Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
3
Manntal tekið 1981:
Niðurstöður birtar í
fyrsta lagi á næsta ári
Mun ekki nýtast okkur sem skyldi, segir hagstofustjóri
ENN liggja engar niðurstöður
fyrir úr manntali sem Hagstofa
Islands lét gera í byijun árs 1981.
Að sögn Hallgríms Snorrasonar
hagstofustjóra sér nú loks fyrir
endann á úrvinnslu manntalsins.
„Okkur er ákaflega annt um að
birta upplýsingar úr manntalinu,
jafnskjótt og þær eru til reiðu.
Urvinnslan hefur tekið mjög
langan tíma og því mun mann-
talið ekki nýtast okkur sem
skyldi. En það var nyög ýtarlegt
og ætti því þrátt fyrir það að
veita okkur talsverðar upplýs-
ingar, t.d. um fjölskylduna og
atvinnumál. Niðurstöðurnar
munu einnig nýtast okkur í sam-
anburði við fyrri manntöl og
seinni tíma rannsóknir," sagði
Hallgrímur. Stefnt er að því að
Rekstrarfjármögn-
un í fiskeldi:
Fulltrúar
þriggja
ráðuneyta
leita leiða
A ríkisstjórnarfundi í gær var
ákveðið að fulltrúar frá land-
búnaðar-, forsætis- og fjármála-
ráðuneyti könnuðu leiðir til að
ná því markmiði sem starfandi
nefnd er gerir athugun á starfs-
skilyrðum fiskeldis hér á landi
telur nauðsynlegt varðandi
rekstrarfjármögnun fiskeldis-
fyrirtækja.
I áfangaskýrslu nefndarinnar
sem nýlega var kynnt var lagt til
að fiskeldi hér á landi nyti ríkis-
ábyrgðar á rekstrarlánum eða að
stofnað verði sérstakt ábyrgðarfé-
lag á vegum banka og sparisjóða.
„Markmiðið er að leysa þann
vanda sem við er að etja, og er
þessum fulltrúum ætlað að kanna
hvaða leiðir eru færar í því sam-
bandi," sagði Jón Helgason land-
búnaðarráðherra.
birta fyrstu niðurstöður fyrri-
hluta næsta árs.
Unnið hefur verið úr manntals-
gögnunum með hléum allt frá 1981
og ástæða hins langa úrvinnslutíma
er sú, að stofnanimar sem við verk-
ið fást eru smáar, með þröngan fjár-
hag og fámennt starfslið, að sögn
Hallgríms. „Verkið er feikilega
stórt og þungt í vöfum en við bind-
um vonir við að endanleg úrvinnsla
hefjist á næstu mánuðum. Við von-
umst til að ekki fari fyrir þessu
manntali eins og því fýrsta sem
gert var hérlendis. Niðurstöður þess
voru ekki birtar fyrr en 77 árum
eftir að það var unnið,“ sagði Hall-
grímur.
Hann sagði að reynslu starfsfólks
Hagstofunnar að vinna sem þessi
tæki langan tíma en rúm 7 ár væri
of mikið. Æskilegt væri að vinna
við svona könnun taki um 3 ár en
það væri þó býsna háleitt markmið.
Það ætti að vera hægt að birta
grundvallaratriði fljótt þótt endan-
leg úrvinnsla myndi vara mun leng-
ur.
í lögum um Hagstofuna segir að
henni bera að gera manntöl. Ekki
er kveðið á um hversu langur tími
skuli líða milli manntala en að sögn
Hallgríms miða flestar þjóðir við
að þau séu gerð á 10 ára fresti.
Síðasta manntal á Islandi var gert
1960. Hið fyrsta var gert 1703 og
á 20 til 30 ára fresti til ársins 1865.
Frá 1870 til 1960 voru manntöl
gerð á 10 ára fresti. Ekki hefur enn
verið tekin ákvörðun um hvort taka
eigi manntal í byijun næsta áratug-
ar en að sögn Hallgríms verður að
taka ákvörðun um það innan
skamms.
CXg)
V/SA
STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS
Gaf út um
20 fals-
aða tékka
26 ÁRA gamall maður er nú í
haldi hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins, grunaður um að hafa
stolið ávísanahefti á skemmti-
stað í Reykjavík og gefið út úr
þvi rúmlega 20 falsaðar ávísan-
Lögreglan á Akranesi handtók
manninn á mánudag að beiðni
Rannsóknarlögreglu ríkisins og
var hann færður til yfirheyrslu í
Reykjavík. Að sögn Ragnars Vign-
is, aðstoðaiyfirlögregluþjóns hjá
RLR, var maðurinn ölvaður er
hann var handtekinn og vildi lítið
tjá sig um afbrot sín. Eru yfir-
heyrslur yfir honum skammt á veg
komnar og ekki er vitað hversu
mikla fjármuni hann hefur komist
yfir Kpeð fölsunum sínum. Ákvörð-
un hafði ekki verið tekin um það
í gær hvort óskað yrði eftir gæslu-
varðhaldsiírskurði yfir manninum.
Hann hefur áður komið við sögu
lögreglunnar.
EINA KORTIÐ
sem veitir aögang að hraöbönkum erlendis
auk helmingi fleiri banka en nokkurt annaö
Meö VISA upp á vasann og PIN-
númerið* bak viö eyraö geturðu
nælt þér í skotsilfur í skyndi -
vasapeninga í réttri mynt - bara
með því að ýta á hnapp - jafnt á
kvöldin sem um helgar árið um
kring.
VISA opnar þér fleiri dyr en
nokkurt annað greiðslukort.
Á SJÖUNDU milljón viðtökustaða
um veröld alla auk 220.000 banka
og 26.000 hraðbanka á helstu
ferðamannastöðum.
*) Hafðu samband við VISA ÍSLAND ef þú þarft að fá
PIN-númerið (persónulega innsláttarnúmerið þitt)
endurútgefið.
Dæmi:
Bretland
Bandaríkin
Danmörk
Finnland
Hraöbankar
1.920
12.293
150
241
Bankar
5.121
65.111
560
366
V/SA
Dæmi:
Frakkland
Portúgal
Spánn
Svíþjóö
Hraðbankar
2.399
278
3.295
122
Bankar
13.034
350
30.106
2.160
Allt sem þarf