Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 FRAMLEIÐSLAN SIQPTIR MÁLI eftír Sigmar Þormar Vinnsla á íslenskum fiski erlend- is getur orðið að alvarlegu vanda- máli. Hér ér um að ræða mál er taka þarf föstum tökum, því öflug vöruframleiðsla er mikilvæg hveiju landi sem vill njóta góðra lífskjara. Heiti þessarar greinar er sam- hljóða heiti á nýútkominni bók eftir tvo bandaríska hagfræðinga, John Zysman og Stephen Cohen (á frum- máli Manufacturing Matters, New York, 1987.) í bókinni halda þeir því fram að efnahagslíf nútímaríkja þurfí á öflugri vöruframleiðslu að halda. Þeir telja að flutningur á mikilvægri framleiðslu úr landi sé öfugþróun. Bráðnauðsynlegt sé fyr- ir nútímaþjóðir að efla vörufram- leiðslu sína, styrkja þá framleiðslu sem fyrir er og efla vöruþróun á nýjum sviðum. í greininni verður athugað hvort þessi umræða á erindi við okkur Islendinga og litið til fiskvinnslunn- ar í því sambandi. Vöruframleiðsla enn mikilvæg Ef halda á uppi háu lífsgæðastigi Sigmar Þormar og forðast atvinnuleysi, þurfa lönd að vera samkeppnishæf á sviði vöruframleiðslu segja þeir John Zysman og Stephen Cohen. Efling vöruframleiðslu er mikilvægasta málefnið í efnahagslífí Banda- ríkjanna. Bókarhöfundar leggjast alfarið „ Vinnsla á íslenskum fiski erlendis getur orð- ið að alvarlegn vanda- máii. Hér er um að ræða mál er taka þarf f östum tökum, því öflug vöruframleiðsla er mikilvæg hverju landi sem vill njóta góðra lífskjara.“ gegn því sjónarmiði að Bandaríkin séu að verða að „þjónustuþjóðfé- lagi“ þar sem þjónustustörf komi í stað framleiðslustarfa. Framleiðslu- störf og þjónustustörf séu í raun nátengd. Höfundar segja Banda- ríkjamenn þegar hafa tapað mikil- vægum „þjónustustörfum" er bíla- framleiðsla, stáliðnaður og raf- eindaiðnaður færðist frá heimalandi þeirra til Asíulanda. Með framleiðsl- unni hafa flust burt ýmis betri „þjónustustörf", á sviði tækniráð- gjafar og þjónustu við iðnfram- leiðsluna. ErþSrfáfrekariLl 33 samwmmgu i landl^Sg Sériilöð ALAUGARDOGUM 5 Auglýsingar íLesbók með ferðablaði þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á föstudögum, viku fyrir birtingu og ímenningarblaðið fyrir kl. 16.00 á miðvikudögum. V -bi^é allra landsmanna Stephen S. Cohen. John Zysman. Það er merki um öfugþróun ef mikilvæg framleiðsla færist úr landi segja bandarisku hagfræðingarnir John Zysman og Stephen Cohen í bókinni Framleiðslan skiptír máli. Líkt og ýmis önnur vestræn ríki hafa Bandaríkjamenn verið að tapa hæfni og forskot í vöruframleiðslu. Þessari þróun verður að snúa við, að öðrum kosti fýlgir efnahagsleg stöðnun og atvinnuleysi í kjölfarið. Stephen Cohen og John Zysman telja, að Bandaríkjamenn verði að efla framleiðsluferlið sjálft og ná aftur því forustuhlutverki sem landið hafði áður sem öflugur fram- leiðandi iðnaðarvara. Á að vinna fiskinn erlendis? Væntanlega á eitthvað af þessari umræðu við hér á landi. Mikilvæg- asta vöruframleiðsla okkar er vitan- lega á sviði sjávarútvegs. Ef hug- myndir bandarísku hagfræðing- anna eru færðar upp á íslenskar aðstæður ættum við að leggja áherslu á að halda forskoti okkar í hefðbundinni sjávarútvegsfram- leiðslu. Þá þyrfti einnig að efla framleiðslu á vörum og tækjum þar sem . íslendingar njóta forskots vegna t.d. góðs hráefnis eða þekk- ingar#sem fyrir er í landinu. En hvað er að gerast í þessum málupi hér á landi. Er verið að efla vöruþVóun og markaðssókn? Eða er e.t.v. mikilvæg framleiðsla að færast úr landi? Því miður bendir margt til þess að um öfugþróun fremur en framþróun sé að ræða í þessum efnum hér á landi. Að und- anfömu hefur íslenskt hráefni verið notað í saltfisk sem framleiddur er í Evrópu. Þá hefur vakið athygli að dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur hafið frystingu á íslenskum fiski í Bret- landi. Furðu lítið hefur verið um alvar- legar umræður um þessi mál hér á landi. I leiðara Morgunblaðsins þann 13. mars sl. er þetta þó rætt. Þar er fullyrt að íslendingar séu að fylgja þróun sem þegar hafi átt sér stað í öðrum iðnríkjum. Fata- framleiðsla og stáliðnaður hafi færst frá vestrænum ríkjum til Asíulanda. I leiðaranum er mikið rætt um háan launakostnað hér- lendis sem veigamikla ástæðu fyrir því að framleitt er úr íslensku hrá- efni erlendis. Varasamar ályktanir I Morgunblaðsleiðaranum, sem og öðrum skrifum um þessi mál, er þó ekki nægilega tekið fyrir hve alvarlegt mál er í raun á ferðinni. Flutning á mikilvægri vörufram- leiðslu úr landi verður að líta á sem vandamál, líkt og þeir Zysman og Cohen halda fram. Það ber vitni^ um að forskot í framleiðslutækni og vöruhönnun sé að tapast. Sú skýring að hár launakostnað- ur geri vöruframleiðslu óhagkvæma er í raun oftast fremur haldlítil. Á Vesturlöndum hefur launakostnað- ur ávallt verið hærri en annars stað- ar í heiminum. Tækni-, vöruhönn- unar- og markaðssetningarforskot hefur hinsvegar gert vestrænum fyrirtækjum mögulegt að greiða há Morgunblacfið/Sigurður H. Þorsteinsson Hið nýja vöruhús Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Hólmavík: Nýtt verslunarhús Kaup- félags Steingrímsfjarðar Laugarhóli, Bjamarfirði. KAUPFÉLAG Steingrímsfjarðar opnaði nýtt vöruhús á Hólmavik fyrr í sumar. Hafði verslunin áður verið í þröngu húsnæði nið- ur á eyri, en flutti nú í nýtt og nútímalegt húsnæði með öllum þægindum. Gamla húsnæðið var svo tekið í notkun fyrir af- greiðslu og sölu á ýmsum lager- vörum, sem almennt kallast pakkhúsvörur hér um slóðir. Það var mikil breyting til batnað- ar, þegar Kaupfélagið opnaði í nýja húsnæðinu fyrir ofan kauptúnið á Hólmavík, smásöluverslunina sem áður hafði verið í gamla hluta þess. Nú er margfalt rými miðað við það sem áður var og vistleg húsakynni fyrir bæði viðskiptavini og starfs- fólk. Þá er bensínsalan og veitingaað- staðan í næsta húsi við nýju versl- unina, svo stutt er að fá sér hress- ingu, taka bensín á bflinn, eða þvo hann eins og stundum þarf. Sunnan við Kaupfélagið er nýja hverfið sem er að byggjast upp á Hólmavík, en norðaustan við búðina er svo gamli bærinn, fyrir neðan brekkuna. Skrifstofur Kaupfélagsins eru hinsvegar enn í gamla húsinu 'niður í bænum, þar sem nú er einnig verslað með þá- hluti sem áður voru afgreiddir úr pakkhúsi, svo sem byggingarvörur og fleira. Auk þess eru mikil þægindi að þessu fyrir ferðamenn, sem bæði hafa nú versl- unina og veitingasölu og bensín á sama stað, rétt við Djúpveginn til Isafjarðar. - SHÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.