Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLABg), FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 Minninff: Hrefna Jóhannsdóttir hjúkrunarforstjóri Fædd 31. október 1932 Dáin 3. ágúst 1988 Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna þú vildir rækta þeirra ættaijðrð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (D.St) Þessar ljóðlínur lýsa vel minni góðu vinkonu, Hrefnu Jóhanns- dóttur, sem lést 3. ágúst síðastliðinn í Landspítalanum. Hrefnu kynntist ég fyrst á árinu 1951 þegar við hófum nám í hjúkr- un á Landspítalanum. En þar vorum við saman í herbergi öll okkar nemaár. Þetta voru skemmtileg ár og ógleymanleg sem skilja einungis eftir minningar um einlæga vináttu, sterkan og heilsteyptan persónu- leika hennar, tryggð og hjálpsemi er hún átti í svo ríkum mæli. Á þessum árum voru bundin þau tryggðarbönd sem aldrei rofnuðu. Þrek hennar og æðruleysi kom best í ljós er hún fyrir tæpu ári veiktist af banvænum sjúkdómi. Þá hófst sú barátta sem henni var ljóst að aðeins gat lyktað á einn veg. En vinnu sfna stundaði hún svo lengi sem kraftar entust, eins og ekkert hefði í skorist. Börnum hennar, sem nú eiga um sárt að binda vegna ótfmabærs frá- falls góðrar móður, votta ég mína innilegustu samúð. Ásdís Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Hrefnu Jóhannsdóttur hjúkrun- arforstjóra Hrafnistu í Reylgavík sem lést á Landspítalanum 3. ágúst sl. _ Ég kynntist Hrefnu fyrir fjórum árum þegar hún hóf störf á Hrafn- istu. Það var mikið lán að fá þar til starfa jafn greinda og vel mennt- aða konu og Hrefna heitin var. Og vann hún sér strax traust og virð- ingu allra sem með henni störfuðu. ' Þá var hafín uppbygging og end- umýjun á Hrafnistu. Meðan hún starfaði þar, var lokið endumýjun á tveim af fímm hjúkrunardeildum og vann hún ötullega að þeim breyt- ingum, því henni var vel ljóst hve mikið gildi góð starfsaðstaða og notalegt umhverfí hefur fyrir starfsfólk og vistmenn. — Stærsta skrefíð var þó ef til vill þegar hún fékk til starfa sjúkraþjálfara og gjörð var aðstaða til endurhæfíngar á þessu 30 ára gamla heimili. Hrefíia var ósérhlífín og átti oft strangan vinnudag. Starf hennar var erfítt, ekki síst sá hluti þess að fá hæft fólk til starfa við að- hlynningu hinna öldruðu. Mjög gott var að vinna með Hreftiu. Við sem með henni störf- uðu leituðum gjaman til hennar ef vanda bar að höndum. Hún var allt- af fljót að átta sig á eðli málsins og miðlaði fúslega af sinni miklu reynslu og þekkingu. Hún ýtti aldr- ei vandamálunum frá sér, en gekk hreint til verks að leysa þann vanda er að höndum bar. Minnisstæð verður mér kynnis- ferð sem við Hrefna fórum ásamt fleirum til Noregs á sl. hausti. Það var gaman að ferðast með Hrefnu og glöggskyggni hennar kom þá, eins og oftar, okkur hinum líka til góða, þegar við skoðuðum ný heim- ili fyrir aldraða, hlýddum á fyrir- lestra og ræddum, hvað myndi nýt- ast okkur hér heima.. Oft entist ekki dagurinn til að ræða verkefn- in, sem heima biðu. Hinn illvígi sjúkdómur hafði þá þegar heltekið hana, en hugur hennar var ótrauður í starfí svo lengi sem kraftar leyfðu. Við fráfall Hrefnu er stórt skarð höggvið í hóp samstarfsfólksins á Hrafnistu. Bömum hennar, Kristínu, Ambjörgu og Jóhanni, einnig Grétu og Oskari og öðmm ættmennum, votta ég mína inni- legustu samúð. Blessuð sé minning Hrefíiu Jó- hannsdóttur. Jóhanna I. Sigmarsdóttir Þar sem góðir ganga skilja þeir eftir gott veganesti til eftirbreytni og umhugsunar, þannig var okkar kæra skólasystir og í dag, þegar við kveðjum Hrefnu hinstu kveðju, þá fínnst mér bæði stutt og langt síðan við, hópur ungra stúlkna hitt- umst í fyrsta skipti á Landspítalan- um, ákveðnar að verða nú alveg ágætis hjúkmnarkonur, helst best- ar, því stórlátar vomm við og bjart- sýnar. — En alvaran tók fljótt við — sennilega fæstar okkar gerðum okkur ljóst út í hvað við vomm að ganga. Við stóðumst prófíð úr þess- um skóla, leiðir skildu og skóli lífsins tók við. Lífið hefur tekið okkur mismjúkum höndum og hver veit nema þessi skóli sem batt okk- ur svo sterkum böndum hafí gert okkur kleift að standast betur þau áföll og sorgir sem margar okkar hafa gengið í gegnum á lífsleiðinni. Síðastliðin fjögur ár höfum við Hrefna starfað saman á Hrafnistu í Reykjavík, var það mikið lán fyrir mig að vinna undir hennar hand- leiðslu. Hrefna var góðum gáfum gædd og skapfesta hennar mikil. Góður stjómandi var hún. Oft sagði hún að í stjómun fælist fyrst og fremst góð skipulagning. Ríka áherslu lagði hún á að skjólstæðing- ar okkar fengju þá bestu þjónstu sem völ væri á, og fylgdi því fast eftir. Hún var vel að sér í lögum og reglugerðum varðandi starfsfólk, og aldrei man ég eftir að hún þyrfti að tvítaka það sem hún sagði við starfsmann, svo vel lagði hún það fram, að auðskilið var. Hún þoldi illa sýndar- og yfír- borðsmennsku og allt baktjalda- makk fór illa í hana, enda fljót að taka á þeim málum. Ásamt góðri menntun, reynslu og hæfíleikum var mikið lán fyrir eldri borgara Hrafnistu að hún helgaði þeim starfskrafta sína af heilum hug, og ráðholl hefur hún verið sínum yfírboðurum. Síðastliðna mánuði átti hún við mikil veikindi að stríða, sem lögðu hana að velli fyrir aldur fram, sýndi þá stjóm Hrafnistu að þeir mátu verk hennar og studdu hana af ráð- um og dáð. Böm hennar þijú, Kristín, Arn- björg og Jóhann, eiga um sárt að binda, en hún undirbjó þau vel og viturlega undir lífíð og mun hún lifa með þeim áfram. — Systkini hennar og fjölskyldur þeirra hafa alltaf stutt hana með ráðum og dáð, enda mjög kært með þeim öll- um. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar, himna Guð er lúður gjallar. (Fríðrik Fríðríksson) Við bekkjarsystur Hrefnu mun- um allar sakna hennar og minnast í framtíðinni með þökk og virðingu. Jónína Nielsen Við leggjum út á lífeins braut um ljósa morgunstund, og mætum hugrökk hverri þraut með hressa og glaða lund. Við eigum þor og af! og fjör og æsku djarfa sál, með bjartan hug og bros á vör við beigjum lífeins skáL Og þegar gerist leiðin löng og léttu sporin þung, við kveðum burtu sorg með söng, því sál er glöð og ung. Það böl er hvergi í heimi til, sem hverfur ei og dvín, ef æskan ber þér birtu og yl, og bros í augum skín. (Freysteinn Gunnarsson) Með kveðju frá hollsystrum Hrefna var yngsta dóttir hjón- anna Kristínar Guðnadóttur og Jó- hanns Ólafssonar, og ólst upp hjá þeim fyrstu æviár sín eða þar til hún missti móður sína bam að t Faðir okkar, EINAR BJÖRNSSON, Lltla-Landl, andaöist mánudaginn 8. ágúst. Jaröarförin fer fram frá Lágafells- kirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 13.30. Margröt Einarsdóttir, Magnús Elnarsson. t Móöir okkar, HREFNA JÓHANNSDÓTTIR hjúkrunarforstjóri, Hrafnistu, Reykjavfk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, 11. ágúst, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins- félagið eöa Hrafnistu, Reykjavík. Kristfn Sverrisdóttir, Arnbjörg Sverrisdóttir, Jóhann Sverrisson. t Útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ARNADÓTTUR, Gfgjulundi 2, Garöabæ, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Árni Ólafur Lörusson, Sólveig Hannam, Valgerður Lárusdóttir, Jón Þór Hannesson, Kirstfn Lárusdóttir, Hannes Á. Wöhler, Ólafia Lára Lárusdóttir, Guðmundur Axelsson, Guörún Lárusdóttir, Ágúst G. Sigurðsson, barnabörn og bamabarnabörn. t Eiginkona mín, BETSY HELENE JÓNSDÓTTIR, Freyjugötu 9, veröur jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Kári B. Helgason. t Útför SIGRÍÐAR ELÍESERSDÓTTUR frá Borðeyri, er andaöist á sjúkrahúsi Hvammstanga 7. ágúst, fer fram frá Staðarkirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas Einarsson. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐLAUG HÖGNADÓTTIR, Austurgötu 9, Hafnarfiröi, verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Gfsli Guðmundsson og börn. Lokað Skrifstofur Hrafnistu verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar HREFNU JÓHANNSDÓTTUR, hjúkr- unarforstjóra. Hrafnista, Reykjavík. aldri, eftir það bjó hún hjá föður og eldri systrum, og tók fljótt æski- legum þroska. Ung að árum fór hún í Hjúkninarkvennaskólann, og þar sóttist henni námið vel og að þvf loknu sótti hún framhaldsmenntun erlendis í skurðstofuhjúkrun sem sérgrein. Síðar aflaði hún sér kenn- araréttinda og réttinda til stjómun- ar sjúkrahúsa með sérstöku námi. Heim komin frá námi 1957 hóf hún störf við hjúkrun, fyrst við Landspítalann og síðar við Hrafn- istu, og starfaði við hjúkmn eftir það nær óslitið til dauðadags. Hún var alls staðar eftirsótt til starfa og kom margt til. Handlagni, þekk- ing, þrek og dugnaður, ásamt fram- úrskarandi ósérhlífni og hlýju við- móti. Hrefíia giftist Sverri Haraldssyni lækni og áttu þau þijú böm, Kristínu, Ambjörgu og Jóhann. Þau em öll við nám. Sverrir og Hrefna slitu samvistir, er bömin vom öll ung og ólust bömin upp með móður sinni, sem reyndist frábær uppal- andi og móðir, hún var þeim allt í senn, móðir, félagi, kennari og stuðningsmaður til allra hluta, sem að hennar dómi mátti verða þeim til framtaks og nytja í lífsbarátt- unni. Eigi að síður agaði hún þau, en á svo mildan hátt, að þau fundu ekki fyrir þvingun, enda bera böm- in uppeldi sínu fagurt vitni, með prúðmannlegri framgöngu, ráð- vendni, dugnaði og skyldurækni í störfum. Hrefna skildi öðmm betur að böm eiga að alast upp í fögnuði, en þó með ögun. Ég átti því láni að fagna að hafa allmikil kynni við Hrefnu sl. tvo áratugi, og á ég ein- göngu góðar minningar frá þeim tíma, það hýmaði yfír öllum á heim- ilinu, þegar von var á Hrefnu, hún settist ekki í kyrrsæti þó hún kæmi. Samstundis var hún komin í þau verk, sem verið var að vinna, eða þörf var að leysa af hendi. Hún ók dráttarvél, sótti kýmar eða færði til heybagga í hlöðunni, ef þörf var á, allt var henni jafn tamt. Atorka hennar var næstum ótrúleg, enda mátti segja að langtímum saman ynni hún tveggja eða þriggja manna verk, fullan vinnudag á vinnustað, hélt flögurra manna heimili án að- stoðar, las og skýrði námsfögin með bömum sínum. Þá fór oft mikill tfmi í það á kvöldin að undirbúa starf morgundagsins, en síðustu æviár sín var hún hjúkrunarfor- stjóri á Hrafnistu í Reykjavík, og leysti það starf af hendi, sem öll önnur, af stökustu samviskusemi. Enda virti stjóm Hrafnistu það að verðugu, og reyndist henni afburða vel er hún var helsjúk orðin í ævilok- in. Kært var með Hrefnu og skóla- systmm hennar úr Hjúkrunarskól- anum, og studdi hún þær með ráð- um og dáð ef þær þörfnuðust að- stoðar, enda svöruðu þær drengi- lega, með því að vera hjá henni og Iétta lífið á síðustu lífdögum hennar. Þótt Hrefna gengi þreytt til svefns margt kvöldið, og mikil störf og erfíð vandamál til úrlausnar biðu morgundagsins, þá var hún mikil gæfukona, hún átti góð og glæsileg böm, sem mótuðust mjög í þá átt sem henni var að vild, sem allt vildu fyrir hana gera, og léttu henni nú síðast helsjúkri erfíðleikana með alveg dæmafárri umhyggju. Hún vann sér með verkum sínum ómælt þakklæti allra þeirra sem nutu þeirra, og með háttvísi, góðvild og prúðu dagfari aflaði hún sér óhvik- ulla vina, sem virtu hana og dáðu. NÚ að leiðarlokum verður vinum hennar og vandamönnum vandfyllt skarð sem varð við fráfall hennar, en raunabót er hve endurminning- amar um hana eru góðar. Hrefnu var Ijóst nokkru fyrir andlát sitt að hveiju stefndi. En hún hélt óbug- uðum sálarstyrk, notaði frestinn sem gafst, bömum sínum til leið- sagnar og ráða, er hún yrði þeim ekki til forsjár lengur. Að leiðarlok- um eru mér þakkir f huga til henn- ar, fyrir góð kynni og velvild mér og mínum til handa. Bömum henn- ar votta ég samúð og á enga ósk betri þeim til handa, en að þau mættu líkjast móður sinni sem mest að göfgi og mannkostum. Olafur Arnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.