Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Styrktarsj óður Landakots eftir Val Valsson í frásögnum í fjölmiðlum um málefni Landakotsspítala undan- famar vikur hefur margt verið of- sagt og missagt. Nokkrum sinnum hefur Styrktarsjóður Landakotss- pítala verið dreginn inn í umræðuna af hreinum misskilningi. Tel ég nauðsynlegt að gera stutta grein fyrir starfsemi styrktarsjóðsins. Styrktarsjóður St. Jósefsspítala, Landakoti, tók til starfa árið 1980. Stofnendur hans voru fulltrúaráð sjálfseignarstofnunar St. Jósefs- spítala, starfsmannaráð spítalans og læknaráð. Tilnefna þessir aðilar hver sinn mann í stjóm sjóðsins til fjögurra ára í senn. Frá upphafí hefur undirritaður setið í stjóm sjóðsins fyrir hönd fulltrúaráðsins, dr. Bjami Jónsson, fyrir hönd læknaráðs og Sólveig Jónsdóttir fyrir hönd starfsmannaráðs. Tilgangur styrktarsjóðsins er að styrkja hvers konar starfsemi á St. Jósefsspítala og bæta aðstöðu sjúkl- inga og starfsfólks. í upphafí var gert ráð fyrir að sjóðurinn sinnti hlutverki sinu eingöngu með því að leggja fram fé til tækjakaupa, til heimsókna erlendra vísindamanna, til námsferða starfsmanna og visindarannsókna á spítalanum. Fljótlega urðu stofnaðilar hins veg- ar sammála um að styrkja mætti starfsemi spítalans einnig með öðr- um hætti, eins og síðar verður vik- ið að. Samkvæmt stofnskrá styrktar- sjóðsins er hann að öllu leyti eign spítalans og renna allar eignir sjóðs- ins til spítalans verði sjóðurinn lagð- ur niður. Tekjur styrktarsjóðsins hafa ver- ið gjafír, áheit og sala minningar- korta, svo og leigutekjur af fast- eignum. Á umliðnum árum hafa margir velunnarar spítalans fært sjóðnum fé að gjöf í því skyni að styðja starfsemi spítalans. Hefur fé þetta komið spítalanum að góðum notum og ekki síður hafa starfsfólk og forráðamenn hans talið þakkar- verðan þann hlýhug og velvilja sem þessar gjafír hafa sýnt. Stærstu gefendur til styrktar- sjóðsins hafa þó verið læknar spítal- ans. Þeir hafa síðastliðin átta ár gefið sjóðnum hluta af launum sínum, lengst af 4%. Er það sama hlutfall og launþegar greiða al- mennt í lífeyrissjóði. Framlag lækn- anna nam 5,4 milljónum króna á síðasta ári. Fé sjóðsins hefur ævinlega verið ráðstafað í samráði við stofnendur sjóðsins, þ.e. fulltrúaráð, lækna og aðra starfsmenn. Sjóðurinn hefur fyrst og fremst beitt sér fyrir stærri viðfangsefnum og því stundum safnað saman fé fleiri ára til að geta keypt dýr tæki. Þannig gaf sjóðurinn spítalanum tæki og fram- kvæmdir fyrir um 10,1 m.kr. árið 1987, en fyrir aðeins 1,4 m.kr. næstu tvö ár á undan. Forráðamenn spítalans hafa áætlað að frá stofnun Valur Valsson „í átta ár hafa heil- brigðisyfirvöld svo o g þeir sem ákvarða fjár- veitingar til spítalans haft fulla vitneskju um þessi mál og aldrei gert athugasemdir, enda hafa fasteignakaupin haft þann tilgang einan að fá spítalanum til af- nota húsnæði sem talið var honum afar mikil- vægt, en sem spítalinn gat ekki eignast á ann- an hátt. Eg ítreka jafn- framt að styrktarsjóð- urinn er eign spítalans og eignir sjóðsins renna ekkert annað en til hans.“ styrktarsjóðsins hafí han'n lagt til spítalans sem nemur 35—40 m. kr. Árið 1980, á fyrsta starfsári sjóðsins, var spítalanum mikill vandi á höndum. Til þess að geta tryggt sérhæft starfsfólk var talið nauðsynlegt að spítalinn gæti boðið því aðstöðu á bamaheimili fyrir böm sín eins og aðrir spítalar höfðu þá þegar gert. Eftir mikla leit var það mat manna að húseignin Holts- gata 7 gæti hentað fyrir bamaheim- ili m.a. vegna nálægðar við spítal- ann og hentugrar lóðar. Ljóst var hins vegar að ekki væri ódýrt að breyta gömlu íbúðarhúsi í bama- heimili sem stæðist allar kröfur. Betri kostur fannst hins vegar ekki. Þegar ljóst var að yfírmenn spítalans, fulltrúar lækna og annars starfsfólks svo og heilbrigðisráðu- neytið, sem haft var með í ráðum, töldu afar mikilvægt að spítalinn fengi þetta hús til afnota ákvað stjóm styrktarsjóðsins að festa kaup á húseigninni. Var þannig um kaupin samið að útborgun var til- tölulega lág en eftirstöðvar greiddar með verðtryggðu skuldabréfí til margra ára. Var síðan gerður samningur við spítalann að hann tæki húsið á leigu á venjulegum leigukjörum en gæti jafnframt gert allar þær breytingar á húsinu, sem spítalinn kysi. Árið 1981 keypti sjóðurinn á sama hátt húsið á Öldugötu 19 og afhenti spítalanum til afnota. Þar vom lengst af skrifstofur sem höfðu verið í öðm leiguhúsnæði áður, en framvegis verður þama einnig bamaheimili. Árið 1987 keypti sjóðurinn hluta í húsinu Ægisgötu 26 til afnota fyrir spítalann. Bæði húsin, á Öldu- götu 19 og Ægisgötu 26, standa í skugga spítalans í orðsins fyllstu merkingu og er afar eftirsóknarvert fyrir framtíðarhagsmuni spítalans að eignast þessi hús. Um þessar mundir stendur sjóð- urinn fyrir byggingu lítillar við- byggingar við spítalann fyrir rönt- gendeild hans. Ákvarðanir um fasteignakaup sjóðsins hafa verið teknar að vand- lega athuguðu máli í samráði við yfirmenn og starfsfólk svo og yfír- menn heilbrigðisráðuneytisins. í átta ár hafa heiibrigðisyfírvöld svo og þeir sem ákvarða fjárveitingar til spítalans haft fulla vitneskju um þessi mál og aldrei gert athuga- semdir, enda hafa fasteignakaupin haft þann tilgang einan að fá spítal- anum til afnota húsnæði sem talið Frakkland: Ljóðskáldið Francis Ponge í valinn Nice. Reuter. FRANCIS Ponge, sem talinn hefur verið siðasta eftirlifandi ljóðskáldið af svonefndri „eftirstriðskynslóð" franskra skálda, er látinn Hann var 89 ára að aldri. Ponge var um skamma hríð tengdur súrrealistum og kommúnistahreyfing- unni og var virkur í frönsku andspymuhreyfingunni á stríðsárunum. ilvægustu skáldverka aldarinnar." Síðustu 20 árin bar lítið á Fran- cis Ponge en á sjöunda áratugnum tók hann þátt í ráðstefnum á ít- alíu, í Kanada og Bandankjunum og var gestaprófessor við Col- umbia-þáskólann í New York 1967. Árið 1972 fékk Ponge verð- laun frönsku akademíunnar fyrir kveðskap sinn. Ponge var þekktur fyrir langar og ítarlegar lýsingar sínar á hlut- um og er talinn undanfari „nýju skáldsögunnar" er hafði mikil áhrif í bókmenntum og kvikmynd- um. Meðal þekktra fylgjenda stefíiunnar eru Alain Robbe-Gril- let og Michel Butor. Heimspeking- urinn Jean-Paul Sartre sagði um verk Ponges að þau væru „meðal furðulegustu og hugsanlega mik- Standandi HOOVER ryksugurnar eru sígildar djúphreinsivélar sem eiga enga sina líka, svo vel hreinsa þær. Petta eiga þær ekki síst að þakka þreifaranum, sem bókstaflega grefur upp óhreinindin er liggja djúpt í teppinu. Afkasta- mestar allra ryksuga, fyrir heimili og vinnustaði, afar einfaldar og sannkallaðir bakverkjabanar. Fullkomin lína liggjandi ryksuga, með þeim möguleikum sem þú óskar eftir. Sogbarki sem er allt í senn, léttur, fjaðrandi og teygjanlegur. Fjöldi fylgihluta. Mikill kraftur + ofurkraftur, fjarstýring í handfangi, ilmgjafi, stór sýklarykpoki, mótorbursti sem grefur upp djúptliggjandi óhreinindi, snúruinndrag. Hljóðlátar og vandvirkar fyrir heimili og vinnustaði. FALKINN Ný ryksugultna, fjölhæfni 1+2+3, hörku kraftmikil sogryksuga + vatnssuga + teppaþvotta- vél. Ótrúleg tæki en einfaldar í notkun með einstökum möguleikum. Ryksuga teppi, flísar, dúka og parket, soga stíflu úr vaski, þurrka upp vatn, hreinsa upp spón í vinnuherberginu, shampoo-þvo teppi. Fjölhæfar fyrir heimili og vinnustaði. 'i/j SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 PARABAKKI 3, SlMI 670100 Veldu rétt, veldu HOOVER.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.