálasfjóri þakkaði Braga Dýr-
íjörð flugvallarverði fyrir vel unnin
störf undanfarin ár. Hann sagði það
mikilvægt fyrir Flugmálastjóm að
hafa góða starfsmenn við flugvallar-
mannvirkin víðs vegar um landið og
sagðist vonast til að eiga eftir að
njóta starfskrafta Braga mörg ár í
viðbót.
Alþingismennimir Jón Kristjáns-
Sveinn Guðmundsson
stjóri á Vopnafirði.
sveitar-
son, Hjörleifur Guttormsson og Egill
Jónsson tóku einnig til máls og ósk-
uðu Vopnfírðingum og Flugmála-
stjóm til hamingju með að þessum
áfanga væri náð. Sveinn Guðmunds-
son sveitarstjóri á Vopnafírði sagði
að ástand í flugmálum á Vopnafirði
væri gott og þeim sem að þeim hefðu
staðið hefði famast vel í starfí. Flug-
ið væri Vopnfírðingum mikilvægt
vegna þeirra aðstæðna sem ríktu í
samgöngum á landi.
Ingólfur Amarson umdæmisstjóri
sagði f samtali við Morgunblaðið að
umferð um Vopnafjarðarflugvöll
hefði aukist jafnt og þétt undanfarin
ár. „Farþegafjöldi árið 1985 var
3.500 manns en árið 1987 4.200
manns, lendingafjöldi árið 1985 var
581 en 670 árið 1987 og flutningur
á frakt og pósti var árið 1985 68
tonn en árið 1987 117 tonn,“ sagði
Ingólfur.
- Garðar Rúnar
áhorfendapallar við völlinn, sem
rúma 600 manns í sæti, auk þess
sem náttúrulegar aðstæður umhverf-
is völlin eru ákjósanlegar fyrir áhorf-
endur.
Öll keppnishross verða höfð í húsi
og byijuðu keppendur að koma á
mótssvæðið um síðustu helgi með
hesta sína. Hesthús og mótssvæði
verður vaktað að nóttunni og allri
óþarfa umferð beint frá svæðinu.
Af nafnkunnum þátttakendum á
mótinu má nefna Sigurbjöm Bárðar-
son, sem vann alla Islandsmeistarat-
itla í hestaíþróttum á síðastliðnu ári
að undanskyldu gæðingaskeiði,
Reyni Aðalsteinsson og Ragnair Hin-
riksson.
Dagskrá íslandsmótsins verður
sem hér segir:
Föstudagur.
08.00 Fimmgangur - fullorðnir
12.00 Fimmgangur - unglingar
12.30 Matarhlé
13.00 Fjórgangur - fullorðnir
17.00 Fjórgangur - unglingar
18.30 Fjórgangur - böm
19.30 Skeið 250 m - fyrri sprettir
20.30 Dagskrárlok
Laugardagur.
08.00 Tölt - fullorðnir
12.00 Matarhlé
12.30 Tölt - unglingar
13.30 Tölt - böm
14.30 Fjórgangur B-úrslit - full-
orðnir
15.00 Fjórgangur A-úrslit - full-
orðnir
15.30 Fjórgangur úrsiit - böm
16.00 Fjórgangur úrslit - ungling-
ar
16.30 Gæðingaskeið
18.00 Hlýðni A
19.00 Hlýðni B
20.30 Dagskrárlok
22.00 Dansleikur í Reiðhöllinni
Sunnudagur.
10.00 Hindrunarstökk forkeppni -
úrslit
11.00 Fimmgangur B-úrslit - full-
orðnir
11.30 Tölt B-úrslit - fullorðnir
12.00 Matarhlé
13.00 Skeið 250 m - seinni sprettir
14.00 Ávörp
14.30 Fimmgangur úrslit - ungl-
ingar
15.00 Fimmgangur A-úrslit - full-
orðnir
15.30 Tölt úrslit - böm
16.00 Tölt úrslit - unglingar
16.30 Tölt A-úrslit - fullorðnir
17.00 Verðlaunaafhending
17.30 Mótslok
Eins og fram kemur í dagskránni
verður haldinn dansleikur í Reiðhöll-
inni á laugardagskvöldið. Þar mun
Sniglabandið leika fyrir dansi og
Grettir Bjömsson þenja nikkuna.