Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 55 Afmæliskveðja: Sr. Sigmarl. Torfa- son á Skeggjastöðum Á morgun, 15. ágúst, verður séra Sigmar Torfason á Skeggjastöðum í Bakkafirði sjötugur. Þetta ertfma- mótadagur í lífi hans og fjölskyldu hans, eins og gjaman er, þegar þessum aldri er náð. Hitt er fágæt- ara, hversu ótvíræð tímamót þetta eru í sögu heils byggðarlags. Tíma- mótin eru í því fólgin, að nú lætur hann af störfum sem prestur og prófastur og þau hjón bæði hverfa af vettvangi mannlífsins þar að nokkru leyti. Ekki munu vera marg- ir núlifandi Islendingar, sem eitt- hvað þekkja til og hugsa til Bakka- fjarðar, að nafn séra Sigmars komi þeim ekki í hug um leið. Séra Sigmar er fæddur á Hofi í Norðfírði þann 15. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin Torfí Hermannsson og Jóhanna Ingibjörg Sigurðardóttir. Séra Sigmar varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1940 og lauk embættis- prófí frá Háskóla Islands árið 1944. 'Það sama ár var hann vígður til Skeggjastaða. Þar hefur hann þjón- að síðan og verið prófastur síðan 1965. Ekki ætla ég að rekja störf séra Sigmars að sveitarstjómármál- um, en hann var oddviti sveitar sinnar um árabil og tók virkan þátt í samstarfí sveitarstjómarmanna á Austurlandi. Um skeið hafði hann virk afskipti af atvinnumálum byggðarlags síns, og heyrt hefi ég menn fullyrða, að enginn einstakl- ingur eigi jafn mikinn þátt í því, að Bakkafjörður ekki lagðist í eyði á því árabili, sem erfiðast var þar fyrir austan. Séra Sigmar er mikill hæfíleika- maður, en afar yfírlætislaus. Hann er vel að sér í guðfræði og ekki síður heima í þjóðmálum samtíðar sinnar. Handgenginn er hann íslenskri sögu og þá sérstaklega kirlqusögu. Viðhorf hans öll eiga djúpar rætur í þeim arfí kynslóð- anna, sem hann hefur rækt, þó að viðfangsefnin og efnistökin minni flest á dæmigerðan nútímamann. Þessi maður mætir síbreytilegri samtíð sinni af sjónarhóli hins upp- lýsta trúmanns með því móti, sem hverjum íslendingi væri gott að íhuga. Skeggjastaðaprestakall er eitt af þeim smæstu á landinu. Stundum hefur því verið fleygt, að slíkur prestur, sem séra Sigmar er, gæti nú nýst betur í meira fjölmenni. Aldrei hef ég þó heyrt það fullyrt, að starfskraftar hans hafí ekki komið að góðum notum. Hann hef- ur lengi verið okkar skýrasta dæmi um, hvemig mikilvægi prestsþjón- ustunnar er ekki mælt í því hve mörg sóknarbömin eru. Við prest- amir höfum í fordæmi hans eignast uppbyggilega áminningu um það, að prestur hefur nóg að gera þó að sóknarbömin séu fá, ef hann aðeins er tilbúinn til að ganga inn í þjónustuna við sóknarbömin, hvar sem þjónustu hans kann að vera þörf. Á fundum okkar prestanna er séra Sigmar ávallt veitandi og skemmtilegur. Öllum prestum hefur verið uppbyggilegt að kynnast hon- um, enda er hann í hópi' þeirra tvímælalaust talinn í röð fremstu presta. Ekki efast ég um, að sóknar- böm hans hafa fundið í fari hans það, sem við metum einna mest, en það er falsleysi hans og heilindi í öllu. Þannig hefur séra Sigmar haslað sér völl á sviði íslenskrar kirkju- sögu, að þvf verður ekki gleymt. Sama mun eiga við um byggðasögu Austurlands. Sjálfur hefí ég kynnst því, hvemig þessi maður er vinur vina sinna. Kona hans, frú Guðríð- ur, er frá Kolsholtshelli í Villinga- holtshreppi. Hún átti því heima í sóknum foður míns er þau kynnt- ust. Leiddi þetta til kynna séra Sigmars við foreldra mína, sem urðu að mikilli vináttu. Er mér í bamsminni, að faðir minn reyndi að geta sér þess til út frá veður- spánni hvemig veðrið væri nú í Bakkafirði. Svona nærri vildu þeir standa hvor öðmm í andanum, þó að langt væri á milli í landinu og samfundir fáir. Um þessa nánd þeirra vitnar og, að séra Sigmar tók þátt í útgáfu messubókar Sigurðar Pálssonar 1961. Ávallt lagði ég nokkuð við hlust- imar, er rætt var um séra Sigmar. Milli okkar em þær sifjar, að hann, nývígður presturinn, skírði mig I Hraungerðiskirkju. Foreldrar mínir og fjölskylda öll eiga honum margt að þakka, og þess ber að geta. Þetta litla skrif mitt á þó fyrst og fremst það erindi að þakka honum nú einu sinni þá mikilvægu kirkju- legu þjónustu, sem hann veitti mér. Ég veit líka, að þeir em ótrúlega margir, sem nú hugsa til hans í þakkarhug fyrir það, að einhvem- veginn réðu afskipti hans af lífí þeirra nokkmm úrslitum. Að lokum áma ég séra Sigmari og fjölskyldu hans allra heilla og bið Guð að gefa starfi þeirra ávöxt. Sigurður Sigurðsson, Selfossi íshöllin: Jógúrtís á markaðinn ÍSHÖLLIN hefur sett á markaðinn nýjung hér á landi, jógúrtís. í til- efni af eins árs afmæli Kringlunn- ar, 13. ágúst, ákvað íshöllin að bjóða viðskiptavinum Kringlunnar að bragða á nýja jógúrtísnum dag- ana 12. og 13. ágúst. í frétt frá íshöllinni segir, að jógúrtísinn hafi rutt sér til rúms viða um heim og verið vel tekið, sérstak- lega nú sfðustu árin þegar almenn- ingur sé orðinn sér betur meðvit- aður um gildi heilsusamlegra lifshátta. Uppskriftina að jógúrtfsnum sækir íshöllin til Colombo-samsteypunnar í Bandaríkjunum, en Colombo er einn stærsti framleiðandi jógúrtíss í heim- BHM ályktar um stöðuveitingar: Fagleg sjónarmið verði höfð að leiðarljósi inum, segir í fréttinni. Isinn er fram- leiddur á íslandi fyrir íshöllina af Mjólkurbúi Flóamanna og Emmess ísgerðinni, og eru þessi fyrirtæki þau fyrstu til þess að framleiða þennan jógúrtfs utan Bandaríkjanna úr inn- lendri mjólkurafurð. í fréttinni segir, að það sem aðallega greini jógúrtís- inn frá mjólkur- og rjómaís sé það, að hann innihaldi mun minni fitu. Jógúrtgerlamir gefí ísnum auk þess sérstakt hollustugildi því þeir séu almennt taldir auðvelda meltinguna með þvf að hjálpa til við að bijóta niður prótín og fitu. Á svæðinu við íshöllina í Kringl- unni verður komið upp fjölda ísvéla með jógúrtísblöndu og gestum gefst kostur á að smakka hann í dag. Framkvæmdastjóm Bandalags háskólamanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um stöðuveit- ingar við Háskóla íslands: „Af gefnu tilefni vill stjómin vekja athygli á að Háskóli ísiands nýtur samkvæmt lögum vemlegs sjálfræðis í þeim málum er hann telst hafa besta innsýn í. Þó að formlegt skipunarvald sé í höndum stjómvalda er það ekki til að draga úr sjálfstæði Háskólans, heldur miklu fremurtil að undirstrika gagnkvæmt traust milli yfirvalda menntamála og Háskóla íslands. Gagnkvæmur trúnaður milli há- . skóla og stjómvalda er gmndvallar- atriði fyrir æðri menntun og rann- sóknastarfsemi í landinu. Það er því afar mikilvægt að þannig sé staðið að stöðuveitingum við Háskóla ís- lands að ekki sé grafíð undan þeim trúnaði, og fagleg sjónarmið verði höfð að leiðarljósi." Fyrir dúka- og teppalagn- ingarmenn: Teppi, dúkar, lím, verkfæri. Fyrir pípulagningarmenn: Hreinlætis- og blöndunartæki, fittings og verkfæri. Fyrir málara: Allar málningar- vörur, viöarvöm og verkfæri. Fyrir flísalagningarmenn: Flfsar og allt tilheyrandi. Fyrir trésmiði: Verkfæri, lím, þéttiefni og fleira. Fyrir bílamálara: Bílalökk, verkfæri og fleira. Fyrir rafvirkja, bifvélavirkja, múrara, blikksmiði: Verkfæri. Iðnaðarmannakjör eru einkar hagstæð verslunarkjör fyrir iðnaðarmenn. Verslanir sem bjóöa iðnaðarmannakjör eru: Málarinn Grensásvegi, ' Málningarþjónustan Akranesi, Metró i Mjódd og Parma í Hafnarfiröi. lönaöarmönnum býöst aö gera mjög hagstæöa samninga viö einhverja af þessum verslunum um kaup og greiðslukjör á þeirri vöru sem þeir hafa not fyrir í sinni iöngrein. Um verulegan afslátt er að ræða sem grundvallast á föstum viðskiptum. arma Baejarhrauni 16, Hafnarfirði, sfmi 91-652466. mðlningarP _ pjonostan hf akranesi Stillholti 16, sími 93-11799 Grensásvegi 11, sfmi 91-83500. M METRO Álfabakka 16, sími 91-670050. Sýning í Hafnargalleríi Samsýning Ingu Þóreyjar Jó- hannsdóttur og Guðbjargar Hjartardóttur verður opnuð í Hafnargalleríi í Reykjavík á mánudaginn. Báðar hafa þær lokið námi úr nýlistadeild MHÍ. Guðbjörg stundar nú nám við Slade School of Fine Arts í London en Inga heldur út til frekara náms í Vínarborg nú í haust. Til sýnis eru olíumálverk unnin á síðasta vetri. Sýningin stendur til 25. ágúst. Hafnargallerí er til húsa á ann- arri hæð Bókaverslunar Snæbjam- ar í Hafnarstræti og er gengið inn um aðaldyr verslunarinnar. Opið er á verslunartíma. (Fréttatilkynning) GENGISBREF UJrfl ÖRTJGG ÁVÖXTUN Gengisbréf eru hentug og gefa háa ávöxtun Verðtryggð og óverðtryggð veðskuldabréf óskast í umboðssölu. Ávöxtun Gengisbréfa sl. 3 mán. 6 mán. 12. mán. Raunávöxtun á ársgrundvelli 14,0% 17.0% 15.8% Heildarávöxtun á ársgrundvelli 65.8% 50.0% 47,2% ★ Háávöxtun ★ Bréfín eru að jafnaði innleysanleg samdægurs ★ Ekkert innlausnargjald tekið við innlausn bréfanna Skráó er daglcgt gengi bréfanna. Gengi 12.08.88 er 1.492. Verö á Gengisbréfi aö nafnvirói 5.000,- er kr. 7.460,- Veró á Gcngisbréfi aó nafnvirói kr. 50.000,- er kr. 74.600,- Nánari uppl. veiu: Kristján V. Kristjánsson, viöskiptafræðingur og SigurÖur öm Sigurftarson, viftskiptafræÖingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.