Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 28

Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚ.ST 1988 sem hafa sérhæft sig í íslenskum bókmenntum, við höfum til dæmis einn slíkan sem ráðgjafa á forlag- inu. En almennt held ég nú að það sé varla hægt að segja að Danir þekki mikið til íslenskra bókmennta fyrir utan verk Halldórs Laxness. En ég held líka að það séu að koma upp nokkrir íslenskir rithöfundar, sem eigi eftir að láta að sér kveða hér, og sumir hafa gert það nú þegar eins og Einar Már. Ég hef það á tilfinningunni að sú gróska sem er í íslenskum bókmenntum um þessar mundir eigi eftir að skila af sér verkum sem muni fara víða. Kannski eigum við von á nýrri íslenskri bylgju hér í Danmörku, það má búast við að samskipti þjóð- anna verði nánari þar sem timbur- menn nýlendutímans eru að hverfa. Svo hafið þið líka forseta sem notar hvert tækifæri til að vekja athygli heimsins á bókmenntum ykkar og listum almennt, slíkt er mjög sjald- gæft nú um stundir, það væri þá helst Gorbatsjov___“ — Og í haust ætlar Gyldendal að gefa út Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason, — fyrsti íslenski höfundurinn sem forlagið gefur út á eftir Laxness — „Já það er rétt, og er fyrir til- verknað ráðgjafa okkar hér í húsinu í íslenskum bókmenntum. Ég hef ekki lesið þá bók ennþá, ég næ því ekki að lesa allar bækur sem forlag- ið gefur út áður en þær koma á markaðinn. Annars eru þýðingar mjög viðkvæmt mál, hvað á að þýða og hvað ekki. Sjálfum finnst mér margar danskar bækur eiga það skilið að vera þýddar á önnur tungumál. Við flytjum inn bækur í miklu magni, en fáum tiltölulega lítið af bókmenntum okkar þýtt á önnur mál. Það er ekki vegna þess værum ekki með öflugt endurút- gáfufyrirkomulag eins og bóka- klúbba og kiljur þá gengi þetta alls ekki upp. Það auk útgáfu allskyns orðabóka, fagbóka og kennslubóka stendur undir fagurbókmenntun- um. Það eru ekki margar bækur sem við gefum út sem seljast meir en í 2.000 eintökum." — Nú ert þú sjálfur ein undan- tekninganna, einn af fáum dönskum rithöfundum sem hafa getað lifað af skriftum, ekki satt? „Nei; það er ekki hægt að segja það. Eg hef reyndar ákveðinn fastan lesendahóp sem kaupir allar bækur mínar, þær seljast að meðal- tali einhverstaðar á bilinu 2—5.000 eintök. Ef þær koma út hjá bóka- klúbbum eða í kiljuformi getur sal- an rokið upp, — bók mánaðarins í bókaklúbbi getur selst í allt að 75 þús. eintökum. En ef ég hefði átt eingöngu að lifa af bókum mínum þá hefði oftast nær verið ansi þröngt í mínu búi. Það sem hefur bjargað mér er að ég hef getað fengist við svo margt annað, gert kvikmyndir, skrifað leikrit fyrir svið og útvarp, og svo sit ég núna í þessum forstjórastóli. Nei, hreint út sagt þá getur enginn lifað af því að vera eingöngu rithöfundur í Danmörku. Við höfum að vísu lista- mannalaunakerfi, bæði getur mað- ur sótt um styrk til Listasjóðs ríkis- ins og svo er hægt að komast inná fjárlög ríkisins og fá einskonar tekjutryggingu. Ég er á þeim og það er þannig að ef maður þénar meira á ári en ófaglærður verka- maður fær maður lágmarksupp- hæð. Ég fæ um 500 krónur á mán- uði og greiði 70% af þeim í skatt svo þetta er varla nema fyrir einum góðum vindli. Og mér finnst það líka alveg hárrétt stefna, því auðvit- Timbur- menn nýlendutímans að hverfa Klaus Rifbjerg rithofundur og forstjóri Gyldendal í viðtali við Morgunblaðið KLAUS Rifbjerg er ekki bara sjálfur mikill að vöxtum (um tveir metrar á hæð), flest sem honum viðkemur er einnig stórt í sniðum. Útgefin skáldverk hans eru farin að nálgast hundraðið: ljóð, skáldsögur, sviðsleikrit, reviur, útvarpsleikrit, sjónvarpsleikrit, kvikmyndir ... og aðeins 32 ár frá því fyrsta bókin hans kom út. Hann hefur hlotið flest verðlaun sem Danir veita rithöfundum sínum, og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fékk hann árið 1970. Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Elsa María Ólafsdóttir Klaus Rifbjerg hefur verið talinn einn áhrifamesti rithöfundur Dana eftir seinna stríð, og ekki minnkuðu áhrifin þegar hann gerðst forstjóri Gyldendai, stærsta bókaforíagsins. Þangað heimsótti ég hann, og af því að þá var heit- asti dagur sumarsins byijuðum við á að tala um ísland: „Já, það er ljóst að tengsl íslend- inga og Dana ná langt aftur í tímann, og maður kynnist íslandi snemma í gegnum Islendingasög- umar, sem hvað sjálfan mig áhrær- ir eru hluti af mínum bókmennta- lega farangri, og tengjast mínum nánu kynnum af amerískum bók- menntum, enda hafa amerískir höf- undar einmitt lært mikið af norræn- um bókmenntum. Það sem ég hef sótt í íslenskar fombókmenntir er sparsemi, hnitmiðun í stfl; að nota tiltölulega einfalda tækni til að segja góða sögu, sem er þó um leið bæði rík af ljóðrænu og dramatík. Sem unglingur las ég mikið eftir Gunnar Gunnarsson, hann var þá mjög vinsæll höfundur hér í Dan- mörku. Og svo auðvitað Halldór Laxness, sem ég þekki persónulega og finnst sameina það besta í nor- rænum og evrópskum bókmennt- um. Ég dáist mjög að þeim húmor sem ríkir í verkum hans, því án húmors gengur þetta alls ekki. Svo hef ég lesið verk eftir yngri höf- unda, svo sem Thórs Vilhjálmsson- ar, sem ég hef þekkt í mörg ár, og bækur eftir Einar Má Guðmundsson hef ég lesið mér til ánægju. Sjálfur hef ég oft verið á íslandi að lesa úr verkum mínum, bæði einn og með öðrum, — og einu sinni meira að segja ferðast hringinn í kringum landið. Nú, svo var móðir mín á íslandi á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina og hún sagði mér margt um landið, þannig að ég hef alltaf vitað vel af Islandi, það hefur aldrei verið framandi land fyrir mér, þó að ég geti ekki kallað mig sérftæðing í neinu íslensku — En talandi um móður mína, þá hefur það alltaf heillað mig við ísland, að maður skuli inní miðju iandi geta klifrað niður í jörðina og baðað sig í vatni sem hefur svipað hita- stig og mannslíkaminn. Það er bara eins og að komast aftur í móður- kvið, alveg dásamleg upplifun.“ — Hvernig kynntistu Halldór Laxness? „Ég kynntist nú bókunum hans fyrst, las þær án þess að þekkja manninn. En svo hef ég nánast all- an minn feril verið tengdur þessu forlagi, Gyldendai, sem gefur út bækur Halldórs í Danmörku. Og hér hittumst við fyrst og höfum gert það mjög oft síðan, því hann hefur heimsótt Kaupmannahöfn reglulega í gegnum árin. Milli okk- ar ríkir ágæt vinátta, ég get ekki sagt að hún sé mjög náin, en við skiptumst á bókum okkar og svo heimsæki ég hann oftast þegar ég er á Íslandi. Það sama get ég sagt um Thór Vilhjálmsson, ég hitti hann mikið á aiþjóðiegum ráðstefnum rithöfunda, síðast í Lissabon í vor.“ — Þekkja Danir vel til íslenskra bókmennta? „Ja, hér eru margir fræðimenn að danskar bókmenntir séu ekki nógu góðar; þær eru meira að segja mjög blómlegar um þessar mundir að mínum dómi. Við eigum til dæm- is Ijóðskáld eins og Inger Christ- iansen og Henrik Nordbrandt sem eru hreinlega á heimsmælikvarða, og verða sjálfsagt þýdd fyrr en síðar.“ — En hvernig hafa danskar bókmenntir það heima fyrir? „Eins og ég sagði þá er margt gott skrifað héma og breiddin er mikil. Hinsvegar er ástandið f út- gáfumálunum ekki jafn glæsilegt. Bókmenntir og listir yfirhöfuð eru hreiniega í svelti pólitískt séð, og maður spyr sig oft hvort ráðamenn hafi hreinlega áhuga á listum, hvort þeir opni nokkum tíma bók. Alvar- legast fyrir bókaútgáfuna er hinn gífurlegi niðurskurður á fjárfram- lögum til bókasafnanna. Það er ekki bara síhækkandi framleiðslu- kostnaður sem gerir bækur dýrar heidur hafa upplög bókanna minnk- að. Vissulega má segja að það sé þá bara okkar höfuðverkur, en það verður að Ifta á þetta mál í breið- ara samhengi. Með þessum mikla niðurskurði fjármagns til bókasafn- anna hefur aðgangur almennings að bókum verið gerður erfíðari og allt andlegt lff þjóðarinnar á eftir að bíða skaða af því. Áður tóku söfnin kannski hundrað eintök af einni bók, en taka nú tíu, og þegar þau hefðu áður tekið tíu taka þau eina eða jafnvel enga. Við verðum oft að selja bækur undir kostnaðar- verði og stór hluti fagurbókmennt- anna er gefinn út með tapi. Ef við að eiga þeir peningar sem ríkið veitir til listamanna að fara til þeirra sem virkilega þarfnast þeirra. Ég gæti einn góðan veður- dag misst allar mínar tekjur og þá er gott að vita til þess að maður muni að minnsta kosti ekki svelta. Við höfum líka ágætis fyrirkomulag í sambandi við bókasöfnin, þar gilda taxtar sem miðast við bindafjölda, þannig að eftir því sem bindin eru fleiri fer gjaldið lækkandi. Mér þyk- ir bókasafnsgjald raunar vera eðli- legasta greiðslan sem rithöfundur- inn fær frá því opinbera, því hann hefur jú skrifað bókina, fært lesend- um vonandi einhveija ánægju og sjálfsagt að eitthvert gjald komi fyrir það. Hinsvegar þykir mér hlægilegt að þegar ríkið úthiutar einhveijum peningum til lista- manna skuli þeir vera skattlagðir. Danska ríkið er sjálfsagt eitt um það á Norðurlöndunum að skatt- leggja Bókmenntaverðlaun Norður- iandaráðs, og alveg fáránlegt, þeg- ar öll löndin leggja saman í púkk, að fái danskur rithöfundur verð- iaunin skuli danska ríkið græða á því. Mér finnst að þegar listamenn eru verðlaunaðir eigi það bara að vera gjöf, — „vessgú" hér hefurðu peningana og svo tölum við ekki meir um það.“ — Varla hefur það eingöngu verið peninganna vegna að þú hefur gert kvikmyndir og skrif- að leikrit, í stað þess t.d. að vinna í banka? „Nei, ég hef gert þetta allt vegna þess að mér hefur þótt það skemmtilegt. Mér líður best í „^ksj-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.