Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 34

Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Eitt er nauðsynlegt. Það var kjaminn í stefnuræðu Mitterrands Frakklandsforseta skömmu eftir að hann hafði verið kosinn forseti þjóðar sinnar til næstu 7 ára. Og hvað skyldi honum nú finnast náuðsynlegast? Eiga að hafa for- gang? Hann ætlar á þessu síðasta forsetatímabili sínu að einbeita sér að bókasöfnunum og þá sér í lagi Þjóðarbókasafni Frakka og gera það að stærsta og besta bóka- safni í heimi. Þar sé mikilvægasta verkefnið og það sem muni halda nafni hans á loft, en eins og allir franskir forsetar sækist hann að sjálfsögðu eftir að reisa sér minn- isvarða og orðstír, að hætti íslenskra fommanna. Pompidou var með sitt Beaubourgsafn, Gis- card d’Estaing með Orseysafnið og Mitterrand með Louvre-safnið og nú Þjóðarbókhlöðuna. Og þar sem þama fer forseti með völd, þá er hlustað og vitað að þessi yfirlýsing er meira en orðin tóm. Gamlar ræður með fögrum orðum á hátíðastundum duga víst ■ g skammt til þess orðstírs sem aldr- ei deyr. Frakklandsforseti segir sem svo, að ætli þjóðin ekki að dmkkna í umróti vorra tíma, verði hún fyrirhafnarlítið að hafa að- gang að öllu rituðu máli, j)jóða- rauðnum. Einn aðkominn Islend- ingur rekur upp stór augu við að heyra þá, sem þó eiga sín miklu bókasöfn og þjóðskjalasöfn, telja þetta nauðsynlegasta forgangs- verkefnið. Sú tilfínning skerpist við að _ - vera einmitt sömu daga að grúska með andakt í Biblioteque Nationa- le þeirra Frakka, þessu gamla virðulega bákni með þjóðarauðn- um í margar aldir tiltölulega að- gengilegum, eftir að maður er orðinn ofurlítið hagvanur á til- högun og spjaldskrár. Lessalur- inn, sem hlýtur að taka þúsund manns í sæti, er alltaf fullsetinn og eins gott að koma ekki seint að degi og þurfa að bíða eftir að sæti losni. Kúpullinn með steindu gleijunum hátt uppi yfír salnum og brúnar, lúnar bækumar með- fram veggjum með gamaldags svölum gera hann svo hátíðlegan að maður þorir varla að anda. Þama eru enn gamlar virðulegar aðferðir, leitað í ógnarstómm spjaldskrám að skráningarnúmer- um efnisins, beðið lengi af þolin- mæði eftir að fá það með sendi- boða á borðið og vísast að þurfi að lesa viðkvæm eða lítil skjöl í sérstöku eftirlitsherbergi. Allt þetta setur hátíðlegan og virðu- legan svip á bókasafnið með þungu viðarborðunum. Þegar eft- irsótt dagbók keisaralegs ferða- manns frá síðustu öld reynist svo vera í Archives Nationales eða þjóðskjalasafínu í öðrum borgar- hluta er eins og að koma í annan heim, þótt ekki séu heimildir færri í þessu skjalasafni sem stofnað var til 1908 og hefur verið að stækka æ síðan. Nú í fyrra bætt- ist við nýtt móttökuhús fyrir leit- endur. Enda hefur notkun skjala- safnsins með 200 þús. lán á ári þrefaldast frá 1970, sem sýnir að söfn em ekki aldeilis á undan- haldi. Þama er eins og annar heimur, þótt ekki virðist hann ein- um fákunnandi íslendingi síður ógnvekjandi við fyrstu tilraun en virðulegt tortryggið miðaldaand- rúmslofíð í Þjóðarbókhlöðunni. Eftir að hafa fengið aðgang fær leitandinn einfaldlega harðspjald á borð við vísakort, sem opnar dyr og gefur aðgang að tölvum til að fá viðkomandi skjöl. Og fyrr en varir er maður farinn að lesa á skermi af filmu 140 ára handskrifaða dagbók. Þannig að- gangur að efni í bókasöfnum verð- ur innan skamms það eina sem bjóðandi er nútímafólki í upplýs- ingaþjóðfélagi framtíðarinnar, enda rekstur með sjálfshjálp auð- veldari og ódýrari. Falleg umgjörð og virðulegir salir duga þar engan veginn. Þetta skilur Mitterand Frakklandsforseti sýnilega. Þjóð sem bara talar á hátíða- stundum — jafnvel niður til ann- arra þjóða þegar færi gefst í út- löndum — en á hvorki aðgengilega þjóðarbókhlöðu eða skjalasafn, þar sem hægt er að fletta upp, verður einfaldlega úr leik. Hvað þá ef almenningsbókasöfnin drab- bast líka niður. Kannanir í Frakkl- andi um almennan bóklestur sýna eins og hjá okkur að notendum hefur fækkað eða gerðu það um tíma eftir að allar sjónvarpsrásim- ar komu til. Hópurinn sem ekkert Ies fór vaxandi. Þeir sem lágu í afþreyingarbókum glápa nú á samskonar sjónvarpsmyndir. Eru rúmlega 10% af þjóðinni, hlut- fallið staðið í stað frá 1959. En þeir, sem lesa á annað borð, lesa sífellt meira. Kannanir sýna að æ fleiri lesendur segja að sjónvarpið örvi lestrarlöngun þeirra. Það sem þeir sjá í sjónvarpi vekur forvitni og áhuga. Sjónvarpið er þeirrar náttúm, einkum fréttirnar, að hafa svo stuttan tíma að rétt er drepið á hlutina svo áhorfendur fá vatn í munninn og lystina á að vita meira. Þetta kemur heim og saman við það sem borgarbókavörður í Reykjavík segir um lánþega þar á bæ, þótt kannanir hafí ekki verið gerðar hér. Lánþegum af- þreyingarbókanna fækkar, þeir fá sér myndbönd og horfa á sjón- varp. Þar með em sjómennimir, enda hmn í lánum bókakassa til skipanna. En hópur fróðleiksf- úsra, sem koma til að leyta sér upplýsinga og taka bækur ef þær em þá til, stækkar. Fólk kemur hlaupandi eftir fréttir og fyrir lok- un til að Ieita að einhveiju að lesa um það sem sjónvarpið rétt drap á. En þar stendur hnífurinn i kúnni. Talnaspekingamir em ekki búnir að átta sig á þessum áherslubreytingum. Bókin um ef- nið, sem er efst á baugi, verður að vera til í bókasafninu á þeirri stundu sem áhuginn vaknar - oft hjá mörgum í einu. Ef hún er aldr- ei inni og ef aðeins sá fyrsti fær hana, þá gefast menn upp eftir nokkur skipti. Með því að útgefn- um bókatitlum hefur fjölgað um árabil og verð á bókum hækkað meira en aukningin á ijárveiting- um, þá em færri eintök keypt af hverri bók. Þau em sjaldnar inni og þau eintök af bókum sem flest- ir hafa áhuga á slitna upp á skömmum tíma og verða ekki til þegar áhugi grípur lesendur. Og fleiri fara tómhentir heim og gef- ast upp. Útlánum fækkar sem verða aftur rök fyrir því að draga úr bókakaupum. Könnun sem gerð var í Borgarbókasafni í febr- úar sl. sýndi að hvert eintak jóla- bóka frá 1986 og síðar var í útl- áni. Hver gefst ekki upp á að biðja í tvö ár um bók, sem aldrei er inni? Og hvemig er eintakið sem búið er að vera í stanslausum lestri svo lengi orðið? Olíkt höfumst við að, sagði tröllkonan með umskiptinginn í þjóðsögunni. Frakkar sjá hættuna af að venja fólk af því að lesa eða fá fróðleiksfysn sinni fullnægt þegar áhuginn er fyrir hendi. Bandaríkjamenn hafa í umróti nýrra miðla lent í því að fá stóran ólæsan hóp, sem aldrei hefur van- ist neinu lesmáli. Við heimkomuna labbaði Gáruhöfundur sér upp á Mela og virti fyrir sér skrautske- lina, steinvegginn kring um enga bók. Hann er fjarska fallegur. Innan við múrvegginn mundi Jón Helgason lengi leita að því sem hánn sá í Ámasafni — bókum: Undrandi renndi ég augum með bókanna röð- um; eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöð- um; hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. resió af meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 SUMARGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNA VAR1. ÁGÚST SL. ágúst| á lán með lánskjaravísitölu. r iiiíIÍBiIÍHiWÍiÍhii/w j L J ewin^t n sept. á lán með byggingarvísitölu. FORÐIST OÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA ^ I lúsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 6969 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.