Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 5 IX HEIMSREISAN INNIFALIÐ: Flugferðir, akstur, heimsreisufararstjórn, lúxusgisting á vönduðustu hótelum, morgunverður og fullt fæði á ferðalögum ílndlandi. Þrátt fyrir yfirburði á mörgum sviðum er veröið lægra en annars staðar, aöeins kr. 165.700,- í 26 daga. irisVN Fettaskrifstofan Otsfn hf Varautan- ríkisráð- herraKína til íslands Varautanríkisráðherra Kína, Zou Nan, dvelur ásamt fylgdarliði á íslandi 25. til 29. ágúst nk. í boði Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að auk viðræðna við utanríkisráðherra muni varaut- anríkisráðherrann m.a. hitta að máli forsætisráðherra og samgönguráð- herra. Jafnframt mun varautanríkis- ráðherrann heimsækja Alþingi í boði forseta Sameinaðs þings. Varautanríkisráðherrann mun einnig skoða söfn í Reykjavík og heimsækja Vestmannaeyjar og Þingvelli. Rúna Guðmundsdóttir. Rúna Guð- mundsdóttír látín LÁTIN er í Reykjavík Rúna Guð- mundsdóttir, kaupmaður í París- artískunni, 62 ára að aldri. Rúna fæddist í Reykjavík 12. mars 1926, dóttir hjónanna Guð- mundar Guðmundssonar skipstjóra og síðar bónda á Móum á Kjalarnesi og Kristínar Teitsdóttur. Rúpa stundaði nám við Kvennaskóla Is- lands 1940-44. Alla sína starfsævi vann hún við verslun, var verslunar- stjóri Markaðarins í Reykjavík frá 1955 og þar til hún stofnaði París- artískuna árið 1963. Þeirri verslun stýrði Rúna til dauðadags. Eftirlifandi eiginmaður Rúnu er Magnús Guðmundsson stórkaup- maður. Hún lætur eftir sig 2 upp- komin börn, Guðmund Hermanns- son, sveitarstjóra í Þorlákshöfn, og Rúnu Hauksdóttur, lyfjafræðing. Grindavík. Barnaheimili í gömlu kirkjunni Grindavik. Bæjarráð Grindavíkur hefur ósk- að eftir því við safnarstjórn Grindavikursafnaðar að fá gömlu kirkjuna, sem var aflögð fyrir nokkrum árum, fyrir barnaheim- ili í haust. Mikil ekla er á leiksskólarými og því hafa verið reyndar leiðir til að bæta úr mestu vandræðunum meðal annars með því að bærinn hefur tekið þátt í gjöldum til dagmæðra og eins tók bærinn yfir rekstur leik- skólans sem fiskvinnslustöðin Gullvík kom á fót fyrir tveimur árum. Nú hefur verið ákveðið að hætta þeim rekstri og hafa forstöðukonur leikskólans gert tillögur til bæjar- ráðs hvernig hentugt verði að nýta gömlu kirkjuna sem nú stendur auð og ónotuð eftir að JC Grindavík lagði upp laupana í vetur. Safnaðarstjórnin hefur svarað bæjarráði og tekið vel í málið en sett fram ákveðin skilyrði sem tekin verða fyrir í bæjarráði eftir sumarfrí. Kr.Rpn. Gamla kirkjan í Grindavík fær nýtt hlutverk. Morgunblaðið/Kr.Ben. Heimsreisa IXsameJnarundur heimsins í þremur löndum þar sem leyndardómar og dulúð blandast saman við 5000 ára gamlasögu. INDLAND - Voldugt en dulúðugt land viskunnar og ótrúlegraandstæðna. Áfangastaðir: Bombay - Jaipur - Agra - Khajuraho - Varanasi. NEPAL - Gætt hrikalegri en stórbrotinni náttúrufegurð í hliðum hæstu fjalla heims, HIMALAYA. Áfangastaðir: Kathmandu. Boðið uppá eins og tveggja daga ferðir frá Kathmandu, m.a. til Tiger Tops og Pokhara. SRILANKA (Ceylon) - Eitt fegursta djásn jarðar, jarð- nesk paradís. Vikudvöl við bestu aðstæður ánýjuHilton hóteli. ÚTSÝNAR- HEIMSREISA - á engan sinn líka Þú upplifir og fræðist um UNDUR HEIMSINS með einstöku móti í heimsreisum ÚTSÝNAR. Heimsreisufarar hafa nú þegarferðast til flestra merkustu menninngarsvæða heimsins og bæta nú við reynslu sína veröld sem ekki a sinn líka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.