Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 59 heim til Nýja Sjálands og ferðaðist á jeppa um landið. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að sjá eigið land áður en ég ferðaðist um heiminn. Ég ferðaðist einn og var með stóran kíki á þaki jeppans. Ég sá margt skemmtilegt. í norðurhluta landsins bjó hópur hippa sem ég dvaldist með í tvo daga. Hippamir höfðu dvalist þama í nokkra mánuði og bjuggu í rútum. Frá Nýja Sjálandi fór ég til Skandinavíu og gekk í þijár vikur um Noreg. Fór til strandarinnar og sigldi um norsku firðina. Fór þaðan til Svíþjóðar og í Uppsölum hitti ég háskólafólk sem ég ferðaðist með í lest um Svíþjóð. Frá Svíþjóð fór ég til Finnlands og á leiðinni þangað hitti ég stúlku sem bauð mér að koma og heimsækja sig í skólann sem hún stundaði en hann var rétt fyrir utan Helsinki. Ég dvaldi við nám í finnskum skóla í eina viku en hætti vegna þess að ég skyldi ekki málið segir Alan og rekur upp hrossahlátur. — Hvað tók þá við? Eftir skamma viðdvöl í Helsinki fór ég með lest til Stokkhólms og áfram til Parísar. Eftir að ég hafði gengið um austurhluta Frakklands og sofið undir tijám og stjömum kom ég hingað til íslands. — Hvað hefurðu starfað við? Ég fór til Stöðvarfjarðar þar sem ég starfaði í fiskvinnu. Þar hef ég dvalist í þrjá mánuði og farið nokkra túra á togara í íhlaupum. Ég hef verið í tveggja vikna fríi því frystihúsið sem ég starfa í tekur tveggja vikna frí á ári. — Hvað hefurðu gert í fríinu? Ég fór til London að versla. Vin- kona mín hér í Reykjavík sagði mér að ég væri orðin ekta íslendingur af því ég fór til London að versla. — Hvemig er að vera Nýsjálend- ingur á íslandi? Ég er vanur litlum þorpum. Þeg- ar ég starfaði í Nýja Sjálandi var ég langt frá öllu. Til að byrja með var erfitt að ná sambandi við fólkið og það átti erfítt með að sætta sig við mig... En núna á ég marga vini og allt gengur vel. Meginástæð- an var líklega feimni. Þegar ég byijaði að vinna fyrir austan vora líklega flestir í prófum en eftir að skólunum lauk lifnaði mikið yfír þessu öllu saman. Allir vora miklu hressari og afslappaðri. — Ætlarðu að dveljast hér í langan tíma? Já, allavega fram í janúar. Ég hef ekki upplifað kaldan vetur enn- þá og dauðhlakka til. Ég hef heyrt að frostið fari alveg uppí 25 stig. Það verður mjög gaman. — Ferðu heim eftir dvölina héma jT á íslandi? Ég stefni að því að ferðast um heiminn alla ævi. Líkt og menn era háðir einhveiju er ég háður ferða- lögum. Þetta er kannski ótrúlegt en þetta er staðreynd. Mismunandi lönd og menning. Það er lífið. — Hvar á að byija næsta ferða- lag? Ég fer líklega til Zaire í Afríku og stefni að því að sigla niður Zaire-ána. Ég kvaddi Alan Wayne Johnston og óskaði honum góðrar ferðar en hann var að fara útá Reykjavíkur- flugvöll. Ferðinni var heitið til Eg- ilsstaða en þar heldur Alan áfram í fiskvinnunni. Er að safna pening í næstu reisu. A.G.B. Þetta verður eins og stór fjölskylda þegar við eram átta til tíu daga úti í senn og stoppum ekki nema þijátíu tíma í landi á milli túra. Margt er rætt, margt sem er einvörðungu til umráeðu um borð og fer ekkert lengra. Þetta er fyrir mér eins og stór vinkonuhópur sem maður segir frá ýmsu sem ekki er vert að flíka út um allt. — Hvað finnst vinkonum þínum um þig sem sjómann? Þær era nú orðnar vanar þessu, þekkja sumar til starfsins af eigin raun. Ein þeirra var til að mynda á miklu minni bát en Baldri í fýrra- sumar, þar sem aðstaðan er mun verri. Þar er ekki einu sinni salemi og því þurfa menn að gera þarfir sínar í fötu. Allar vistarverar era frammi á skipinu, bæði eldhús og svefnaðstaða, og menn fara sko ekki aldeilis í sturtu á hveijum degi á bát sem þessum. Raunar gerir maður það ekki heldur um borð í Baldri því það verður að spara vat- nið, þú leiðir ekki hitaveituna um borð í þetta! Ég fer í sturtu svona þriðja hvem sólarhring, þegar ég er orðin það drallug að ég þoli ekki við lengur. Sjórinn skvettist á mann og seltan fer ekki beint vel með húðina og þegar maður er í aðgerð þá sést varla út úr augum fyrir slori og blóði og öðram viðbjóði. Svo vill það verða þannig að allt er orðið hálf ógeðslegt um borð í enda túrsins því það er ekki mikið þrifið meðan verið er úti, rétt sleikt af það mesta. Gallamir era orðnir stífir af slori og geta nánast staðið sjálfir er komið er í land. Þannig að þetta er ekki nein snyrtivinna. — Finnst þér þetta gaman þrátt fyrir skemmtilegheitin sem þú lýsir hér á undan? Ég tek sjómennskuna fram yfir að vinna í landi. Pabbi átti nú trillu þegar ég var yngri og ég var byijuð að fara með honum á sjó þegar ég var sex ára gömul. Þá dorguðum við hér úti á firðinum. Það. má segja að sjórinn hafí í raun og vera alltaf heillað mig. Mér finnst afskaplega friðsælt úti á sjó. Þó viss kjami manna sé um borð er enginn að þröngva sér upp á mann og hægt er að fá að vera eins mikið út af fyrir sig og manni hentar. Það getur verið ótrúlega erfitt að vinna í óveðri, bara að þurfa að hafa sig allan við til að standa uppréttur. Fegurðin getur einnig verið ótrúleg. Við förum i kannski út klukkan tvö eða þijú á nætumar, horfum á sólina koma upp yfir spegilsléttum sjónum og sjávarlyktin og fuglasöngurinn fylla öll skilningarvit af fegurð. Mér fínnst þetta allt eitthvað svo heil- steypt. Ég held að það sé með alla sjó- mennsku að þegar maður er einu sinni búinn að fara út á sjó, þá verður maður alltaf að komast ann- að slagið eftir það. Ég skil mjög vel að menn skuli sækja í þetta starf, þó svo það sé ákaflega erfitt og lýjandi oft á tíðum. — Myndirðu vilja segja mér, manneskju sem veit hvorki haus né sporð á sjómennsku, frá síðasta túmum þínum með tilliti til þessar- ar vanþekkingar? Ég er nú sjálf enginn sérfræðing- ur, hef ekki einu sinni hugmynd um hvað helmingurinn af trollinu heitir og læri eitthvað nýtt í hverri ferð. Trollið þarf t.d. að vera í hundrað prósent lagi ef eitthvað á að fiskast, en sú var ekki reyndin hjá okkur núna síðast. Það era vírar í svokallaðri höfuðlínu og hún var metra styttri á stjómborða en á bakborða. Það veldur því að mis- jafnt átak kemur á togvírana og trollið sígur saman öðra megin. Því kom lítill sem enginn fiskur í trollið. Á meðan bátamir vora að fiska tíu til fímmtán tonn í hali þama í ísbreiðunni þar sem við voram, þá fengum við kannski ekki nema þijú, það var ansi hreint slakt. Ég man ekki nákvæmlega hvar við voram, það er dálítið erfitt að átta sig á því vegna þess að á hveijum sólar- hring er tekið stím, kannski rúntur í tvo tíma, þá kippur og aftur keyrt yfir á annað svaeði. En meirihlutann af tímanum voram við stödd í ísbreiðu á Strandagranni að ég held. Það var fullt af ís þama, manni leið eins og á norðurpólnum og að maður gæti stokkið á ísbjam- arveiðar án mikillar fyrirhafnar. Þessum ís fylgdi fimbulkuldi og mikil þoka, sem varð til þess að við sigldum á jaka og skemmdum bát- inn þó nokkuð mikið. En þetta var mjög tilkomumikið að sjá, þessa endalausu ísbreiðu og sjóinn spegil- sléttan á milli. Ég sé mest eftir að hafa ekki tekið myndavélina með mér. Við fiskuðum ekki neitt fyrstu fjóra sólarhringana í túmum vegna trolisins en svo fannst út hvað var að og þá var gert við höfuðlínuna í snatri, þá fórum við fyrst að fiska almennilega. Við komum svo inn eftir tíu sólarhringa með fullfermi, 92 tonn. — Hver er þinn hlutur eftir ferð- ina? Fyrir þennan túr gæti ég búist við að það yrðu rúm sjötíu þúsund. Svo er auðvitað dregið af manni, þannig að í peningum ættu þetta að verða eitthvað um sextíu. Vindum okkur yfír í framtíðina, ferðu aftur til Svíþjóðar í haust? Já, ég fer til Malmo í lok ágúst og verð líklegast að vinna þar hjá ljósmyndara fram á veturinn. Eg ætla þó mest að reyna að vinna fyrir sjálfa mig. Þjálfa mig upp í tækni í sambandi við svart/hvítar myndir og hef reyndar verið á fullu við það í sumar þegar tími hefur gefist til. Ég tók myndir hér heima á milli jóla og nýárs núna síðast sem þóttu ansi tilkomumiklar þama úti og seldi fjórar af þeim á sýningu sem við héldum í lok skólaársins. Það dugði mér fyrir farinu heim, sem kom sér vel því ég var orðin mjög blönk undir það síðasta. Ég sótti um inngöngu í listaskóla í Stokkhólmi og fékk jáyrði. Var lengi á báðum áttum hvort ég ætti ekki bara að drífa mig, en það varð ofan á að þjálfa sig betur áður en ég sest á skólabekk að nýju. Mig langar að ná því betur að láta myndirnar útskýra sig fullkom- lega sjálfar þannig að ekki þurfi neitt skrifmál með þeim. Til að verða góður blaðaljósmyndari þarf maður að vera glöggur á slíkt. En svo er stefnan sett á frekara nám i blaðaljósmyndun, það er eins líklegt að ég fari í skólann í Stokk- hólmi seinna, hann sérhæfir sig ein- mitt í þessu. — Og sjómennskan? Ætli maður leggi hana bara ekki á hilluna núna. Eg flyt út eftir nokkrar vikur og reikna með að verða þar í fjögur til fímm ár í námi. Býst ekki við að verða neitt á íslandi þennan tíma nema þá í stuttum fríum og þá kem ég ekki til að vinna neitt að ráði. Ég er mjög ánægð með fram- vindu mála þessa stundina. Vil helst geta unnið eins og ég mögulega get það sem eftir lifir sumars til að hafa næga peninga. Það er mér mikils virði að þurfa ekki að fá lán- að og öll þessi vinna þjónar einmitt þeim tilgangi. Mig langar að leggja eitthvað fyrir og vaxta það í eitt ár, þá losna ég við að taka námslán þegar ég fer í skóla. Bæði er það nú, að lánin þarf að borga á sínum tíma og svo að þegar maður hefur unnið hörðum höndum fyrir náminu sínu, þá leggur maður harðar að sér til að allt erfíðið sé nú ekki unnið fyrir gýg. Þetta heldur manni uppi yfir veturinn. — Að lokum, ertu kjarnakona? Ég er það auðvitað! S.Á. Menonsson er 19 ára indverskur íslendingur og búsettur í Reykjavík. Andri fæddist í London og ég bað hann að segja mér eitt- hvað um upprana sinn? Ég ólst upp í London en fluttist til Islands þegar ég var fjögurra ára og gekk í skóla hér en fluttist aftur til London þegar ég var sjö ára. Var í heimavistarskóla þang- að til ég var 10 ára. Þegar ég var 11 ára fluttist ég til Cambridge og var þar í virkilega góðum skóla, St Johns College School. Skólinn var viðurkenndur kórskóli og ég gleymi aldrei jólamessunni sem fór fram í kapellu skólans. Því næst fór ég í skóla sem heitir Leys og var þar frá 13 ára aldri til 16 ára aldurs. í Leys gat maður alltaf valið eitthvað sérstakt á miðviku- dögum. Það var um að ræða að fá tækifæri til að kynnast ýmsum deiidum innan breska hersins. Fyrst æfðum við að marsera en síðan fóram við á skotæfíngar. Ég man ég fór í þijár herútilegur og í einni þeirra áttum við að ganga 13 kílómetra yfir heiði með kort og kompás og fínna tjald- stæðin. í síðustu herútilegunni var næturæfing með hemum sjálfum. Maður varð var við þyrlumar fljúgandi fyrir ofan sig. — Hvenær fluttist þú svo til íslands? 16 ára gamall kom ég heim til íslands og byijaði í Menntaskólan- um í Hamrahlíð. Ég varð fyrir dálitlu menningarsjokki þegar ég kom hingað. Þekkti bara nánustu ættingja en sem betur fer kornst ég í eina af þessum klíkum sem alls staðar eru. Ég byijaði í karate og æfði samfara náminu í tvö ár. í fyrrasumar fór ég á fyrsta Evr- ópumótið í Goju-kai en það er nafnið á þeirri tegund karate sem ég stunda. — Hvemig gekk á mótinu? Þetta var mikil lífsreynsla en í fyrsta riðli lenti ég á móti svissn- eska meistaranum og tapaði fyrir honum. En það var aukaatriði. Mér gengur bara betur næst. — Attu áhugamál fyrir utan karate? Ég hef gaman af tónlist. Mér fínnst gott að hlusta á klassík annað slagið. Og síðan hefur mað- ur gaman af öllu poppi. Síðan hef ég gaman af því að ferðast. Bæði hér innanlands og erlendis. — Ætlarðu að búa hér á ís- landi í framtíðinni? Það er óvíst. Ég klára menntó líklega næsta vor. Ég hef spáð í háskólanám. Annað hvort læknis- fræði eða hagfræði. Annars hef ég ekki ákveðið mig ennþá. — Líður þér vel á íslandi? ^ Já. íslenskt þjóðfélag er gotU Mér líður vel hérna. A.G.B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.