Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 1
64 SIÐUR B 185. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkfall kolanamumanna 1 Póllandi: Yfirvöld viður- kenni Samstöðu Varsjá. Reuter. ÞRJÍJ þúsund verkamenn i kolanámu í bænum Jastrzebie í Suður- Póllandi hófu verkfall i gær. Sjö hundruð menn halda til í námunni, en hundruð lögreglumanna umkringdu hana í gær. Stanislaw Pasek, einn verkfallsmanna, sagði í simtali við fíeuíers-fréttastofuna að for- stjóri Manifest Lipcowy-námunnar hefði fyrirskipað að öll framleiðsla yrði stöðvuð um sinn. Námumennimir krefjast þess að Samstaða, hin ólöglega verkalýðshreyfing i Póllandi, verði viðurkennd auk þess sem þeir krefjast launahækkana. Verkfallið hófst þegar þtjú hundr- uð verkamenn sem mættu á nætur- vakt á mánudagskvöld neituðu að fara niður í námuna. Verkamenn sem mættu til vinnu eftir hádegi í gær fengu ekki að fara inn á námusvæðið. Námumennimir settu á stofn 33 manna verkfallsnefnd sem lagði fram kröfugerð til stjómvalda í tuttugu liðum. Meðal þess sem námumenn- imir fara fram á er að yfírvöld viður- kenni Samstöðu, en um þessar mund- ir eru átta ár liðin frá stofnun henn- ar. Þá vilja verkfallsmenn að laun verði hækkuð, aðbúnaður á vinnu- stað bættur og að fyrrum námu- Dollar lækkar vegna aukins viðskiptahalla London. Reuter. menn, sem sagt hefur venð upp störfum vegna stjómmálaafskipta, verði ráðnir á ný. „Við munum ekki gefast upp fyrir hótunum yfírvalda og vonum að aðr- ir námuverkamenn gangi í lið með okkur," sagði Stanislaw Pasek í sam- tali við Reuíers-fréttastofuna. Hann sagði að um fjórðungur verkamanna, sem starfa við námuna, tækju þátt í verkfallinu. Pasek sagði að Karol Grzywa, yfirmaður námunnar, hefði lesið upp yfirlýsingu þess efnis að vinnslu yrði hætt í námunni þar til yfírvöld hefðu ákveðið annað. Skömmu eftir að Grzywa hafði lesið upp yfirlýsinguna umkringdi lögregla námuna. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði í símtali við Peuters-fréttastof- una, að verkfallið væri afleiðing þess að stjómvöldum hefði mistekist að halda aftur af verðbólgu í Póllandi, sem nú væri um 50%. AP Grænfriðungar gengu í hringi fyrir framan veitingastað Burger -Krng’-keðjunnar í Washington og æptu: „Stöðvið hvalveiðar strax.“ Ungi maðurinn fremst á myndinni ber spjald sem á er letrað: „Vísindaveiðar íslendinga eru yfirskin." Um 100 manns tóku þátt í mótmælunum í Washington að sögn grænfriðunga sjálfra. Bandaríkin; Dan Quayle varaforseta- efni Bush New Orleans. Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Repúblikanaflokksins, tilkynnti i gær að hann hefði valið Dan Qua- yle, öldungadeildarþingmann frá Indíana, sem varaforsetaefni sitt. Bandariska sjónvarpsstöðin NBC greindi frá þvi i gær að George Bush hefði tilnefnt Dan Quayle, sem vara- forsetaefni sitt í forsetakosningunum sem fram fara 8. nóvember næst- komandi. Sjónvarpsstöðin sagði að jafnframt hefði öðrum, sem orðaðir hafa verið við útnefningu, verið til- kynnt að þeir hefðu ekki orðið fyrir valinu sem varaforsetaefni. Bush kom til New Orleans upp Mississippi-á með fljótabáti. Hann tilkynnti við móttökuathöfn að hann hefði valið Quayle sem varaforseta- efni sitt. „Ég hef ákveðið að velja þennan fyrirmyndarþingmann til að vera varaforsetaefni mitt og ráðlegg landsfundarmönnum að fara að dæmi rnínu," sagði Bush. Quayle, sem tók sæti í öldungadeild Banda- ríkjaþings árið 1980, nýtur stuðnings ihaldssamari repúblikana. Það vakti furðu að hann var meðal þeirra sem tóku á móti Bush við komuna til New Orleans. Sjá fréttir af landsfundi repúblikana á bls. 24. Grænfriðungar í Bandaríkjunum mótmæla hvalveiðum íslendinga: Friðsamleg- mótmæli við veitmgastaði í 74 borgum GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði í gær er þær fréttir bárust að viðskiptahalli Bandaríkjanna hefði aukist í júnímánuði. Þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk i Lond- on síðdegis i gær var dollarinn skráður á 1,8705 vestur-þýsk mörk en á mánudag fengust 1,8822 mörk fyrir hann. Um tíma fengust aðeins 1,86 mörk fyrir dollarann en gengi hans hækkaði aftur er líða tók á daginn. Kváðust nokkrir fjármálasérfræðing- ar telja að linnulítil hækkun dollars á undanfömum vikum væri á enda runnin. í skýrslu stjómvalda sem birt var í gær kom fram að viðskiptahalli Bandaríkjanna í júnímánuði nam 12,54 milljörðum dollara (um 570 milljörðum ísl. kr.) og hafði hann aukist frá í maí er hann var sagður 9,76 milljarðar (rúmir 440 milljarðar ísl. kr.). Náttúruverndarsamtökin Greenpeace mótmæltu í gær hval- veiðum íslendinga i 74 borgum Bandaríkjanna. Grænfriðungar söfnuðust saman við veitingastaði skyndibitakeðjanna Wendy’s, Burger King og Long John Silver með skilti og borða og hrópuðu slagorð. Mótmælin fóru friðsam- lega fram. Mótmæli grænfriðunga voru ekki ætluð til æsinga, að sögn Deans Wilkinsons, talsmanns þeirra í Was- hington. „Veitingahúsaeigendur voru eflaust ekkert hrifnir, en þetta voru friðsöm mótmæli og við hvött- um fólk alls ekki til þess að snið- ganga viðkomandi fyrirtæki, heldur láta í ljós áhyggjur vegna hvalveiða íslendinga og hvetja veitingahúsin til þess að kaupa ekki íslenskan físk,“ sagði hann. Að sögn Wilkinsons sýndu fjöl- miðlar mótmælunum meiri áhuga en oft áður. „í Washington voru sex sjónvarpsstöðvar, íjórar útvarps- stöðvar og nokkur dagblöð viðstödd mótmælin. í Orlando fylgdust allar fréttastofur borgarinnar með og ein útvarpsstöðin sendi beint út frá mót- mælunum," sagði hann. í Fíladelfíu fengu grænfriðungar rokkhljómsveit í lið með sér og vöktu mikla at- hygli, að sögn Wilkinsons. Grænfrið- ungar halda því fram að þeir hafí safnað 250 þúsund undirskriftum gegn hvalveiðum íslendinga. Að sögn blaðafulltrúa Long John Silver, Bruce Cottons. hafði hann litl- ar fregnir haft af mótmælum græn- friðunga og sagði hann að sér virt- ust þau fremur máttlítil. Aðspurður um viðbrögð fyrirtækisins, sagði Cotton afstöðu þess til fískkaupa af íslendingum óbreytta og að ekki væri á dagskrá að hætta þeim. Dean Wilkinson hélt því fram að í Seattle hefði fulltrúadeildarþing- maður demókrata, Donald Bonker, tekið þátt ( mótmælunum. Hefði Bonker lýst því yfir að hann hygðist flytja þingsályktunartillögu á Banda- ríkjaþingi um refsiaðgerðir vegna hvalveiða íslendinga. Bonker er þekktur baráttumaður fyrir algjöru hvalveiðibanni. Bob Hennessy, blaðafulltrúi Don- alds Bonkers, sagði hins vegar í sam- tali við Morgunblaðið að þetta væri á misskilningi byggt. Þingmaðurinn hefði kynnt tillögu í þessa veru í jan- úarmánuði og hefði ekki í hyggju að leggja fram aðra slíka. Tillaga Bonkers hefur verið tekin til með- ferðar í undimefndum fulltrúadeild- arinnar, en henni er einkum beint gegn hvalveiðum Japana. Morgunblaðið náði f nótt tali af Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegs- ráðherra, en hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið þár sem hann skorti nákvæmar upplýsingar. Að sögn Yngva Yngvarsonar, sendiherra íslands í Washington höfðu sendi- ráðsmenn ekki orðið varir við mót- mæli grænfriðunga né borist nein gögn um þau. Ekki höfðu þeir heldur orðið varir við að sagt væri frá mót- mælunum í fjölmiðlum vestra. Sjá bls. 2: Hyggjast draga úr kaupum á íslenskum físld um 20%. Sovétríkin; Rit fyrrum leiðtoga fjarlægð Moskvu. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjarlægja ritverk Leoníds Brezhnevs og Konstantíns Tsjemenkos, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, úr bókasöfn- um að því er sagði f gær f Izvestiu, málgagni Sovétstjómarinnar. Blað- ið birti bréf frá bókasafnsverði einum á Krim-skaga, sem kvaðst hafa fengið fyrirmæli þessi á fundi ásamt starfsbræðrum sfnum. Fram kom að verk Míkhaíls hefðu verið út fyrir mars 1985 en Súslovs, fyrrum hugmyndafræð- ings kommúnistaflokksins, og Viktors Grishíns, fyrrum formanns Moskvudeildar flokksins, yrðu enn- fremur fjarlægð. Grishín er sá eini þessara manna sem enn er á lífi. I bréfinu sagði að ákvörðun þessi tæki einnig til allra ritverka um stjóm- og efnahagsmál sem gefín einmitt þá komst Míkhaíl S. Gorb- atsjov, Sovétleiðtogi, til valda. Á bréfinu var hins vegar ekki ljóst hvort þessi ákvörðun gilti eingöngu um bókasöfn á Krím-skaga eða gervöll Sovétríkin. í bréfinu, sem I. Zavgorodnyaja undirritaði, sagði ennfremur að bókavörðum hefði verið falið að fjarlægja allar heimildir um flokks- þing kommúnistaflokksins, er hald- in vom á árunum 1961 til 1981. Á 22. þingi flokksins, sem Níkíta Khrústsjov stýrði árið 1961, var m.a. samþykkt að fjarlægja jarðn- eskar leifar Jósefs Stalíns úr graf- hýsi Leníns við Rauða torgið í Moskvu. Sovétsérfræðingar kváðust í gær vera undrandi á fréttum þessum þar sem Gorbatsjov hefði lagt áherslu á að fyllt yrði upp í „eyð- ur“ í sögu Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.