Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 forystumaður í þjóðmálum þurfti Ólafur Thors að hafa samband við mikinn fjölda manna og margir leit- uðu til hans bæði innanbæjarmenn og fólk utan af landi. Hann notaði tímann vel og bauð mönnum, sem hann þurfti að eiga viðræður við að borða heima hjá sér og sat fjöl- skyldan sjaldan ein til borðs. Hann hafði þann sið að vinna mikið heima hjá sér í Garðastrætinu, þótt hann hefði skrifstofu annars staðar, svo sem t.d. í Stjómarráðinu. Þetta jók á gestagang á heimili þeirra, eins og nærri má geta. Ingibjörg tók á móti þessu fólki með Ólafí og deildi geði við það. Hún mat mikils og hélt uppi íslenzkri gestrisni á heimili sínu en hafði andúð á bruðli og sýndar- mennsku. Heimilishaldið einkennd- ist af hófsemi og hagsýni húsmóð- urinnar. Henni var í blóð borin skynsamleg meðferð allra verð- mæta. Ekki var þetta þó einvörð- ungu efnahagslegt atriði í huga hennar. Það var líka siðferðilegt eftii, grundvallað á heiðarleika og virðingu fyrir öðmm. Til þess að geta veitt hjálparhönd þurfti að- gæzlu í eigin ranni. Og það er víst og áreiðanlegt að fátt fólk í þessum bæ var fúsara en þau hjónin að leggja náunga sínum lið. Auðvitað var þessi ráðdeild Ingi- bjargar bömum hennar holl lexía og gott fordæmi. En starfsfólk á heimilinu kynntist þessari reglu- semi líka og lærði að fara vel með efni og áhöld. Kona, sem lengi vann á heimili þeirra Ólafs, svaraði því til, er henni var hælt fyrir góða forstöðu á heimili: „Ja, þetta er nú minnst mér að þakka. Ég lærði þetta af henni frú Ingibjörgu Thors." Sjálfsagt hefur það verið fullmikil hæverska, en sýnir hvert álit starfsfólk hafði á húsmóður- inni. Hún vann sjálf mest á heimili sínu, kunni að stjóma og kenna öðmm verkin. Þau Ingibjörg og Ólafur eignuð- • ust fímm böm. Fmmburðinn, Thor Jensen, misstu þau á fímmta aldurs- ári hans. Þau sem upp komust em Marta, ekkja Péturs Benediktsson- ar bankasljóra, Thor, forsljóri ís- lenskra aðalverktaka, kvæntur Stefaníu Bjamadóttur, Ingibjörg, sem gift var Þorsteini Gíslasyni verkfræðingi, og Margrét, sem gift var Þorsteini Jónssyni flugmanni. Við systkinin á Hólavöllum vor- um heimagangar í Garðastrætinu. Var reyndar skammt á milli bæja. Varð bemskuvinátta okkar og bama Ingibjargar og Ólafs að ævi- löngu bræðralagi. Við voram alltaf velkomin og fundum að við vomm meðal vina. Því skal nú kveðja og þakka. Þakka tiygglyndi, holl ráð og hvatningu. Allt það góða göfug- lyndi sem okkur var þar alltaf sýnt. íslenzka þjóðin á þessum hjónum skuld að gjalda. Hún verður bezt greidd með því að við siglum í kjöl- far brautryðjendanna. Eflum með okkur hófsemi, áræði og víðsýni, sem megi fleyta okkur jrfír þá boða sem nú blasa við. Gemm við það mun framtíð lands og lýðs borgið. Árið 1949 ritaði Ólafur Thors grein um móður sína í bókina „Móð- ir mín“. Ég vil ljúka þessum fátæk- legu þönkum með því að vitna hér til orða Ólafs um foreldra sína. Þau eiga nefnilega ekki síður við um sjálfan hann og Ingibjörgu. „Þau kynntust ung og unnust hugástum upp frá því. Unnu hvort að sfnu og unnu saman. Áttu lang- an dag og skiluðu miklu dagsverki. Hún treysti guði og manninum sfnum. Hann átti aldrei neitt jafn dýr- mætt því trausti." Ásgeir Pétursson Frú Ingibjörg Thors var kona, sem ekki hafði sig mikið í frammi utan heimilis síns, en þó nóg til þess, að öll þjóð hennar leit upp til hennar með mikilli virðingu sem einnar fremstu hefðarkonu lands- ins. Ingibjörg Thors, þegar hún var 24 ára ára. Þessi mynd var á vegg við skrifborð Ólafs Thors meðan hann lifði. fullkomið hjá ömmu, allur matur góður, smákökumar bestar í heimi, röð og regla alls staðar, hvergi óreiða. Þetta var einn af homstein- um tilvemnnar og svona átti hann að vera. En þegar ég lít til baka núna verður mér ljóst, að amma hefur tekið húsmóðurstarfið sem prófesjón. Ekkert var tilviljun háð í hennar heimilisrekstri. Allir þættir hans vom unnir af viti og smekk. Mér virtist amma heldur alvarleg á þeim ámm, hún var kjölfestan í Garðastræti og hafði miklum skyld- um að gegna á erilsömu heimili og utan heimilisins. Síðan hef ég kynnst henni betur og veit að þetta stillilega yfírborð faldi einstakan húmor, og eftir að skyldunum lauk komst prakkarinn upp á yfirborðið. Hún var alin upp á heimili sem var svo glaðvært að menn komu þar við til þess að hlæja á leið heim til sín. Hún var næstyngst og í miklu uppáhaldi hjá stómm og stríðnum systkinahópi, en lét það ekki tmfla sig. Hún skírði fressinn sinn Jór- unni og læðuna Franz, og bað pabba sinn um 5 aura til að kaupa fyrir sígarettur þegar hún var 7 ára. Þegar hún hafði reykt nægju sína setti hún afganginn af pakkanum og eldspýtumar upp á hillu og hugði sér gott til glóðarinnar þegar hún kom heim úr skólanum daginn eft- ir. Þar sátu þá systur hennar um tvítugt í reykjarkófí og þrátt fyrir mikið skvaldur hafa mótmælin komist til skila því Lára hrópaði það sem síðan er orðtæki í fjölskyld- Hún var falleg kona og hlýleg í viðmóti, hæglát og stillt í skapi, ræðin og skemmtileg á góðum stundum, en þó aldrei margorð úr hófí. Ingibjörg var dóttir Indriða Ein- arssonar og frú Mörtu, dóttur Pét- urs Guðjohnsens, og átti þannig æsku sína og uppvöxt í glaðvæmm hópi foreldra og margra systkina, þar sem leiklist, bókmenntir og tón- list vom i hávegum hafðar. Hún varð því snemma bókelsk og sólgin í hvers konar fróðleik og menntun. Hún hélt alla ævi uppteknum hætti um að nota sem flestar tómstundir til lestrar góðra bóka. Þegar ég spurði hana nfræða, hvað hún væri að lesa um þessar mundir, sagðist hún vera að lesa enn að nýju kvæði Stefáns G. Stef- ánssonar. Ingibjörg giftist tvítug ólafi Thors og þá áttu þau framundan hálfrar aldar hjónaband, unz Ólafur lézt I árslok 1964. Svo má virðast sem þeir menn, sem veljast til mestrar forystu í lífsbaráttu og stjómmálum þjóðar sinnar, eigi öðmm fremur mikið undir þvf komið, að farsællega takizt um einkalff þeirra. Ólafur Thors var mikill ham- ingjumaður að eðlisfari, ég hef aldrei þekkt hans líka að björtu glaðlyndi, góðvild og stórbrotnum drengskap, né heldur burðarþoli, þegar mest reyndi á við efnahagsleg skakkaföll og örðugan þjóðarhag. En við alla þá hamingju, sem Ólafí Thors var í bijóst borin, bættist svo indælt heimilislff í ástrfkri sambúð við mikilhæfa konu og böm þeirra vel af guði gerð. Eitt sinn á yngri áram Ólafs Thors sagðist honum frá á þessa leið: Ekki hafði ég aldur til að hafa minnstu hugmynd um, hver gæfa mér var að hlotnast, þegar við Ingi- björg, lítt komin af bamsaldri, tók- um að fella hugi hvort til annars og láta okkur dreyma um, að við ættum eftir að eigast. Hér verður engu við bætt sem varpi skærari birtu á þann hug sem Ólafur Thors bar til konu sinnar á langri ævi. Kristján Albertsson Þegar ég var lítil var amma stilli- leg, með stóra hvíta svuntu og ekk- ert sérstaklega gefin fyrir böm. Ingibjörg Thors á unglingsárum. Hún réð yfír heimi á mörgum hæð- um í Garðastræti, sem byrjaði í skrftnu ferhymdu þakherbergi með gluggum allt um kring og endaði í kálgarði á neðsta stalli garðsins í Suðurgötubrekkunni. Böm ferðuð- ust á afturendanum niður gljáandi stigana milli hæða sem hver hafði sitt andrúmsloft, kontórinn hans afa með góðu vindlalyktinni og sól- fylltu svefnherbergin á annarri hæð og alvarlegri stofumar niðri. Kjall- arinn með þvottahúsi og taumllum og einhverjum rangölum af geymsl- um þar ostar stóðu í röðum og biðu þess að komast til nokkurs þroska svo þeir yrðu eins góðir og danskir ostar. Og það urðu þeir og vora borðaðir á ristuðu brauði uppi í eld- húsi og dmkkið te með. Manni fannst það sjálfsagt að allt væri unni: Guð minn góður, við emm að reykja sígarettur bamsins! Eftir að þau höfðu stofnað eigin heimili héldu systkinin áfram að hittast á hverjum degi heima I Tjamargötu 3. Þá var litla rauða húsið gult með grænu þaki og stóð inni í myndarlegum garði. Þótt húsið virtist lítið, var það eitt af þeim sem alltaf rúma einn ( viðbót og við kringlótt kaffiborð komast margir. Kliðurinn af samtalinu heyrðist niður að hliði enda skipst á misjöfnum skoðunum um málefni þessa heims og annars. Eitt af aðaleinkennum þessa heimilis var tónlistin. Marta María, móðir ömmu, var alin upp við tón- list, dóttir Péturs Guðjohnsens org- anista. Elsta systir hennar, Lára, var kostuð til náms og kenndi 14 systkinum sínum það sem hún lærði. Tungumál, handmenntir, tón- fræði og einnig að spila á píanó og gítar. Það er undarlegt til þess að hugsa á okkar tímum, að þessir miklu tónlistamnnendur skuli aldrei hafa fengið tækifæri til að heyra hljómsveit spila. Þau þekktu samt tónbókmenntimar og kynntust hljómsveitarverkum með því að spila þau á gítar, orgel eða fiórhent á píanó, en heyrðu þau aldrei öðm- vísi. Systkinin í Tjamargötu sungu margraddað við gítarleik tnóður sinnar og lærðu mörg að spila lista- vel á hljóðfæri. Einar Viðar var góður píanóleikari og mikill söng- maður. Hann lærði söng í Kaup- mannahöfn hjá Ara Jónssyni ópem- söngvara. Lára, systir ömmu, var líka píanisti, hún æfði sig enn á hveijum degi og spilaði Bach á níraeðisaldri. Amma lærði hjá Jóni Norðmann og spilaði alla tíð meðan heilsan leyfði, sérstaklega Chopin, Schumann og Bach. Á seinni árum gladdist hún yfír að hafa lifað nógu lengi til þess að kynnast drengjun- um sínum, eins og hún kallaði þá Prokofíev og Shostakovitsj. Heimilið í Tjamargötu 3 var menningarheimili. Auk tónlistar- innar vom bókmenntir, stjómmál og heimspeki daglegt brauð á þeim bæ, og bömin minntust þess að það var alltaf rætt við þau og spuming- um beint til þeirra eins og hinna fullorðnu. Þegar þess er spurt hvaða menntun þau systkinin hafa hlotið, finnst mér veigamesti þáttur svars- ins hljóti að vera: Þau vora alin upp í Ijamargötu 3. Ámma mín naut þess veganestis sem hún fékk í föðurgarði. Ekki síst þann aldarfjórðung sem hún var ekkja og þann áratug sem hún var bundin hjólastól og háð um- hyggju annarra. Hún var alltaf að lesa og mennta sig, og mundi það sem hún las. Það var gaman að læra af henni þvi hún fræddi mann með samræðum, en aldrei með ein- ræðum. Hún var fyndin og skemmtileg og gat verið einstak- lega hnyttin f mannlýsingum og til- svömm. Henni hefur þó vart verið ljóst á hvaða hátt hún kenndi manni mest. Það var með því fordæmi sem hún gaf. Hún kvartaði aldrei og ætlaðist ekki til neins af öðmm. Hún tók manni alltaf fagnandi, spurði aldrei hveiju það sætti að maður hefði ekki komið fyrr eða hvenær maður kæmi næst. Fyrir vikið var svo auðvelt að heimsækja hana og ég fór þangað sjálfrar mín vegna en ekki af skyldurækni við hana. Ég fór alltaf ríkari og rólegri af hennar fundi. Þótt þessi síðustu ár hafi orðið henni löng vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast Ingibjörgu dóttur Indriða og Mörtu, ömmu minni góðu. Guðrún Pétursdóttir Frú Ingibjörg Thors er látin. Lokið er ævi merkrar konu. Konu sem samhliða húsmóðurstarfí sfnu stóð við hlið eiginmanns síns Ólafs Thors, fyrrv. forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann var um hálfrar aldar skeið í fylkingarbijósti f fslensku þjóðlífi. Ingibjörg Thors var af góðu bergi brotin. Fædd f Reylq'avík 21. ágúst 1894 næst yngst átta bama þeirra hjóna Mörtu Maríu Pétursdóttur, alþm. Guðjohnsen, og Indriða Ein- arssonar, rithöfundar og alþm. Hún ólst upp á miklu menningarheimili og naut þeirrar menntunar, sem þá tíðkaðist hjá ungum stúlkum. Árið 1915 giftist Ingibjörg Ólafí Thors, einum sona hins mikla at- hafnamanns Thors Jensen og konu hans, Margrétar Þorbjargar Krist- jánsdóttur. Það var ekki tjaldað til einnar nætur með hjónabandi þeirra Ingibjargar og Ólafs. Hann var einn af framkvæmdastjómm Kveldúlfs, fyrirtækis föður sins, og áður en mörg ár vora liðin höfðu stjóm- málastörfin hlaðist á hann og hann SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.