Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Breytt viðhorf essa dagana situr sérstök ráðgjafanefnd ríkisstjómar- innar að störfum til þess að ræða vanda atvinnuveganna. í fyrra- dag efndi Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, til sérstaks fund- ar um verðtryggingar- og vaxta- mál. Boðað hefur verið, að ríkis- stjómin muni enn einu sinni beita sér fyrir aðgerðum í efnahags- málum í haust. Þrátt fyrir allt þetta er alveg nauðsynlegt, að bæði einstaklingar og stjómend- ur fyrirtækja geri sér grein fyrir því, að það hafa orðið vissar grundvallarbreytingar í okkar efnahagslífí, sem ólíklegt er, að verði aftur teknar. Hugsanlegar aðgerðir ríkisstjómar breyta engu um það. Þessar grundvallarbreytingar eru í því fólgnar, að nú kostar lánsfé verulega peninga gagn- stætt því, sem áður var, að það kostaði minna en ekki neitt. Fyr- ir tveimur áratugum gat ungt fólk, sem var að hefja búskap komið sér upp lítilli íbúð án þess, að nokkuð eigið fé væri til stað- ar. Verðbólgan sá um, að óverð- tryggð lán greiddust niður á skömmum tíma. Auðvitað voru þessir peningar teknir frá öðrum, en það breytir því ekki, að á þennan veg gat fólk komið sér upp húsnæði án þess að eiga nokkra peninga að ráði í upphafí. Þetta er útilokað á tímum verðtryggingar og hárra raun- vaxta. Það er vonlaust fyrir fólk að koma sér upp íbúð nema eiga töluvert sparifé til þess að leggja í þá framkvæmd. Þetta er auðvit- að heilbrigt, en þetta kallar líka á ákveðna hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni. Hinn fyrri tími er liðinn og það verður að teljast með ólíkindum, að hann komi aftur. Atvinnufyrirtæki voru byggð upp með sama hætti og fólk kom sér upp íbúðum, þ.e. að lagt var út í atvinnurekstur án þess að nokkurt eigið fé væri til staðar en verðbólgan borgaði lánsféð niður. Þetta er líka liðin tíð. Full- yrða má, að það er vonlaust nú að leggja út í atvinnurekstur án þess að afla töluverðs eigin §ár í upphafí. Fjölmörg atvinnufyrirtæki í Iandinu eiga nú við mikla erfíð- leika að eija. Forráðamenn margra þeirra binda vonir við störf ráðgjafanefndarinnar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það er alveg nauðsynlegt að menn átti sig á því strax, að þessi nefnd og hugsanlegar aðgerðir ríkis- stjómar breyta ekki þeirri grund- vallarstaðreynd, að það er vonlít- ið að fást við atvinnurekstur nú, ef lítið, sem ekkert eigið fé er til staðar í fyrirtækinu. Atvinnu- fyrirtæki, sem þannig er ástatt um eiga því ekki að bíða eftir ráðstöfunum ríkisstjómar eða að raunvextir verði lækkaðir „með handafli“, heldur snúa sér að því verkefni að verða sér út um auk- ið eigið fé. Ein aðferð til þess er sú að bjóða út nýtt hlutafé í viðkom- andi fyrirtæki. Sú aðferð þýðir, að fleiri eignaraðilar koma til sögunnar og núverandi eigendur verða ef til vill ekki eins mikils- ráðandi í fyrirtækjunum í fram- tíðinni eins og þeir hafa verið. En er ekki betra að hafa minni völd í fyrirtæki, sem stendur traustum fótum, heldur en að ráða í einu og öllu yfír fyrir- tæki, sem er í stöðugu basli? Ríkisstjóm og Alþingi þurfa í haust að gera vissar ráðstafanir á grundvelli skýrslu, sem samin var af erlendu ráðgjafafyrirtæki til þess að greiða fyrir hluta- bréfaviðskiptum. En það er rangt að gefa mönnum til kynna, að efnahagsráðstafanir í haust muni leysa vanda fyrirtækja, sem eru komin í þá stöðu, að í þeim er ekkert eigið fé. A tímum verð- tryggingar og raunvaxta verður sá vandi aldrei leystur með öðru en því að fá nýtt eigið fé í fyrir- tækin. Þeir, sem láta sér til hug- ar koma, að við munum á næst- unni hverfa frá kerfí raunvaxta til þess fyrra kerfís, er rændi eigendur sparifjár eigum sínum með kerfísbundnum hætti hafa á röngu að standa. Þrátt fyrir allt umtal um háa vexti verður ekki horfíð til fyrri hátta einfald- legá vegna þess, að þjóðin veit, að það er rangt og í því er ekk- ert réttlæti. Atvinnufyrirtæki, sem geta ekki greitt raunvexti af lánsfé standa ekki undir nafni og þá er enginn gmndvöllur til þess að starfrækja þau. Stjómmálamenn hafa lengi stundað þá iðju að blekkja fólk og telja fólki trú um, að hægt sé að leysa vandamál þjóðarinnar með einhveijum töfrabrögðum. Það er ekki hægt. Vandi atvinnufyrirtækjanna verður ekki leystur með töfra- brögðum. Hvort sem menn velta fyrir sér niðurfærsluleið eða gengisfellingu verður því gmnd- vallaratriði ekki breytt, að ekki er lengur hægt að stunda at- vinnurekstur án eigin fjár. Þess vegna eiga stjómendur fyrir- tækjanna ekki að bíða með eftir- væntingu eftir tillögum ráðgjafa- nefndar eða aðgerðum ríkis- stjómar heldur snúa sér að því verkefni að verða sér úti um nýtt eigið fé, jafnvel þótt þeir verði að selja hluta fyrirtækja sinna til þess. Ingibjörg Thors Amánudag fer fram útför Ingibjargar Thors, ekkju Ólafs Thors, for- sætisráðherra og for- manns Sjálfstæðis- flokksins. Hún lézt hinn 5. ágúst sl. 94 ára að aldri. Með henni er gengin merk kona og hógvær, sem í ára- tugi var traustur bakhjarl eins svipmesta stjórnmálaforingja íslendinga á þessari öld. í bók Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra Morgunblaðsins um Ólaf Thors, sem út kom 1981, segir svo um fyrstu kynni þeirra Ingibjargar og Ólafs: „Ingibjörg var 10 ára, þegar hún sá Ólaf Thors í fyrsta sinn, þá var hún nem- andi í Miðbæjarbamaskólanum. Hún átti sæti við gluggann og hafði útsýni yfír Tjömina. „Dag einn þegar ég leit út sá ég strák ganga framhjá skólanum," segir hún. „Hann var á sauðskinnsskóm, grind- horaður og höfuðstór og með sixpensara." Hann hafði nýlokið prófí frá skólanum og var augsýnilega glaður og hróðugur 12 ára drengur. Ingibjörg vissi ekki þá hver drengurinn var, en henni var sagt síðar, að hann héti Ólafur Jensen. Svo leið langur tími. Ólafur Jensen fór í Menntaskólann og Ingibjörg þekkti auð- vitað engan þar. Leiðir þeirra lágu ekki saman fyrr en hún settist sjálf í skólann 1908. Þá var Ólafur í 4. bekk. Hann tók ekki mikinn þátt í félagslífínu og hún ekki heldur. En 8. apríl næsta vor var skólaball að venju. Áður hafði aðeins ein stúlka verið í skólanum, en nú höfðu þrjár bætzt í hópinn, og ein þeirra var Ingibjörg. Stúlkan, sem áður hafði verið í skólanum, fékk alltaf að vera inni í frímínútunum hjá yfírkennaranum, sem bjó í skólahúsinu, svo að hún yrði ekki skotspónn strákanna, en þegar stúlkumar þijár bættust í hópinn, var þetta ekki unnt lengur, og urðu þær að vera úti í frímínútum. „Við vorum mikið hrekktar og snúið út úr fyrir okkur — okkur Ieið í raun og veru hálf-illa,“ segir Ingibjörg. En svo rann 8. apríl upp. Drengimir voru ailir á móti því, að stúlk- umar fengju að bjóða utanskólapiltum á ballið, þó að þeir mættu bjóða stúlkum utan skólans. Auðvitað fannst skólasystr- unum þetta svívirðileg afstaða hjá piltun- um, en þar sem þær langaði mikið að komast á ballið, fengu þær að velja 3 pilta, sem vildu bjóða þeim. Ólafur var á þeim listanum, sem Ingibjörg fékk í hend- ur og fannst henni hann álitlegastur — og var ekki ein um það. Hún valdi því Ólaf Jensen. „Sú, sem fékk þann síðasta, fór að gráta — henni fannst hann svo ljót- ur.“ í þá daga voru notuð svonefnd ballkort og skólapiltamir pöntuðu dansinn með því að skrifa nafn sitt á kortið. Ingibjörg dans- aði fyrsta dansinn við Ólaf, en síðan ekki söguna meir. Hann var lítill dansari. En upp úr þessu tókust með þeim kynni. Hún fann, að hann var kátur pilt- ur, fjörugur og bráðfyndinn. Og svo hætti hann að hrekkja hana. Upp úr þessu fóru þau að draga sig saman, og hann bauð henni einnig á ballið næsta ár og þótti sjálfsagt." Æskuheimili Ingibjargar í bókinni um Ólaf Thors er íjallað um æskuheimili Ingibjargar Thors og þar seg- ir m.a.: „í æsku Ingibjargar var faðir henn- ar, Indriði Einarsson, alltaf kallaður revis- or, því að hann var endurskoðandi lands- reikninga. í endurminningum hans og ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson er §allað með ólíkum hætti um átök, sem urðu um embætti hans, en ástæðulaust er að fara út í þá sálma hér, enda um að ræða mál, sem snertir endur- skipulagningu æðstu innlendu stjómar, þegar hún fluttist inn í landið 1. febr. 1904, en ekki sögu Ólafs Thors. Þá var Indriði skipaður fulltrúi í Stjómarráðinu. Og þegar embætti skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu losnaði, var hann skipað- ur í þá stöðu 1. apríl 1909. En 1918 var honum veitt lausn frá störfum með fullum launum, og hugði gott til þess að geta framvegis helgað sig ritstörfum einum. Hann lauk á næstu árum við síðustu leik- rit sín, þýddi fjölmörg leikrit og skrifaði endurminningar sínar, stórvel ritað verk og merka heimild um land og þjóð á þeim tímum. Indriði var fæddur 1851 og hafði verið þingmaður Vestmanneyinga um eins árs skeið, 1890-1891. Nærri má geta, að mikið hefur verið rætt um stjómmál á æskuheimili Ingi- bjargar Indriðadóttur, enda segir hún sjálf, að hún muni ekki svo eftir sér að þau efni hafí ekki sífellt borið á góma á æsku- heimiii hennar. Margir, sem tóku þátt í opinberu lífí, komu á heimilið og ræddu landsmál við föður hennar, auk þess sem þar var mjög gestkvæmt af ungu fólki, sérstaklega frændfólki, en einnig öðrum vinum og kunningjum þeirra hjóna. Mikið var spilað á hljóðfæri, sungið og sagðar skiýtlur. „Mér fínnst þetta tímabil heima hafa verið hlátur og kæti,“ segir Ingibjörg. Ingibjörgu þótti stjómmálaumræðumar á heimili foreldra sinna frekar leiðinlegar og fannst sumir vera heldur háværir, hélt að þeir væru þá að rífast, „og þá einkum við móður mína — mér varð stundum um og ó“. En hún hafði áhuga á þessum umræð- um, þrátt fyrir allt, og varð snemma land- vamarmaður fyrir áhrif frá æskuheimili sínu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gamli var stofnaður, fylgdi hún honum að mál- um. Þess vegna líkaði henni vel, þegar Frjálslyndi flokkurinn og íhaldsflokkurinn voru sameinaðir 1929, „það fannst mér mátulegt á marga þessa gömlu heima- stjómarmenn, að þeir skyldu þar með vera orðnir sjálfstæðismenn. Við Jón á Reyni- stað, sem einnig var gamall sjálfstæðis- maður, brostum stundum að þessu.“ Ingibjörg kynntist Ólafi með þennan pólitiska arf í blóðinu og sem ákveðinn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins gamla. En Ólafur var þá fremur ópólitísk- ur, og þau minntust ekki á stjómmál ... Hvorki reyndi Indriði né hans fólk að hafa pólitísk áhrif á Ólaf, enda kynntist heimil- ið í Tjamargötu 3c honum ekki sem stjóm- málamanni, heldur ungum, kátum, skemmtilegum og sívinnandi manni, sem hafði mestan áhuga á framkvæmdum foð- ur síns, en þó einkum útgerð. Indriði Einarsson lézt 1939, fimm árum eftir að Ölafur varð formaður Sjálfstæðis- flokksins. Honum þótti vænt um þennan tengdason sinn og frama hans. Indriði var ánægður með það, að Ólafur skyldi kom- ast í röð forystumanna í stjómmálum, en ekki síður, hve vel honum fannst hann inna stjómmálastörfín af hendi." Bakhjarl í bókinni um Ólaf Thors segir ennfrem- un „Ólafur tók mikið mark á hollráðum konu sinnar. Til marks um það læt ég fylgja örlitla frásögn af því, þegar Halldór Laxness var ungur að árum og átti undir högg að sækja: I umræðum á Alþingi um frumvarp til fjárlaga fyrir 1931 var rætt um styrkveit- ingar til skálda og listamanna, og þá seg- ir Ólafur Thors, að Halldór Laxness hafi tvímælalaust rithöfundarhæfíleika, en deilt sé um það, „hvort þeir séu svo miklir, þrátt fyrir siðleysið, að ríkið eigi að styrkja hann sérstaklega". Ólafur hafði, ásamt Haraldi Guðmundssyni, flutt tillögu um styrk til Guðmundar Kambans og telur, að það sé til að spilla fyrir Guðmundi „að jafna honum við Halldór Kiljan Laxness um rithátt". Ólafí líkar illa það, sem Hall- dór Laxness hafði skrifað um konur í Vefaranum mikla frá Kasmír, sem hafði komið út 1927, og getur þess í umræðun- um. Hann vill ekki verðlauna rithöfunda fyrir boðskapinn, sem þeir flytja, heldur listræn vinnubrögð, og segir, að það sé „ekkert mark takandi á hinum pólitísku skrifum Halldórs Kiljans Laxness". En honum þykir þó jafngaman að lesa bækur eftir pólitíska andstæðinga og samheija. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 31 REYKJAVIKURBREF Laugardagur 13. ágúst Morgunblaðið/Einar Falur „Það fer ekki á milli mála, að heimsókn þessi hefur tekizt með afbrigðum vel og hefur mikla þýð- ingu fyrir sam- skipti Islands og Bandaríkjanna á riæstu árum. Heimsóknir af þessu tagi eru annað og meira en þær giæsilegu móttökur, sem við blasa. Ferð for- sætisráðherra veitti tækifæri til að ræða öll helztu mál í samskiptum ríkjanna tveggja við þau skilyrði, að stjórnkerfið í Washington mun fylgja þeim fast eftir.“ Og bætir svo við: „En ég hef sagt í minni fyrri ræðu, að ég ætlaði engin afskipti að hafa af málinu, fyrr en ég greiði atkvæði um það. Annars veit ég ekki, hvaðan þeim kemur sú vizka, að ég sé á móti þessari styrkveitingu til Halldórs Kiljans Laxness. Hann hefur fengið meðmæli minnar elsku- legu eiginkonu, því að hvemig sem hann skrifar um borgaralegar eiginkonur, þá hefur hún þó marghvatt mig til að styðja þennan rithöfund, sem hún telur mjög efni- legan." ... Ólafur Thors undi sér hvergi eins vel og á heimili sínu og varð því heima- kærari, sem á ævina leið. Þau Ingibjörg höfðu átt saman sælu- og sorgarstundir. Og enginn skildi lífsstarf Olafs Thors bet- ur en sú kona, sem hann hafði ungur val- ið sér að lífsförunaut. Margir sem minnast Ólafs Thors látins geta þess styrks, sem hann sótti til Ingi- bjargar, og engum dylst hlutverk hennar í lífí hans og störfum. En hún er hlédræg kona og gat verið seintekin. En þeir, sem hafa kynnzt henni á annað borð, hafa metið hana mikils. í fari hennar er sú hógværa, yfírvegaða menningararfleifð, sem einkennir ævisögu föður hennar, Séð og lifað, meir en aðrar bækur. Hún er músikölsk og ann leiklist og bókmenntum, eins og hún á kyn til ... Og Bjami Benediktsson segir í minning- argrein sinni í Morgunblaðinu: „Eftir að Ólafur tók við forystu flokksins, varði hann starfskröftum sínum að nær öllu í þágu stjómmálanna og mótuðust lífshætt- ir hans og heimili af því. Naut hann í öll- um þeim erli óbilandi aðstoðar sinnar ágætu konu, frú Ingibjargar. Heilsteypt skapgerð hennar,.festa og ró, varð honum sannur skjólgarður á misviðrasamri ævi.“ Með birtingu þessara kafla úr bók Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors vill Morgunblaðið minnast Ingibjargar Thors um leið og henni og hennar fólki em þökkuð löng og góð kynni. Bandaríkjaferð f or sætisr áðherra Opinberri heimsókn Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, til Washington í boði Ronalds Reagans, forseta Bandaríkjanna, er nú lokið. Það fer ekki á milli máia, að heimsókn þessi hefur tekizt með afbrigðum vel og hefur mikla þýðingu fyrir sam- skipti íslands og Bandaríkjanna á næstu árum. Heimsóknir af þessu tagi em annað og meira en þær glæsilegu móttökur, sem við blasa. Ferð forsætisráðherra veitti tæki- færi til að ræða öll helztu mál í samskipt- um ríkjanna tveggja við þau skilyrði, að stjómkerfíð í Washington mun fylgja þeim- fast eftir. Þá er það mikilsvert, að Þor- steinn Pálsson féíck tækifæri til að ræða við nokkra áhrifamestu þingmenn á Bandaríkjaþingi um málefni lands og þjóð- ar. Slíkar viðræður skila sér alltaf síðar, þegar og ef íslenzk málefni koma til kasta utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar vegna meiri þekkingar þingmannanna en ella. Hin ungu forsætisráðherrahjón, Þor- steinn og Ingibjörg Rafnar, vom þjóðinni til sóma í þessari fyrstu opinbem heimsókn íslenzks forsætisráðherra til Banda- ríkjanna. Reagan Bandaríkjaforseti hafði einmitt orð á því, að þetta væri í fyrsta sinn, sem íslenzkur forsætisráðherra kæmi í slíka heimsókn til Washington. Það er út af fyrir sig athyglisvert vegna mikilla og iiáinna samskipta íslendinga og Banda- ríkjamanna. Auðvitað hafa íslenzkir ráða- menn fyrr verið á ferð í Washingtont bæði forsetar og ráðherrar. Þannig kom Asgeir Ásgeirsson í opinbera heimsókn þangað fyrir rúmum 20 áram í forsetatíð Lyndons Johnsons og Vigdís Finnbogadóttir hefur átt viðræður við Reagan í Hvíta húsinu, svo sem kunnugt er. Enginn einn maður á meiri þátt í því að undirbúa og gera þess ferð Þorsteins Pálssonar að vemleika en Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Ruwe á að baki langan feril í Washington í- starfí fyrir a.m.k. þijá Bandaríkjaforseta. Hann starfaði fyrir bæði Nixon og Ford og síðar Reagan. Raunar á það einnig við um konu hans, Nancy Ruwe, sem starfaði í Hvíta húsinu í forsetatíð Fords. Banda- ríski sendiherrann er náinn vinur sumra þessara forseta og hefur af þeim sökum haft meiri ítök í stjómkerfinu í Washing- ton en flestir forverar hans hér á landi. Þau áhrif hafa komið sér vel fyrir okkur íslendinga við lausn erfíðra deilumála ems og hvalveiðimálsins. Þekking Ruwe á ís-.» landi og íslendingum hefur og komið sér vel í þeim efnum, en sendiherrann hafði komið til íslands árlega í um aldarfjórðung áður en hann tók við núverandi starfi. Það var því ekki að ástæðulausu, að Þorsteinn Pálsson þakkaði Ruwe sérstaklega fyrir þátt hans í að koma þessari'heimsókn á, við upphaf fundar þeirra Reagans í Hvita húsinu. Vinsamleg afstaða Bandaríkjanna til íslands var lykilþáttur í stofnun lýðveldis okkar 1944. Samskipti við Bandaríkin verða homsteinn utanríkisstefnu okkar í mörg ár enn. Þess vegna ber að rækta það samstarf og það hefur verið gert með myndarlegum hætti með heimsókn Þor- steins Pálssonar og Ingibjargar Rafnar til Washington.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.