Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 60

Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 60
NÝTT FRÁ KODAK ÞETTA HRESSANDI. FRÍSKA BRAGÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Hvammstangi: Bændur Jeigja sláturhús BÆNDUR í Vestur-Húnavatns- sýslu stofnuðu hlutafélag um rekstur sláturhúss þrotabús Verslunar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga sl. fimmtudags- kvöld. 15 bændur höfðu skráð sig sem hluthafa i þessu nýja fyrirtæki sl. föstudag og er gert ráð fyrir að stofnfé verði um 800 þúsund krónur. Bændumir gerðu leigusamning við þrotabússtjóra Verslunar Sig- Ijrðar Pálmasonar til eins árs. Að ' ' sögn Friðrik Böðvarssonar bónda að Syðsta—Ósi heldur þrotabúið sláturleyfinu og ætla bændur að slátra undir merki þess. Hyggjast þeir síðan sækja um undanþágu til landbúnaðarráðu- neytisins um sláturleyfi fyrir hið nýja félag. Fái þeir undanþágu og takist vel til með reksturinn ætla bændumir að gera nauðsynlegar breytingar á sláturhúsinu svo það fái löggildingu. ___ Að sögn Friðriks réðust bændur í þetta til að missa ekki þann mark- að fyrir ófryst kjöt sem sláturhús Verslunar Sigurðar Pálmasonar á sínum tíma kom á. Auk þess sem stór sláturhús séu óhagkvæm til minni slátrunar þar sem mikill til- kostnaður sé við að koma slátrun í gang og hætta henni. Bændur hafa náð betra verði fyrir dilkakjöt sem slátrað er í óhefðbundinni slát- urtíð og sagði Friðrik að áfram- haldandi rekstur sláturhússins kæmi bæði bændum og neytendum til góða. Lögreglumenn að störfum á slysstað. Morgunbiaðið/Svemr Reykjanesbraut: Tveir létust í umferðarslysi TVEIR karlmenn, annar um þrítugt, hinn um fertugt, létust í I Leigubíll á leið til Reykjavíkur og Lada-bifreið á leið suður rákust umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði um I saman og varð áreksturinn mjög harður. Einn maður var í hvorum bíl klukkan 5.30 að morgni laugardagsins. | og létust báðir. Morgunblaðið/Þorkell Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands dáðist mjög að fánaborg barnanna sem heilsuðu henni á Siglufjarðarflugvelli. Siglufjörður: Fjölmenni tók á móti forsetanum Sigiufirði. Frá Þóninni Sveinbjamardóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. FJÖLMENNI var við móttökuat- höfn á Siglufjarðarflugvelli i gær þegar Vigdis Finnbogadótt- ir, forseti íslands, kom til Siglu- fjarðar í boði bæjarstjórnar. Með komu forsetans hófust hátíðarhöld vegna 70 ára kaupstað- arafmælis og 170 ára verslunaraf- mælis Siglufjarðar. Fulltrúar úr bæjarstjóm tóku á móti forsetanum á flugvellinum og bauð Bjöm Jón- asson forseti bæjarstjómar hana velkomna á afmælishátíðina. Sigl- fírsk hnáta, Sigurlaug Ragna Guðnadóttir, færði forsetanum blómvönd. Hátíðarhöld vegna afmælisins standa í eina viku og mun margt tii skemmtunar og fróðleiks. Bær- inn skartaði sínu fegursta við upp- haf hátíðarhaldanna í gær, enda margt verið gert til að fegra bæinn og umhverfí hans í tilefni afmælis- ins. Ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir: Hliðarráðstafanir aðalatriði aðgerða segir Einar Oddur Kristjánsson formaður nefndarinnar EINAR ODDUR Kristjánsson, formaður ráðgjafanefndar ríkis- stjórnarinnar, segir að nefndin sé að vinna að tillögum um hlið- arráðstafanir með efnahagsað- gerðum, þar sem slíkar ráðstaf- anir væru í raun aðalatriðið ef þær efnahagsaðgerðir, sem framundan eru, ættu að vera varanlegar, og þær ættu við um hvaða meginleið sem stjórnvöld veldu þar. Einar sagði, að það væri ítrekaður vilji nefndar- manna til þess að skila sameigin- legri niðurstöðu. Einar Oddur Kristjánsson vildi ekki staðfesta við Morgunblaðið hvaða leiðir væru nú helst til athug- unar í nefndinni, en svokölluð niður- færsluleið hefur komið inn í umræð- una síðustu daga og verið mjög til skoðunar í ráðgjafanefndinni. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins leggur Alþýðuflokkurinn mikla áherslu á þessa leið í stað þess að fella gengið og hinir stjórnarflokk- arnir hafa tekið jákvætt í að leiðin verði skoðuð. í mjög einfaldri mynd felst niður- færsla í því að laun yrðu lækkuð með lögum, svo og öll opinber þjón- usta og gjaldskrár fyrirtækja. Nafnvextir munu væntanlega fara lækkandi á næstunni vegna minnk- andi verðbólgu, og myndu við þetta lækka enn meira svo og raunvext- ir. Þetta hefði þau áhrif að rekstrar- kostnaður fyrirtækja minnkaði og verðlag lækkaði þar sem verslunin hefði tök á og yrði að lækka verð á vörum í samræmi við minnkaða kaupgetu almennings. Sem dæmi er nefnt að 10% kaup- lækkun er talin myndi leiða til 6% lækkunar verðlags. Verðbólgan myndi lækka í 7% innan tveggja mánaða og vextir í um 13% á svip- uðum tíma. Þessi lækkun verðlags myndi leiða til lækkana vísitalna og lánskjaravísitala yrði væntan- lega neikvæð þannig að verðtryggð lán lækkuðu. Heildarkaupmáttar- skerðing yrði í kringum 1%. Til að þessir útreikningar standist þyrfti þó ýmislegt að ganga eftir sem m.a. er háð ytri skilyrðum. Einar Oddur sagði að væntanlega yrði gengið frá tillögum í nefndinni nú eftir helgina um ráðstafanir til að bæta rekstrarskilyrði samkeppn- isgreinanna. Nefndinni er einnig ætlað að gera tillögur um ráðstaf- anir til að treysta eiginfjárstöðu fyrirtækja og sagði Einar að nefnd- in myndi snúa sér að því í næstu viku en stefnt er að því að hún ljúki störfum um næstu helgi. • • Olvaður ók á ellefu bfla ÖLVAÐUR ökumaður á þrítugs aldri skemmdi 11 bOa við B0a-\ sölu Vesturlands í Borgarnesi aðfararnótt laugardagsins. Maðurinn ók Lada-bifreið sinni úr Reykjavík í Borgames aðfara- nótt laugardagsins. í Hvalfirði ók hann niður vegstikur og skemmdi umferðarmerki. í Borgamesi ók hann rakleiðis að Bílasölu Vestur- lands og ók á að minnsta kosti 11 bíla og skemmdi nokkra þeirra tals- vert mikið. Sást til hans og stöðv- aði lögregla hann á norðurleið skammt fyrir utan bæinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.