Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 FRAMLEIÐSLAN SIQPTIR MÁLI eftír Sigmar Þormar Vinnsla á íslenskum fiski erlend- is getur orðið að alvarlegu vanda- máli. Hér ér um að ræða mál er taka þarf föstum tökum, því öflug vöruframleiðsla er mikilvæg hveiju landi sem vill njóta góðra lífskjara. Heiti þessarar greinar er sam- hljóða heiti á nýútkominni bók eftir tvo bandaríska hagfræðinga, John Zysman og Stephen Cohen (á frum- máli Manufacturing Matters, New York, 1987.) í bókinni halda þeir því fram að efnahagslíf nútímaríkja þurfí á öflugri vöruframleiðslu að halda. Þeir telja að flutningur á mikilvægri framleiðslu úr landi sé öfugþróun. Bráðnauðsynlegt sé fyr- ir nútímaþjóðir að efla vörufram- leiðslu sína, styrkja þá framleiðslu sem fyrir er og efla vöruþróun á nýjum sviðum. í greininni verður athugað hvort þessi umræða á erindi við okkur Islendinga og litið til fiskvinnslunn- ar í því sambandi. Vöruframleiðsla enn mikilvæg Ef halda á uppi háu lífsgæðastigi Sigmar Þormar og forðast atvinnuleysi, þurfa lönd að vera samkeppnishæf á sviði vöruframleiðslu segja þeir John Zysman og Stephen Cohen. Efling vöruframleiðslu er mikilvægasta málefnið í efnahagslífí Banda- ríkjanna. Bókarhöfundar leggjast alfarið „ Vinnsla á íslenskum fiski erlendis getur orð- ið að alvarlegn vanda- máii. Hér er um að ræða mál er taka þarf f östum tökum, því öflug vöruframleiðsla er mikilvæg hverju landi sem vill njóta góðra lífskjara.“ gegn því sjónarmiði að Bandaríkin séu að verða að „þjónustuþjóðfé- lagi“ þar sem þjónustustörf komi í stað framleiðslustarfa. Framleiðslu- störf og þjónustustörf séu í raun nátengd. Höfundar segja Banda- ríkjamenn þegar hafa tapað mikil- vægum „þjónustustörfum" er bíla- framleiðsla, stáliðnaður og raf- eindaiðnaður færðist frá heimalandi þeirra til Asíulanda. Með framleiðsl- unni hafa flust burt ýmis betri „þjónustustörf", á sviði tækniráð- gjafar og þjónustu við iðnfram- leiðsluna. ErþSrfáfrekariLl 33 samwmmgu i landl^Sg Sériilöð ALAUGARDOGUM 5 Auglýsingar íLesbók með ferðablaði þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á föstudögum, viku fyrir birtingu og ímenningarblaðið fyrir kl. 16.00 á miðvikudögum. V -bi^é allra landsmanna Stephen S. Cohen. John Zysman. Það er merki um öfugþróun ef mikilvæg framleiðsla færist úr landi segja bandarisku hagfræðingarnir John Zysman og Stephen Cohen í bókinni Framleiðslan skiptír máli. Líkt og ýmis önnur vestræn ríki hafa Bandaríkjamenn verið að tapa hæfni og forskot í vöruframleiðslu. Þessari þróun verður að snúa við, að öðrum kosti fýlgir efnahagsleg stöðnun og atvinnuleysi í kjölfarið. Stephen Cohen og John Zysman telja, að Bandaríkjamenn verði að efla framleiðsluferlið sjálft og ná aftur því forustuhlutverki sem landið hafði áður sem öflugur fram- leiðandi iðnaðarvara. Á að vinna fiskinn erlendis? Væntanlega á eitthvað af þessari umræðu við hér á landi. Mikilvæg- asta vöruframleiðsla okkar er vitan- lega á sviði sjávarútvegs. Ef hug- myndir bandarísku hagfræðing- anna eru færðar upp á íslenskar aðstæður ættum við að leggja áherslu á að halda forskoti okkar í hefðbundinni sjávarútvegsfram- leiðslu. Þá þyrfti einnig að efla framleiðslu á vörum og tækjum þar sem . íslendingar njóta forskots vegna t.d. góðs hráefnis eða þekk- ingar#sem fyrir er í landinu. En hvað er að gerast í þessum málupi hér á landi. Er verið að efla vöruþVóun og markaðssókn? Eða er e.t.v. mikilvæg framleiðsla að færast úr landi? Því miður bendir margt til þess að um öfugþróun fremur en framþróun sé að ræða í þessum efnum hér á landi. Að und- anfömu hefur íslenskt hráefni verið notað í saltfisk sem framleiddur er í Evrópu. Þá hefur vakið athygli að dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur hafið frystingu á íslenskum fiski í Bret- landi. Furðu lítið hefur verið um alvar- legar umræður um þessi mál hér á landi. I leiðara Morgunblaðsins þann 13. mars sl. er þetta þó rætt. Þar er fullyrt að íslendingar séu að fylgja þróun sem þegar hafi átt sér stað í öðrum iðnríkjum. Fata- framleiðsla og stáliðnaður hafi færst frá vestrænum ríkjum til Asíulanda. I leiðaranum er mikið rætt um háan launakostnað hér- lendis sem veigamikla ástæðu fyrir því að framleitt er úr íslensku hrá- efni erlendis. Varasamar ályktanir I Morgunblaðsleiðaranum, sem og öðrum skrifum um þessi mál, er þó ekki nægilega tekið fyrir hve alvarlegt mál er í raun á ferðinni. Flutning á mikilvægri vörufram- leiðslu úr landi verður að líta á sem vandamál, líkt og þeir Zysman og Cohen halda fram. Það ber vitni^ um að forskot í framleiðslutækni og vöruhönnun sé að tapast. Sú skýring að hár launakostnað- ur geri vöruframleiðslu óhagkvæma er í raun oftast fremur haldlítil. Á Vesturlöndum hefur launakostnað- ur ávallt verið hærri en annars stað- ar í heiminum. Tækni-, vöruhönn- unar- og markaðssetningarforskot hefur hinsvegar gert vestrænum fyrirtækjum mögulegt að greiða há Morgunblacfið/Sigurður H. Þorsteinsson Hið nýja vöruhús Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Hólmavík: Nýtt verslunarhús Kaup- félags Steingrímsfjarðar Laugarhóli, Bjamarfirði. KAUPFÉLAG Steingrímsfjarðar opnaði nýtt vöruhús á Hólmavik fyrr í sumar. Hafði verslunin áður verið í þröngu húsnæði nið- ur á eyri, en flutti nú í nýtt og nútímalegt húsnæði með öllum þægindum. Gamla húsnæðið var svo tekið í notkun fyrir af- greiðslu og sölu á ýmsum lager- vörum, sem almennt kallast pakkhúsvörur hér um slóðir. Það var mikil breyting til batnað- ar, þegar Kaupfélagið opnaði í nýja húsnæðinu fyrir ofan kauptúnið á Hólmavík, smásöluverslunina sem áður hafði verið í gamla hluta þess. Nú er margfalt rými miðað við það sem áður var og vistleg húsakynni fyrir bæði viðskiptavini og starfs- fólk. Þá er bensínsalan og veitingaað- staðan í næsta húsi við nýju versl- unina, svo stutt er að fá sér hress- ingu, taka bensín á bflinn, eða þvo hann eins og stundum þarf. Sunnan við Kaupfélagið er nýja hverfið sem er að byggjast upp á Hólmavík, en norðaustan við búðina er svo gamli bærinn, fyrir neðan brekkuna. Skrifstofur Kaupfélagsins eru hinsvegar enn í gamla húsinu 'niður í bænum, þar sem nú er einnig verslað með þá- hluti sem áður voru afgreiddir úr pakkhúsi, svo sem byggingarvörur og fleira. Auk þess eru mikil þægindi að þessu fyrir ferðamenn, sem bæði hafa nú versl- unina og veitingasölu og bensín á sama stað, rétt við Djúpveginn til Isafjarðar. - SHÞ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.