Morgunblaðið - 17.08.1988, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988
4-
Borgin, völlurinn
og þjónustan
eftir Tómas Inga
Olrich
í kjölfar hörmulegs slyss, sem
nýlega varð á Reykjavíkurflugvelli,
hafa umræður um staðsetningu
flugvallarins verið teknar upp að
nýju. Andstæðingar flugvallarins
hafa að vonum talið slysið renna
stoðum undir þá skoðun sína, að
flugvöllurinn ógni lífí þeirra, sem
nærri honum búa eða eru þar á
ferð um aðalumferðaræðar borgar-
innar.
í umíjöllun um framtíð
Reykjavíkurflugvallar eru öryggis-
mál þeirra, sem um hann fara og
eins hinna sem nálægt honum lifa
og hrærast mjög mikilvægur þátt-
ur. Ótvíræðir kostir flugvallarins
sem samgöngumannvirkis að öðru
leyti verða léttvægir fundnir, ef
öryggismálin eru ekki sem skyldi.
Það er því sjálfsagt að leita allra
leiða til að auka öryggi flugvallarins
og draga einnig úr þeirri flugum-
ferð, sem ekki á beint erindi til hans.
Hins vegar má umræðan um ör-
yggismálin ekki leiða til þess, að
menn verði glámskyggnir á hlut-
verk og kosti flugvallarins og fjalli
um framtfð hans út frá þröngum
hagsmunum. Þess hefur einmitt
gætt í kjölfar slyssins, sem og raun-
ar oft áður. Er þá einkum átt við
skoðanir, sem fram komu í sjón-
varpsviðtölum, annars vegar við
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og
hins vegar við Bjarna Magnússon,
en bæði eru þau borgarfulltrúar.
Naflinn og útlimirnir
Nú hefur sú þróun orðið í þessu
landi, og ætti að vera flestum ljós,
þótt þeir sitji í borgarstjórn
Reykjavíkur í nafni Kvennalistans
eða Alþýðuflokksins, að mjög
margvíslega þjónustu þarf að sækja
til höfuðborgarinnar. Eru raunar fá
þjóðfélög vestræn, sem að sama
skapi eru miðstýrð og ísland. Þótt
margir séu, eins og undirritaður,
ósáttir við það, hve Islendingar eru
háðir ríkis- og stofnanaveldi höfuð-
borgarinnar, er raunveruleikinn þó
það sem gildir. Og samkvæmt hon-
um er naflinn í Reykjavík, og fátt
satt að segja sem bendir til þess
að miklar stökkbreytingar verði á
þeirri skipan í náinni framtíð. Á
meðan svo er, er talsverður hluti
þjóðarinnar mjög háður góðum
samgöngum við höfuðborgina. Og
jafnvel þótt eitthvað dragi úr mið-
stýringu, eru góðar samgöngur einn
mikilvægasti þáttur í menningu
nútímans. Menn ættu því að hugsa
sig tvisvar um áður en þeir leggja
til að horfíð verði marga áratugi
aftur í tímann í samgöngumálum.
Víðtæku þjónustuhlutverki höf-
uðborgarinnar fylgja að sjálfsögðu
miklir fjárhagslegir kostir fyrir
Reykjavík og Reykvíkinga. En hlut-
verkinu fylgja líka skyldur, og þá
fyrst og fremst sú að rækja hlut-
verkið eins vel og kostur er og
áfallaminnst fyrir þá sem þjón-
ustunnar njóta.
Tvenns konar veikleiki
Reykjavík er ekki vel fallin til
að vera þjónustumiðstöð fyrir ís-
lendinga. Ræður þar einkum
tvennt. Borgin stendur á útnesi og
er því ekki miðlæg. Fyrir fámenna
þjóð í stóru landi er lega höfuð-
borgarinnar því óhagstæð, svo
fremi sem menn hverfa ekki að því
ráði að flytja alla þjóðina til suðvest-
urhomsins. Hitt atriðið, sem gerir
Reykjavík erfítt fyrir að sinna þjón-
ustuhlutverki sínu sem skyldi, má
að mestu rekja til mannlegra mis-
taka.
Það hefur mistekist að skipu-
leggja höfuðborgina með tilliti til
þjónustuhlutverksins. Með öðrum
orðum, Reykjavík hefur notið þeirra
fríðinda, sem hlutverki hennar
fylgja, án þess að hafa, í skipulags-
málum, tekist að sinna skyldum
sínum.
Atlögvr að Miðbænum
Það sem mestu varðar fyrir þá,
sem sækja þjónustu til Reykjavík-
ur, er virkur miðbær, þar sem stofn-
anir og þjónustumiðstöðvar eru
saman komnar á tiltölulega litlu
svæði. Miðbær Reykjavíkur er að
sjálfsögðu Kvosin og nánasta um-
hverfí hennar. Liggja til þess gildar
sögulegar ástæður.
Þar er auk þess yfrið land til að
þjóna svo fámennu þjóðfélagi sem
okkar, jafnvel þótt þjónustunni hafi
vaxið fiskur um hrygg langt um-
fram það, sem æskilegt getur talist
og sé í mörgum tilfellum nánast
þröngvað upp á þegnana.
í Reykjavík hefur sú dapurlega
þróun orðið, að þar hafa, víðs vegar
um borgina, risið upp þjónustu-
kjamar, sem gegna hlutverki mið-
bæjar. Þar má nefna „nýja mið-
bæinn“ í Kringlunni, Mjóddina,
Ártúnshöfða, Hlemm og Skeifuna.
Sum þessara svæða eru öll á lengd-
ina, eins og til dæmis Skeifan-
Ármúlinn. Milli þessara kjama
liggja langar verslunargötur, eins
og Laugavegurinn og Suðurlands-
brautin. Má segja að verslun og
viðskipti og hver önnur þjónusta í
Reykjavík lúti einhveiju torráðnu
miðflóttaafli, sem bitnar jafnt á
borgarbúum sem og þeim sem
þangað sækja. Miðbæjarkjarnar
Reykjavíkur grafa undan starfsemi
hins raunverulega hefðbundna mið-
bæjar. Flakkinu milli þessara þjón-
ustukjama fylgja hnútar og stíflur
í umferðinni, ásamt fylgifiskum,
slysum og mengun. Er svo komið
að margir þeirra, sem sækja þjón-
Tómas Ingi Olrich
ustu til höfuðborgarinnar, bera ekki
við að vera bíllausir; er algengt að
menn þveitist 60—100 km á dag
milli Heródesa og Pílatusa kerfís-
ins. Þessu fyrirkomulagi hefur að
sjálfsögðu fylgt mikil offlárfesting
í verslunar- og skrifstofuhúsnæði
og álag á umferðarkerfí með til-
heyrandi útgjöldum fyrir þjóðfélag-
ið. í 250 þúsund manna þjóðfélagi
og á höfuðborgarsvæði, þar sem
helmingurinn býr, er þróun á borð
við þá, sem hér hefur verið lýst,
fáránleg.
Skipulag, gamalt og nýtt
Hluta af þessu afvegaleidda
skipulagi má rekja til þess er sam-
þykkt var í aðalskipulagi Reykjavík-
ur 1962—1983 að leggja niður
gamla miðbæinn sem slíkan og
byggja upp nýjan miðbæ í Kringl-
unni. Sá stakkur, sem þá var snið-
inn, hefur reynst dýr og mun þó
líða langur tími, áður en bitið verð-
ur úr nálinni. Enn er unnið að upp-
byggingu Kringlunnar af miklum
krafti og sömu sögu er að segja
af öðrum þjónustuþyrpingum í
Reykjavík.
I endurskoðuðu nýju aðalskipu-
lagi borgarinnar, sem staðfest var
í júlí sl., er horfið frá þessum glötun-
arstíg og lagður grundvöllur að
endurreisn miðbæjarins. Ýmislegt
er að gerast, sem bendir til þess
að Reykjavík verði gert kleift að
sinna betur þjónustuhlutverki sínu.
Ég vil nefna þær breytingar, sem
nú eru í deiglunni í húsnæðismálum
ráðuneytanna, þótt enn sé óljóst
hve miklum hluta þeirra verður
komið fyrir í miðbænum. Listasafn
íslands, sem var að vísu dýr bygg-
ing, en jafnframt tímabært framlag
þjóðarinnar til íslenskrar myndlist-
ar, sómir sér mjög vel á sínum stað.
Umhverfi tjarnarinnar tekur nú
miklum stakkaskiptum. Ráðhús
það, sem Reykjavíkurborg hefur nú
hafíð smíði á, er einnig til þess
líklegt að efla miðbæinn, ekki síst
ef Reykvíkingar bæru gæfu til að
standa saman um þessa vel hönn-
uðu og smekklegu byggingu, sem
af framsýni og skynsemi hefur ver-
ið valinn staður við tákn borgarinn-
ar, Tjörnina.
En þetta gengur böksulega,
sennilega að hluta til vegna þess
að of margir þeirra, sem um málin
ijalla, gera sér ekki fyllilega grein
fyrir því, hve þjónustuhlutverk
borgarinnar gerir miklar kröfur til
skipulags hennar.
Stærsta tromp borgarinnar
Þegar í ljós kemur hve erfiðlega
hefur gengið að skipuleggja
Reykjavík með tilliti til höfuðborg-
arhlutverksins, er raunalegt að
heyra því gerða skóna, að nú skuli
fórna stærsta trompinu, sem borgin
getur með fullum rétti státað af sem
þjónustumiðstöð og höfuðborg ís-
lands, Reykjavíkurflugvelli. Þeir,
sem fullyrða með Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, að landið undir
flugvellinum sé illa nýtt og völlurinn
vond fjárfesting, verða að loka aug-
unum fyrir ærið mörgum stað-
reyndum, bæði að því er varðar fjár-
mál, samgöngumál og síðast en
ekki síst öryggismál.
íslendingar nýta mikið flugsam-
göngur. Um Reykjavíkurflugvöll er
ætlað að fari á þessu ári 280 þús-
und manns og að þeir greiði í far-
gjöld um 780 milljónir. Flugvöllur-
inn er vinnustaður um 1.200 manns.
Fyrir utan launagreiðslur, greiðir
völlurinn veruleg bein gjöld til borg-
arsjóðs. Óbeinar tekjur borgar og
borgarbúa af innlendum ferða-
mönnum verða ekki metnar með
góðu móti, en flestum ábyrgum
borgarfulltrúum hlýtur að vera ljóst
að þar er um miklar íjárhæðir að
stuðlum
Stef í
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Myndlistarmaðurinn Bjarni H.
Þórarinsson vill koma víða við í
listinni og í senn vera samkvæmur
sjálfum sér og tíðarandanum. Á bak
við myndsköpun hans hafa að jafn-
aði verið heilmikil heilabrot um
myndefnið og efniviðinn á milli
handanna.
Eftir að hafa verið gagntekinn
af hugmyndafræðilegu listinni og
jafnframt einn af höfuðpaurum
unga fólksins á bak við athafnasem-
ina í gamla húsinu fallega við Suð-
urgötu 7, hóf hann að munda
pentskúfínn í anda nýbylgjumál-
verksins og sýndi hér hressileg til-
þrif. En tilþrifin með sígilda miðlin-
um virðast aðeins hafa verið frávik
frá reglunni, því að nú er hann
kominn aftur í hugmyndafræðina
og að þessu sinni á bólakaf. Víst á
strangflatalistin miklu fylgi að
fagna um þessar mundir, og menn
fínna 5 þessum traustu markvissu
formum nokkuð öryggi á óöruggum
og ruglingslegum tímum í myndlist-
inni. Jafnvel þótt þetta óöryggi sé
fyrst og fremst tengt ytri hliðinni
og listamarkaðinum, þar sem við-
komandi hafa spennt bogann of
hátt með fjarstýringarbrölti sínu.
Þótt þeir hinir sömu gangi vísast
seint svo langt, að mörlandinn á
klakanum liggi ekki vel við skoti.
Sýningu sína á neðri hæð Ný-
listasafnsins nefnir Bjami „Sjón-
háttafræði", og telur hugtakið nýja
stefnu og fræðigrein í myndlist —
og hefur af því tilefni boðið til sjón-
þings.
Myndverkin sjálf virka þó líkast
æfingum í formfræði, og Bjami
gefur gamalgrónum aðferðum ný
nöfn, sem opinbera væntanlegan
nýjan útgangspunkt. Hann raðar
formum á frekar kunnuglegan hátt
og nefnir aðferðina einbendu,
tvíbendu og þríbendu, og í þeim em
svo stuðlar, stef í stuðlum, innrím,
útrím, rafrím, rofrím og í næsta
sjónmáli sér gerandinn krossbendu
og hringbendu, en hefur ekki enn
hafíst handa á þeim vettvangi.
Þetta er allt gott og blessað og
vel og vandvirknislega unnið úr
formum og litum, þannig að mynd-
heildimar em hinar þekkilegustu
fyrir augað — líkastar tjöldum fyrir
listræna glugga.
En þegar þess er gætt að hug-
myndimar vöknuðu ekki fyrir nema
2—3 mánuðum, er varla að búast
við, að þær séu með öllu gmndvall-
aðar og komnar í sinn endanlega
búning og því farsælast að vera
varkár í umsögn, þar til skilgrein-
ingin liggur ljós fyrir. Og auðvitað
em form alltaf form og jafnmikil-
væg í sjálfu sér og þannig fortek
ég ekki, að margt og merkilegt
kunni að koma frá þessum rann-
sóknum Bjama H. Þórarinssonar,
en ef ekki þá bætist hann einfald-
lega í hóp þeirra mörgu, er fundu
upp heita vatnið, og þeim fjölgar
raunar stöðugt.
Bjarni H. Þórarinsson myndlistarmaður.
Birgir Andrésson listamaður
„Skúlptúrar
og form“
Á efri hæð Nýlistasafnsins er
Birgir Andrésson með eins konar
innsetningu í formi tilbúinna skúlpt-
úra og niðursneiddra einlitra forma.
Skúlptúramir em í formi gam-
allrar hurðar svo og rúms, sem einn-
ig mun komið til ára sinna, en ger-
andinn hefur málað svart og bætt
við þrem uppstoppuðum lundum.
Þetta er angi af „ready made“-
listinni, sem dadaistinn Marchel
Duchamp gerði svo fræga fyrir
margt löngu.
Birgir Andrésson hefur alla tíð
verið áltekinn af hugmyndafræði-
legu listinni og er hér samur við
sig, þótt ekki fylgi nein stefnuyfir-