Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 57
MORGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
I
Sævar skipstjóri i brúnni.
Páll vélstjóri heldur á einum golþorski, en hann kallaði staðinn elli-
heimilið, þar sem þessi fiskur heldur sig.
Marteinn kokkur í kökubakstri.
inum í Hafnarfirði fyrir 44 krónur
kílóið á sama tíma sem verðið í
Englandi fór yfir hundrað krónur.
Annars hefur okkar viðmiðun verið
við Fönix KE sem hefur veitt mjög
svipað magn og við en fengið að
senda út í sjö gámum að undan-
skildu óverulegu magni sem þeir
urðu að landa hér heima.
Samkvæmt þessum reglum fáum
við ekki að senda neitt í júlí og
ágúst en f september fáum við að
senda 20 tonn. Þessar reglur rugla
allar telguáætlunanir sem menn
voru búnir að gera til að standa við
sínar skuldbindingar auk þess sem
þær geta orsakað, að útgerðin verði
að selja bátinn," sagði Sævar um
leið og hann þræddi hörðu blettina
austan við Eldey í von um að fá
fallegar karfalóðningar.
„Þegar þetta útflutningsbann
kom upp á bauðst okkur fastur
samningur fyrir karfa en það virð-
ist góð afkoma í að frysta hann á
Japan eða Kóreu. Við fáum 25 krón-
ur fyrir kflóið sem verður að teljast
viðunandi í þessari stöðu en ég
myndi örugglega haga veiðunum
öðruvísi ef þetta bann hefði ekki
komið til,“ bætti Sævar við.
Halldór féll á
vinsældalistanum
„Mér finnst það grátlegt, að á
sama tfma og andinn f þjóðfélaginu
er í frjálsræðisátt og boðskapurinn
er, að þeir sem standa sig hagnast
og eru ofan á en hinir rúlla, þá
eykst miðstýringin í sjávarútvegin-
um.
Á sama tíma og sjómenn og út-
gerðarmenn eru sviptir telgum er
þeim sagt að standa sig, því engan
stuðning er að fá úr neinum sjóð-
um,“ sagði Páll Bjömsson, vélstjóri
á Sólfara. Hann er búinn að vera
mörg ár á sjó og þekkir tímana
tvenna.
„Vitleysan hefur aldrei verið
meiri í kringum þennan sjávarút-
veg,“ bætti hann við. „Eitt er víst,
að Halldór, sjávarútvegsráðherra,
féll niður um mörg þrep á vinsælda-
listanum þegar hann setti þetta
óréttláta bann á.“
Þungt hjjóð í sjómönnum
í eldhúsinu var Marteinn Ólafs-
son netamaður og afleysingarkokk-
ur að nostra við að koma marmara-
kökudegi fyrir f bökunarformum.
Hann lét sig ekki muna um að baka
nokkrar kökur til að drýgja kaffi-
brauðið jafnframt því sem hann
stóð í aðgerð upp fyrir haus.
„Sjávarútvegsráðherra hefur
lækkað launin okkar um 50% til
þess að færa frystihúsunum ódýrt
hráefni á okkar kostnað. Það er
ipjög þungt hljóðið í sjómönnum
þessa stundina þó það hafi ekki
farið hátt.
Alþýðan f þessu landi er svo kúg-
uð að hún steinþegir. í mesta lagi
rífst hún út í homi þar sem fáir
heyra.
Sama er með sjómenn, þeir rífast
og skammast í borðkrókunum um
borð en þegar þeim koma í land
þá segja þeir ekki orð og allt geng-
ur sinn vana gang,“ sagði Marteinn.
Strákamir í borðsalnum kinkuðu
kolli til samþykkis síðasta ræðu-
manni.
Kr. Ben.
Saga Siglufjardar
erævintýri líkust.
Sölustaðir: .
Reykjavik: Allar helstu bókaverslanir
Akureyrí: Allar helstu bókaverslanir
Siglutjöröur: Aóalbúðin, bókav. Hannesar
Bókapantanir i síma 96 -71301.
MylluKobbi
r 0 R L A G
TORFUFELU 34-111 REYKJAVÍK - S: 72020
HUEYLEWIS ANDTHENEWS
SMALL WORLD
Splunkuný LP frá meistara skemmti-
rokksins Huey Lewis. Á þessari plötu
sýnir hann á sér enn betri hliðar en ^
áður. Platan er hreint troðfull af smell-
um eins og t.d titillagið sannar best.
Póstkröfusímar 11620 & 28316.
FÁANLEG Á LP, KASS. OG CD.
Nuddnámskeið
fyrir almenning
Allirgeta lært að
nudda! Nudd er bein
framlenging af eðlilegri
snertingu, sett í ákveð-
ið form. Á þessu nám-
skeiði verður farið í
grunnatriðin í sjálfs-
nuddi og að nudda
aðra. Kennari er Rafn
Geirdal, nuddfræðing-
ur.
Námskeiðið ferfram laugardaginn
20. ágúst kl. 10-17 i Dansstúdiói
Sóleyjar, Engjateigi 1, Reykjavík
ogkostar3000kr.
Gildi nudds:
•kmýkir vöðva,
Aörvar blóðrás,
'kslakará taugum,
Aeykur vellíðan.
Upplýsingar og skráning í síma 686612,
kl. 12-15 daglega.
Nuddmiðstöðin
BORÐ OG STÓLAR
ítölsk krómborð, homborð, sófaborð, blómaborð, sjónvarpsborð, tevagnar
(gull og króm), borðstofuborð, eldhúsborð, marmara-sófaborð (carrara og
travertino, einstök eintök) og flísaborð. .
Króm og leðurstólar, reyrstólar, klappstólar, armstólar og ruggustólar. Allt í
sígildum stíl.
^Sl p Ófb Skútuvogi 4, sími 82470,
sJ v/hliðina ó Barðanum.
Toppl
eikur í
kvöld
Valur - Völsungur
á Hlíðarenda kl. 19.00
Áfram Valur