Morgunblaðið - 11.08.1988, Síða 49
49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
HANDKNATTLEIKUR
Birgir
áfram
íFram
Birgir Sigurðsson, línumaður
í Fram og einn besti leikmað-
ur liðsins, hefur ákveðið að vera
áfram hjá félaginu. Áður hafði
hann ákveðið að ganga til liðs við
Víkinga og leika með þeim næsta
vetur, en ekkert verður af því.
Eru það vonbrigði fyrir Víkinga
en að sama skapi ánægjuleg
tíðindi fyrir Framara.
Birglr Sigurðsson.
ÍÞRÚnm
FOLK
■ CARL Lewis og Ben Johnson
verða báðir meðal keppenda á
fijálsíþróttamóti sem hefst á Ítalíu
í dag. Mótið fer fram í mikilli hæð
í ítölsku Ölpunum og er loftið þar
því mjög þunnt. Þeir Lewis og
Johnson, sem munu etja kappi
saman á Ólympíuleikunum í Seo-
ul, keppa ekki í sömu greinum á
Ítalíu. Þeir hafa forðast hvorn ann-
an á hlaupabrautunum í sumar,
áhorfendum til mikilla vonbrigða. A
Ítalíu mun Johnson keppa í 100
m. hlaupi, en Lewis í 200 m. hlaupi.
Lewis vísar alfarið á bug þeirri spá
Johnsons að hann (Johnson) muni
vinna auðveldan sigur f Seoul.
„Johnson óttast mig alveg jafn-
mikið og ég hann. Milli keppenda
eins og okkar gætir mikillar virð-
ingar. Aðeins í beinni keppni líkt
og í Seoul mun koma í ljós hvor
okkar er bestur," sagði Lewis.
■ KÓREUMENN hafa þegar
keypt meira en helming þeirra að-
göngumiðk, sem til sölu verða þar
í landi á hinar ýmsu keppnisgreinar
Ólympíuleikanna, en fjöldi mið-
anna er rúmlega þijár milljónir.
Fjöldi þeirra miða, sem eru til sölu
er erlendis er 1,6 milljónir og hefur
þriðjungur þeirra selst nú þegar.
Kóreumenn virðast hafa mestan
áhuga á frjálsum íþróttum, knatt-
spyrnu, dýfingum og júdó, ef
marka. má sölu aðgöngumiða á
þessar greinar. Að sama skapi virð-
ast greinar eins og skotfimi og
hnit njóta minnstra vinsælda. Að-
göngumiðar að opnunarhátíðinni,
svo og lokahátið leikanna, seldust
upp í síðasta mánuði.
MLYFJANOTKUN bandarískra
frjálsíþróttamanna var nokkur á
úrtökumótinu, sem fór fram í
síðasta mánuði, svo og á banda-
ríska meistaramótinu, sem fram
fór í júní. Yfirmenn bandaríska
frjálsíþróttasambandsins vildu hins
vegar ekki gefa upp hveijir þeir
einstaklingar væru, sem fallið hefðu
á lyfjaprófínu, en hins vegar kom
það fram að Florence Griffith
Joyner, Jackie Joyner-Kersee og
Steve Lewis, væru ekki í hópi
þeirra, sem sakaðir væru um lyfja-
misnotkun.
■ HITACHI ópen golfmótið fer
fram á Svarfhólsvelli laugardag-
inn 13. ágúst. Mótið er höggieikur
með og án forgjafar. Verðlaun í
mótinu verða litsjónvarp og mynd-
bandstæki fyrir holu í höggi á par
3 brautum. Þeir sem verða næst
holu á þessum brautum fá útvarp
og segulbandstæki. Hægt er að
panta rástíma í golfskálanum á
Svarfhólsvelli á fímmtudags- og
föstudagskvöld í síma 98-22417.
Þetta er í 7. sinn sem mótið er
haldið og hefur þátttaka alltaf ver-
ið mikil.
Guðmundur sigraði án
forgjafará Hvaieyrinni
Guðmundur Sveinbjömsson, GK, sigraði á móti golfmóti sem Golfklúb-
burinn Keilir og Ólafur Laufdal H/F héldu á Hvaleyrarholtsvelli á
dögunum. Keppendur voru alls 124 á mótinu og sigraði Guðmundur án
forgjafar. Þrfr kylfíngar voru reyndar jafnir á mótinu, á 69 höggum —
Sveinn Sigurbergsson og Úlfar Jónsson, auk Guðmundar, en hann sigraði
í bráðabana. í keppni með forgjöf sigraði Magnús Halldórsson, GK, á
62 höggum nettó, Ásbjöm Björgvinsson, GK, varð annar á 63 höggum
nettó og þriðji Guðjón Guðmundsson, GR, einnig á 63 höggum nettó.
Aukaverðlaun fyrir að vera næstir holu hlutu Magnús Hjörleifsson GK, á
6. braut, FYiðþjófur Helgason NK, á 14. braut og Már Gunnarsson GK, á
17. braut. Á myndinni era, frá vinstri: Guðjón Guðmundsson. Sveinn Sigur-
bergsson, Guðmundur Sveinbjömsson, Már Gunnarsson, Úlfar Jónsson,
Ásbjöm Björgvinsson, Magnús Halldórsson, Ágúst Húbertsson og Guð-
laugur Gíslason.
KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KVENNA
Tvö mörk Ástu komu
ÍA í úrslitaleikinn
ÍA lagði Stjörnuna að velli, 2:1, í Garðabæ.
SKAGASTÚLKUR unnu fremur
óvæntan sigur á Stjörnunni í
undanúrslitum bikarkeppni
kvenna í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Þrátt fyrir aö vera á úti-
velli, voru þær betri aðilinn í
leiknum og sigruöu sanngjarnt
2:1. Þar meö er Ijóst að enn
einu sinni munu Valur og ÍA
mætast í úrslitum bikarkeppni
kvenna.
Skagastúlkumar vora mjög
sprækar í fyrri hálfleik og áttu
góðar sóknir. Ásta Benediktsdóttir
skoraði fyrsta mark leiksins með
skalla á 23. mínútu eftir vel útfært
spil ÍA. Fleiri urðu mörkin ekki í
hálfleiknum en ÍA var meira með
boltann.
Skagastúlkumar hófu seinni
hálfleikinn á svipaðan hátt og þær
léku í fyrri hálfleik. Á 53. mínútu
var Ásta Benediktsdóttir aftur á
ferðinni og skoraði með skoti utan
úr teig. Eftir þetta annað mark ÍA
komu Stjömustúlkumar meira inn
í leikinn en þeim tókst ekki að skora
fyrr en skömmu fyrir leikslok. Þá
skaut Guðrún Vala Ásgeirsdóttir
skoti utan teigs, boltinn fór í vam-
armann, breytti um stefnu og fór
inn í markið. Fleiri urðu mörkin
ekki og 2:1 sigur ÍAþannig í höfn.
Þess má geta að LA varð íslands-
meistari kvenna f knattspymu í
fyrra en Valur bikarmeistari. Nú
er allt útlit fyrir að Valur verði ís-
landsmeistari í ár þannig að Skaga-
stúlkumar eru staðráðnar í að vinna
þær í bikarúrslitaleiknum.
Morgunblaötö/Bjami
Halldóra Gylfadóttir, fyrirliði ÍA, sem hér sést í leik við KR, leiddi lið sitt
til sigurs gegn Stjömunni í undanúrslitum bikarkeppni kvenna. ÍA og Valur
munu eigast við í úrslitum bikarsins.
í TILEFNI AF 10 ÁRA AFMÆLI BORGARLJÓSA
VEITUM VID 10% AFSLÁTT AF ÖLLUM LÖMPUM
í VERSLUN 0KKAR TIL L0KA ÁGÚSTMÁNAÐAR
Aðalbúöin hl. Siglufiröi. Arvirkinn hl. Scltossi. Einar Guötinnsson hl. Bolungarvik. HúsiB StykkishBlmi. iönas Þót PatrekstirBi. Kaupfélag ftangæinga Hvolsvelli. Kaupfélag SkagfiiBinga SauBarkróki.
Kjarni sf. Vestmannaeyjum. KASK - Höfn, Ijós og raftæki Hatnarliröi. Úsbær Blönduósi ðttar Sveinbjörnsson rafverktakr Hellissandi. Radiovinnustofan Akureyii. Ralsjí hf. Sauöáikróki.
Grímur og Arni Húsavík. Raftækjavinnustofan sf. Olafsfiröi, R.Oiafbúö Keflavik. Sigurdör ióhannsson rafverktaki Akranesi. Straumur hf. Isafiröi. Sveinn Guömundsson rafverktaki Egilsstöðum.
Sveinn ð. Elíasson NeskaupstaB G.H Garöabæ