Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 35
fr o
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
35
Þingað um
kennslufyrirkomulag-
í byggingalist
Bjarki Zophoníasson arkitekt íBasel íSviss segirfrá hugmyndum að alþjóðlegu
málþingi kennara í byggingalist sem ráðgert er að halda hérnæsta sumar
Fyrir um þrem árum kom fram
sú hugmynd að bandalög há-
skólakennara í byggingalist,
sem starfandi eru í Norður-
Ameríku og Evrópu, hittust á
íslandi og héldu hér s vokallað
„workshop", það er að segja
málþing eða námskeið þar sem
unnið er að tilteknu sameigin-
legu verkefni eða úrlausnar-
efni.
Þessi tvö bandalög, ACSA eða
Association of Collegiate
Schools of Architecture og EAAE
eða European Association for Arc-
hitectural Education, halda hvort
um sig árlega þing og fundi þar sem
rætt er um málefni er varða kennslu
í þessari grein, en þau hafa aldrei
þingað sameiginlega.
Það var íslenskur arkitekt, Bjarki
Zophoníasson, en hann rekur arki-
tektastofu í Basel í Sviss, sem kom
fram með þessa hugmynd að leiða
bandalögin saman og fannst tilvalið
að þau hittust á miðri leið eða á
íslandi. Nú bendir allt til þess að
málþingið verði að veruleika. Því
eftir nokkur skrif á milli bandalag-
anna og Bjarka og Arkitektafélags
íslands, sem mun hafa veg og vanda
af framkvæmdinni, er ráðgert að
þinga hér á landi næsta sumar. Þá
á Arkitektafélag Islands fimmtíu
ára afmæli.
Bjarki hefur stundað kennslu í
byggingalist báðum megin Atlants-
hafsins. Fyrst sem aðstoðarkennari
við tækniháskólann í Ziirich þaðan
sem hann útskrifaðist sem arkitekt
en síðan tímabundið á veturna við
Virginia Polytechnic Institute and
State University í Blacksburg, en
sá háskóli er með útibú í Wash-
ington þar sem ACSA hefur sína
bækistöð. Það má geta þess hér að
Bjarki hóf nám sitt í byggingalist
í Bandaríkjunum. Bjarki hefur því
kynnst kennslunni bæði vestanhafs
og í Evrópu.
í viðtali við Morgunblaðið, er
Bjarki var hér í heimsókn fyrir
stuttu, ræddi hann um væntanlega
tilhögun þingsins: „Ætlunin er að
fá hingað fyrsta flokks kennara til
fyrirlestrahalds. Þegar hefur verið
talað við nokkra slíka, sem sýnt
hafa áhuga á að koma.
Gera má ráð fyrir að þingið taki
3-5 daga og að hingað komi að
minnsta kosti fimm til tíu fulltrúar
frá ofangreindum bandalögum og
að nokkrir íslenskir fulltrúar taki
þátt í málþinginu.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hver mál þingsins verða en líklegt
er að umræðurnar snúist einkum
um kennslufyrirkomulag í bygg-
ingalist austan hafs og vestan og
reynslu af hinum ýmsu aðferðum,
sem beitt hefur verið við kennslu í
þessum tveim heimshlutum."
Að sögn Bjarka, getur málþing
sem þetta gert okkur íslendingum
mikið gagn. Gæti þingið gefið okk-
ur innsýn í kennslu af þessu tagi á
aðgengilegan og ódýran hátt en
menntamálaráðherra hefur fyrir
ekki alls löngu skipað nefnd til að
athuga, hvort ekki sé æskilegt að
he§a hér kennslu í byggingalist og
hvernig skuli staðið að henni.
„Með þessu þingi gæti líka skap-
ast traust samband við góða há-
skóla. Þó að kennsla í byggingalist
hefjist á íslandi má gera ráð fyrir
að aðeins verði hluti hennar kennd-
ur hér að minnsta kosti til að bytja
með og áfram verði nemendur að
sækja kennslu að einhverju leyti
erlendis. Ég tel það mjög mikilvægt
nú að hafa góð tengsl við erlenda
háskóla bæði vegna þess að bestu
háskólarnir eru að lokast okkur
vegna þess hve dýrir þeir eru auk
þess sem háskólamir eru margir
og mjög misjafnir að gæðum. En
þessi bandalög hafa innan sinna
vébanda ráð, sem fylgjast með
gæðum háskólanna, svo við mund-
um hafa betri sýn yfir hvað er að
gerast á þessum vettvangi," sagði
Bjarki.
„Til þess að þingið tengist ís-
landi og til að gera okkur betri
grein fyrir hvaða möguleikar eru
fyrir hendi á kennslu hér landi um
leið og við kynnum fulltrúunum
stöðu okkar í þessum efnum, þarf
sitthvað að koma til. Hefur meðal
annars verið rætt um að setja upp
minni sýningar á einhveijum þátt-
um íslenskrar byggingalistar, þar
sem allar þær_greinar , sem tengj-
ast byggingalistinni koma við
sögu.“
Sagði Bjarki að hugmyndin að
málþinginu ætti rót sína að rekja
til þess að hann hefði orðið þess
áskynja að kennsla í þessum tveim
heimshlutum væri um margt ólík
og gætu aukin samskipti orðið til
góðs.
„Enda þótt margir amerískir há-
skólar hafi sterk tengsl við Evrópu
til dæmis hafa þeir útibú í Flórens,
Róm, París og í S-Frakklandi, er
eins og amerískir nemendur, sem
koma til Evrópu fái ekki lengur
nægilega góða innsýn í þjóðfélögin,
sem þeir síðan geta nýtt sér, þeir
hafa því á síðari árum einangrast
í sinum heimshluta. Evrópskir nem-
endur í byggingalist sækja líka
mikið til Norður-Ameríku og mundi
ráðstefnan greiða fyrir meiri sam-
vinnu á þessu sviði. En þessi sömu
vandamál má líka finna á meðal
kennaranna," sagði Bjarki.
„í rauninni er aldrei hægt að fá
nóg af svona samskiptum. Eftir að
hafa verið skiptinemi í Bandaríkjun-
um í eitt ár auk þess sem ég starf-
aði í Indlandi um tíma við þróunar-
Bjarki Zophoníasson arkitekt.
aðstoð, þá hef ég gert mér betur
grein. fyrir hve það skiptir miklu
máli fyrir fólkið og ekki síst friðinn
í heiminum, að menn með mismun-
andi h'fsreynslu og viðhorf hittist
og læri að þekkja og skilja hver
annan og deila þekkingu sinni."
Við spurðum Bjarka, hvernig
hann teldi kennslu í byggingalist
ætti að vera háttað hér á landi?
„Ég hef enn ekkert heildarsvar
við því. En ég tel að kennslan ætti
að fara fram innan Háskóla íslands
en ekki ætti að stofna sér skóla
fyrir þetta fag. Byggingalistin
dregur að sér listrænt og skapandi
fólk, sem flytur með sér nýjan and-
blæ inn í háskólann og mundi tengja
listina og raunvísindin en stór hluti
kennslu í byggingalist eru raunvís-
indagreinar."
Ég man líka eftir því, þegar
byggingalistadeildin var flutt úr
háskólanum í Zurich og út fyrir
borgina, að þá var deildarinnar sárt
saknað úr háskólanum vegna ofan-
greindrar ástæðu og arkitektadeild-
in einangraðist.
Ég álít líka að hér ætti að
minnsta kosti að kenna fyrri hluta
í byggingalist. Því þó að megi læra
góða hluti af öðrum þjóðum þá
þurfum við að hafa ákveðinn grunn
til að byggja á, þann grunn er
meðal annars að finna í forsögu
okkar og eðli og við þurfum að
læra að leysa hin staðbundnu
vandamál, sem upp kunna að koma.
Við þurfum líka að geta borið sam-
an ólíka möguleika og þannig vera
hæfari til að meta hvað hentar okk-
ur best. Ef við höfum ekki þennan
grunn er hætta á að erlendu áhrifin
nái yfirtökum. Kennarar og nem-
endur þyrftu því að fá tækifæri til
að vinna að frumrannsóknum á
byggingalist á íslandi, hér er margt
óunnið á því sviði.“
-Nú hafa allir íslenskir arkitektar
og skipulagsfræðingar hlotið
menntun sína erlendis, fínnst þér
gæta hér sterka erlendra áhrifa á
uppbyggingu í höfuðborginni og úti
um land?
„Já mér finnst skipulagið að
mörgu leyti óíslenskt. Hér standa
húsin í göturöðum hlið við hlið eins
og við sjáum víða erlendis. Ég vildi
gjarnan sjá meíra af húsaþyrping-
um, sem gefa möguleika á sameig-
inlegu rými og auðvelda um leið
félagsleg samskipti. Baðstofan er
mér oft í huga í þessu sambandi.
Hún tengdi hina ólíku daglegu
þætti fólks í einu rými á mjög hag-
kvæman hátt. Með þetta í huga þá
vildi ég gjaman sjá meir af atvinnu-
starfsemi inni í íbúðahverfunum.
Hér áður fyrr bjó fólk og vann á
sama stað en nú er þetta tvennt
of mikið aðskilið að mínu mati.
Mér finnst ég líka sjá hér óþarfa
bruðl. Allt fram á þessa öld vorum
við íslendingar ákaflega nýtin þjóð.
Sá eiginleiki verður til á stöðum
þar sem lítið er fyrir. Þessi mikla
neysla, sem íslendingar hafa til-
einkað sér á seinni helmingi þessar-
ar aldar er nýjung í íslensku
þjóðlífí."
— Hefur eitthvað af íslenskum
séreinkennum haft áhrif á þína
vinnu?
„Já, ég hef reynt að tileinkað
mér þessa nýtni. Ég gæti þess að
nota sem minnsta orku og efni og
halda þannig tilkostnaði í lág-
marki. Stofan okkar fékk til dæmis
það verkefni að endurgera og
byggja nýja hluta inn í fjórar gaml-
ar jámbrautartöðvar í Sviss. Við
völdum þá leið að nýta það sem
fyrir var, því ég tel að ef eitthvað
er nýtilegt fyrir þá eigi að nota það
frekar en byggja eða búa til nýtt.
Um leið vildum yið sýna, hvemig
húsin voru byggingatæknilega á
þeim tíma, sem þau voru reist.
Einnig vildum við gefa fólki tilfinn-
ingu fyrir því hvemig tæknivæðing-
in varð til og hefur þróast."
Bjarki vann ásamt þeim Ásmundi
Jakobssyni eðlisfræðingi og Vikari
Péturssyni verkfræðingi, að tillög-
um um framtíðarskipan þjóðgarðs-
ins okkar á Þingvöjlum. I þeim til-
lögum var einmitt leitast við að
nýta þau öfl, sem fyrir voru á staðn-
um á sem hagkvæmastan hátt. Til
dæmis var kjami hugmyndar þeirra
sá, að vegna þess hve álagið á þing-
staðnum var að aukast yrði að líta
á þjóðgarðinn, sem eina heild, sem
næðií kringum allt vatnið. Öll byggð
og þættir henni tengdir auk náttúr-
unnar væru hlutar af þessari heild.
Til þess að létta á óþarfa álagi á
norðurhlið vatnsins, það er svæðinu
í kringum þingstaðinn töldu þeir
að yrði að flytja alla meiriháttar
þjónustu vestur og suður fyrir vatn-
ið. Þeir vildu nýta Nesjavelli, þar
sem mikið er um jarðhita, sem þeg-
ar hefur verið virkjaður, sem meiri-
háttar miðstöð allt áriÁ um kring.
Þar yrði byggt upp hótel, sem byði
upp á aðstöðu til ráðstefnuhalds.
Einnig mætti hafa þar ylrækt og
ýmsa starfsemi sem þjónaði öllu-:
svæðinu. Síðan mætti tengja Nesja-
velli við Gullfoss og Geysi og Laug-
arvatn með vegi sem næði frá Suð-
urlandsvegi niður Dyrfjöll að Nesja-
völlum og skapa þannig annan
möguleika á að tengja þessa staði
saman. Sagði Bjarki aðkomuna að
vatninu frá þessari hlið vera geysi-
lega fallega. .
Hengilsvæðið, sem var vinsælt
skíðasvæði áður en aðstaða var
byggð upp í Bláfjöllum, sagði hann
að mætti taka aftur í notkun. Til
dæmis mætti tengja Nesjavelii við
þetta svæði með togbrautarvögnum
en í suðurdölum Hengilsins væri
afbragðs skíðasvæði á vetrum oer
einnig jarðhiti. 1
„Ég hef ákaflega gaman af að
glíma við margþætt og þverfagleg
verkefni eins og skipulagið að Þing-
vallasvæðinu,“ segir Bjarki. „Ég
reyni að finna lausnir, sem finnast
á stöðunum sjálfum, ég hef kallað
þetta stuðul staðarins." •
Eins og áður segir hefur Bjarki
jafnframt almennri hönnun fengist
við kennslu og eru kennslumálin
honum hugleikinn.„í kennslunni er
farið í ræturnar á hlutunum. Þeir
eru hugsaðir frá upphafi til enða~
og kemur margt til. þetta fínnst
mér ögrandi," segir hann. „Auk
þess er það gefandi að vinna með
ungu fólki."
Nú hefur Bjarki lagt kennsluna
á hilluna og hefur í samvinnu við
tvo gamla skólafélaga komið upp
eigin stofu í Basel. Verksvið þeirra
er.mjög fjölþætt. Allt frá endur-
byggingum gamalla húsa til skipu-
lags og hönnunar stærri og flókn-
ari mannvirkja.
Bjarki er giftur þýskri blaðakonu
og eiga þau tvo syni. „Ég hef fest
rætur í Sviss, segir hann en hef
mikinn áhuga á íslenskum málefn-
um og þá sérstaklega því sem varð-
ar mitt fag. Væri gaman að fá að
glíma við íslensk verkefni. Þó fjar-
lægðin virðist nokkur eru tengslin
enn sterk. Ferðirnar vestur hafa
gefið mér tækifæri til að koma
hingað oft.
Á þessum ferðum mínum á milli
heimsálfanna varð hugmyndin að
staðsetningu málþingsins til. Þetta
var áður en Reagan og Gorbatsjov
hittust hér á landi. Vinir mínir, sem
ég hafði rætt við um hugmyndina
að málþingi í Reykjavík, kímdu,
þegar þessi fundur leiðtoganna í
Reykjavík kom upp.
Nú þegar málþingið virðist ætla
að verða að veruleika fínnst mér
að Islendingar þurfi að nota sér það
vel, til þess að kennsla í bygginga- “*
list hér á landi megi fara sem best
af stað. Það verður einnig að íhuga
hvemig treysta megi framhald
þeirrar samvinnu, sem þetta mál-
þing vonandi mun skapa. Eins vona
ég að með þessu þingi verði tryggð
tengsl milli íslands og virtra
kennslustofnana í byggingalist
ja vegna Atlantshafsins."
Ljósm. Emilía.
Texti: Hildur
Einarsdóttir. *- —-