Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.1988, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 Flutningur fiskframleiðslu úr landi er mjög varasöm þróun. Sporna þarf gegn slíku með eflingn íslenskra fyrirtækja og aukinni áherslu á vöruþróun og markaðssókn. laun. Ýmsar Asíuþjóðir hafa síðan verið að ná þessu forskoti af vest- rænum þjóðum. Launamunur á milli landa þarf því ekki að vera orsök þess að fram- leiðsla tapast úr landi. Munur af þessu tagi hefur lengi verið til stað- ar milli ríkra og fátækra. Öflugar framleiðslugreinar geta greitt hátt kaup. íslensk fyrirtæki og- opinberar ákvarðanir Flutningur á fiskframleiðslu úr landi getur orðið að alvarlegu vandamáli í íslensku efnahagslífí. Unnt er að bregðast við þessu vandamáli á margvíslegan hátt. Nokkuð hefur verið rætt um að gera þurfi rekstur og Ijárfestingar íslenskra fiskvinnslustöðva mark- vissari. Það er vafalaust hluti vand- ans og nauðsynlegt að alvarlega verið farið að huga að þeim málum. Opinberir aðilar geta örvað íslenska vöruframleiðslu á ýmsan hátt. Snöggar og skammsýnar efnahagsaðgerðir líkt og gengis- fellingar hafa verið vinsælar. Hið opinbera ætti hinsvegar að leggja áherslu á uppbyggilegar aðgerðir til lengri tíma. Víða um heim styður hið opin- bera rannsóknir er tengjast fram- leiðsluferlinu. Stuðningur við iðnað og vöruhönnun er í ýmsu formi hér á landi. Brýnt er að efla rannsókn- ir af þessu tagi enn frekar. Því miður virðist ríkja skilnings- leysi á þessum málum. Nýlega boð- aði fjármálaráðherra okkar niður- skurð á ýmsum opinberum útgjöld- um. Þrátt fyrir mikið tal um nauð- syn nýsköpunar og vöruþróunar hér á landi virðist niðurskurðurinn hafa bitnað sérlega á iðnaðar- og tækni- rannsóknum. Hér er um algera öfugþróun að ræða, fé hefði fremur átt að auka til þessara mála. Ríki og sveitarfélög leggja at- vinnurekstri víða lið með uppbygg- ingu iðngarða, hafnar- og viðgerð- araðstöðu. Víða má í þessum efnum gera betur, jafnt varðandi fisk- vinnslu sem aðrar greinar. Ingólfur Sverrisson, framkvæmdastjóri Fé- lags málmiðnaðarfyrirtækja tekur t.d. fram í Morgunblaðinu 3. febrú- ar sl. að viðgerðar- og viðhalds- þjónustu þurfi að stórbæta í Reykjavík. Hann segir að þessi málefni hafi mætt sinnuleysi yfir- valda sem frekar vilji leggja pen- inga sína í veitingarekstur í Öskju- hlíðinni. Hið opinbera getur einnig eflt vöruframleiðslu með því að skapa eðlileg starfsskilyrði með réttlátri skatt- og tollheimtu. í þeim málum hafa sem betur fer orðið framfarir hér á landi að undanfömu, t.d. m tilkomu samræmdrar tollskrár i sl. áramót. Einnig virðist þurfa að ge umbætur á fjármagnsmarkaðnui Fjölmörg íslensk smáfýrirtæki framleiða til útflutnings hafa kvai að undan skorti á rekstrarfé. Kvai að er undan skorti á áhættufé erfiðleikum við að bjóða til sc hlutabréf í fyrirtækjunum. Hár fjármagnskostnaður vissulega þáttur sem gerir íslens um fiskvinnslufyrirtækjum eri fyrir. Þetta atriði hefur mikið ve rætt að undanförnu og verður el tíundað hér. Þó má benda á rætur vandans liggja að hluta t: mun hærri verðbólgu hér á landi í nágrannalöndunum. Brýnna er . en nokkru sinni áður að stjórnvöi hafí forystu um að ná verðbólgunn niður. Efla þarf íslenska framleiðslu Vinnsla á íslenskum fiski erlend- is getur orðið að alvarlegu vanda- máli. Hér er um að ræða mál er taka þarf föstum tökum, því öflug vöruframleiðsla er mikilvæg hverju landi sem vill njóta góðra lífskjara. Góð „þjónustustörf" er vitanlega nauðsynlegt að hafa til staðar. Þau skapast hinsvegar oft í tengslum við hönnun, framleiðslu og mark- aðssetningu á vörum og tækjum. Akveðið sinnuleysi virðist því miður hafa ríkt gagnvart málum af þessu tagi hér á landi. Nú þegar góðærið er að ganga okkur úr greipum er e.t.v. tækifæri til að huga að því hvemig efla megi vöru- framleiðslu íslenskra fyrirtækja. Hefðbundna fískvinnslu þarf að efla og leita þarf nýrra leiða til að full- nægja erlendri eftirspum eftir sjáv- arafurðum. Sú niðurstaða er ljós af umræðu t SÍMBO] Flísar í alla íbúðina - ítölsk hönnun og gæði &ALFABORG BYGGINGAMARKAÐUR SKUTUVOGI 4 - SfMI 686755 þeirra Zysmans og Cohens, að færsla á mikilvægri vöruframleiðslu úr landi er ákveðin uppgjöf hjá þeim þjóðum sem lenda í slíku. Fjöl- þættir möguleikar em til staðar til að vinna gegn þróun af þessu tagi. Þá möguleika þarf að nýta hér á landi. Höfundur er þjóðfélagsfræðing- ur. Hann starfar hjá Verzlunar- ráði íslands. TOSHIBA örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Verð við allra hæfi Einar Farestveit&Co.hf. »0*0mnm u. Unuk t»u inn oo unn - MioNuin—I Leið 4 stoppar við dymar HÚSCÖGIV Já, hjá okkur er landsins stæ er opin. Á 5000 fermetrum stillum við upp í smekklegu umhverfi meira úrvali af húsgögnum en þú hefur nokkurn tíma séð á einum stað. jónustu, faglega ráðgjöf, næg bílastæð' Verð eins og það gerist best. REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.