Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 17.08.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988 Hydro Alummium: Hefur enn áhuga á byggingu álvers Frá Knut Andreas Skogfstad fréttaritara Morgnnblaðsins í Noregi. HYDRO Aluminium (Norsk Hydro hefur um þessar mundir Hydro) hefur enn áhuga á því að byggja álver á íslandi og þá helst í samvinnu við aðra. Á sinum tíma hafði Hydro áhuga á að vera með í ATLANTAL- verkefninu, það er hinu fyrir- hugaða álveri í Straumsvík, en kom of seint inn í myndina. Þetta kom fram í samtölum Morgun- blaðsins við forráðamenn Hydro í Ósló. Erró sýn- ir 1989 í FRÉTT af væntanlegum sýningum Errós, Helga Þorg- ils og Kristjáns Guðmunds- sonar í blaðinu í gær var sagt að sýning Errós yrði haustið 1988 en ekki haustið 1989 eins og rétt er. Síðar í inngangi fréttarinnar var sagt að sýningarnar yrði á næsta ári og birtist þessi leið- rétting því til áréttingar. mikinn áhuga á því að auka fram- leiðslugetu sína á hrááli þar sem verð þess er hátt og búist er við að það haldist þannig í náinni framtíð. Þar fyrir utan hefur Hydro þörf fyrir meira magn af hrááli í vinnslustöðvar sínar og því er áhug- inn nú ekki eingöngu bundinn við hið háa verð sem er á hrááli. Forráðamenn Hydro segja að ís- land sé áhugaverð staðsetning fyrir nýtt álver. Þeir staðfesta að fyrir- tækið sé nú að leita fyrir sér um byggingu álvers bæði heima fyrir og erlendis, en vilja ekki gefa upp hvaða lönd önnur en ísiand koma til greina. Þær kröfur sem Hydro gerir um nýtt álver er að raforku- verðið sé samkeppnisfært og að til staðar sé menntað vinnuafl á þessu sviði. íslensk stjómvöld hafa haft sam- band við norska mengunarvama- ráðið (SFT) sem hefur umsjón með að mengunarvamir við álveM Nor- egi og annan iðnað séu í lagi. íslend- ingar hafa óskað eftir upplýsingum um hvemig vandamál í sambandi við mengun frá álvemm í Noregi em leyst. Morgunblaðið/Hydro Aluminium Álverið í Árdal, en þar hefur markvisst verið unnið að því að draga úr mengun. Noregur: Fullkomnar mengunar- vamir eru í nýju álverunum Frá Knut Andreas Skogstad fréttaritara NORSKUM álverum hefur tekist að minnka að mun mengun og afrennsli hættulegra efna út I umhverfið. Kemur hvorttveggja til, skipanir stjórnvalda og eigið rgunblaðsins f Noregi. frumkvæði iðnaðarins. Mjög full- komnar mengunarvarnir eru í nýjustu norsku álverunum enda voru þau hönnuð með það fyrir augum og er mengun af þeirra völdum í lágmarki. Megnið af norskum álvemm em komin nokkuð til ára sinna og það hefur kostað mikla fjármuni að koma mengunarvörnum í þeim í viðunandi horf. Sem dæmi má nefna álverið í Árdal sem er í ejgu Hydro Aluminium. Þar hefur verið mark- visst unnið að því að draga úr meng- un og segir aðstoðarforstjóri álvers- ins, Sveien Hove, að þeim hafi tek- ist að minnka flúormengunina um helming á skömmum tíma. Það sem gert var í Árdal-álverinu var að farið var nákvæmlega yfir framleiðsluferlið í verinu og því breytt með hliðsjón af því að minnka útstreymi hættulegra efna út í umhverfið. Þannig tókst að minnka flúormengunina um helming og kostaði það verið aðeins 3-4 milljón- ir n.kr. Hinsvegar er flúor ekki eina hættulega efnið sem myndast við framleiðslu á áli. Þar koma einnig til brennisteinn, tjara og ryk. Til að minnka hlutfall þessara efna út í umhverfíð á sama hátt og flúorið er áætlað að það kosti álverið um 100 milljónir n.kr. Brennisteinn er helsta orsök fyrir súru regni sem verið hefur vandamál í Noregi á undanfömum árum. Peugeot-reiðhjól 20-25% verðlækkun 15eða18gíra verðfrákr. 25.860,- útsöluverð frá kr. 8.960,- úfsöluverð kr. 3.375,- T.d. ékkert út og afganginn á VISA - EURO raðgreiðslum í 4 mánuði. JOFUR HF. NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI S. 42600. p— VfSA SflKBB m Klaus Rifbjerg og Páll Páls- son leiðréttir í Morgunblaðinu sunnudaginn 14. ágúst 1988 er viðtal Páls Páls- sonar við Klaus Rifbjerg rithöfund og forstjóra. Gyldendal-bókaútgáf- unnar í Danhmörku. Á einum stað í viðtalinu segir svo orðrétt: — Ogí haust ætlar Gyldendal að gefa út „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason, — fyrsti höf- undurinn, sem forlagið geftur út á eftir Laxness . . . „Já, það er rétt og er fyrir til- verknað ráðgjafa okkar hér í húsinu í íslenskum bókmenntum. Ég hef ekki lesið þá bók ennþá . ..“ Hér fer spyrillinn, Páll Pálsson, rangt með, og forstjórinn er ekki svo fróður að geta leiðrétt villuna: Árið 1949 gaf Gyldendal út skáldsögðuna „Á bökkum Bola- flóts“ eftir Guðmund Daníelsson, undir nafninu „Jorden er min“ í þýðingu Martins Larsens, sem þá var sendikennari við Háskóla Is- lands. Því til staðfestingar fylgir hér ljósprent af útsíðum bókarkápunn- ar. Aðrar skáldsögur Guðmundar gefnar út í Danmörku komu út hjá Forlaget Fremad. Á kassettum eru þær núna að koma út hjá „Lyd- bogsudgaven, Den grimme Ælling" í Odense. Guðmundur Daníelsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.