Morgunblaðið - 11.08.1988, Page 51
51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTJR FTMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 19S8
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Bielatowicz hættur
- hjá Breiðabliki. Vignir Baldursson og Sigurður Þorsteinsson taka
við stjórninni. Einnig breytingar hjá Þrótti þarsem Þorsteinn Friðþjófs-
son hefurverið ráðinn liðsstjóri, Magnúsi Bergs til aðstoðar
SAMKOMULAG hefur orðið á
milli stjórnar knattspyrnu-
deildar Breiðabliks og pólska
þjálfarans Gregorz Biel-
atowicz, að hann hœtti þjálf-
un hjá félaginu.
Ihans stað hafa Vignir Bald-
ursson, fyrrum leikmaður
Breiðabliks, og Sigurður Þor-
steinsson, þjálfari, og fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, verið ráðnir
sem þjálfarar.
Breiðabliki hefur ekki gengið
sem best í annarrar deildar slagn-
'um í sumar, og nú að afloknum
11 umferðum er liðið einungis
með 10 stig og á í mikilli fallbar-
áttu. Næsti leikur liðsins er gegn
Selfossi fyrir austan fjail og mæta
þeir þar gömium þjálfara sínum,
sem nú stýrir Selfyssingum, og
verða Breiðabliksmenn að taka
sig rækilega á eigi 3. deildin ekki
að blasa við þeim.
Þorsteinn Friðþjófsson rðð-
inn tii Þróttar
Þá eiga Þróttarar ekki síður í
miklum erfiðleikum í annarri
deildinni; eru í neðsta sæti með 7
stig og í gær var gengið frá því
Þorsteinn Friðþjófsson mun
stjóma liðinu á æfingum og í leikj-
um það sem eftir er sumars og
mun Magnús Bergs, þjálfari og
leikmaður með liðinu, einbeita sér
að því að spila með. Þorsteinn
þjálfaði Þróttarliðið um tveggja
ára skeið fyrir nokkrum árum, er
það var í 1. deild. Hann er nú
þjálfari hjá Leikni í 3. deild, og
réði sig til Þróttar í góðu sam-
ræmi við Leiknismenn.
HANDKNATTLEIKUR / VINATTULANDSLEIKUR
Allter gott
sem endar vel
„VIÐ GERUM okkar, gerum
okkar, gerum okkar, gerum
okkar besta/ og aðeins betur
ef það er það sem þarf..."
syngja íslensku landsliðmenn-
irnirn á rétt óútkominni plötu
sinni. Þeir voru minnugir lags-
ins í gœr, tóku sig mikið á frá
fyrri vináttulandsleiknum við
Frakka, og sigruðu gestgjafana
sannfœrandi með þriggja
marka mun. Sigurinn í leiknum
var síst of stór.
36% nýting
Ljóst var að ekkert annað en sig-
ur kom til greina í gærkvöldi, en
erfíðir leikir undanfama dagá sátu
greinilega í sumum. Tuttugu og ein
sókn misheppnaðist í fyrri hálfleik,
og segir það sitt um einbeitinguna
og þreytuna. Sóknimar voru stutt-
ar, skotið var úr lokuðum færum
og þá létu strákamir einnig verja
hjá sér þar sem flestir hefðu undir
venjulegum kringumstæðum skor-
að.
Fljótlega var ljóst hvert stefndi,
þó jafnt væri á flestum tölum
í 35 míútur. Baráttan var mikil í
íslenska liðinu; vömin þétt til að
byija með og Guð-
mundur öraggur í
markinu. Hins vegar
var stundum sem
leikmenn ætluðu að
skora tvö mörk í hverri sókn. Æs-
ingurinn var full mikill, og í stað
þess að ljúka dæminu, og ná afger-
andi forystu, náðu Frakkar hraða-
upphlaupum hvað eftir annað, og
héldu í við okkar menn.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifarfrá
Frakklandi
„Þetta hefur verið mikið álag á
okkur og þreytan kom berlega í ljós
hjá mér,“ sagði Alfreð Gíslason,
sem átti sex skot að marki - fímm
framhjá og eitt varið.
Hraðaupphalup
Hraðaupphlaup íslenska liðsins
gengu ekki vel í fyrri hálfleik og
homamennimir fundu sig ekki.
„Látum hendur standa fram úr
ermum - og ekkert þras,“ segir í
söngtextanum, og eftir hlé varð
breyting til hins betra. Sóknarleik-
urinn varð markvissari, kerfin
gengu upp og yfirburðimir sáu
dagsins ljós í rökkrinu í höllinni,
en lýsing var mjög slæm eins og í
leiknum í fyrrakvöld.
U6a
Allt annað var að sjá til íslenska
liðsins, heldur en í fyrri leiknum.
Það vanmat mótheijana í fyrra-
kvöld og lék baráttulaust með hang-
andi haus, en nú var ekkert slíkt
til staðar. Engu að síður náðu strák-
amir sér misjafnlega á strik. Guð-
mundur varði mjög vel, og Kristján
stóðst álagið með sóma, en mest
hefur rejmt á hann og Alfreð í ferð-
inni. Þorgils Óttar var sprækur og
Júlíus sýndi hvers hann er megnug-
ur eftir mikla hvíld að undanfömu.
Holm
Landsliðið kemur heim í dag og
fær sitt fyrsta helgarfrí síðan æf-
ingar hófust í bytjun júní. Reyndar
fara þeir í þrekpróf á mórgun, en
eftir helgi hefst síðasti kaflinn í
lokaundirbúningum fyrir Ólympíu-
leikana, og prófraunin verður á
Flugleiðamótinu í lok ágúst.
Kristján Arason.
Frakkl.-ísland
23 : 26
Vináttulandsleikur í handknatUeik f
Sedan í Frakkiandi miðvikudaginn 10.
ágúst 1988
Gangur leiksins:0:l, 1:1, 2:2, 3:3, 4:4,
5:5, 7:5, 7:6, 8:6, 8:7, 9:7, 9:9, 10:10,
11:11, 12:12, 13:13, 14:14, 15:15,
15:19, 17:19, 17:21, 18:22, 20:22,
20:23, 21:24, 22:26, 23:26.
Mörk fslands: Júlfus Jónasson 6,
Kristján Arason 6/2, Þorgils Óttar
Matthiessen 5, Bjarki Sigurdsson 4,
Sigurður Gunnarsson 2, Jakob Sigurðs-
son 2, Guðmundur Guðmundsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson
16/1
Ut&n vallar: 6 mín. og ein útilokun.
Mörk Frakklands: Volle 6, Monthurel
5, Portes 2, Perreux 2, Mahe 2, Latho-
ud 2, Derot 2, Debureau 1, Auxenfans
1.
Varin skot: Medard 12, Thiebaut 6
Utan vallar: 6 mín.
Áhorfendun 800
Dómarar: Rauchfuss og Buchda frá
A-Þýskalandi dæmdu ágstlega.
ÍÞRftmR
FOLK
■ STEVE Archibald kaus að
taka tilboði skoska félagsins Hi-
bemians frekar en Liverpool þar
sem Skotarnir buðu honum lengri
samning, þijú ár í
stað tvéggja.
■ TREVOR
Hebbard hefur ver-
ið seldur frá Oxford -
til Derby fyrir 400.000 pund. Art-
hur Cox, stjóri Derby, hefur því
fjárfest mikið í sumar. Áður hafði
hann nælt í Paul Goddard frá
Newcastle fyrir 450.000 pund og
Nick Pickering frá Coventry fyrir
250.000. Þá kom útheijinn John
Chiedozie frá Tottenham án þess
að Derby þyrfti að greiða fyrir
hann.
■ LYFJAPRÓF verða tekin upp
í skosku knattspymunni í vetur.
Tveir leikmenn úr hvora liði verða
prófaðir eftir einhveija 10 leiki í
úrvalsdeildinni í vetur, einnig eftir
úrslitaleik skosku bikarkeppnnnar
svo og úrslitaleik deildarbikar^
keppninnar.
■ GRAEME Souness stjóri
Glasgow Rangers er þekktur fyrir
að eyða miklu fé í kaup á leikmönn-
um, en svo virðist sem hann hafi
alveg efni á því. Rangers er eitt
ríkasta félag á Bretlandseyjum og
ekkert lát virðist vera á peninga-
streyminu í kassa þes's. Nú begar
hafa verið seldir 21.000 ársmiðar á
heimaleiki vetrarins, sem gefíð hef-
ur 4 milljónir punda í aðra hönd.
Það eru um 320 milljónir ísl. króna. ^
Forráðamenn félagsins vildu ekki
selja fleiri ársmiða, en ásóknin í þá
var svo mikil að félagið varð að
endursenda 100.000 pund til þeirra
sem skrifað höfðu og falast eftir
miðum. Nær öraggt er að uppselt
verði á hvem einasta heimaleik liðs-
ins í vetur, en áhorfendastæðin
rúma 44.000 manns. Þá hefur fé-
lagið í sumar gert auglýsingasamn-
inga sem gefa því 3 milljónir punda
í vasann!
■ STEVE Hodge fer frá Tott-
enham til Nottingham Forest eft-
ir ailt saman. Eins og greint var frá
í gær höfðu félögin komið sér sam-
an um verð fyrir hann, 575.000
pund, en Hodge gat ekki sætt sig_
við þau launakjör sem Forest bauif^
Í gærmogun skipti hann svo um
skoðun og ákvað að fara til síns
gamla félags.
FráBob
Hennessy
í Englandi
GOLF / NORÐURLANDAMÓTIÐ
„Teljum Útfar eiga
möguleika á sigrí“
- sagði Jóhann R. Benediktsson landsliðseinvaldur
er hann tilkynnti skipan íslenska liðsins í gær
„VIÐ teljum að Úlfar Jónsson
eigi raunhæfa möguleika á
sigri og að íslandsmelstarinn
Sigurður Sigurðsson sem verð-
ur á heimavelli gæti líka bland-
að sér í baráttuna," sagði Jó-
hann R. Benediktsson landslið-
seinvaldur f golfi f gær þegar
hann tilkynnti fslenska liðið
sem leikuró Norðurlandamót-
inu sem fram fer helgina 20.
og 21. ágúst á Hólmsvelli
■ÆT
Islenska liðið verður skipað 14
kylfíngum, 9 í karlaflokki og 5
stúlkum. Öll Norðurlöndin senda
keppendur á mótið og verða þeir
54, 33 í karlaflokki
Bjöm og 21 í kvenna-
Blöndal flokki.
skrifar Jóhann R. Bene-
diktsson valdi karla-
liðið og Kristín Pálsdóttir landslið-
seinvaldur í kvennaflokki valdi
kvennaliðið. Karlaliðið verður skip-
að eftirtöldum kylfíngum: Úlfari
Jónssyni GK, Sigurði Sigurðssyni
GS, Sveini Sigurbergssyni GK,
Hannesi Eyvindssyni GR, Hilmari
Björgvinssyni GS og Tryggva
Traustasyni GK, sem skipa íslensku
sveitina. Auk þess keppa þeir Gunn-
ar S. Sigurðsson, Siguijón Amars-
son og Bjöm Knútsson GK í keppni
einstaklinga, en það land sem held-
ur keppnina fær að senda 4 auka-
menn í keppnina, 3 í karlaflokki
og 1 í kvennaflokki.
Kvennasvaltin
Kvennasveitin verður skipuð
þeim Steinunni Sæmundsdóttur
GR, Karen Sævarsdóttur GS, Ragn-
hildi Sigurðardóttur GR og Ásgerði
Sverrisdóttur GR. Auk þess tekur
Alda Sigurðardóttir GK þátt í ein-
staklingskeppninni. Kristín Páls-
dóttir landsliðseinvaldur sagði að
stúlkumar hefðu æft vel að undan-
fömu og hún hefði ekki séð þær
æfa jafn markvisst fyrr. Þetta hefðu
þær lært hjá John Gamer landsliðs-
þjálfara. Kristín sagði að forgjöf
kvennaliðsins vera þá lægstu sem
liðið hefði haft, en ekki taldi hún
að liðið ætti raunhæfa möguleika á
verðlaunasætum.
SJálfstraust
Úlfar Jónsson var á Hólmsvellin-
Morgunblaöiö/Bjöm Blöndal
Islenska landsliðið í golfí á Hólmsvelli í Leiru í gær, ásamt landsliðsein-
völdunum Jóhanni R. Benediktssyni, sem er aftast til hægri og Kristinu Páls-
dóttur, fremst til hægri.
um í Leira í gær eftir vel heppnaða
keppnisferð til Sviss. Úlfar sagðist
ætla að hvfla sig í tvo þijá daga
áður en hann tæki upp þráðinn að
nýju. Mótið í Sviss hefði gefið sér
aukið sjálfstraust eftir fremur slaka
daga á íslandsmótinu og hann væri
staðráðinn í að gera sitt besta. Því
er við að bæta að Úlfari hefur geng-
ið vel f keppni í Leirunni, þar vann
hann sinn fyrsta íslandsmeistaratit-
ill og hann á vallarmetið á 72 holum
sem er 284 högg er hann setti í
fyrra.
Ttlbúlnn
Sigurður Sigurðsson nýbakaður
íslandsmeistari verður á heimavelli#H
á Norðurlandamótinu. Sigurður
sagði að mótið legðist vel í sig og
hann væri tilbúinn í slaginn.
Jafnframt mótinu fer fram Norð-
urlandaþing í golfi og þar er vitað
um að Danir ætla að leggja fram
tillögu þess efnis að áhugamanna-
lögin verði rýmkuð. Þar verður
meðal annars lagt til að áhugamenn "
megi þiggja ferðir og hótelgistingu
sem verðlaun fyrir sigur á mótum.