Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 22
22
riMORGPNBfcABID, SUNNUDAGUR-l^ ÁGÚST-t9S8" ~
INGIBJÖRG THORS
1894-1988
Ingibjörg- Thors. Myndin var tekin 1963.
Ingibjörg Thors lést í Reykjavík
hinn fimmta þessa mánaðar nær
94 ára að aldri, en hún var fædd
21. ágúst 1894.
Hún var hin sjöunda í röð átta
bama þeirra hjóna Indriða Einars-
sonar rithöfundar og hagfræðings
og Mörtu Maríu Pétursdóttur
Guðjohnsen.
Ingibjörg fæddist í Tjamargötu
3, þar sem þá var heimili þeirra
Mörtu og Indriða. Og þar ólst hún
upp. Húsið stóð á tjamarbakkanum
eða því sem næst og reyndar á
Austurvelli, sem áður fyrr var mun
stærri en ferhymdi bletturinn, sem
nú er framan við Alþingishúsið.
Þetta hús byggði ömmubróðir Ingi-
bjargar, Ludvig Knudsen, á sinni
tíð og í þessu húsi ólst hún upp í
stórum og glaðværum systkinahópi.
Indriði Einarsson var hagfræð-
ingur að mennt og var brautryðj-
andi á því sviði því að hann lauk
fyrstur íslendinga háskólaprófi í
þeirri grein. Hann var síðan ná-
tengdur íslensku fjármálalífí lengst
af starfsævinnar enda starfaði hann
nær fjórum áratugum sem endur-
skoðandi landsreikninga og skrif-
stofustjóri fjármáladeildar Stjóm-
arráðsins.
Marta móðir Ingibjargar var mik-
il hæfíleikakona, listhneigð og tón-
elsk eins og vikið verður að síðar.
Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir
á stjómmálum sem öðmm vanda-
málum samtíðarinnar. Var hún
sögð ódeig að láta skoðun sína í ljós.
Ingibjörg ólst upp í andrúmslofti
stjómmála, því að um þau efni var
mikið rætt og stundum deilt á heim-
ili foreldra hennar. Þangað komu
ýmsir forystumenn og áhugamenn
um pólitík þeirra tíma. Fjölskyldan
studdi landvamarmenn og síðar
gamla Sjálfstæðisflokkinn.
Það er í þessu sambandi athyglis-
vert að pólitík og þingmennska
fylgir Ingibjörgu ævilangt. Indriði
faðir hennar sat reyndar á Alþingi
um hríð. Svo var einnig um afa
hennar, Pétur Guðjohnsen, sem var
um skeið þingmaður Gullbringu-
og Kjósarsýslu — eins og síðar
maður hennar, Ólafur Thors, sem
um áratugi var þingmaður þess
lqördæmis.
Ingibjörg hefur því frá bemsku
fylgzt með gangi íslenzkra þjóð-
mála og haft gott færi á því að
kynnast áhrifamönnum og þeim
málefnum, sem efst vom á baugi í
stjómmálabaráttunni.
En heimilið í Tjamargötu 3 var
ekki aðeins vettvangur stjómmála-
umræðu og frelsisbaráttunnar. Þar
voru menntir hafðar í hávegum,
enda vom húsráðendur bæði tvö
afar listhneigð. Indriði var rithöf-
undur af lífí og sál og samdi leik-
rit, sögur og ljóð.
Tómas skáld Guðmundsson segir
um Indriða m.a. á þessa leið: „Hann
átti til að bera þann sjaldgæfa
hæfíleika að geta í einni leiftrandi
mynd, tilsvari eða setningu, bmgðið
upp heilli lífssögu og vakið viðburði
og aldarfar upp frá dauðum."
Þótt efni hafí einatt verið lítil,
var heimilisbragur léttur og glað-
legur. Fjölskyldan unni tónlistinni
enda var Marta dóttir Péturs Guð-
johnsen organista og alin upp við
tónlist frá blautu bamsbeini. Guð-
rún Indriðadóttir, systir Ingibjarg-
ar, segir um þetta í ritgerð: „Pétur
Guðjohnsen elskaði sönglistina og
var mikil rækt lögð við hana á
æskuheimili móður minnar, enda
var hún þar allra yndi. Bömin lærðu
vel söngfræði, einnig að leika á
hljóðfæri, gítar, fortepíanó og
flautu." Ingibjörg minntist þess oft
að móðir hennar tók fram gítarinn
í rökkrinu og spilaði Bach og kenndi
bömunum að syngja margraddað.
Anna Thoroddsen (Guðjohnsen)
móðursystir Ingibjargar segir í
æskuminningum sínum (Landnám
Ingólfs 1934,2.) frá heimsóknum
Guðjohnsen-ijölskyldunnar út í
Engey að fínna öðlinginn Kristin
Magnússon, besta vin þeirra, eins
og hún kemst að orði. Þar segir á
þessa leið: „Hann kom á hveiju
sumri á teinæringnum sínum í land
og sótti alla íjölskylduna okkar til
að vera heilan dag að skemmta sér
úti í eyjunni hans... Á þessum
ferðum sungum við margraddað
báðar leiðir á sjónum og þessar
sumarferðir vom hjartanlega með-
teknar og hlakkað til þeirra.“
Þama í Tjamargötunni mynd-
aðist vísir að tónlistarmiðstöð. Þar
varð t.d. til kvartettinn „Fóstbræð-
ur“ sem var undanfari karlakórs
með sama nafni. Að honum stóðu
frændur Ingibjargar, þeir Jón og
Pétur Halldórssynir, Einar Viðar
bróðir hennar og Viggó Bjömsson.
Ingibjörg naut góðs af því alla
ævi að svo skyldi hlúð að með-
fæddri tónlistargáfu hennar. Hún
unni tónlistinni alla tíð og sótti til
hennar hvíld og unað. Sjálf lék hún
mikið á píanó, æfði t.d. sum af
flóknustu verkum eftir Chopin og
Schuman.
Hún hafði gaman af því að reyna
sig við önnur hljóðfæri en píanóið.
Þannig man ég eftir því að skömmu
eftir að þau Ólafur fluttust í Garða-
strætið, var hún að læra að leika á
sög. Við rákum upp stór augu strák-
amir af þessu tilefni og vissum
ekki annað en að sagir væm til
þess eins að beita á spýtur. En svo
varð undmnin ekki minni, þegar
við fengum að heyra þá þýðu og
fögm tóna, sem komu úr þessu
sérkennilega hljóðfæri. En Ingi-
björg brosti að okkur, svolítið kímin
á svip.
Ingibjörg hóf nám í Menntaskóla
Reykjavíkur haustið 1908. Vom þá
tvær stúlkur í fyrsta bekk af 17
nemendum. Stundaði hún síðan
nám í skólanum eitthvað á þriðja
vetur. Hætti námi í þriðja bekk
þrátt fyrir góðan námsárangur.
Mátti síðar á henni skilja að henni
hafí ekki fallið andrúmsloftið í skól-
anum og þótt strákamir vera
heimaríkir. Trúlega hefur jafnréttið
í skólanum ekki náð langt á þeim
ámm. Ingibjörgu gramdist t.d. að
fá ekki að taka þátt í smíðum sem
þá vom kenndar í skólanum.
En hún hélt áfram að mennta
sig og það á mörgum sviðum. M.a.
lagði hún stund á teikningu hjá
Stefáni Eiríkssyni myndskera, sem
lengst af bjó í Grjótagötu 4 og hafði
þar vinnustofu sína. Var hún þar
samtímis Jóhannesi Sveinssyni
Kjarval, sem þá var að hefja list-
nám.
Ingibjörg var góður teiknari og
gerði auk þess fallegar vatnslita-
myndir. Þannig hafði hún marg-
þætta listræna hæfíleika og trúlega
er öll list af sömu rót mnnin.
Ingibjörg lagði sig mjög fram við
tungumálanám. Hún náði snemma
góðum tökum á dönsku og ensku.
Hún lagði einnig stund á frönsku-
nám hjá Thom Friðriksson, sem
kunn var fyrir þekkingu sína á
franskri tungu og nákvæmni í
kennslu. Vakti það athygli hve Ingi-
björg talaði góða frönsku þegar hún
kom til Frakklands í fyrsta sinn.
Tungumálaþekking hennar kom
sér vel og fékk raunhæft gildi, þeg-
ar Ingibjörg þurfti að standa við
hlið manns síns í samskiptum við
fulltrúa erlendra ríkja, sem bæði
var oft og víða.
En kunnátta hennar var henni
líka hvfld og dægradvöl. Hún las
alltaf mikið og mundi vel það sem
hún las. Hún fékkst oft við að leysa
enskar og danskar krossgátur og
trúi ég að hún hafi verið fljót að
ráða þær.
Hinn 3. desember 1915 giftist
Ingibjörg Ólafi Thors. Hún var þá
21 árs, en Ólafur 23. Hann var
orðinn einn af stjómendum „Kveld-
úlfs", sem var umsvifamesta at-
vinnufyrirtæki landsins. Hann var
þá enn ekki byijaður stjómmála-
þátttöku, en störfum hlaðinn við
stjóm útgerðarinnar. En brátt
hneigðist hugur hans að stjóm-
málum, og helgaði hann sig þeim
alveg fyrir miðjan aldur og allt til
æviloka.
Það mun varla ofmælt að hann
hafí verið atkvæðamesti stjóm-
málamaður íslands lengst af ævinn-
ar og sannarlega einn sá vinsæl-
asti. En það reyndi einatt mikið á
hann, bæði að halda saman stómm
flokki og að beijast fyrir þeim
umbótum og réttlætismálum sem
hann helgaði líf sitt.
Hann var gæfumaður og gæfan
fylgdi verkum hans. Og þessa gæfu
skapaði hann ekki einn og sjálfur.
Það fer ekki milli mála að Ingibjörg
kona hans var mikill gæfusmiður.
Það var samstarfsmönnum og vin-
um Ólafs öldungis Ijóst að Ólafur
studdist mjög við konu sína í leit
að leiðum og skynsamlegum úrræð-
um í hverskyns vanda, sem við var
að etja. Hann bar undir hana alla
hluti sem honum þótti einhveiju
varða.
Einn nánasti samverkamaður
Ólafs, Pétur Ottesen, sem líka var
heimagangur í Garðastrætinu, segir
á þessa leið um Ingibjörgu: „Bar
hún með manni sínum hita og
þunga starfsins í daglegri önn og
kunni Ólafur Thors sjálfur bezt að
meta það ...“
Annar náinn vinur þeirra hjóna,
Halldór Hansen læknir, segir um
Ólaf: „En mesta lán hans í lífinu
hygg ég að hafi verið æskuástin
hans, er entist til æviloka. Frú Ingi-
björgu, með sinni eindæma hjarta-
hlýju o g óbugandi jafnvægi á hveiju
sem gekk, mætti líkja við brimbtjót
í ölduróti hins daglega lífs hans.
Heimili hans var kastali í þess orðs
fyllstu merkingu og í því andrúms-
lofti var gott að vera.“
Enn má segja að sannist það sem
sagt hefur verið að á bak við góðan
stjómmálamann standi oftast góð
kona.
Ingibjörg var mikilhæf húsmóðir
á stóru og gestkvæmu heimili. Sem
Kveðja frá Sjálfstæðisflokknum
Hvarvetna þar sem Ingibjargar
Thors er getið kemur fram skýr
mynd af gáfaðri og góðviljaðri
mannkostakonu sem bæði var föst
fyrir, ráðholl og ómetanlegur
lífsforunautur eignmanni sínum,
Ólafí Thors, og móðir bömum
sínum.
Eftir að þau Ólafur Thors og
Ingibjörg gengu í hjónaband og
Ólafur valdist til forystu í Sjálf-
stæðisflokknum má segja að
runnið hafi saman í eitt saga þjóð-
arinnar, Sjálfstæðisflokksins og
lífshlaup þeirra Ólafs og Ingi-
bjargar.
íslendingum var það mikil gæfa
að á mestu umbrotatímum þessar-
ar aldar skyldi veljast til forystu
þjóðarinnar og sterkasta stjóm-
málaaflsins, Sjálfstæðisflokksins,
jafn einstakur leiðtogi og Ólafur
Thors var. Engum sem skoðar
sögu þessarar aldar blandast hug-
ur um að nær fjögurra áratuga
forystustörf Ólafs Thors á Al-
þingi, þar sem hann var ávallt af
áræðni í fylkingarbrjósti framfara
og frelsisbaráttu, mörkuðu dýpstu
sporin, þjóðinni til heilla. Þetta
er allt löngu alkunna og viðtekin
skoðun bæði samheija og and-
stæðinga Ólafs.
En allir, sem til þekktu, vissu
að Ólafur stóð ekki einn. Við hlið
Ólafs stóð alla ævi dáð og virt
eiginkona hans, frú Ingibjörg
Thors.
í ritverki sínu um Ólaf Thors
segir Matthías Johannessen:
„Smám saman uxu Sjálfstæðis-
flokkurinn og heimili þein-a Ólafs
og Ingibjargar saman.“ Á heimili
þeirra Ólafs og Ingibjargar má
því segja að hjarta Sjálfstæðis-
flokksins hafí slegið í tæpa þijá
áratugi. Þáttur Ingibjargar Thors,
er með rausn og skömngsskap
stóð við hlið manns síns, í fram-
gangi Sjálfstæðisflokksins er því
ómetanlegur og verðskuldar að
honum sé haldið á lofti.
Sjálfstæðismenn munu ávallt
eiga Ólafí Thors ógoldna skuld
að gjalda, en skuld okkar er ekki
síður við Ingibjörgu Thors, sem
stóð við hlið Ólafs sem óbifanlegt
bjarg ástar og umhyggju, hjálpar
og ómetanlegrar ráðgjafar. Sjálf-
stæðismenn eiga þann kost einan
að reyna að gjalda skuld sína með
því að standa dyggan vörð um
hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar,
sem þau Ólafur og Ingibjörg helg-
uðu líf sitt með svo áhrifamiklum
og eftirminnilegum hætti.
Sjálfstæðismenn þakka Ingi-
björgu Thors samfylgdina og leið-
sögnina sem reyndist svo vel og
senda ættingjum hennar og ást-
vinum öllum dýpstu samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn Pálsson
L