Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.08.1988, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 ræða. Reykjavíkurflugvöllur er því uppspretta mikilla tekna, beinna og óbeinna, og mikils vert fyrir borgar- stjórn að veikja ekki rekstrargrund- völl þessa mannvirkis. Miðað við það fjármagn, sem bundið er í mannvirkjum, er flugvöllurinn vafa- laust arðsamasta samgöngumann- virki á landinu, sem jafnframt hefur þann kost, legu sinnar vegna, að veita viðskiptavinum Flugleiða og annarra flugfélaga, sem völlinn nota, afbragðs þjónustu. Ný viðhorf erlendis Af þessari legu flugvallarins eru Islendingar raunar öfundsverðir. Það hefur komið í ljös á undan- gengnum áratugum, að alþjóðlegir flugvellir, sem staðsettir eru langt frá þeim borgum, sem þeir eiga að þjóna, gegna ekki hlutverki sínu í innanlandsflugi sem skyldi. Lega þeirra dregur úr áhuga manna á að fljúga og grefur undan arðsemi innanlandsflugs. Frakkar hafa brugðist við þessum vanda með því að efla innanlandssamgöngur með hraðskreiðum járnbrautarlestum, sem skila farþegum inn í borgar- miðju. Margar aðrar þjóðir, þar á meðal Bretar, hafa horfið til þess ráðs að rýma til fyrir innanlands: flugvöllum inni í miðborgum. I London er nú nýr innanlandsflug- völur, City Airport (eða London Docks Stolport) nánast í hjarta borgarinnar. Á meðan aðrar þjóðir sjá sig tilneyddar til að verja millj- örðum til að koma sér upp aðstöðu fyrir innanlandsflug inni í borgum, tala skammsýnir borgarfulltrúar um að fórna styrkustu stoðinni undir innanlandsflugi íslendinga, Reykjavíkurflugvelli, sem hefur alla þá kosti sem aðrar þjóðir sækjast eftir með ærnum tilkostnaði. Flug við síbreyti- legar aðstæður Það er eitt sérkenna íslenskra flugsamgangna, að þær verður að skipuleggja með tilliti til afar breytilegs veðurfars. Farþegar þurfa að mæta á Reykjavíkurflug- velli hálfri klukkustund fyrir brott- för. Stundum kemur fyrir að þessi stutta stund er nægilega löng til að veður spillist svo að ekki sé hægt að fljúga. Á vissum flugvöll- um landsins geta aðtæður breyst á lýsing athöfnum hans (manifestati- on). Birgir kemur fram eins og hann er klæddur og segir enga sérstaka heimspeki liggja að baki verkanna og að þau séu það, sem þau líta út fyrir að vera. En það er raunar ekki nema hálfur sannleikur, því að bak við þá listsköpun, sem Birgir aðhyllist, er heilmikil hugmyndafræði, hvort sem hann og aðrir, sem aðhyllast hana, gera sér það ljóst eða vilja gera sér ljóst. Það er rúmið með lundunum, sem höfðaði einna mest til mín, enda gæti það tengst lifun úr fortíðinni og væri þannig í beinu sambandi við uppruna listamannsins. Þannig á jafnan að jarðtengja nýlistir dags- ins, því að annars verður þetta að endurtekningu af vinnu annarra. Gamla hurðin fær skoðandann vafalítið til að hugsa margt og þá mun tilganginum náð, en svörtu formin á veggjunum virka sem til- brigði til áherslu, þótt þau eigi vafa- lítið einnig að skoðast sem sjálfstæð verk. Að vissu marki eru þetta ljóðræn verk með sterkri skírskotun til for- tíðarinnar... mjög skömmum tíma. Það er því mjög mikilvægur þáttur í íslenskum flugsamgöngum að ekki líði langur tími frá brottför frá dvalarstað til flugtaks. Ef notast ætti við Keflavíkurflugvöll í stað Reykjavík- urflugvallar, þyrftu farþegar í inn- anlandsflugi að leggja af stað frá Reykjavík einni og hálfri til tveimur klukkustundum fyrir brottför frá Keflavík. I mörgum tilvikum færu farþegar því af stað til Keflavíkur án þess að hafa neina vissu fyrir því að komast á leiðarenda. Þeir sem hafa kynnst gremju flugfar- þega og raunverulegum vandræð- um, sem fylgja aflýstu flugi þegar á flugvöll er komið, hljóta að sjá hvílík afturför það yrði að beina innanlandsflugi til Keflavíkur í stað Reykjavíkur. Það hefur aukist mjög að farnar séu dagsferðir til Reykjavíkur. Er þá oft um starfsferðir að ræða. Fast hefur verið sótt á það á fjöl- förnum leiðum, eins og til dæmis á leiðinni frá Akureyri til Reykjavík- ur, að flgoið sé snemma að morgni til þess að vinnudagurinn nýtist sem best. Ef flogið yrði til Keflavíkur, og farþegar mættu reikna með að verða að veija sex klukkustundum í ferðir fram og til baka, væru dags- ferðir raunar úr sögunni. Ahættan flutt til — og aukin Öryggismál Reykjavíkurflugvall- ar hafa verið í brennidepli. I þeirri umræðu hefur það horfið í skugga flugslyssins hörmulega að Reykjavíkurflugvöllur hefur reynst mjög öruggur. Mér vitanlega hefur ekki orðið banaslys á Reykjavíkurflugvelli, sem tengist reglubundnu áætlunar- flugi. Á leiðinni frá Reykjavík til Keflavíkur hafa hins vegar 27 manns beðið bana frá 1970 til 1987, og tala slasaðra er legíó. Þeir, sem leggja til að innanlandsflug til'og frá höfuðborginni verði flutt til Keflavíkurflugvallar, eru að leggja til stóraukna umferð á Reykjanes- braut. Með því er verið að beina farþegum frá tiltölulega öruggum flugvelli til umferðaræðar, sem kostað hefur marga vegfarendur lífið eða limlestingar. Þeir, sem slíkan málflutning hafa uppi, eru í raun að leggja til að stórlega verði dregið úr öryggi farþega, sem leggja leið sína til og frá höfuð- borginni, auk þess sem lagt er til að þjónusta við þá verði stórlega skert og þeim aukin vandræði og óvissa með ýmsum hætti. Leitum ekki langt yfir skammt Ég vil leyfa mér að leggja til að leitað verði raunhæfra leiða til að auka öryggi á Reykjavíkurflugvelli. Það samgöngumannvirki hefur reynst vel og er tvímælalaust einn mikilvægasti þátturinn í góðum samgöngum við höfuðborgina. Verður ekki annað sagt en að í umræðum um þessi mál sé mál- flutningur borgarstjóra Reykjavík- ur yfirvegaður og skynsamlegur og betur miðaður við hagsmuni borg- arbúa og skyldur borgarinnar gagn- vart landsmönnum en röksemdir fyrrnefndra borgarfulltrúa, þar sem ærið margt virðist byrgja sýn. Uti á landi búa margir sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli. Þeir hafa hins vegar ekki mikið látið til sín heyra. Sennileg- asta skýringin er sú, að þeim finnst hugmyndin um flutning innanlands- flugsins frá Reykjavík svo fáránleg að hún taki ekki nokkru tali og verði því síður framkvæmd. Höfundur er kennari á Akureyri. Ætlar þú í maraþon? Ef svo er, þá eru skórnir hér /A % # /Á 4>'!' Meiriháttar tilboðsverð vegna Reykjavíkur maraþons. Mf AIR MAX FÆST Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Braga Sport, Suðurlandsbraut 6. Sími 91-686089. íþróttabúðin, Sport Gallerí, Frísport, Sportbúðin Maraþon, Borgartúni 20. Reykjavíkurvegi 68. Laugavegi 6. Sunnuhlíð 12, Akureyri. Sími 91-20011. Sími 91-652228. Sími 91-623811. Sími 96-27771.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.