Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
Jón Helgason landbúnaðarráðherra:
Afnám vetrarbeitar er
undirstaða uppgræðslu
SdfoasL
Landbúnaðarráðuneytið mun
leg-gja mikla áherslu á friðun
lands þar sem beitarálag er mik-
ið og hætta á gróðureyðingu eða
hún þegar hafin. Þetta kom með-
al annars fram í máli Jóns Helga-
sonar landbúnaðarráðherra í
kynnisferð ráðuneytisins um
Suður- og Suð-Austurland á
fimmtudag. Jon sagði brýnasta
verkefnið í uppgræðslumálum
vera i Mývatnssveit þar sem
Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri virðir fyrir sér öflugan
vöxt melgresisins i Skógey.
draga þyrfti verulega úr beit.
Einnig væri brýnt að stöðva sauð-
fjárbeit í Gullbringusýslu eins og
sýslunefndin þar hefði beðið um.
I kynnisferðinni var farið um
landsvæði þar sem beitt hefur verið
sérstöku átaki við uppgræðsluna á
4 þúsund hektara svæði í Skógey
í A-Skaftafellssýslu. Þar hafa vam-
argarðar verið settir upp til að
hemja Homafjarðarfljót og Hof-
fellsá. Einnig hefur þar verið sáð
melgresi og öðrum tegundum með
skjótum árangri.
Farið var auk þess um svæði þar
sem góður árangur hefur náðst á
undanfömum árum með búhátta-
breytingum, einkum afnámi vetrar-
beitar, svo sem í Meðallandi, Mýr-
dal, á Skeiðarársandi, Mýrdals-
sandi, Stjómársandi og á Skógar-
sandi. Landbúnaðarráðherra og for-
svarsmenn þeirra stofnana sem
vinna að gróðurvemd, landgræðslu
og skógrækt lögðu mikla áherslu á
að afnám vetrar- og vorbeitar væri
undirstaða árangurs í uppgreiðslu.
Forsenda árangurs uppgræðsl-
unnar á söndunum er stokkun ánna
með vamargörðum og greinilegt
að gróður tekur fljótt við sér þegar
ámar hætta að „flækjast" um sand-
ana. Sumstaðar er gróðurinn aðeins
hárahendingur eins og Jón land-
búnaðarráðherra orðaði það að
hætti Skaftfellinga en sagði árang-
urinn greinilegan.
Sturla Friðriksson hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins lét
þess getið í ferðinni að með upp-
græðslu sandanna mætti ná því að
gróið land yrði jafn mikið að flatar-
máli og talið er að hafi verið á land-
námsöld. Egill Jónsson alþingis-
maður fullyrti að um næstu alda-
mót yrði Austur-Skaftafellssýsla
algróin, þar myndi ekki sjást steinn
nema í árfarvegi.
Auk uppgræðslusvæða voru
skógræktarsvæði skoðuð og starf-
semin kynnt í skógræktarstöðinni
á Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem
nokkur hundmð þúsunda plantna
eru í uppeldi. Sig. Jóns.
Morgunblaðið/RAX
Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og Nancy Ruwe
sendiherrafrú. Myndin var tekin í fyrradag þegar Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra og fylgdarlið kom til Washington frá Norfolk.
Bandaríkin þarfnast
fríverslunarsamn-
ings frekar en Island
- segir Nicholas Ruwe sendiherra Bandaríkjanna
Washington. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunbladsins
„EF EINHVER þarfnast friversl- ríkjanna á íslandi í samtali við
unarsamnings milli Banda- Morgunblaðið, nokkru áður en
ríkjanna og íslands, þá eru það opinberri heimsókn Þorsteins
Bandaríkin,“ sagði Nicholas Pálssonar, forsætisráðherra, til
Ruwe, sendiherra Banda- Bandaríkjanna lauk.
Skýrsla um öryggismál í flugi:
Flugkennslu er mjög ábótavant
REGLUR um flugkennslu og flugskóla eru ófullkomnar, ekki er
farið eftir þeim, flugskólar eru vanbúnir tækjum og mannafla og eru
f hömlulausri samkeppni sin i milli, námsefni er ófullkomið, losara-
bragur er á starfsemi flugskóla, umgengni um flugvélar er oft ábóta-
vant. Þetta eru glefsur úr skýrslu, sem unnin var á vegum samgöngu-
ráðherra um öryggi í flugmálum á íslandi. Fimm manna nefnd, sem
Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra skipaði til þessa verks í
júlí í fyrra, skilaði niðurstöðum sínum í desember. Flugráð fjallar
nú um skýrsluna og þær tillögur til úrbóta sem nefndin setur fram.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu atriðum þess kafla skýrsl-
unnar sem fjallar um fiugskólamál og menntun flugmanna.
Samtals 11 flugrekendur stunda er af skomum skammti. Landssími
kennsluflug að einhveiju marki á
landinu og hafa þeir allir hlotið flug-
rekstrarleyfi og flugkennsluleyfi
hjá samgönguráðuneyti og Flug-
mála8tjóm. í skýrslunni segir, að
engin reglugerð eða reglur séu til
um það hveijir megi standa fyrir
bóklegri kennslu einkaflugmanna,
né hvaða kröfur þurfi að uppfylla
til þess. Kennsla f bóklegum fræð-
um fer enn fram eins og hún hefur
alla tíð gert, eða á um það bil
þriggja mánaða kvöldnámskeiðum
sem stærri flugskólamir halda.
Flugmálastjóm samþykkir þó f
hveiju tilviki námskeiðin, námsefn-
ið og kennarana. Kennarar á nám-
skeiðunum eru venjulega starfandi
fagmenn svo sem veðurfræðingar,
flugliðar eða flugvéltæknar, en oft
kenna flugkennarar einnig bókleg
fræði. Þvf hafa kennarar mismikla
reynslu og kennsluaðferðir þeirra
era mismunandi og misgóðar, enda
oftast heimatilbúnar, segir í skýrsl-
unni. Þá segir þar að engar reglur
séu til sem skilgreina hvaða skil-
yrði kennarar slfkra bóklegra
greina verða að uppfylla. Væntan-
legir kennarar verði að taka hæfni-
próf þjá loftferðaeftirlitinu áður en
námskeiðið hlýtur samþykki Flug-
málastjómar og hafa þau próf
stundum farið á ýmsan veg.
önnur helstu aðfinnsluefni f
skýrslunni em m.a. að engin ein
kennslubók er til á fslensku í bók-
legum fræðum einkaflugmanna.
Það er mjög bagalegt, þar sem
enskukunnátta margra fiugnema
íslands gefur út leyfisbréf til m.a.
flugmanna samkvæmt reglugerð
um rekstur radfóstöðva. Útgáfa
þessi er framkvæmd án þess að
gengið sé úr skugga um þekkingu
eða fæmi væntanlegs handhafa
lejrfisbréfeins. Flugskólastarfið er
sagt vera oft nokkuð laust í reipun-
um og að stundum virðist skorta
innra eftirlit í flugskólunum þannig
að þeir fari ekki eftir eigin reglum.
Mannaskipti við skólana em tíð og
brenna vill við að gögn og hand-
bækur fari á flæking eða glatist.
Þá segir að losarabragur sé á því,
hversu mikla verklega þjálfun
einkaflugmaður fær fyrir atvinnu-
flugpróf og mun vera nokkur mun-
ur á milli flugskólanna hvað það
varðar. Um blindflugsnám segir,
að ekki séu gerðar neinar sérstakar
eða tilteknar kröfur um raunvera-
lega blindflugsreynslu kennaranna.
Um hæfniþjálfun og síþjálfun
segir að mikill misbrestur sé á að
framkvæmd sé í samræmi við regl-
ur Flugmálastjómar. Þessi þjálfun
er skilyrði fyrir endumýjun
flugskírteina.
Starfeemi flugskólanna fær enn
frekari gagnrýni. Um rekstur flug-
skóla og útibúa stærri flugskólanna
sem starfa utan Reykjavíkur og
Akureyrar er sagt að reynslan af
þeim sé misjöfn. Nemendur hafi
fengið stopula kennslu og vanist
aðha)dsley8i við vafasöm skilyrði.
Borið hafi á því að nemendur sem
læra til einkaflugréttinda f flugskól-
um úti á landi séu illa búnir undir
flugvallaumferð og stjómað flug.
Taumlaus samkeppni skólanna
veldur þeim stöðugum flárhagserf-
iðleikum sem getur komið niður á
viðhaldi flugvéla. í skýrslunni er
sagt, að flugvirkjar skrifi flugvélar
iðulega út úr skoðun, þótt þær upp-
fylli ekki kröfur til þess flugs sem
þær vom samþykktar og skráðar
til. Umgengni um flugvélamar er
oft ábótavant og stuðlar það að
kæmlpysi væntanlegra einkaflug-
manna, segir skýrslan.
Bókleg námskeið fyrir væntan-
lega flugkennara hafa ekki verið
haldin, heldur hefur sjálfenám verið
látið duga. í ráði er þó að bæta úr
þessu samkvæmt reglugerðar-
ákvæði um útgáfu flugskírteina:
„Flugmálastjóm getur ákveðið, að
bóklegt flugkennaranám sé stundað
á sérstöku námskeiði sem hún við-
urkennir.“
Talsverð ásókn er meðal ungra
atvinnuflugmanna í að afla sér flug-
kennararéttinda og fá sfðan vinnu
við flugskólana til þess að safna
flugtímum. Flestir starfandi flug-
kennarar em ungir menn sem bíða
eftir að fá starf hjá flugfélögunum.
Flugskólamir nota sér samkeppn-
ina, segir skýrslan, og laun kennara
em lág. Mörg dæmi em um að flug-
nemi hafi haft marga kennara
hvem eftir annan, sem kenndu að
því er virðist án samráðs sín í milli,
segir í skýrslunni. Oft hafi verið
farið yfir námsefnið og einstakar
æfingar án samhengis, þótt spjald-
skrám sé ætlað að koma f veg fyr-
ir það.
Úrbætur
Nefndin setur síðan fram tillögur
um úrbætur, eftir að hafa gert grein
fyrir ástandi flugkennslumála hér
á landi og borið saman við tilhögun
kennslunnar í nokkram nágranna-
löndum. Tillögumar um flugskól-
ana em í níu liðum og er hér á
eftir greint frá helstu efnisatriðum
þeirra.
Lagt er til að reglugerð um flug-
skóla verði endurskoðuð og að
umsækjandi um leyfi til að mega
stunda flugkennslu verði að sýna
fram á fjárhagslega getu sína til
að vera fær um að uppfylla strang-
ar kröfur um flugskóia, enda verði
kröfunum fylgt fast eftir. Lagt er
til að séð verði til þess að óhófleg
samkeppni skapist ekki milli flug-
skólanna og sagt æskilegt að flug-
kennslan verði aðallega á
Reykjavíkursvæðinu eða á Akur-
eyri. Þá er lagt til að a.m.k. yfir-
kennari flugskóla verði fastur
starfemaður, að flugvirki hafi dag-
legt eftirlit með kennsluflugvélum,
að kennslan verði að vera á per-
sónulegum gmndvelli og að skól-
amir verði að hafa góðan aga á
nemendum og kennuram.
Nefndin leggur til að gefið verði
út námsefni á íslensku og að keypt
verði tvö flugþjálfunartæki, annað
fyrir eins hreyfils flugþjálfun og
hitt fyrir tveggja hreyfla flugþjálf-
un. Lagt er til að settar verði regl-
ur um hveijir megi standa fyrir
bóklegri kennslu til einkaflugs,
hvaða skilyrði þeir verði að uppfylla
til að fá slík leyfi og halda þeim
og um hæfniskröfur til kennara.
Nefndin leggur mikla áherslu á að
komið verði skipulagi á nám og
þjálfun flugkennara.
Lagt er til að heimildir til að
nemendur noti eigin flugvélar í
flugnámi verði þrengdar. Þá er loks
lagt til að komið verði á fót einum
skóla til atvinnuflugkennslu og sú
kennsla fari fram á háskólastigi
innan vébanda verkfræðideildar
Háskóla íslands.
Þessa neftid skipuðu Jóhannes
R. Snorrason, Karl Eiríksson for-
maður, Leifur Á. Ámason, Pétur
Einarsson og Skúli J. Sigurðarson
ritari. Flugráð hefur þessa skýrslu
nú til meðferðar og mun skila áliti
um hana á næstu dögum.
Ruwe sagði margir bandarískir
kaupsýslumenn kæmu til sín í
sendiráðið og að þeir væm sam-
mála um að þeir gætu sjaldnast
keppt á íslenskum markaði vegna
tolla. „Það sem kemur fyrst í hug-
ann em aðvitað bflar. Eg held að
ísiendingar hafí ekið japönskum
bflum nógu lengi til að komast að
því að bandarískir bflar era miklu
betri,“ sagði sendiherrann.
„’Eg er ekki að gera að gamni
mínu þegar ég segi, að ef einhver
þarf á viðskiptaviðræðum að halda
þá eru það Bandaríkjamenn." Ruwe
sagði að samkeppnisstaða banda-
rískra fyrirtælga á íslandi væri erf-
ið.
Ruwe sagði að samskipti Banda-
ríkjanna og íslands væru mikilvæg
fyrir báða aðila: „Heimsókn Þor-
steins sýnir Bandaríkjamönnum,
íslendingum og kannski ekki síður
öðram þjóðum hversu góð sam-
skipti ríkjanna era. Heimsóknin
sýnir að Bandaríkjastjóm lítur á
samskipti ríkjanna sem mikilvæg
og að henni er ekki sama um hvem-
ig þau eru,“ sagði Ruwe þegar hann
var spurður um það hvað heimsókn
Þorsteins Pálssonar þýddi fyrir
samskipti íslands og Banda-
ríkjanna. „Samskipti okkar era
mjög mikilvæg og þvf er ekki sama
hvemig þau em.“ Ruwe sagðist
vona að heimsóknin færði þjóðimar
hvora nær annarri: „Vinátta íslands
og Bandaríkjanna stendur traustum
fótum og ég vona að heimsókn for-
sætisráðherra styrki undirstöður
vináttu landanna enn meira,“ sagði
Ruwe.
„Við tókum eftir því að forsætis-
ráðherra íslands hafði aldrei verið
boðið í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna," sagði Ruwe þegar
hann var spurður að því hvers vegna
Þorsteini Pálssyni, forsætisráð-
herra, var boðið í opinbera heim-
sókn til Bandaríkjanna. „Eitt af því
besta sem forseti Bandaríkjanna
getur gert er að bjóða þjóðhöfðinga
eða forsætsráðherra annars lands I
opinbera heimsókn." Ruwe sagði
að ísland væri góð vinaþjóð Banda-
ríkjanna, enda löndin bæði
íNATO.„Það sem við höfum orðið
vitni að undanfama daga, er að
stærsta og öflugasta land NATO,
bauð forsætisráðherra smæsta að-
ildarrfldsins, í opinbera heimsókn.
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti
tók á móti Þorsteini Pálssyni, for-
sætisráðherra ykkar sem félaga og
samheija, en þó fyrst og fremst sem
jafninga," sagði Ruwe.